Færslur eftir höfund:

Sunna Valgerðardóttir

Framsókn kynnir frumvarp um verðtryggingu eftir helgi
Forsætisráðherra segir að 40 ára jafngreiðslulán muni brátt heyra sögunni til, nái frumvarp Framsóknarflokksins fram að ganga. Frumvarpið verður kynnt eftir helgi. Hann segir fylgi Framsóknarflokksins í könnunum óásættanlegt.
14. ágúst 2016
Gunnar Bragi Sveinsson er afar ósáttur með að forsætisráðherra hafi gefið út dagsetningu fyrir kjördag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, hefur sagt að hann vilji ekki haustkosningar.
Ólga innan Framsóknar vegna kosninga
Ráðherra Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar eru afar ósátt við ákvörðun forsætisráðherra að hafa ákveðið kjördag. Gunnar Bragi Sveinsson segir stjórnarmeirihlutann geta kallað saman nýtt þing og hætt við kosningar.
13. ágúst 2016
Steven Avery situr enn inni, en frænda hans verður sleppt úr fangelsi innan 90 daga.
Annar frændinn úr Making a Murderer náðaður
13. ágúst 2016
Fjórðungur þingmanna ætlar að hætta
Einn af hverjum fjórum sitjandi þingmönnum ætlar að hætta á þingi í haust. Þar af eru tveir ráðherrar, forseti Alþingis, tveir nefndarformenn, tveir þingflokksformenn og fjórir fyrrverandi ráðherrar. Allir þingmenn hafa nú gefið út ákvörðun sína.
13. ágúst 2016
Birgitta, Jón Þór og Ásta leiða lista Pírata
12. ágúst 2016
Hættir við einkasjúkrahús í Mosfellsbæ
Fjárfestar hafa fallið frá áformum um byggingu einkarekins sjúkrahúss í Mosfellsbæ.
12. ágúst 2016
Illugi hefur nokkra klukkutíma til að svara
Mennta- og menningarmálaráðherra er eini núverandi þingmaðurinn sem hefur ekki gefið upp ákvörðun sína um áframhaldandi þingsetu. Hann hefur frest til klukkan 16 í dag til að gefa kost á sér fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavíkurkjördæmunum.
12. ágúst 2016
Tíu verstu ummæli Donalds Trump
11. ágúst 2016
Karl Garðarsson vill leiða lista Framsóknar
11. ágúst 2016
Vill tryggja að lögin verndi heilbrigðiskerfið
Formaður velferðarnefndar segir að ganga verði úr skugga um að íslensk lög tryggi að heilbrigðiskerfi landsins sé ekki ógnað eftir þörfum fjárfesta. Meginfjárfestirinn að baki einkasjúkrahúsi í Mosfellsbæ vill ekki tjá sig um málið.
11. ágúst 2016
Kosningabarátta flokkanna er hafin. Eins og er bendir allt til þess að ellefu flokkar bjóði fram í næstu Alþingiskosningum.
„Kjósið mig“
Brátt verður kosið til Alþingis og stjórnmálamenn eru farnir að setja sig í slíkar stellingar. Loforðin spretta fram, sumir útiloka samstarf við tiltekna flokka og aðrir vilja samsama sig þeim sem njóta mikils fylgis. Kjarninn tók saman nokkur dæmi.
10. ágúst 2016
Gunnar Bragi segir engan geta boðið sig fram gegn Sigmundi
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir engan framsóknarmann geta boðið sig fram gegn sitjandi formanni. Hann vill fá Sigmund Davíð af krafti inn í baráttuna á ný. Hann segir að dagsetning fyrir kosningar veiti stjórnarandstöðunni vopn í hendur.
10. ágúst 2016
Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Skattaskjól skoðuð á nefndarfundi
Viðbrögð stjórnvalda við skattsvikum Íslendinga og skattaskjólum verða rædd á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á morgun. Starfshópur fjármálaráðherra skilaði skýrslu um skattaskjól í lok júní. Formaður nefndarinnar hefur ekki séð skýrsluna.
9. ágúst 2016
Illugi Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa skipað um 190 nefndir í sínum ráðuneytum á kjörtímabilinu.
563 nefndir ríkisstjórnarinnar fyrir 1,1 milljarð
Ríkisstjórnin hefur skipað 536 nefndir á kjörtímabilinu. Menntamálaráðherra hefur skipað flestar, 150, en utanríkisráðherra fæstar, sjö. Félagsmálaráðherra hefur eytt mestu fé í sínar nefndir, 437 milljónum króna.
