Færslur eftir höfund:

Jónas Atli Gunnarsson

Ömurlegar aðstæður í grískum flóttamannabúðum
Flóttamannastefna Evrópusambandsins hefur fært byrði hælisleitenda yfir til Grikklands frá öðrum sambandslöndum. Grískar flóttamannabúðir hafa stækkað ört á síðustu árum, en starfsmenn þeirra segja að neyðarástand blasi þar við í geðheilbrigðismálum.
3. nóvember 2018
Í átt að nýrri þjóðarsátt
28 ár eru liðin frá svokallaðri þjóðarsátt á íslenskum vinnumarkaði sem lækkaði verðbólgu og jók samráð milli verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og ríkisstjórnarinnar. Hversu líklegt er að sambærileg sátt náist í næstu kjarasamningum?
3. nóvember 2018
Einkaskilaboð frá 81 þúsund Facebook-notendum til sölu
Einkasamtöl tugþúsunda notenda samfélagsmiðilsins víða um heim eru komin í hendur hakkara sem hyggjast selja þau á tólf krónur stykkið.
3. nóvember 2018
Luigi Di Maio, atvinnuráðherra Ítalíu og leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar, síðasta fimmtudagskvöld.
„Fátæktinni útrýmt“ með nýjum fjárlögum
Fyrsta fjármálafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar Ítalíu verður tekið fyrir á þingi næstu dagana. Samkvæmt formanni eins ríkisstjórnarflokksins mun frumvarpið marka útrýmingu fátæktar í landinu, en aðrir eru ekki jafnsannfærðir um það.
30. september 2018
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.
Fjárfestir ríkið nógu mikið í nýsköpun?
Nýsköpun er vinsælt hugtak meðal stjórnmálamanna, en opinber framlög í þann málaflokk hafa breyst mikið á undanförnum árum. Hvert er hlutverk ríkisins í fjárfestingu í nýsköpun og hvernig mun ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sinna því?
30. september 2018
Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins.
Segja handaband vera skilyrði fyrir dönskum ríkisborgararétti
Danski þjóðarflokkurinn og Íhaldsflokkur Danmerkur telja rétt að neita innflytjendum um ríkisborgararétt vilji þeir ekki taka í höndina á öðrum Dönum.
19. ágúst 2018
Erlent vinnuafl, sérstaklega í byggingariðnaði, er talið hafa stuðlað að mikilli uppbyggingu í kjölfar aukningar ferðamanna á síðustu árum.
ESB: Góðærið stjórnvöldum, erlendu vinnuafli og sparnaði Íslendinga að þakka
Ný skýrsla frá Evrópusambandinu um efnahagsárangur Íslands síðustu tíu ára þakkar fyrst og fremst viðbrögðum stjórnvalda við kreppunni, sveigjanleika í erlendu vinnuafli og auknum sparnaði íslenskra neytenda velgengnina.
19. ágúst 2018
Hitabylgjur í sumar hafa leikið sumar borgir grátt.
Hvernig tengist ójöfnuður loftslagsmálum?
Hver er tengingin milli loftslagsmála og ójöfnuðar? Er hægt að berjast fyrir auknum jöfnuði og gegn afleiðingum loftslagsbreytinga á sama tíma?
18. ágúst 2018
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Lilja Rafney telur hvalveiðar vera eðlilegar
Þingmaður Vinstri grænna leggst gegn fyrri samþykktum flokksins síns með því að verja rétt Íslendinga til hvalveiða.
18. ágúst 2018
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari.
Ásthildur Lóa býður sig fram til formanns Neytendasamtakanna
Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og fyrrum frambjóðandi Framsóknar í Reykjavík er fimmti frambjóðandinn til formanns Neytendasamtakanna.
15. ágúst 2018
Frá hernaðaræfingu Bandaríkjamanna í Þýskalandi fyrr í sumar.
Tvöfalt fleiri bandarískir hermenn í Noregi
Bandarískum hermönnum í Noregi mun stórfjölga í ár, en fjölgunin eykur á spennu milli Noregs og Rússlands í varnarmálum.
15. ágúst 2018
Höfuðstöðvar Marels.
Marel kaupir fyrir 1,8 milljarða í eigin bréfum
Marel keypti eigin bréf í fyrirtækinu fyrir tæpa tvo milljarða króna í dag.
