Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Stýrivextir óbreyttir – Hagvöxtur meiri en spár gerðu ráð fyrir
Peningastefnan á næstunni mun ráðast af samspili minni spennu í þjóðarbúskapnum, launaákvarðana og þróunar verðbólgu og verðbólguvæntinga.
3. október 2018
Stjórnarformaður Sýnar keypti fyrir 200 milljónir
Heiðar Guðjónsson bætti við sig hlut í fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækinu Sýn í dag. Hann á nú um 8,5 prósent hlut í félaginu. 365 miðlar seldu fyrr í dag tæplega ellefu prósent hlut sinn í Sýn.
2. október 2018
Kristrún Heimisdóttir.
Kristrún Heimisdóttir leiðir sáttanefnd vegna eftirmála í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu
Forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að leiða fyrir hönd stjórnvalda sáttaviðræður við fyrrum sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar.
2. október 2018
Bónus er stærsta dagvöruverslunarkeðja landsins.
365 miðlar selja allt hlutafé sitt í Sýn - Kaupa þrjú prósent í Högum
365 miðlar selja stóran hlut sinn í fjarskiptafyrirtæki og kaupa í Högum. Gamla Baugsfjölskyldan verður aftur á meðal stærstu eigenda Haga eftir viðskiptin. Þurfa ekki lengur að selja Fréttablaðið.
2. október 2018
Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun
Vegna ófyrirséðra atburða gerir Arion banki ráð fyrir að niðurfæra lán og greiða út ábyrgðir sem mun hafa neikvæð áhrif á rekstrarafkomu bankans á þriðja ársfjórðungi þessa árs.
2. október 2018
WOW air aflýsir flugum
Flugfélagið mun ekki fljúga til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco frá 5. nóvember næstkomandi til byrjun apríl á næsta ári.
1. október 2018
Orri Páll sést hér í miðið með félögum sínum í hljómsveitinni Sigur Rós.
Orri Páll Dýrason hættur í Sigur Rós
Trommari Sigur Rós hefur ákveðið að hætta í hljómsveitinni eftir að hafa verið ásakaður um nauðgun. Hann neitar ásökuninni.
1. október 2018
Færslugjöld verði mun hagstæðari með nýrri lausn RB
Nýtt App frá Reiknistofu Bankanna gerir viðskipti auðveldari og posa óþarfa.
1. október 2018
Viðurkennir að ýmislegt var gagnrýnisvert við hátíðarfundinn
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að hann telji enn að minnast eigi hátíðarstunda í sögu Íslands. Hann viðurkennir þó að ýmislegt sé gagnrýnisvert við fundinn sem haldinn var á Þingvöllum í sumar.
29. september 2018
Ekki endilega sómi að því að afturkalla boðið til Piu
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefur svarað fyrirspurn um aðdraganda þess að Piu Kjærsgaard forseta danska þingsins var boðið á hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum. Gefur í skyn að koma Piu hafi legið ljós fyrir löngu áður en fundurinn fór fram.
28. september 2018
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra biðst afsökunar
Katrín Jakobsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þar sem hún biðst afsökunar á því ranglæti sem fyrrum sakborningar hafa mátt þola.
28. september 2018
Breyta þarf gjaldtöku vegna fjölgunar rafbíla
Sigurður Ingi Jóhannsson segir að fækkun bíla sem noti jarðefnaeldsneyti muni leiða til þess að færri krónur skili sér í ríkiskassann í sértekjur til samgönguframkvæmda. Það kalli á breytta gjaldtöku.
28. september 2018
Andrés Ingi Jónsson spurði Steingrím J. Sigfússon um kostnað vegna farsíma og netttenginga.
Kostnaður Alþingis vegna farsíma og nettenginga hefur helmingast
Skrifstofa Alþingis leitaði síðast tilboða í farsímaþjónustu og nettengingar fyrir þann hluta starfsfólks sem hún greiðir slíkt fyrir árið 2013. Þá varð Síminn fyrir valinu.
28. september 2018
Jakob Valgeir upp úr kvótaþakinu
Hámarkið er 12% af sam­an­lögðu heild­ar­verðmæti afla­hlut­deild­ar.
28. september 2018
Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu
Allir sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu svokallaða hafa verið sýknaðir af öllum ákæruliðum. Dómur í málinu var kveðinn upp rétt í þessu.
27. september 2018
Á þriðja tug sagt upp hjá Icelandair
Uppsagnirnar munu ná til starfsfólks á ýmsum sviðum og deilum bæði í Reykjavík og Keflavík og eru liður í hagræðingaraðgerðum sem félagið hefur gripið til að undanförnu eftir mikla erfiðleika í kjölfar hækkandi olíuverðs og samkeppni.
27. september 2018
Segir sænska kollega viðra þá hugmynd að horfa til íslenska ríkisstjórnarmódelsins
Sigurður Ingi Jóhannsson segir Svía sem hann hefur rætt við spyrja sig hvort íslenska ríkisstjórnarmódelið gæti gengið þar í landi.
27. september 2018
Kristinn Hrafnsson skipaður ritstjóri WikiLeaks
Julian Assange stígur til hliðar sem ritstjóri en verður áfram útgefandi vegna „óvenjulegra aðstæðna“.
27. september 2018
Trump í opinberum deilum við Kína, Venesúela og Kanada
Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York.
27. september 2018
Velferðarráðuneytið: Bragi fór ekki út fyrir valdsvið sitt
Bragi Guðbrandsson hefur fengið bréf frá velferðarráðuneytinu þar sem það staðfestir að hann hafi ekki farið út fyrir verksvið sitt í barnaverndarmáli. Ráðuneytið hefur því fellt fyrri ákvörðun sína um slíkt úr gildi.
26. september 2018
Eðlilegt og jákvætt að halda áfram Borgarlínu
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegt að vera meðvitaður um kostnað við Borgarlínu. Hildur var gestur Aðfararinnar ásamt Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur formanni skipulagsráðs og borgarfulltrúa Pírata.
26. september 2018
Heimilum í vanskilum fækkað
Árið 2016 höfðu um sjö af hverjum hundrað heimilum ekki getað greitt húsnæðislán eða húsaleigu á réttum tíma einhvern tímann á síðastliðnum tólf mánuðum vegna fjárhagserfiðleika. Þetta kemur fram í Lífskjararannsókn Hagstofunnar.
26. september 2018
Kæruréttur rýmkaður í umhverfismálum á Íslandi
Íslensk stjórnvöld hafa gert nauðsynlegar lagabreytingar til þess að að rýmka kærurétt almennings í umhverfismálum. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur úrbæturnar fullnægjandi og að lögin samræmist nú EES reglum.
26. september 2018
Ríkisábyrgðir á afleiðusamningum Landsvirkjunar fólu ekki í sér ríkisaðstoð
ESA hefur lokið rannsókn á ríkisábyrgðum á afleiðusamningum Landsvirkjunar.
26. september 2018
Vildi láta rannsaka söluna á Bakkavör
Fulltrúi Bankasýslu ríkisins vildi láta rannsaka söluna á Bakkavör en meirihluti stjórnarinnar lagðist gegn því.
26. september 2018