Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Blaðamenn höfnuðu kjarasamningi - Verkföll framundan
Ríflega 70 prósent félagsmanna, sem greiddu atkvæði um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, höfnuðu samningnum í atkvæðagreiðslu.
26. nóvember 2019
Þorsteinn Már hættir í stjórn 14 fyrirtækja
Fyrrverandi forstjóri Samherja er búinn að segja sig úr stjórnum alls 14 fyrirtækja í Bretlandi. Hann hefur nú sagt sig úr að minnsta kosti 17 stjórnum auk þess sem hann hefur stigið til hliðar sem forstjóri.
26. nóvember 2019
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.
Héraðssaksóknari nær ekki að óbreyttu að sinna málum sem bíða rannsóknar
Alls bíða um 100 mál rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. Þar af eru um 60 skattamál. Núverandi starfsmannafjöldi dugar ekki til að sinna þeim rannsóknarverkefnum. Hann vantar fleiri starfsmenn til að geta sinnt fleiri stórum rannsóknarverkefnum.
26. nóvember 2019
Sainsbury´s er ein stærsta matvörukeðja Bretlands.
Sainsbury’s kaupir ekki lengur fisk af Samherja – M&S að fylgist með þróun mála
Samherji hefur selt frosinn fisk til tveggja stórra verslunarkeðja í Bretlandi. Önnur þeirra er hætt að kaupa af íslenska sjávarútvegsrisanum, en það tengist ekki mútumálinu í Namibíu. Hin er að fylgjast með þróun mála.
26. nóvember 2019
Segir það tíðkast að meirihluti flokka „rotti sig saman til þess að ráða öllu“
Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir að hagsmunatengsl löggjafar- og framkvæmdarvalds sé „sama stjarnfræðilega sturlaða afstaða“ og Kristján Þór Júlíusson sýndi með því að hringja í vin sinn, forstjóra Samherja, „til þess að spyrja hvernig honum liði“.
26. nóvember 2019
Samherjafólk ræður sér lögmenn
Lögmaður Samherja segir engan einstakling enn vera með réttarstöðu sakbornings eða verið kallaðan til yfirheyrslu.
26. nóvember 2019
Úr Kveik í aðstoðarmannastöðu í ráðuneyti
Sigríður Halldórsdóttir tekur við af Sigríði Víðis Jónsdóttur sem annar aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra.
25. nóvember 2019
Frumkvæðisrannsókn kemur til greina
Sérfræðingar í hæfisreglum stjórnsýslulaga komu á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
25. nóvember 2019
Svein Harald Øygard.
Øygard: Aðrir en fyrrverandi stjórnendur Seðlabankans sem þurfa að skammast sín
Fyrrverandi seðlabankastjóri Íslands segir að Samherji hafi reynt að þagga niður í ætluðum andstæðingum fyrirtækisins eftir að Seðlabanki Íslands hafi hafið rannsókn á fyrirtækinu. Nú liggi af hverju.
25. nóvember 2019
Skráningar erlendra ríkisborgara drógust saman um 30 prósent
Skráningar erlendra ríkisborgara hafa dregist töluvert saman á milli ára. Þó voru rúmlega 6000 skráðir til landsins á fyrstu þremur ársfjórðungum þessa árs en alls eru 48.996 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi.
25. nóvember 2019
Útfærslur af klassískum Kundalini jógamöntrunum
Safnað fyrir útgáfu á plötunni: Hið innra landslag // Inner Landscape, sem er fyrsta breiðskífa Hugrúnar Fjólu.
24. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Truflar Bjarna ekki persónulega að einhverjir hafi hagnast á kvótakerfinu
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að megintilgangur kvótakerfisins hafi gengið eftir og gengið frábærlega. Það truflar hann ekki að einhverjir hafi hagnast á því.
24. nóvember 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
„Kvótakerfið var ekki búið til svo nokkrir einstaklingar gætu orðið ofurríkir“
Formaður Framsóknarflokksins segist vilja umbætur í sjávarútvegi sem feli í sér auðlindaákvæði í stjórnarskrá, lægra þak á kvóta og að kvóta verði úthlutað til tiltekinna ára í senn. Hann hefði reynt að koma á slíku tímabundnu kerfi.
23. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
22. nóvember 2019
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
21. nóvember 2019
Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
FME kallar eftir upplýsingum frá íslenskum bönkum um Samherja
Íslensku bankarnir eiga að upplýsa Fjármálaeftirlitið um það hvernig eftirliti þeirra með viðskiptum við Samherja hafi verið háttað.
21. nóvember 2019
James Hatuikulipi.
Enn einn „hákarlinn“ fellur – Hatuikulipi segir af sér
Allir þrír áhrifamennirnir í Namibíu sem tryggðu Samherja kvóta á undirverði gegn ætluðum mútugreiðslum hafa nú sagt af sér.
20. nóvember 2019