8. ágúst 2016
400 atkvæði á bak við 105 frambjóðendur
Tæplega 400 hafa kosið í prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu, þar sem 105 manns eru í framboði. Ef allir frambjóðendur hafa kosið gerir það fjórðung af atkvæðunum. 58 hafa kosið í Suðurkjördæmi þar sem 25 eru í framboði.
8. ágúst 2016
Eitrað í skólastofu í Venezúela vegna zíkaveirunnar.
Zíkaveiran ekki eins mikil ógn við Rio og talið var
7. ágúst 2016
Flestir ferðamenn hér á landi eru frá Bandaríkjunum og hefur þeim fjölgað mikið á milli ára.
Tæp milljón ferðamanna á þessu ári
Erlendum ferðamönnum í Leifsstöð í júlí fjölgaði um rúm 30 prósent á milli ára. Fjöldi Bandaríkjamanna á landinu nær tvöfaldaðist á tímabilinu. Ferðum Íslendinga til útlanda fjölgaði um fjórðung.
5. ágúst 2016
Styður Sigmund en útilokar ekki formannsframboð
Eygló Harðardóttir segist styðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem formann Framsóknarflokksins. Hún útilokar þó ekki að bjóða sig fram sem formann, en hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún gefi kost á sér áfram til forystustarfa.
5. ágúst 2016
Tíu staðreyndir um haustkosningar
5. ágúst 2016
Eygló Harðardóttir, ritari Framsóknarflokksins, hefur ekki viljað tjá sig við Kjarnann eftir að hún sagðist hafa verið í „slagsmálum“ við Bjarna Benediktsson um fjárveitingar til velferðarmála.
Framsóknarflokkur boðar til funda vegna kosninga
Haustfundur miðstjórnar Framsóknar verður í byrjun september. Eygló Harðardóttir hefur ekki ákveðið hvort hún myndi fara gegn Sigmundi.
5. ágúst 2016
Um 9.000 manns hafa sótt sér smáforritið Study Cake, sem er hannað til að auka og bæta lestur ungs fólks.
Afþakka útrásarpeninga og fara aftur í skóla
Framleiðendur smáforritsins Study Cake hafa afþakkað 35 milljónir frá fjárfestum sem áttu meðal annars að koma vörunni á markað í Bretlandi. Þremenningarnir ætla aftur í skóla. Um 9.000 manns hafa sótt sér smáforritið, sem stuðlar að auknum lestri barna.
4. ágúst 2016
Þó að enn sé ekki komin fram dagsetning fyrir kosningar koma reglulega fram ný nöfn sem vilja gefa kost á sér til þings á næsta kjörtímabili.
Fjöldi nýrra frambjóðenda vill á þing
Fjöldi nýrra frambjóðanda hyggst bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum. Helmingur sitjandi flokka heldur prófkjör og helmingur stillir upp. Fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar íhugar framboð fyrir Samfylkingu.
4. ágúst 2016
Píratar skoða kosninga-Pokéstop
Þingflokksformaður Pírata segir hugmyndir uppi um að þróa sérstakan kosninga-Pokémon til að lokka ungt fólk á kjörstað.
4. ágúst 2016
„Orkustofnun fær ekki meiri athygli en aðrir“
Formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar ætlar ekki að tjá sig um gagnrýni Orkustofnunar fyrr en allar umsagnir eru komnar fram. Hann segir líklega margar góðar ábendingar í skýrslu OS, en stofnunin fái ekki meiri athygli en aðrir.
3. ágúst 2016
<-- Skyn cleanup -->
Búrfellsvirkjun Landsvirkjunar
Orkustofnun tætir í sig skýrslu um rammaáætlun
Verkefnisstjórn rammaáætlunar er harðlega gagnrýnd af Orkustofnun í nýrri skýrslu. Stofnunin segir vinnu hópsins verulega ábótavant, lögum sé ekki fylgt nægilega vel, mat á virkjanakostum byggi á þröngu sjónarhorni, flokkun handahófskennd og órökstudd.
2. ágúst 2016
Tíu staðreyndir um Guðna Th. Jóhannesson
1. ágúst 2016
Ásókn í kvikmyndahús jókst mikið í hruninu, en bíó er ein ódýrasta afþreying sem völ er á.
