Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Fundurinn með Braga lokaður
Fundur velferðarnefndar Alþingis með Braga Guðbrandssyni fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu verður lokaður. Formaður nefndarinnar fékk bréf frá lögmanni aðila sem málið snýst um í gærkvöldi.
2. maí 2018
Verðmiðinn á Jarðböðunum 4,5 milljarðar
Um 220 þúsund gestir heimsóttu þennan vinsæla stað við Mývatn.
2. maí 2018
1. maí-ganga
„Þolinmæði gagnvart ofurlaunum er þrotin“
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, ávarpaði baráttufund verkalýðsfélaga í Reykjanesbæ í dag, 1. maí. Hún vill m.a. að vinnuvikan sé stytt, kynbundnum launamun útrýmt og að samtök launafólks standi saman gegn auknum ójöfnuði.
1. maí 2018
Ásmundur gerði „reply all“
Halldóra Mogensen segir Ásmund Friðriksson sjálfan hafa gert mistök sem leiddu til þess að tölvupóstur hans hefði birst í fjölmiðli. Ásmundur hafði ásakað Pírata um að „mígleka“ upplýsingum í Stundina og krafist afsagnar Halldóru.
1. maí 2018
Ertu með dekkin og handfrjálsa búnaðinn í lagi?
Sektir fyrir umferðarlagabrot hækka um tugi þúsunda króna frá og með deginum í dag, 1. maí, samkvæmt nýrri reglugerð um sektir og önnur viðurlög fyrir umferðarlagabrot.
1. maí 2018
Umsjónarmenn hlaðvarpanna sem nálgast má í Strætó-appinu.
Hlaðvörp Kjarnans í Strætó-appinu
Bílveiki og viljinn til að ýta undir hlaðvarpsmenningu á Íslandi varð kveikjan að því að hlaðvörp eru nú aðgengileg í einu vinsælasta appi landsins, Strætó-appinu.
30. apríl 2018
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kom fyrir velferðarnefnd í dag.
Ásmundur vill óháða úttekt á störfum Braga
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kom fyrir velferðarnefnd vegna starfa Braga Guðbrandssonar fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu. Sagði framboð Braga til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna á höndum utanríksiráðuneytisins, ekki félagsmála.
30. apríl 2018
Bláa lónið vísar fullyrðingum Gray Line á bug
Bláa Lónið hf. vísar fullyrðingum forráðamanna Gray Line um samkeppnishindranir af hálfu Bláa Lónsins hf. alfarið á bug í tilkynningu frá fyrirtækinu. 15 manns verður sagt upp hjá Gray Line um næstu mánaðamót.
29. apríl 2018
Væri gott ef nágrannasveitafélögin settu meiri fjármuni í félagslegt húsnæði
Eyþór Arnalds vill frekar einbeita sér að því að hjálpa fólki úr þeirri stöðu að þurfa að þiggja félagslega aðstoð en að setja meira fé í málaflokkinn. Hann segir það ekki markmið að fólk festist í félagslegu húsnæði.
29. apríl 2018
Fimmtán starfsmönnum sagt upp hjá Gray Line
5 prósent af starfsmannafjölda ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp vegna samdráttar í fyrirtækinu.
28. apríl 2018
Píratar næst stærsti flokkurinn
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 53,1 prósent í nýrri könnun MMR. Stuðningurinn dalar eilítið frá síðustu mælingu þegar 55,2% kváðust styðja ríkisstjórnina.
27. apríl 2018
Sögulegur fundur á Kóreuskaga
Það fór vel á með leiðtogum Norður- og Suður-Kóreu þegar þeir hittust á landamærum ríkjanna tveggja.
27. apríl 2018
Bandarískur sjóður fjárfestir í Heimavöllum fyrir 300 milljónir
Íbúðaleigufélagið Heimavellir hefur lokið endurfjármögnun að andvirði þriggja milljarða króna við bandarískan fjárfestingasjóð sem jafnframt keypti hlutabréf í Heimavöllum fyrir um 300 milljónir króna.
26. apríl 2018
Uppsagnir hjá Novomatic
Minnkandi tekjur og minni umsvif en reiknað var með, er ástæða uppsagna.
26. apríl 2018
Sigríður auglýsir aftur eftir upplýsingafulltrúa
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst auglýsa aftur eftir upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, en staðan var fyrst auglýst laus til umsóknar í mars.
25. apríl 2018
Eyþór: Búinn að ganga úr meirihluta þeirra stjórna sem ég sat í
Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík fer yfir kosningaloforð flokksins í sjónvarpsþætti Kjarnans í kvöld. Þar upplýsir hann einnig um stöðu sína í viðskiptum og þá breytingu sem orðið hefur á þeirri stöðu. Hlutur hans í Morgunblaðinu er til sölu.
25. apríl 2018
Björgvin Ingi til Deloitte
Verður sviðsstjóri Deloitte Consulting og fer í eigendahóp fyrirtækisins.
25. apríl 2018
Katrín svarar opnu bréfi um hvarf Hauks Hilmarssonar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur svarað opnu bréfi 400 einstaklinga til hennar vegna hvarfs Hauks Hilmarssonar. Segir ekki unnt að afhenda öll gögn vegna trúnaðar um milliríkjasamskipti og upplýsinga um einstaklinga sem geti ógnað öryggi þeirra.
24. apríl 2018
Eimskip er skráð í Kauphöll Íslands.
50 milljón króna stjórnvaldssekt FME á Eimskip stendur
Héraðsdómur hefur hafnað öllum kröfum Eimskip í máli sem höfðað var vegna stjórnvaldssektar sem Fjármálaeftirlitið lagði á fyrirtækið fyrir að birta ekki innherjaupplýsingar úr rekstri sínum nægilega snemma.
23. apríl 2018
Ljósmæður leggja niður störf
Harðar kjaradeilur ljósmæðra og ríkisins eru langt í frá að leysast.
23. apríl 2018
Enn hægt að hætta við Borgarlínu og þess vegna er hún stórt kosningamál
Borgarstjórinn vill flýta lagningu Borgarlínu og öðrum brýnum samgönguverkefnum jafnvel þótt íslenska ríkið þyrfti að greiða sinn hlut í þeim yfir lengri tíma.
22. apríl 2018
Formaður og nýr varaformaður Miðflokksins.
Gunnar Bragi kjörinn varaformaður Miðflokksins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur verið endurkjörinn formaður flokksins sem stofnaður var utan um hann og helstu stefnumál hans.
21. apríl 2018
Af hverju er sumardagurinn fyrsti hátíðisdagur?
Síðastliðinn fimmtudag var sumardagurinn fyrsti. Menn virðast hafa litið á fyrsta dag sumars sem upphaf ársins hér áður fyrr. Það sést á því að aldur manna var jafnan talinn í vetrum og því hafi dagurinn verið haldinn hátíðlegur.
21. apríl 2018
Af fundinum í dag.
Áherslur Samfylkingar: Borgarlína, Miklabraut í stokk og leikskóli fyrir árs gömul börn
Samfylkingin vill að Reykjavíkurborg fjármagni sérstakt félag ríkis, borgar og annarra sveitarfélaga til að ráðast í gerð Borgarlínu og að setja Miklubraut í stokk. Ríkið gæti svo greitt sinn hluta á lengri tíma.
21. apríl 2018
„Birgitta kemur hlutum af stað og fer“
Þingmaður Pírata segir að unnið hafi verið að því árum saman að gera flokkinn stjórntækan. Afleiðing þeirrar vinnu sé sú að Píratar líti nú út eins og stjórnmálaflokkur.
21. apríl 2018