Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Það er sennilega ekki gleði með stöðu mála í könnunum hjá formönnum Framsóknarflokksins og Vinstri grænna um þessar mundir.
Framsókn og Vinstri græn hafa tapað um átta prósentustigum af fylgi frá síðustu kosningum
Eini stjórnarflokkurinn sem tapar ekki fylgi frá kosningum er Sjálfstæðisflokkurinn. Ríkisstjórnin næði ekki meirihluta á þingi ef kosið yrði í dag. Samfylkingin hefur bætt langmestu fylgi við sig og er næst stærsti flokkur landsins.
3. nóvember 2022
Stærsti eigandi Marel fær 25 milljarða að láni og erlendir sjóðir geta eignast 8,1 prósent í félaginu
Það var mikið um að vera hjá Marel, verðmætasta félaginu á íslenska hlutabréfamarkaðinum, í gærkvöldi. Það birti uppgjör, tilkynnti um tugmilljarða króna sambankalán og stærsti eigandinn gerði samning um að fá 25 milljarða króna lán.
3. nóvember 2022
Forsvarsmenn ríkisstjórnar Íslands.
Ríkissjóður getur sótt næstum 15 milljarða með því að hækka fjármagnstekju- og bankaskatt
Með því að hækka fjármagnstekjuskatt um þrjú prósentustig væri hægt að auka tekjur vegna hans um rúma fimm milljarða króna. Ríkustu tíu prósent landsmanna myndu greiða 87 prósent þeirrar hækkunar.
2. nóvember 2022
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Tíu staðreyndir um íslenska banka sem eru enn að græða fullt af peningum
Stóru bankarnir þrír áttu mjög gott ár í fyrra og juku hagnað sinn um 170 prósent milli ára. Í ár hefur ekki gengið alveg jafn vel, en samt prýðilega. Vaxtamunur eykst umtalsvert og tugir milljarða króna hafa verið greiddir út til hluthafa.
1. nóvember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Segist ekki hafa boðist til að hætta við framboð gegn því að fá fjármálaráðuneytið
Harka er hlaupin í formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum. Innherji heldur því fram að Guðlaugur Þór hafi gert kröfur um verða fjármálaráðherra gegn því að bjóða sig ekki fram, en að Bjarni Benediktsson hafi hafnað því. Ósatt, segir Guðlaugur Þór.
31. október 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Ráðuneyti hans ber ábyrgð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Óvíst hvort skýrslan um bankasöluna verði birt fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins
Skýrsla sem átti að koma út í júní, svo júlí, svo ágúst, svo september, svo október kemur nú út í nóvember. Ekki liggur fyrir hvort hún verði birt opinberlega fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins, þar sem formannsslagur fer fram.
31. október 2022
Þórður Snær Júlíusson
„Þessi vegferð endaði illa og varð þjóðinni dýrkeypt“
29. október 2022
Kristrún Frostadóttir, nýr formaður Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir orðin formaður Samfylkingarinnar
Kristrún Frostadóttir er tekin við sem formaður Samfylkingarinnar. Hún var ein í framboði og hlaut 94,59 prósent greiddra atkvæða.
28. október 2022
Guðlaugur Þór horfir til þess að fella Bjarna
Eitt verst geymda leyndarmál í íslenskum stjórnmálum er að Guðlaugur Þór Þórðarson hefur metnað til þess að verða formaður Sjálfstæðisflokksins.
27. október 2022
Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Mánaðarlegir vextir af reiðufénu sem Síminn fékk fyrir Mílu eru 160 milljónir
Ákveðið var á fundi hluthafa Símans, sem tók hálftíma, að greiða hluthöfum félagsins út 30,5 milljarða króna. Stærsti eigandinn er sennilega búinn að fá allt sem hann greiddi upphaflega fyrir hlutinn til baka þrátt fyrir að eiga hann allan ennþá.
27. október 2022
Sagði Bjarna annaðhvort ekki skilja einfaldar fjármálaafurðir eða vera að ljúga að þjóðinni
Kristrún Frostadóttir líkti Bjarna Benediktssyni við Liz Truss á þingi í dag, sagði hann stunda „vúdúhagfræði“ og svara með frekju og hroka. Bjarni sagði Kristrúnu ekki skilja lögfræðina í máli ÍL-sjóðs og fara fram með útúrsnúninga.
26. október 2022
Hagnaður sjávarútvegs jókst um 36 milljarða milli ára en opinber gjöld jukust um 4,9 milljarða
Frá 2009 og út síðasta ár hefur hagnaður sjávarútvegarins fyrir greiðslu opinberra gjalda verið 752 milljarðar króna. Af þessum hagnaði hefur tæplega 71 prósent setið eftir hjá útgerðum landsins en rétt um 29 prósent farið í opinber gjöld.
26. október 2022
Mannflóran á Íslandi hefur breyst hratt síðastliðinn áratug. Í lok september 2012 voru erlendir ríkisborgarar 6,5 prósent íbúa. Í dag eru þeir 16,3 prósent þeirra.