Kvikmyndahúsum fækkað um helming
Fjöldi kvikmyndahúsa á landinu hefur dregist saman um helming síðan árið 1995. Íslendingar fóru mun meira í bíó í hruninu. Að meðaltali eru um 14 myndir frumsýndar í hverjum mánuði.
31. júlí 2016
<-- Skyn cleanup -->
Tíu staðreyndir um titringinn innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
31. júlí 2016
TIL SÖLU: Mikill fjöldi sumarhúsa er til sölu um þessar mundir. Á bilinu 550 til 580 sumarhús eru skráð á fasteignasöluvefi MBL og Vísis.
Þúsund ný sumarhús á þriggja ára fresti
Fjöldi sumarhúsa hefur aukist um tæp 75 prósent á síðustu tuttugu árum. Langflest húsin eru á Suðurlandi. Dýrustu bústaðirnir eru á Norður- og Suðurlandi.
29. júlí 2016
Forsvarsmenn einkasjúkrahússins sem reisa á í Mosfellsbæ upplýsa ekki um nöfn fjárfesta fyrr en sótt verður um skattaívilnanir til íslenska ríkisins vegna framkvæmdarinnar. Framkvæmdir við sjúkrahúsið hefjast ekki fyrr en þær ívilnanir liggja fyrir.
Ekkert sjúkrahús fyrr en ívilnanir fást
Engar framkvæmdir hefjast við einkasjúkrahúsið í Mosfellsbæ fyrr en íslensk stjórnvöld hafa veitt skattaívilnanir. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ segir að umræðan undanfarna daga geta drepið verkefnið.
28. júlí 2016
<-- Skyn cleanup -->
Teitur á móti Haraldi í fyrsta sæti í norðvestur
28. júlí 2016
Nýjum innlögnum unglinga á Vogi hefur fækkað um meira en helming síðan árið 2002.
Helmingi færri innlagnir unglinga á Vogi
Unglingum sem sækja sér meðferð á Vogi í fyrsta sinn hefur fækkað um meira en helming síðan árið 2002. Það ár var nýgengi innlagna um 800 á hverja 100.000 íbúa en í fyrra voru þær komnar niður í 300.
27. júlí 2016
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að bjóða sig aftur fram í Norðausturkjördæmi.
Norðausturkjördæmi tekur Sigmundi ekki opnum örmum
Forystumenn Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi hafa efasemdir um að endurkoma Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í kjördæmi sé góð fyrir flokkinn. Fyrrverandi oddviti á Akureyri íhugar úrsögn úr flokknum ef Sigmundur heldur áfram.
27. júlí 2016
Vilhjálmur Bjarnason segir að líklegast verði kosið til Alþingis í október. Hann segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust Sjálfstæðisflokksins og furðar sig á því að mál séu svo stór að þau þurfi fram á vor til að afgreiða.
Kosið í október eða nóvember
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að líklegast verði kosið til Alþingis um miðjan október eða í byrjun nóvember. Hann segir Sigmund Davíð hafa misst traust Sjálfstæðisflokksins og það verði skrautlegt þegar Birgitta Jónsdóttir verður forseti Alþingis.
27. júlí 2016
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segist ekki vera ánægður með núverandi ríkisstjórn. Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, segir flokkinn ekki hafa rætt samstarfsflokka neitt sérstaklega, en það velti alfarið á málefnum.
Útiloka ekki samstarf við neinn
Forystumenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar segja samstarf við aðra flokka eftir komandi kosningar byggja á málefnum. Stofnandi Viðreisnar segir feigðarflan ef ekki verði kosið í haust og gefur ekki mikið fyrir skrif Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
26. júlí 2016
Birgitta Jónsdóttir, Oddný Harðardóttir og Katrín Jakobsdóttir útiloka allar samstarf við Sjálfstæðisflokk eftir næstu kosningar.
Útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn
Forystufólk Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingar útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eftir næstu kosningar. Formaður VG og þingflokksformaður Pírata segja flokkinn hafa stimplað sig frá samstarfi með því að útiloka kerfisbreytingar.
26. júlí 2016
Skotárásin var gerð á skemmtistað sem var að halda viðburð fyrir unglinga á ZombieCon tónlistarhátíðinni.
Tveir látnir og fjórir á sjúkrahúsi eftir skotárás
Tveir eru látnir og hátt í 20 særðir eftir skotárás á næturklúbbi í Flórída í nótt. Þrír eru í haldi lögreglu. Staðurinn var að halda viðburð fyrir unglinga.
