Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

IKEA greiðir eigendum sínum hálfan milljarð í arð
Miklatorg hf., eigandi IKEA á Íslandi, hagnaðist um 982,5 milljónir króna á síðasta rekstarári og jókst hagnaðurinn um tæpar 224 milljónir frá fyrra ári.
17. júlí 2018
Heimir Hallgrímsson, fráfarandi landsliðsþjálfari.
Heimir hættur með landsliðið
Heimir Hallgrímsson hefur ákveðið að hætta að þjálfa A landslið karla í knattspyrnu.
17. júlí 2018
Fundur Alþingis á Þingvöllum kostar 80 milljónir
Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum á morgun og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Kostnaðurinn gæti þannig farið allt að 78 prósent umfram áætlun.
17. júlí 2018
Ríkisstjórnin fundar á Snæfellsnesi vegna byggðarmála
Ríkisstjórnarfundur verður haldinn að Langaholti í Snæfellsbæ í dag. Þingfundir verða haldnir á morgun og hinn vegna fullveldisafmælisins.
16. júlí 2018
Deilt um bílastæði við Smáralind
Smáralind ehf., sem er dótturfélag fasteignafélagsins Regins, var í héraðdómi í gær sýknað af öllum kröfum Norðurturnsins hf., um viðurkenningu á samnýtingu bílastæða, fráveitulagna og gagkvæman umferðarrétt og rétt til nýtingar bílastæða.
14. júlí 2018
Utanríkisráðherra var viðstaddur kosninguna í mannréttindaráðið.
Ísland kjörið í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna
Ísland var í dag kjörið í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna með 172 af 178 greiddum atkvæðum í kosningum sem fóru fram í allsherjarþingi SÞ í New York.
13. júlí 2018
Katrín með Trump og May á forsíðu New York Times
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands prýðir forsíðu prentútgáfu bandaríska blaðsins The New York Times í dag, ásamt Donald Trump Bandaríkjaforseta og Theresu May forsætisráðherra Bretlands. Svipurinn á Katrínu nokkuð óræður.
13. júlí 2018
Yfirvinnuverkfall ljósmæðra hefst í næstu viku
Yfirvinnuverkfall ljósmæðra hefst á miðnætti 18. júlí að öllu óbreyttu eftir að ekki náðist saman á fundi samninganefndar ríkisins og ljósmæðra í gær. Formaður samninganefndar ljósmæðra gefur lítið fyrir áhrif samninga við ljósmæður á stöðugleika.
12. júlí 2018
EFTA-dómstóllinn.
ESA lokar máli um endurskipulagningu lánastofnana
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur lokað máli sem það hafði til skoðunar varðandi endurskipulagningu íslenskra lánastofnana. Eftirlitsstofnunin telur Ísland hafa gert viðeigandi lagabreytingar varðandi endurskipulagningu lánastofnana.
11. júlí 2018
Of fáir karlar í ráðum borgarinnar
Í þremur af sex fastaráðum Reykjavíkurborgar sitja fimm konur og tveir karlar. Lög um jafna stöðu kvenna og karla kveða á um að hlutfall í ráðum og nefndum á vegum sveitarfélaga eigi að vera sem jafnast.
11. júlí 2018
Höfuðstöðvar VÍS
VÍS sendir frá sér afkomuviðvörun vegna þróunar á markaði
VÍS skilar 1,1 milljarða króna lægri afkomu á öðrum ársfjórðungi en áður var spáð, en félagið segir ástæðuna vera brunatjón í Perlunni og Miðhrauni á tímabilinu auk óhagstæðrar þróunar á hlutabréfamarkaði.
10. júlí 2018
Meirihluti íbúðakaupenda fær aðstoð frá fjölskyldu
Þeir sem kaupa sína fyrstu íbúð hafa orðið eldri og eldri síðustu áratugi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Íbúðalánasjóðs.
10. júlí 2018
Bandaríkjamenn tveir af hverjum fimm farþegum
Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í júní síðastliðnum voru tæplega 234 þúsund talsins. Fjölgunin nam 5,4 prósent á milli ára sem er mun minni fjölgun en hefur mælst milli ára í júní síðastliðin ár.
9. júlí 2018
Boris Johnson segir af sér embætti
Boris Johnson utanríkisráðherra Bretlands hefur sagt af sér embætti. Johnson er þriðji ráðherrann í ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra á sólarhring sem segir af sér.
9. júlí 2018
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair.
24% lækkun á bréfum Icelandair
Verð á hlutabréfum Icelandair hefur lækkað um nær fjórðung í kjölfar lækkunar á afkomuspá félagsins í gærkvöldi.
9. júlí 2018
Sala Brauðs & Co nær tvöfaldast
Sala í bakaríum Brauðs & co nær tvöfaldaðist frá fyrra ári og nám á síðasta ári 408 milljónum króna. Reka nú fimm bakarí og verslanir á höfuðborgarsvæðinu.
9. júlí 2018
Eru tólf gjörgæslurúm á Landspítalanum nóg?
Læknir á Landspítalanum spyr sig hvort plássin fyrir sjúklinga dugi til að þjónusta þá sem á þurfa að halda en Ísland er meðal þeirra landa í Evrópu sem fæst gjörgæslurúm hafa.
8. júlí 2018
Íslenskt smáforrit í fjölskyldurými Google
Google tilkynnti nýverið að smáforritið Mussila, sem framleitt er af íslenska fyrirtæki, hafi verið valið til þess að vera kynnt í sérstöku fjölskyldurými sem Google var að opna.
7. júlí 2018
Meðalaldur kennara fer hækkandi
Meðalaldur starfsfólks við kennslu í grunnskólum hefur farið hækkandi frá árinu 2000 og eru færri karlar og fleiri konur við kennslu en fyrir 20 árum.
6. júlí 2018
H&M selt föt á Íslandi fyrir meira en 2,5 milljarða
Upplýsingar um sölu sænska verslunarrisans á tímabilinu mars til maí birtust í fjórðungsuppgjöri keðjunnar í síðustu viku. Salan hefur dregist saman frá opnun.
5. júlí 2018
Benedikt áfrýjar meiðyrðamálinu gegn Jóni Steinari
Benedikt Bogason hæstaréttardómari vildi meina að fullyrðing Jóns Steinar Gunnlaugssonar, fyrrverandi dómara, um að rétturinn hafi framið dómsmorð væri ærumeiðandi og krafðist þess að þau yrðu dæmd dauð og ómerk. Héraðsdómur varð ekki við þeirri kröfu.
4. júlí 2018
Segir grafið undan trúverðugleika fjölmiðla
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir þingmenn þurfa að gæta sérstaklega að orðum sínum þegar komi að fjölmiðlum. Brynjar Níelsson kollegi hans sagði íslenska fjölmiðla veikasta hlekkinn í íslensku samfélagi í gær.
4. júlí 2018
1. maí 2018.
Mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkar
Síðasti áfangi hækkunar á mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði launafólks á almennum vinnumarkaði kom til framkvæmda þann 1. júlí síðastliðinn en þá hækkaði framlagið um 1,5 prósent og er nú orðið 11,5 prósent.
3. júlí 2018
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar segir fjölmiðla „í ruslflokki“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur fjölmiðla vera veikasta hlekkinn í íslensku samfélagi.
3. júlí 2018
„Við læknarnir getum ekki unnið vinnuna okkar án ljósmæðra“
Sérfræðilæknar Kvennadeildar Landspítalans hafa gefið út yfirlýsingu þar sem þeir segja að það verði að semja og það verði að gerast strax.
3. júlí 2018