15. ágúst 2018
Costa íhugar opnun á Íslandi
Næst stærsta kaffihúsakeðja heims leitar nú að húsnæði í miðbæ Reykjavíkur fyrir fyrirhugaða starfsemi sína.
15. ágúst 2018
Fjárfestar eru óvissir um framtíðarvirði Bitcoin og Ether.
Rafmyntir hrynja í verði
Rafmyntirnar Bitcoin og Ether hafa hrunið í verði á undanförnum mánuðum, en fjárfestar eru óvissir um framtíð gjaldmiðlanna og tækninnar sem liggur að baki henni.
14. ágúst 2018
Með lækkun á hlutafé Eimskipa hefur eignarhlutdeild Gildis í Eimskipum komist yfir tíu prósent
Gildi kominn með yfir 10 prósent í Eimskipum
Eignarhlutur lífeyrissjóðsins Gildis í Eimskipum fór yfir tíu prósent nú á dögunum.
14. ágúst 2018
Grunnskólanemar í Reykjavík fá frí skólagögn
Nemendum í grunnskólum Reykjavíkurborgar verður úthlutað öllum þeim námsgögnum sem þeir þurfa á næsta skólaári. Því verða engir innkaupalistar fyrir foreldra í haust, en kostnaður Reykjavíkurborgar við kaup á skólagögnunum nemur um 40 milljónum króna.
14. ágúst 2018
Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningamálaráðherra.
Er að móta menntastefnu til ársins 2030
Menntamálaráðherra telur lesskilning, gagnsæi í upplýsingaöflun og stöðu nemenda með erlent móðurmál vera stærstu vandamálin sem blasa við íslenska menntakerfinu. Hún hefur þegar hafið störf við að móta nýja menntastefnu landsins til ársins 2030.
14. ágúst 2018
Minnsta aflaverðmæti frá 2008
Söluverðmæti íslenskra sjávarafurða hefur ekki mælst minna frá árinu 2008. Þrátt fyrir það hefur veiðin aukist milli ára.
14. ágúst 2018
Höfuðstöðvar WOW air í Borgartúni
Hlutafé WOW aukið um 51 prósent
Hlutafé í flugfélaginu WOW air var aukið um rúman helming á síðasta ársfjórðungi, með framlögum frá eiganda og forstjóra fyrirtækisins, Skúla Mogensen.
13. ágúst 2018
Danskir menntaskólar berjast gegn unglingadrykkju
Fjöldi menntaskóla í Danmörku hefur innleitt reglur til að stemma stigu við áfengisnotkun nemenda sinna á böllum og hátíðum. Reglurnar fela meðal annars í sér að einungis verði hægt að selja nemendunum bjór á skipulögðum hátíðum skólans.
13. ágúst 2018
Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti.
Gjaldeyrishrun Tyrklands smitar út frá sér
Snörp veiking tyrknesku lírunnar er farin að bíta fjölmörg fyrirtæki tengd Tyrklandi, evruna og gjaldmiðla annarra nýmarkaðsríkja. Forseti Tyrklands ásakar Bandaríkin um að hafa stungið Tyrki í bakið og segir falsfréttir að baki krísunni.
13. ágúst 2018
Per Sandberg, fráfarandi sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norskur ráðherra segir af sér
Sjávarútvegsráðherra Noregs mun segja af sér seinna í dag eftir að hafa mætt gagnrýni vegna ótilkynntrar Íransferðar fyrr í sumar.
13. ágúst 2018
71 prósent Íslendinga telja #MeToo vera jákvæða
Mikill meirihluti Íslendinga telur #MeToo byltinguna vera jákvæða fyrir íslenskt samfélag, samkvæmt nýrri könnun MMR.
13. ágúst 2018
Jared Kushner, tengdasonur Bandaríkjaforseta og ráðgjafi Bandaríkjanna í Mið-Austurlandamálum .
Bandaríkin hyggjast loka á framlög til hjálparstarfs í Palestínu
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að draga úr nær öllum styrkveitingum sínum til hjálpastarfs á Gazasvæðinu og Vesturbakkanum í Palestínu.
12. ágúst 2018
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Frumvarp um kynrænt sjálfræði lagt fram í vetur
Forsætisráðherra sagði frumvarp um kynrænt sjálfræði munu verða lagt fram í vetur, en verði það að lögum muni það koma Íslandi í fremstu röð í réttindamálum hinsegin fólks.
11. ágúst 2018