25. júlí 2016
Tíu staðreyndir um rafbílavæðingu á Íslandi
24. júlí 2016
Þjóðverjar syrgja þá látnu eftir fjöldamorðin í gær. Tíu létust, þar af níu ungmenni, að árásarmanninum meðtöldum.
Vildi myrða jafnaldra sína
Níu eru látnir eftir fjöldamorð í verslunarmiðstöð í München í gær. Flest fórnarlömbin eru á unglingsaldri. Árásarmaðurinn lagði áherslu á að myrða jafnaldra sína. Ódæðinu er líkt við Útey og Columbine.
23. júlí 2016
Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir Demókrataflokkinn þar sem þeir sýna að valdamikið fólk innan hans virðast hafa verið mjög hliðhollir Hillary Clinton í kosningabaráttu hennar og Bernie Sanders.
Wikileaks birtir vandræðalega pósta Demókrata
23. júlí 2016
Isavia segir flugöryggi ekki ógnað
ISAVIA þvertekur fyrir að flugöryggi á Íslandi sé ógnað. Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra lýstu yfir áhyggjum af öryggismálum vegna manneklu í stéttinni. ISAVIA segir alvarlegt þegar kjarabarátta fari í að tala niður öryggi.
22. júlí 2016
Sigríður Björk Guðjónsdóttir vill ekki tjá sig um stefnuna á hendur ríkinu.
Stefnir ríkinu vegna saknæmrar hegðunar lögreglustjóra
Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar hefur stefnt ríkinu á grundvelli saknæmar og ólögmætar tilfærslu sinnar í starfi. Í stefnunni segir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi beitt hana ítrekuðu einelti. Lögreglustjóri neitar að tjá sig.
22. júlí 2016
Flugumferðarstjórar hafa staðið í miklum deilum við ISAVIA undanfarið.
Hafa miklar áhyggjur af flugöryggi á Íslandi
Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra segja að ISAVIA verði að bregðast við undirmönnun í stétt flugumferðarstjóra. Flugöryggi sé ógnað og reglum ekki fylgt.
22. júlí 2016
Bjarni kannast ekki við slagsmál við Eygló
Fjármálaráðherra kannast ekki við átök eða slagsmál Sjálfstæðisflokksins við félagsmálaráðherra um framlög til velferðarmála. Hann segir óþarfi hjá ráðherra að gera lítið úr þeim árangri sem hafi náðst. Aldrei hafi meira fé farið í almannatryggingakerfið.
21. júlí 2016
Tíu staðreyndir um ferðamenn á Íslandi
21. júlí 2016
Erdogan lýsir yfir neyðarástandi
Tyrklandsforseti lýsti í gærkvöld yfir neyðarástandi í landinu. Það á að vara í þrjá mánuði og segir forsetinn reglur lýðræðis virtar á meðan. Yfir 50.000 manns hafa verið handteknir eða reknir úr störfum.
21. júlí 2016
Sökuð um lögguþöggun í Drusluviku
20. júlí 2016
Vigdís Hauksdóttir segir samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í fjárlaganefnd hafa verið farsælt.
Vigdís ósammála Eygló um átök við Sjálfstæðisflokkinn
Formaður fjárlaganefndar tekur ekki undir ummæli félagsmálaráðherra um „slagsmál“ við Sjálfstæðisflokkinn um framlög til velferðarmála. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir að kosningaskjálfti sé kominn í ráðherra.
20. júlí 2016
Þingmennirnir Ásta Guðrún Helgadóttir og Birgitta Jónsdóttir vilja halda áfram á Alþingi. Helgi Hrafn Gunnarsson ætlar hins vegar að segja skilið við pontuna.
Barátta framundan hjá Pírötum
Að minnsta kosti fjórir ætla að gefa kost á sér til að leiða lista Pírata í Reykjavík. Birgitta Jónsdóttir ætlar að halda áfram og Jón Þór Ólafsson er að íhuga framboð.
12. júlí 2016
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er enn þeirrar skoðunar að það sé óeðlilegt að hafa forseta sem standi utan þjóðkirkjunnar, en hún telur það ekki verða vandamál.
Biskup: Ekki vandamál að Guðni sé utan trúfélaga
Biskup Íslands telur það ekki vandamál að næsti forseti sé ekki skráður í þjóðkirkjuna. Hún er þó enn á þeirri skoðun að það sé óeðlilegt að forseti Íslands standi utan kirkjunnar. Biskup hefur fundað með Guðna.
12. júlí 2016