Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Kallar ritstjóra Morgunblaðsins gamlan kall sem sleikir botn á mykjuhaugi
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra vandar ritstjóra Morgunblaðsins ekki kveðjurnar í dag vegna innihalds Staksteina blaðsins. Segir að sér hafi orðið óglatt við lesturinn.
19. september 2018
„Stjórnarformaður Fréttablaðsins er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar“
Guðmundur Kristjánsson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í morgun. Samkeppniseftirlitið sendi einnig frá sér tilkynningu vegna málsins.
19. september 2018
Samkeppniseftirlitið gerir athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar
Vitnað er til bréfs Samkeppniseftirlitsins vegna viðskiptahátta Guðmundar Kristjánssonar, útgerðarmanns, í Fréttablaðinu í dag.
19. september 2018
WOW air búið að ljúka skuldabréfaútboði – náðu 50 milljónum evra
Skuldabréfaútboði WOW air er lokið. 50 milljónir evra hafa þegar verið seldar úr skuldabréfaflokknum en til stendur að selja 10 milljónir evra í viðbót.
18. september 2018
Vilja heimila hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum
Búið er að leggja fram drög að frumvarpi til lagabreytinga sem heimilar hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum. Markmiðið er m.a. að bæta aðgengi kvenna að kynheilbrigðisþjónustu.
18. september 2018
Jökull ráðinn forstjóri PCC á Bakka
Nýr forstjóri hefur verið ráðinn yfir kísilmálmverksmiðjuna á Bakka í Norðurþingi. Síðari ofn verksmiðjunnar var gangsettur um síðustu mánaðamót.
18. september 2018
Nýskráðum bílaleigubílum hríðfækkar á milli ára
Samdráttur var í skráðum bílum í maí og júní í ár miðað við sama tímabil í fyrra. Mest munar um þriðjungsfækkun í nýskráðum bílaleigubílum.
18. september 2018
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks ekki sammála stefnu ráðherra
Átök virðast í uppsiglingu milli ríkisstjórnarflokka um þá stefnu sem eigi að fara í heilbrigðismálum. Heilbrigðisráðherra vill auka opinberan rekstur en þingmenn Sjálfstæðisflokks tryggja einkarekstri hlutverk.
18. september 2018
Fjármálastjóri OR var áminntur vegna kynferðislegrar áreitni
Fjármálastjóri OR segir í tilkynningu að hann hafi farið í áfengismeðferð eftir atvikið.
17. september 2018
Vinstri græn rekin með 13,7 milljóna tapi í fyrra
Einstaklingar styrktu flokksstarf Vinstri grænna í fyrra um 11,5 milljónir króna, en fyrirtæki styrktu hreyfinguna um 5,4 milljónir. Sjö fyrirtæki styrktu flokkinn um 400 þúsund krónur sem er hámarkið samkvæmt lögum, þar af fjögur sjávarútvegsfyrirtæki.
17. september 2018
Hátíðarfundurinn á Þingvöllum kostaði 87 milljónir
Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum í júlí var tæpar 87 milljónir króna, eða 41 milljón umfram áætlun. Alls voru greiddar rúmar 9 milljónir fyrir hönnun og ráðgjöf í tengslum við hátíðarfundinn og rúmlega 2,5 milljónir í gæslu.
17. september 2018
Ætlar að selja tæplega helminginn í WOW air
Skúli Mogensen segir WOW air ætla að safna um 200 til 300 milljónum dollara, eða 22 til 33 milljörðum íslenskra króna, í nýtt hlutafé í hlutafjárútboði sem fyrirtækið ætlar að ráðast í á næstu tveimur árum.
17. september 2018
Guðmundur Hafsteinsson
Guðmundur Hafsteinsson formaður stýrihóps um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland
Guðmundur Hafsteinsson yfirmaður vöruþróunar á Google Assistant verður formaður í stýrihópi um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland.
17. september 2018
Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Segir veiðigjald vera landsbyggðarskatt sem verði að lækka
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir að þeir peningar sem fyrirtæki sveitarfélagsins greiða í veiðigjöld séu betur komnir þar en „í ríkishítinni.“
17. september 2018
Morgunblaðið: WOW air skuldar Isavia milljarða
WOW air skuldar Isavia ohf. um tvo milljarða króna í lendingargjöld samkvæmt Morgunblaðinu. Af þeirri skuld er um helm­ing­ur­inn nú þegar gjald­fall­inn.
15. september 2018
Ríkissjóður lánar Íslandspósti 500 milljónir
Ríkissjóður hefur veitt Íslandspósti 500 milljóna króna lán til allt að 12 mánaða til að styrkja lausafjárstöðu félagsins og standa undir skuldbindingum næstu mánuðina og fyrirsjáanlegum taprekstri á þessu ári, meðal annars vegna mikillar fækkunar bréfa.
14. september 2018
Manafort semur við Robert Mueller
Paul Manafort kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur náð samkomulagi við Robert Mueller, sérstakan saksóknara vestan hafs, en Manafort er sakaður um samsæri, peningaþvætti og óeðlileg afskipti af vitnum.
14. september 2018
Norsk Hydro hættir við kaupin á álverinu í Straumsvík
Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup á álverinu í Straumsvík. Frá þessu er greint á heimasíðu Norsk Hydro en fyrirtækið gerði í febrúar skuldbinandi til­boð um að kaupa álverið af núver­andi eig­anda þess, Rio Tinto.
14. september 2018
Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða.
Fossar markaðir fá kauphallaraðild að Nasdaq í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi
Fossar markaðir er fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið í meira en áratug til að tengjast erlendum kauphöllum beint með þessum hætti.
14. september 2018
Krónan styrkist og Icelandair lækkar
Svo virðist sem fjárfestar geri ráð fyrir að WOW Air muni tryggja sér lágmarksupphæð sem þarf til að tryggja fjárhag félagsins.
14. september 2018
Hættan á að greinast með krabbamein minnkar
Hættan á að hver einstaklingur á Íslandi greinist með krabbamein er hætt að aukast og virðist raunar farin að minnka. Dánartíðni af völdum krabbameina lækkar hér á landi m.a. vegna aukinnar skimunar og minni reykinga.
14. september 2018
Gert ráð fyrir að skuldabréfaútboði WOW air ljúki í dag
Búast má við því að skuldabréfaútboði WOW air ljúki í dag en vonir standa til að endanleg stærð þess verði eitthvað meiri en sem nemur 50 milljónum evra, samkvæmt Fréttablaðinu í dag.
14. september 2018
Bjarni Már Júlíusson.
Bjarni Már Júlíusson lætur af störfum hjá ON
Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar hefur látið af störfum vegna óviðeigandi hegðunar gagnvart samstarfsfólki.
13. september 2018
Skúli segist sjálfsöruggur í tölvupósti til starfsmanna
Skúli Mogensen forstjóri WOW air sendi tölvupóst á alla starfsmenn fyrirtækisins eftir hádegi í dag þar sem hann segir að skuldabréfaútboði flugfélagsins miði vel áfram.
13. september 2018
Geir H. Haarde er fyrrverandi forsætisráðherra Íslands. Hann er í dag sendiherra landsins í Bandaríkjunum.
Leggja aftur fram tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde verði beðin afsökunar á því að hafa verið ákærður í Landsdómsmálinu. Tillagan er nú lögð fram í annað sinn.
13. september 2018