Færslur eftir höfund:

Grétar Þór Sigurðsson

Vonir standa til að frumvarpið, verði það samþykkt, muni opna dyrnar fyrir farveitur á leigubílamarkaði.
Gatan rudd fyrir Uber og Lyft
Drög að frumvarpi til laga um leigubifreiðar hefur verið birt á samráðsgátt stjórnvalda og til stendur að leggja það fram í fjórða sinn. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á frumvarpinu sem munu auðvelda farveitum að bjóða þjónustu sína hér á landi.
24. júlí 2022
Larry Fink er forstjóri og stjórnarformaður eignastýringarfyrirtækisins BlackRock. Hann er einnig einn af stofnendum fyrirtækisins.
Eignastýringarfyrirtækið BlackRock tapar 1,7 billjón dala
Tap bandaríska eignastýringarfyrirtækisins BlackRock á fyrri helmingi ársins samsvarar rúmlega sjötíufaldri landsframleiðslu Íslands. Aldrei áður hefur tap eins fyrirtækis verið jafn mikið á sex mánuðum.
23. júlí 2022
Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus er forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin á hæsta viðbúnaðarstig vegna apabólu
Yfir 16 þúsund apabólutilfelli hafa verið greind í 75 löndum. Vonir standa til að hækkun viðbúnaðarstigs muni flýta þróun bóluefna og stuðla að því að takmarkanir verði teknar upp til að hindra för veirunnar.
23. júlí 2022
Verðbólgan komin í 9,9 prósent – Ekki mælst hærri í 13 ár
Fatnaður og skór auk húsgagna og húsbúnaðar lækkaði í verði á milli mánaða en verð á flugfargjöldum hækkaði umtalsvert. Verðbólgan hefur ekki mælst jafn mikil síðan í september árið 2009.
22. júlí 2022
Elon Musk er ríkasti maður heims. Hér heldur hann tölu við opnun nýrrar verksmiðju rafbílaframleiðandans Tesla í Gruenheide í útjaðri Berlínar í mars síðastliðnum.
Tesla snýr baki við Bitcoin
Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur selt megnið af eignarhlut sínum í rafmyntinni Bitcoin. Fyrirtækið keypti talsvert af Bitcoin í fyrra og Elon Musk hét því að fyrirtækið myndi ekki selja. Enn eitt svikið loforð Musks segir sérfræðingur í tæknimálum.
21. júlí 2022
Höfuðstöðvar Landsbankans eru við Austurstræti 11.
Arðsemi Landsbankans langt frá markmiði
Arðsemi eiginfjár Landsbankans var 4,1 prósent á fyrri hluta þessa árs samanborið við 10,8 prósent á sama tímabili í fyrra. Starfsfólki bankans hefur fækkað um hátt í 60 á undanförnum 12 mánuðum.
21. júlí 2022
Ursula von der Leyen er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Biðja þjóðir Evrópu um að draga úr notkun jarðgass
Ekkert gas hefur verið flutt um Nord Stream gasleiðsluna í tíu daga vegna viðhalds en því verður brátt lokið. Stjórnvöld í Evrópu búa sig þann möguleika að Rússar stöðvi flutning gass um leiðsluna en það gæti heft forðasöfnun fyrir veturinn verulega.
20. júlí 2022
Fólksbílar óku um 3,3 milljarða kílómetra á íslenskum vegum árið 2020.
Borgarlína, efling strætó og virkra ferðamáta fækki eknum kílómetrum um 90 milljónir
Í aðgerðaáætlun stjórnvalda eru margvíslegar aðgerðir sem miða að því að draga úr bílaumferð. Ábatinn af aðgerðunum er margvíslegur líkt og Hagfræðistofnun bendir á í nýrri skýrslu, hávaði minnkar ásamt loftmengun og slysum fækkar.
20. júlí 2022
Vöxtur ferðaþjónustunnar gæti hefur líklega aukið framboð á fjölbreyttum störfum sem hægt er að vinna í hlutastarfi að sögn Róberts Farestveit, sviðsstjóra á sviði stefnumótunar og greininga hjá ASÍ. Slík störf geti hentað ungu fólki vel.
