Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Árangur bólusetninga ekki sjálfgefinn
Mikilvægt er að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur með nauðsynlegri fræðslu fyrir almenning, heilbrigðisstarfsmenn og heilbrigðisyfirvöld til að tryggja áframhaldandi góða þátttöku, samkvæmt sóttvarnalækni.
21. apríl 2018
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er einn í framboði til formanns Miðflokksins. Gunnar Bragi Sveinsson sækist eftir embætti varaformanns.
Miðflokkurinn vill taka RÚV af fjárlögum
Fyrsta landsþing Miðflokksins verður haldið um helgina. Í ályktunum þingsins kemur m.a. fram að flokkurinn vilji gefa almenningi hlut í ríkisbanka, setja þak á verðtryggða vexti og fjölga lögreglumönnum. Tveir þingmenn berjast um varaformannsembættið.
21. apríl 2018
Mannlíf komið út
Fríblaðinu Mannlífi er dreift í 80 þúsund eintökum í dag. Blað dagsins er stútfullt af fréttum, fréttaskýringum, úttektum og skoðanagreinum sem m.a. unnar eru af ritstjórn Kjarnans.
20. apríl 2018
Hætta er á því að samkeppnishæfni fyrirtækja skaðist
Vel launuð störf gætu streymt úr landi eða lagst af, vegna of hás launakostnaðar fyrirtækja, í hlutfalli við tekjur.
20. apríl 2018
Dagur: Sterk staða í fjármálum borgarinnar
Borgarstjórinn í Reykjavík hafnar gagnrýni á fjármálastjórn meirihlutans í borginni.
19. apríl 2018
Ráðist á vef RÚV
Notendur Rúv.is í snjalltækjum fundu sérstaklega fyrir óþægindum.
19. apríl 2018
Segir mjög lítinn mun á Eyþóri Arnalds og Vigdísi Hauksdóttur
Borgarstjórinn í Reykjavík er gestur sjónvarpsþáttar Kjarnans í kvöld. Þar talar hann afdráttarlaust um hvaða flokka hann geti hugsað sér að vinna með eftir kosningar. Og hvaða flokka hann telur ekki flöt á samstarfi við.
18. apríl 2018
Storebrand hefur innreið á íslenskan fjármálamarkað
Norska fyrirtækið er með um 8.500 milljarða króna í stýringu.
18. apríl 2018
Flokkarnir lýsa andúð á óhróðri í kosningabaráttu
Framkvæmdastjórar allra flokka á Alþingi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau ásetja sér að vinna gegn óhróðri og undirróðursstarfsemi í kosningabaráttu.
17. apríl 2018
Nýr Laugardalsvöllur kosti á bilinu 7 til 18 milljarða
Reykjavíkurborg, ríkið og KSÍ hafa samþykkt að stofna undirbúningsfélag um mögulega uppbyggingu nýs Laugardalsvallar.
16. apríl 2018
Fjöldi starfandi innflytjenda eykst enn
Innflytjendur voru að jafnaði 16,5 prósent starfandi fólks árið 2017.
16. apríl 2018
Rósa: Stefna VG verður að koma betur fram
Utanríkismálanefnd fundaði um afstöðu Íslands til hernarðaraðgerða í Sýrlandi sem NATO studdi. Þingmaður VG segir ríkisstjórnina þurfa að skýra sína afstöðu betur.
16. apríl 2018
Íris mun leiða nýtt framboð í Vestmannaeyjum
Deilur milli fylkinga í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum hafa leitt af sér nýtt framboð. Miðstjórnarfulltrúi úr flokknum mun leiða óánægjuframboðið.
15. apríl 2018
Trump tístir í gríð og erg vegna tilvonandi bókar Comey
Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur tíst fimm sinnum í dag um James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI sem hann rak úr embætti fyrir tæpu ári síðan. FBI var þá að rannsaka meint samráð forsetans og kosningateymi hans við Rússa.
15. apríl 2018
Styður ríkisstjórnin loftárásirnar í Sýrlandi?
Bæði Katrín Jakobsdóttir forsætirsráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafa komið sér undan að svara því beint hvort þau styðji loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka á Sýrlandi í nótt.
14. apríl 2018
Karen Kjartansdóttir er annar gestur Kjarnans að þessu sinni.
Er baráttan um borgina þegar ráðin?
Skoðanakannanir sýna nokkuð skýrar víglínur fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fram fara í lok næsta mánaðar. Lítil hreyfing virðist á fylgi milli fylkinga. Rýnt var í stöðuna í nýjasta þætti Kjarnans.
14. apríl 2018
Fella niður skatta á eldri borgara og stytta ferðatíma um 20 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur birt kosningaloforð sín. Um er að ræða sjö aðgerðir þar á meðal stytting ferðatíma, niðurfelling fasteigna skatta á 70 ára og eldri og bygging 2.000 íbúða á ári.
14. apríl 2018
Vilja afnema fjöldatakmarkanir á útgefnum atvinnuleyfum til leigubifreiðaaksturs
Starfshópur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins leggur til að fjöldatakmarkanir verði afnumdar á útgefnum atvinnuleyfum til leigubifreiðaaksturs og að fallið verði frá lögbundinni stöðvarskyldu.
13. apríl 2018
Vilja kenna hindí við Háskóla Íslands
Stefnt er að því að bjóða upp á kennslu í hindí við Háskóla Íslands háskólaárið 2018 til 2019.
13. apríl 2018
Vogur hættir að taka við ungmennum undir 18 ára
SÁÁ hefur ákveðið að hætta að taka inn á sjúkrahúsið Vog ólögráða einstaklinga og miða ungmennameðferðina við 18 ára.
12. apríl 2018
23 sækja um upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins
Alls vilja 23 verða upplýsingafulltrúar Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra. Mörg þekkt andlit meðal umsækjenda.
12. apríl 2018
Bílaleigur velta svipað og landbúnaðurinn
Ótrúlegur uppgangur bílaleiga hefur fylgt vexti ferðaþjónustunnar.
12. apríl 2018
Þórður Snær Júlíusson, Karen Kjartansdóttir og Andrés Jónsson.
Kvennaframboð hlægileg hugmynd
Karen Kjartansdóttir almannatengill telur ekki tilefni fyrir sérstakt kvennaframboð að bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum og hafnar hugmyndum um femínískt framboð.
11. apríl 2018
Airbnb með tæpan þriðjung af gistinóttamarkaðnum
Airbnb er orðið næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins og þrisvar sinnum stærri en sú þriðja umfangsmesta sem eru gistiheimili. Í gegnum Airbnb voru 3,2 milljónir gistinótta seldar í fyrra.
11. apríl 2018
Hátt hlutfall ferðamanna á móti íbúum
Hlutfall ferðamanna á móti íbúum er langhæst á Íslandi í samanburði við vinsælustu ferðamannaþjóðir Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna 2018.
11. apríl 2018