Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Það helsta hingað til: Fléttan um Arion banka
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrsta fjórðungi ársins 2018. Þar á meðal er kaup og sala á hlutum í Arion banka, stærsta banka þjóðarinnar.
1. apríl 2018
Lýsa yfir vonbrigðum með úthlutunarreglur LÍN
Fulltrúar námsmanna í stjórn LÍN lýsa yfir vonbrigðum með úthlutunarreglur LÍN 2018 til 2019.
31. mars 2018
Það helsta hingað til: United Silicon verður gjaldþrota og grunur um glæpi
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrsta fjórðungi ársins 2018. Þar á meðal er gjaldþrot United Silicon og kærur þeirra sem settu fjármuni í félagið til yfirvalda vegna gruns um stórfelld lögbrot helstu stjórnenda.
31. mars 2018
Það helsta hingað til: Vantraust á dómsmálaráðherra
Kjarninn tekur saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrsta fjórðungi ársins 2018. Þar á meðal er vantrauststillaga á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra vegna framgöngu hennar í Landsréttarmálinu.
30. mars 2018
Vilja banna plastpoka í verslunum
Þingflokkur Samfylkingarinnar vill að umhverfisráðherra banni plastpokanotkun í verslunum og geri innflytjendum og framleiðendum skylt að merkja vörur sem hafa í sér plastagnir, til að auðvelda fólki að sniðganga þær.
29. mars 2018
Það helsta hingað til: Órói á vinnumarkaði
Kjarninn tekur saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrsta fjórðungi 2018: Þar á meðal eru launahækkanir efstu stétta samfélagsins, hið umdeilda kjararáð og hinn mikli órói á vinnumarkaði sem sprottið hefur fram síðustu misseri.
29. mars 2018
Stjórnendur með væntingar um meiri verðbólgu
Verðbólga mældist á dögunum yfir 2,5 prósent verðbólgumarkmiði í fyrsta skipti í fjögur ár.
29. mars 2018
Samfylkingin stærst og meirihlutinn heldur velli
Samfylkingin er áberandi stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar.
29. mars 2018
Fengu um hálfan milljarð frá Heimavöllum
Heimavellir, stærsta einkarekna leigufélag landsins sem á um tvö þúsund íbúðir, borgaði eignarhaldsfélagi um 480 milljónir króna fyrir að greina og framkvæma fjárfestingar. Á meðal eigenda félagsins er stjórnarformaður Heimavalla.
28. mars 2018
Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á stjórnendum United Silicon
Fimm lífeyrissjóðir sem fjárfestu í kísilmálmverksmiðju United Silicon hafa kært nokkur tilvik þar sem grunur leikur á að fyrrverandi framkvæmdastjóri og eftir atvikum aðrir stjórnendur, stjórnarmenn og starfsmenn, hafi brotið lög.
27. mars 2018
Sveitarfélögum fækkar
Sveitarfélögum landsins mun fækka eftir kosningar í maí og verða þá alls 72 talsins.
27. mars 2018
ESA lokar máli um verðtryggð neytendalán
Eftirlitsstofnun EFTA hefur lokið skoðun á kvörtun sem varðar meinta ranga innleiðingu á tilskipun sem innleidd var í lög um neytendalán á Íslandi. Tilskipunin er rétt innleidd, að mati stofnunarinnar.
27. mars 2018
Sendiherra Breta: Ábyrgðin er Rússa
Fyrsta taugaeitursárásin frá seinni heimstyrjöld er gróft brot á alþjóðalögum og á ábyrgð Rússa, segir sendiherra Breta á Íslandi.
27. mars 2018
Ríkisstjórnin fundar vegna Rússlands
Ríkisstjórnin fundar núna í stjórnarráðinu og framundan er fundur utanríkisráðherra með utanríkismálanefnd þingsins. Samkvæmt heimildum Kjarnans er það til að ákveða möguleg viðbrögð vegna eiturgasárásarinnar í Sailsbury í Bretlandi.
26. mars 2018
Konur í fjórum efstu sætunum hjá Pírötum í Reykjavík
Dóra Björt Guðjónsdóttir mun leiða framboðslista Pírata í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.
26. mars 2018
Guðrún Tinna til Fríhafnarinnar
Guðrún Tinna Ólafsdóttir hefur verið ráðin til Fríhafnarinnar sem rekstarstjóri verslunarsviðs sem er nýtt starf og hluti af skipulagsbreytingum.
26. mars 2018
Hagsmunasamtök sameinuð í persónuverndarlaga gagnrýni
Fjöldi samtaka sem sinna hagsmunagæslu fyrir atvinnustéttir gera sameiginlega alvarlegar athugasemdir við frumvarp til nýrra persónuverndarlaga.
26. mars 2018
Sár vöntun á sjúkraliðum
Unnið er að mannaflagreiningu innan heilbrigðiskerfisins þessi misserin. Ljóst er að miklar áskoranir eru framundan.
26. mars 2018
Heita sex milljónum í fundarlaun
Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var í janúar í gagnaveri á Suðurnesjum heita sex milljónum króna í fundarlaun til hvers sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna.
25. mars 2018
Einstaklingur með yfir 700 þúsund á mánuði á ekki að fá persónuafslátt
Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, vill að horft verði til þess við skattkerfisbreytingar að taka upp útgreiðanlegan persónuafslátt sem muni nýtast lægstu tekjuhópum best.
25. mars 2018
Drífa Snædal og Þorsteinn Víglundsson voru gestir Þórðar Snæs Júlíussonar í síðasta sjónvarpsþætti Kjarnans.
Vaxandi ójöfnuður hefur rofið samfélagssáttmálann
Stigvaxandi ójöfnuður elur af sér þjóðernispopúlisma og einangrunarhyggju að sögn varaformanns Viðreisnar. Alþjóðlega er krafa innan verkalýðshreyfingarinnar að ráðast í klassíska stéttarbaráttu.
24. mars 2018
Alþingi breytir skilgreiningu nauðgunar
Alþingi hefur samþykkt frumvarp um breytingu á skilgreiningu nauðgunar í kynferðiskafla almennra hegningarlaga. Samkvæmt nýju lögunum eru öll tvímæli tekin af um að samþykki sé forsenda kynmaka.
23. mars 2018
Fjarskipti verður Sýn
Nafni félagsins Fjarskipti, þar sem undir eru Vodafone, Stöð 2, Bylgjand og fleiri vörumerki, hefur verið breytt.
22. mars 2018
„Glitur hafsins“ mun prýða vegg Sjávarútvegshússins
„Glitur hafsins“ verk Söru Riel bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna í nóvember síðastliðinn.
22. mars 2018
Tæpir 3 milljarðar í uppbyggingu ferðamannastaða
Umhverfis- og auðlindaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tilkynntu í dag um úthlutun á ríflega 2,8 milljörðum króna til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og öðrum ferðamannastöðum.
22. mars 2018