Vinnumenning og starfasamsetning mögulegar skýringar á langri starfsævi
Mikil atvinnuþátttaka ungmenna og meðal eldri aldurshópa skýrir að einhverju leyti hversu löng starfsævi Íslendinga er að sögn sviðsstjóra hjá ASÍ. Starfsævi Íslendinga er lengri en hjá öllum öðrum Evrópuþjóðum.
20. júlí 2022
Að hámarki er hægt að fá 1.320 þúsund króna afslátt af virðisaukaskatti við kaup á nýjum rafbíl.
Stuðningur við kaup á rafmagnsbílum þjóðhagslega óhagkvæmur
Engin aðgerð í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er eins þjóðhagslega óhagkvæm og stuðningur hins opinbera við rafbílakaup einstaklinga að mati Hagfræðistofnunar. Hagkvæmustu aðgerðirnar eru skógrækt, landgræðsla og endurheimt votlendis.
19. júlí 2022
Frá Helguvík á Suðurnesjum
Vilja reisa vetnisverksmiðju í Helguvík með framleiðslugetu upp á 40 þúsund tonn
Nú stendur yfir gerð fýsileikakönnunnar vegna fyrirhugaðrar vetnisverksmiðju fyrirtækisins Iðunnar H2 í Helguvík. Gert er ráð fyrir að orkuþörf verksmiðjunnar verði 300 megavött og að uppbygging geti tekið fjögur til sex ár.
18. júlí 2022
Þessi maður gekk um Westminister með viftu á öxlinni fyrr í vikunni og er því væntanlega ekki einn af þeim fjölmörgu sem hafa keypt viftur í netverslun Aldi. Sala fyrirtækisins á viftum hefur rúmlega fimmtíufaldast í aðdraganda hitabylgjunnar í Bretlandi.
Metsala á rósavíni og viftum í rauðri hitaviðvörun
Líkur eru á að hitamet verði slegin í Bretlandi eftir helgina en þar hefur verið gefin út rauð veðurviðvörun vegna hita í fyrsta sinn. Nú þegar er farið að hitna þar í landi og kauphegðun Breta tekur mið af því.
15. júlí 2022
Félagsstofnun stúdenta starfrækir Skuggagarða í miðbæ Reykjavíkur. Nú er stækkun í kortunum.
Stúdentagarðar stækka við sig í Skuggahverfi
Félagsstofnun stúdenta hefur fengið lóð við Vatnsstíg til að fjölga íbúðum við Skuggagarða. FS mun þurfa að flytja friðað hús af lóðinni yfir á þá næstu áður en framkvæmdir geta hafist.
15. júlí 2022
Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, á skrifstofunni.
Ragnar Þór: „Spennið sætisólarnar, kæra elíta“
Formaður VR les félögum „Harmakórsins“ pistilinn í aðsendri grein í Fréttablaðinu en hann segir peningastefnunefnd SÍ, forstjóra stórfyrirtækja, fjármagnseigendur og stjórnmála- og embættisfólk skipa kórinn. Stór hluti kjarasamninga losnar í haust.
14. júlí 2022
Þau Magnús, Sigurlína og Hjörleifur koma ný inn í stjórn Festi.
Uppstokkun í stjórn Festi
Þrír nýir stjórnarmenn taka sæti í stjórn Festi eftir hluthafafund félagsins sem haldinn var í kjölfar ólgu sem geisað hefur innan félagsins. Aðstoðarmaður ráðherra er á meðal nýrra stjórnarmanna en formaður og varaformaður stjórnar halda sætum sínum.
14. júlí 2022
Borgaryfirvöld þurfi að læra á göngugötur ekki síður en íbúar
Borgarfulltrúi Samfylkingar og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði segist ætla láta skoða hvað sé hægt að gera í aðgengismálum íbúa við göngugötur. Hann var nýlega gagnrýndur í aðsendri grein fyrir að segja að fólk þyrfti „bara að læra á“ göngugötur.
14. júlí 2022
Sex til tíu ára börn vörðu mun meiri tíma við skjáinn í heimsfaraldrinum en fyrir hann.
