Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Svandís sér um kæru vegna knatthúsa FH í stað Sigurðar Inga
Fyrrverandi aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra situr í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Kæra vegna knatthúsa FH mun því verða afgreidd af Svandísi Svavarsdóttur.
4. september 2018
Jón Björnsson hættur sem forstjóri Festar
Jón Björnsson er hættur sem forstjóri Festar. Samkeppniseftirlitið samþykkti í lok júlí kaup N1 á öllu hlutafé Festi hf. For­stjóri sam­einaðs fé­lags N1 og Fest­ar verður Eggert Þór Kristó­fers­son sem nú er forstjóri N1.
4. september 2018
Tæplega 300 milljóna tap Morgunblaðsins
Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er erfitt um þessar mundir og það bitnar á rekstri Morgunblaðsins, segir framkvæmdastjóri Árvakurs.
4. september 2018
Höfuðborgir landanna tveggja, Tokyo og Reykjavík.
Ungt fólk frá Japan og Íslandi getur nú sótt um skammtíma-dvalarleyfi
Samkomulag um gagnkvæm tímabundin atvinnuréttindi ungs fólks á milli Japans og Íslands hefur tekið gildi sem gerir ungu fólki frá löndunum tveimur kleift að sækja um skammtíma-dvalarleyfi.
3. september 2018
Stuðningsfólk Viðreisnar, Flokks fólksins og Pírata „snúsa“ mest
Alls „snúsar“ (e. snooze) hátt í helmingur þjóðarinnar einu sinni eða oftar, eða 48 prósent, á morgnana samkvæmt nýrri könnun MMR.
3. september 2018
Ungmenni í Evrópusambandslandi.
Atvinnulausum innan ESB hefur fækkað um 1,9 milljónir á einu ári
Atvinnuástandið innan ríkja Evrópusambandsins hefur lagast ár frá ári síðastliðinn áratug. Nú er staðan sú að atvinnuleysi innan þess mælist 6,8 prósent.
2. september 2018
Stefán Einar ráðinn fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu
Uppsagnir voru á Morgunblaðinu nú um mánaðamótin. Nýr fréttastjóri viðskipta hefur verið ráðinn. Mikið tap var á rekstri blaðsins í fyrra.
1. september 2018
Viðræðum Bandaríkjanna og Kanada lauk án niðurstöðu
Ekki tókst að ná samningi milli Bandaríkjanna og Kanada.
1. september 2018
Vöruskiptahallinn 96,4 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins
Þrátt fyrir mikinn halla þá dregur úr honum milli ára.
31. ágúst 2018
Verðlagsnefnd búvara hækkar heildsöluverð á smjöri um 15 prósent
Vegin meðaltalshækkun er 5,3 prósent, heilt yfir.
31. ágúst 2018
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Vilja að ársreikningar séu allir líka á íslensku
Frumvarp hefur verið lagt fram til samráðs sem felur í sér að þau íslensku fyrirtæki sem skila ársreikningum á ensku skuli láta þýða þá á íslensku. Mikilvægt sé að upplýsingar séu „á tungumáli sem meginþorri þjóðarinnar skilur.“
31. ágúst 2018
Íslandspóstur tapaði 161 milljón á fyrstu sex mánuðum ársins
Bréfasendingum á Íslandi fækkaði um 12 prósent milli ára. Ófjármagnaður kostnaður Íslandspósts við framkvæmd alþjónustu er áætlaður um 700 milljónir króna í ár. Unnið er að því í samstarfi við stjórnvöld að tryggja fjármögnun.
31. ágúst 2018
Kandídatsgráða metin til sérnáms og nemar fá laun
Formaður samninganefndar ljósmæðra er ósátt við niðurstöðu gerðardóms.
30. ágúst 2018
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Reykjavíkurborg skilar 9,1 milljarða króna afgangi á fyrri hluta ársins
A-hluti Reykjavíkurborgar, sem er fjármagnaður með skatttekjum, var rekinn með 3,7 milljarða króna afgangi á fyrstu sex mánuðum ársins.
30. ágúst 2018
Halldór Auðar Svansson.
Úr borgarstjórn í starf á bráðageðdeild Landsspítalans
Fyrrverandi oddviti Pírata í Reykjavík hefur brennandi áhuga á geðheilbrigði, og hefur nú fengið starf á þeim vettvangi.
30. ágúst 2018
Sigurður Skúli Bergsson settur tollstjóri
Bjarni Benediktsson hefur sett Sigurð Skúla Bergsson tímabundið í embætti tollstjóra.
29. ágúst 2018
Ánægja með göngugötur í Reykjavík
Meirihluti íbúa Reykjavíkur er verulega jákvæður gagnvart göngugötum í miðborginni. Alls segjast 71 prósent svarenda jákvæðir gagnvart göngugötunum en 11 prósent eru neikvæðir.
29. ágúst 2018
Fimmtíu sinnum fleiri létust í Púerto Ríkó en áður var áætlað
Yfirvöld ákváðu að rannsaka ítarlega svæðin sem fóru hvað verst úr úr fellibylnum Maríu sem fór yfir eyjaklasann í fyrra.
29. ágúst 2018
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Stýrivextir áfram 4,25 prósent – Hagvöxtur í ár 3,6 prósent
Stýrivextir Seðlabanka Íslands haldast enn og aftur óbreyttir.
29. ágúst 2018
Vill gera bólusetningar barna að skilyrði fyrir inntöku í leikskóla
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að bólusetningar verði gerðar að skilyrði við inntöku í leikskóla. Bólusetningar yngstu árganganna voru lakari síðustu tvö árin en áður hefur verið samkvæmt nýrri skýrslu sóttvarnarlæknis.
28. ágúst 2018
Bensínverð hækkað um ellefu prósent á árinu
Verð á eldsneyti á Íslandi er í hæstu hæðum um þessar mundir. Hækkunarhrinan náði hámarki í júní og verðið hefur ekki verið hærra en það var þá í rúm þrjú ár.
27. ágúst 2018
Segir stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum vera „harðlínu sósíalisma“
Formaður Miðflokksins kallar forgangsröðun stjórnvalda í heilbrigðismálum sósíalisma og segir að marxísk endurskipulagning eigi sér stað. Þar vísar hann til þess að heilbrigðisráðherra hefur ekki viljað gera samninga við einkarekin heilbrigðisfyrirtæki.
27. ágúst 2018
Framlag Kjarnans hingað til á árinu 2018
Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2017.
25. ágúst 2018
Guðmundur Hjaltason stefnir íslenska ríkinu
Lögmaður Guðmundar segir málið meðal annars snúast um það hversu langt sé hægt að ganga í málarekstri gegn fólki sem vann í bankageiranum.
25. ágúst 2018
Skýrslan var unnin fyrir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Skýrsla stjórnvalda segir að fleiri þættir bæti lífskjör en fjöldi króna í launaumslagi
Í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir forsætisráðuneytið segir að hægt sé að auka lífsgæði með öðru en launahækkunum. Þar eru nefndar aðgerðir sem hafa áhrif á húsnæðiskostnað, vaxtastig og frítíma.
24. ágúst 2018