Færslur eftir höfund:

Grétar Þór Sigurðsson

Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
29. júní 2022
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir er talskona Stígamóta.
Réttarstaða brotaþola bætt þó biðtíminn sé enn „óásættanlegur“
Nýsamþykktar breytingar á lögum um meðferð sakamála og lögum um fullnustu refsinga munu ef til vill auka tiltrú þolenda á réttarkerfinu að sögn talskonu Stígamóta en til að gera kerfið „boðlegt fyrir þolendur“ þarf að stytta málsmeðferðatíma verulega.
29. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
26. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
24. júní 2022
Á höfuðborgarsvæðinu mælist atvinnuleysi 4,2 prósent samanborið við 3,4 prósent á landsbyggðinni.
Dregur úr atvinnuleysi á landinu öllu
Atvinnuleysi á Íslandi helst áfram að dragast saman og mælist nú 3,9 prósent. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi muni dragast enn frekar saman í júní.
20. júní 2022
Kim Kardashian og Pete Davidson á Met Gala í maí.
Deila um hvort Kim Kardashian hafi skemmt kjól sem var í eigu Marilyn Monroe
Í vikunni voru birtar myndir sem sýna áttu slit á sögufrægum kjól sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala. Fyrirtækið sem lánaði kjólinn segir nýja kynslóð hafa kynnst arfleifð Marilyn Monroe í kjölfar lánsins og hafnar því að hann hafi skemmst.
19. júní 2022
Fyrirspurnum frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni rigndi yfir ráðherra ríkisstjórnarinnar nú undir lok þingvetrar.
„Hvernig skilgreinir ráðuneytið orðið kona?“ spyr Sigmundur Davíð
Þingmenn Miðflokksins sendu ráðherrum ríkisstjórnarinnar alls 19 fyrirspurnir á síðustu klukkustundum þingvetrarins sem lauk í nótt. Sigmundur Davið Gunnlaugsson var öllu stórtækari en Bergþór Ólason en Sigmundur Davíð sendi frá sér 16 fyrirspurnir.
16. júní 2022
Neytendur í Bandaríkjunum hafa ekki getað gengið að því vísu að fá allt á innkaupalistanum svo mánuðum skiptir.
Hökt í aðfangakeðjum hefur keðjuverkandi áhrif og veldur skorti á nauðsynjavörum
Nú eru það túrtappar, í síðasta mánuði var það þurrmjólk, í fyrra voru það raftæki og húsgögn. Bandarískir neytendur standa reglulega frammi fyrir skorti á ýmsum nauðsynjavörum og hafa gert frá því að hökta tók í aðfangakeðjum heimsins í faraldrinum.
16. júní 2022
Fjöldi kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki verið lægri í einum mánuði síðan sumarið 2014.
Eftirspurnin enn mikil þó umsvifin á fasteignamarkaði hafi dregist saman
Fjöldi kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki verið lægri í einum mánuði síðan 2014 og nú koma fleiri íbúðir inn á markaðinn en seljast. Met yfir stuttan sölutíma íbúða og fjölda íbúða sem selst yfir ásettu verði halda þó áfram að vera slegin.
15. júní 2022
Jennifer Hudson á rauða dregli Tony-verðlaunanna á sunnudagskvöld.
Fjölgar í hópi EGOT-verðlaunahafa
Jennifer Hudson varð í gærkvöldi 17. manneskjan til að vinna alslemmu á stærstu verðlaunahátíðunum í skemmtanabransanum á ferlinum. Hildur Guðnadóttir er í fámennum hópi þeirra sem einungis vantar ein verðlaun til þess að klára EGOT.
13. júní 2022
Phil Mickelson er eitt af andlitum LIV mótaraðarinnar. Hann hefur þegið um 200 milljónir Bandaríkjadala, rúma 26 milljarða króna, fyrir það eitt að taka þátt á mótaröðinni.
Ný mótaröð fjármögnuð af Sádi-Aröbum veldur titringi í heimi golfsins
Nokkrir af þekktustu kylfingum heims leika nú á fyrsta móti LIV mótaraðarinnar. Mótið er með öðru sniði en þekkist á öðrum mótaröðum atvinnukylfinga og verðlaunaféð er mun hærra. Með þátttöku hafa kylfingar misst rétt sinn til að spila á PGA mótum.
11. júní 2022
Innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson í þingsal.
Innviðaráðuneyti ósammála Persónuvernd um nauðsyn uppflettinga í málaskrá
Allir sem vinna á flugverndarsvæði, til að mynda inni á Keflavíkurflugvelli, þurfa sérstaka aðgangsheimild að svæðinu og til að sækja um slíka heimild þarf lögregla að framkvæma bakgrunnsskoðun. Sú bakgrunnsskoðun er full ítarleg að mati Persónuverndar.
10. júní 2022
Að mati fyrirtækja í nýsköpunargeiranum mun lækkað endurgreiðsluhlutfall vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar í nýsköpun hafa vond áhrif á hérlend nýsköpunarfyrirtæki.