Skjátími barna rauk upp í faraldrinum
Ný alþjóðleg rannsókn leiðir í ljós að skjátími í heimsfaraldri jókst mest á meðal barna á aldrinum sex til tíu ára. Sá hópur sem fylgir í kjölfarið eru fullorðnir. Aukinn skjátími hefur áhrif á heilsu jafnt barna sem og fullorðinna að sögn rannsakenda.
12. júlí 2022
Í kjölfar nýs vaxtaviðmiðs við útreikning greiðslubyrðar lækkar hámarkslánsfjárhæð kaupenda, sérstaklega þeirra sem hafa hug á að taka verðtryggt lán.
„Færri munu eiga þess kost að kaupa íbúð“
Hagdeild HMS segir aðgerðir Seðlabankans líklega eiga eftir að hafa veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn sem er „líkast til að taka stakkaskiptum um þessar mundir“. Ný vaxtaviðmið bankans takmarki aðgengi að lánsfé sem mun draga úr eftirspurn á markaði.
12. júlí 2022
Fyrsta handbók þeirra Michelin bræðra kom út árið 1900.
Dekkjasalarnir sem eru orðnir samnefnari fyrir framúrskarandi matargerðarlist
Hugmyndin að baki Michelin handbókinni var í upphafi sú að koma Frökkum út á vegi landsins til þess að stuðla að aukinni sölu á bílum en fyrst og fremst dekkjum. Nýlega fjölgaði í hópi íslenskra veitingastaða sem geta státað af Michelin-stjörnu.
9. júlí 2022
Starfsævi Íslendinga sú lengsta í Evrópu
Þeir Íslendingar sem eru nú að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði geta vænst þess að verja þar 44,6 árum. Starfsævin er tæpum níu árum styttri í löndum ESB en á Íslandi samkvæmt tölum Eurostat.
8. júlí 2022
Aðgerðasinnar frá Just Stop Oil hafa meðal annars límt sig fasta við málverk víðs vegar um Bretland. Þessar myndir eru frá Royal Academy í London og Glasgow Art Gallery.
Aðgerðahópurinn sem mun valda usla þar til stjórnvöld snúa baki við olíu og gasi
„Það kann að vera lím á ramma þessa málverks en það er blóð á höndum ríkisstjórnar okkar,“ sagði einn af meðlimum Just Stop Oil er hún hafði límt sig fasta við málverk eftir Vincent van Gogh. Hópurinn hefur truflað fótboltaleiki og Formúlu 1 kappakstur.
6. júlí 2022
Guðmundur Arnar Sigmundsson framkvæmdastjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS segir það mikilvægt að kenna börnum snemma hvernig það eigi að umgangast netið líkt og gert er í tilfelli fræðslu um umferðaröryggi.
Vilja netöryggiskennslu inn í námskrá grunnskólanna
Aukin fræðsla í netöryggismálum á borð við kennslu á mismunandi skólastigum er eitt af langtímamarkmiðum í netöryggismálum að sögn framkvæmdastjóra netöryggissveitarinnar CERT-IS. Fjöldi tilkynninga um netsvindl hefur margfaldast á undanförnum misserum.
5. júlí 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Lítið mat lagt á losun gróðurhúsalofttegunda í framkvæmdum hins opinbera
Í svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn þingmanns Pírata segir að ekki sé tekið tillit til losunar gróðurhúsalofttegunda við valkostagreiningu Framkvæmdasýslunnar. Uppbygging nýs Landspítala er ekki kolefnisjöfnuð með „beinum hætti“.
4. júlí 2022
Notkun tölva gegnir sífellt stærra hlutverki í leik og starfi hjá flestum. Á síðustu misserum hefur margföldun orðið í tilraunum til netsvindls.
Sjö ráð til að koma í veg fyrir netsvindl
Margföldun hefur orðið á tilraunum til netsvindls og reglulega eru fluttar fréttir af nýjum svikapóstum í umferð. Framkvæmdastjóri CERT-IS segir mikilvægt að huga vel að netöryggi og að margar einfaldar lausnir séu í boði í þeim efnum.
3. júlí 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
30. júní 2022