Níu af hverjum tíu nýjum íbúum Íslands í ár koma erlendis frá – 2022 verður algjört metár
Erlendum ríkisborgurum fjölgaði um rúmlega íbúafjölda Akraness á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tíma fluttu fleiri íslenskir ríkisborgarar frá landinu en aftur til þess. Alls hefur erlendum ríkisborgurum hérlendis fjölgað um 42.170 á tíu árum.
26. október 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Morgunblaðið segir Guðlaug Þór vera að íhuga formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum
Bjarni Benediktsson gæti verið að fá mótframboð sem formaður Sjálfstæðisflokksins, en hann hefur setið frá árinu 2009. Fyrsti landsfundur flokksins í tæp fimm ár fer fram í byrjun nóvember.
26. október 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Fjármálalestarslys“ sem hangi yfir tæplega 20 árum eftir að Framsókn breytti ÍLS í spilavíti
„Hvort á ég að taka af þér peninginn úr buxnavasanum hægra megin eða vinstra megin,“ spurði þingmaður Samfylkingarinnar á þingi í dag þegar hann ræddi boðaða úrvinnslu ÍL-sjóðs.
25. október 2022
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra og sá sem ber ábyrgð á úrlausn ÍL-sjóðs.
Skuldahlutfall ríkissjóðs hríðversnar ef vandi ÍL-sjóðs er tekinn með í reikninginn
SA gagnrýndu í umsögn sinni um fjárlagafrumvarpið að ekki væri tekið á vanda ÍL-sjóðs. Fyrrverandi forystumaður í lífeyrissjóðakerfinu hvetur sjóðina til að gefa ekki „þumlung eftir og því á ráðherrann að draga þessa fáránlegu hótun til baka.“
25. október 2022
Reynt að aftengja efnahagslega kjarnorkusprengju sem búin var til úr pólitískum mistökum
Hvað eiga kerfi til að fjármagna loforð um 90 prósent lán Íbúðalánasjóðs, Leiðréttingin og skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán sameiginlegt?
24. október 2022
Tíu hlutir sem Landsbankinn hefur spáð að gerist í hagkerfinu
Í liðinni viku kom út ný hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þar er spáð mesta hagvexti sem hefur orðið á Íslandi frá bankagóðærisárinu 2007 í ár, áframhaldandi verðbólgu á næsta ári oað vaxtahækkunarferlinu sé lokið.
23. október 2022
Forsætisráðuneytið lét vinna minnisblað um bankasöluna í kjölfar viðtals við Sigríði
Þremur dögum eftir að fjármála- og efnahagsráðherra hafði falið Ríkisendurskoðun að gera stjórnsýsluúttekt á söluferlinu á hlutum í Íslandsbanka fékk forsætisráðuneytið minnisblað um ýmis álitamál tengd sölunni.
22. október 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir verður ein í framboði til formanns Samfylkingarinnar
Miklar breytingar verða í forystusveit Samfylkingarinnar á landsfundi sem fer fram í lok þessa mánaðar. Nú liggur fyrir að Kristrún Frostadóttir fær ekki mótframboð í formannskjöri flokksins.
21. október 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, verður að öllum líkindum formaður Samfylkingarinnar í lok þessa mánaðar.
Píratar og Samfylkingin hafa samanlagt bætt við sig tíu prósentustigum á kjörtímabilinu
Allir stjórnarflokkarnir þrír hafa tapað fylgi frá því að síðast var kosið, í september 2021. Staðan er verst hjá Vinstri grænum, sem eru nú sjötti stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun.
20. október 2022
Icelandair Group hagnaðist um 7,7 milljarða króna á þremur mánuðum
Eftir gríðarlegan taprekstur frá árinu 2018 hefur orðið viðsnúningur hjá Icelandair. Félagið hefur sýnt hagnað upp á 1,6 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins og tvöfaldaði farþegafjölda sinn á þriðja ársfjórðungi milli ára.
20. október 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Píratar og Samfylking vilja að þjóðaratkvæðagreiðslu þurfi til að breyta stjórnarskrá
Þingmenn tveggja flokka á þingi hafa lagt fram frumvarp um breytingar á því hvernig stjórnarskránni er breytt. Þeir segja sína leið lýðræðislegri og komi í veg fyrir þrátefli í framtíðinni.
20. október 2022
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji ekki lengur á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki
Frá 2012 hefur Samherji, eitt stærsta fyrirtæki landsins, og tengd félög verið á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki. Það var gagnrýnt þar sem Samherji er til rannsóknar vegna mútubrota. Skilyrði voru þrengd í ár og Samherji náði ekki inn.
20. október 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Lagt til að styrkjakerfi við einkarekna fjölmiðla verði framlengt um tvö ár
Ef drög að breytingum á fjölmiðlalögum verða samþykkt mun verða tilgreind í þeim að fjölmiðlar séu hornsteinn lýðræðis. Árlegur kostnaður ríkissjóðs af styrkjakerfinu er 400 milljónir króna á ári. Von er á nýju frumvarpi til fimm ára á næsta ári.
19. október 2022