Segja áhuga erlendra fjárfesta minnka ef styrkir til nýsköpunarfyrirtækja lækka
Nýsköpunarfyrirtæki mæla gegn því að endurgreiðsluhlutfall á kostnaði vegna rannsóknar og þróunar verði lækkaður og benda þau á að því hafi verið heitið í stjórnarsáttmála að auka stuðning við nýsköpun. Áætlaðar endurgreiðslur í ár nema 11,7 milljörðum.
9. júní 2022
Samvkæmt auðmannalista Forbes er Elon Musk ríkasti maður heims. Auðævi hans eru metin á rúma 223 milljarða Bandaríkjadala, Það samsvarar 29 þúsund milljörðum króna.
Munu gervimenni standa í vegi fyrir kaupum Elons Musks á Twitter?
Að mati auðkýfingsins Elon Musk hefur Twitter ekki veitt honum nægilega góðar upplýsingar um fjölda gervimenna eða botta sem fyrirfinnast á samfélagsmiðlinum. Lögmenn hans hafa sent Twitter bréf þar sem segir að Twitter hafi brotið skilmála kaupsamnings.
8. júní 2022
Vel er passað upp á Mónu Lísu í Louvre safninu í París. Þó kemur það fyrir að einhver veitist að málverkinu.
Atlögurnar að Mónu Lísu
Á dögunum makaði gestur Louvre safnsins köku utan í glerkassa Mónu Lísu að því er virðist til að vekja athygli á umhverfisvernd. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem gerð er tilraun til þess að skemma þetta frægasta málverk veraldarinnar.
5. júní 2022
Ragnheiður Tryggvadóttir, framvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands og Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda
Greiðslur úr ríkissjóði bjargvættur bókaútgáfu en meira hafi mátt renna til höfunda
Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir að skoða þurfi gaumgæfilega hvort stuðningur ríkisins við bókaútgáfu hafi skilað markmiði sínu. Formaður Félags íslenskra bókaútgefenda segir markmiðum laga um stuðninginn svo sannarlega hafa verið náð.
3. júní 2022
Bækur Arnaldar Indriðasonar raða sér í tvö af þremur efstu sætunum yfir þá bókatitla sem fengið hafa hæstu endurgreiðslurnar á kostnaði úr ríkissjóði.
15 milljónir úr ríkissjóði til Forlagsins vegna bóka Arnaldar á síðustu tveimur árum
Ríkið hefur styrkt íslenska bókaútgáfu með endurgreiðslu á fjórðungi kostnaðar frá árinu 2019. Sá titill sem hefur fengið hæstu endurgreiðsluna fékk tæpar 11 milljónir. Lög um stuðning við útgáfu bóka á íslensku verða endurskoðuðu fyrir lok næsta árs.
30. maí 2022
Fjármálaráðherra Bretlands Rishi Sunak var ekki sannfærður um hvalrekaskatt í fyrstu en líst nú vel á skynsamlega skattlagningu á gróða orkufyrirtækja.
Fjármálaráðherra Breta tekur U-beygju í afstöðu sinni til hvalrekaskatts
Rishi Sunak áætlar að hvalrekaskattur sem leggst á hagnað breskra olíu- og gasfyrirtækja muni skila fimm milljörðum punda í ríkiskassann næsta árið. Þeir peningar munu fjármagna stuðningsaðgerðir við breskan almenning að hluta til.
27. maí 2022
Frá fyrsta ríkisráðsfundi núverandi ríkisstjórnar sem haldinn var í lok nóvember í fyrra.
Hallar á íbúa landsbyggðar í skipunum ráðherra í stjórnir, starfshópa, nefndir og ráð
Í hópi þeirra sem skipaðir eru á vegum ráðuneyta og stofnana þeirra í stjórnir, starfshópa, nefndir og ráð er hlutfall höfuðborgarbúa um og yfir 90 prósent hjá fjórum ráðuneytum. Minnst hallar á íbúa landsbyggðar í skipunum á vegum matvælaráðuneytis.
26. maí 2022
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.
Frumvarp um bann við olíuleit lítur dagsins ljós
Bann verður lagt við leit, rannsókn og vinnslu á olíu og gasi í efnahagslögsögu Íslands verði nýtt frumvarp umhverfisráðherra samþykkt. Engin leyfi tengd olíuvinnslu eru í gildi.
25. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
24. maí 2022
Flutningsmenn tillögunnar, þeir Þorgrímur, Sigurður Páll og Ásmundur Friðriksson, vilja auðvelda neytendum að nálgast upplýsingar um umhverfisáhrif matvælanna í innkaupakörfunni.
Vilja kolefnismerkingu á kjöt og grænmeti
Flutningsmenn nýrrar þingsályktunartillögu vilja að neytendur geti tekið upplýstari ákvörðun við kaup á matvöru með tilliti til loftslagsáhrifa. Fyrirmynd tillögunnar er sótt til Skandinavíu.
23. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
20. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
19. maí 2022