Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans.
Landspítalinn þarf að skerða þjónustu sína fái hann ekki meira fjármagn á næsta ári
Í umsögn forstjóra Landspítalans um fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp segir að að hann glími við undirliggjandi rekstrarvanda. Ástæða þess að spítalinn hafi verið rekinn innan fjárveitinga séu einskiptis framlög og sú staðreynd að hann sé undirmannaður.
19. október 2022
Greiðslubyrði þeirra sem keyptu húsnæði með óverðtryggðu láni á breytilegum vöxtum á meðan vextir voru í sögulegu lágmarki hefur hækkað gríðarlega.
Íbúðalánavextir hafa ekki verið hærri í tólf ár – Greiðslubyrði upp um 65 prósent frá 2021
Samanlagt borga þeir lántakar sem eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum 1,6 milljörðum krónum meira í vaxtakostnað á mánuði nú en þeir gerðu fyrir einu og hálfu ári síðan. Verðtryggð lán eru að sækja í sig veðrið. Markaðurinn er þó að kólna.
19. október 2022
Einar Þorsteinsson úr Framsóknarflokki er formaður borgarráðs. Hann verður svo borgarstjóri síðar á þessu kjörtímabili.
„Fullkomið ábyrgðarleysi“ af ríkinu að fylla ekki upp í fjármögnunargat sveitarfélaga
Meirihlutinn í Reykjavík, sem inniheldur meðal annars einn þeirra flokka sem stýra ríkisskútunni, hefur bætt við þegar harðorða umsögn sína um fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Þar segir að vanfjármögnun ríkisins á verkefnum sveitarfélaga sé sláandi.
18. október 2022
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um tíma­bind­ingu veiði­heim­ilda til 20 ára.
Viðskiptaráð segir að íslenska þjóðin geti ekki átt fiskveiðiheimildir
Að mati Viðskiptaráðs teljast aflaheimildir, sem ráðstafað hefur verið til útgerða án endurgjalds, til eignaréttinda. Það telur skilyrði fyrir þjóðnýtingu þeirra, með vísan til almannahagsmuna, vera umdeilanlega.
18. október 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill hækka þakið á erlendum eignum lífeyrissjóða í 65 prósent í skrefum til 2036
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt frumvarp á vef Alþingis þar sem lífeyrissjóðum verður heimilt að auka eignir sínar erlendis upp í 65 prósent af heildareignum fyrir árið 2036. Sambærilegt frumvarp var lagt fram í vor en ekki afgreitt.
18. október 2022
Þjóðkirkjan er að uppistöðu fjármögnuð úr ríkissjóði. Hér sjást Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, við þingsetningu í haust.
Að minnsta kosti 30 kirkjusöfnuðir tæknilega gjaldþrota vegna skertra sóknargjalda
Þjóðkirkjan segir að einungis liðlega helmingi sóknargjalda sé skilað til safnaða miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Skerðing hafi hafist 2009 og sé viðvarandi. Að óbreyttu kostar útgreiðsla sóknargjalda ríkissjóð um þrjá milljarða á næsta ári.
17. október 2022
Nýr forstjóri Menntamálastofnunar ráðinn og tilkynnt um að stofnunin verði lögð niður
Þórdís Jóna Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastýra Hjallastefnunnar, hefur verið ráðin forstjóri Menntamálastofnunar. Til stendur að leggja stofnunina niður og stofna aðra. Þórdís mun stýra nýju stofnuninni.
17. október 2022
Lífeyrissjóðir senda út upplýsingar á pappír fyrir 200 milljónir króna á ári
Í nýframlögðu frumvarpi er lagt til að lífeyrissjóðum verði gert heimilt að birta sjóðsfélögum sínum upplýsingar með rafrænum hætti. Sérstaklega þarf að óska eftir því að fá þær á pappír. Ef enginn velur það sparast um 200 milljónir króna á ári.
17. október 2022
Guðmundur Árni Stefánsson.
Guðmundur Árni býður sig fram til varaformanns en Heiða hættir við framboð
Fyrrverandi varaformaður Alþýðuflokksins og ráðherra vill verða næsti varaformaður Samfylkingarinnar. Núverandi varaformaður hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér.
16. október 2022
Störfum í byggingaiðnaði hefur fjölgað mikið undanfarin misseri.
Atvinnuleysi ekki minna síðan í desember 2018 en langtímaatvinnulausir eru mun fleiri
Þótt atvinnuleysi sé hverfandi á Íslandi í dag þá eru mun fleiri langtímaatvinnulausir nú en fyrir kórónuveirufaraldur. Atvinnuleysi erlendra ríkisborgara fer minnkandi þótt erlendir séu nú hlutfallslega stærri hluti af atvinnulausum en í sumar.
15. október 2022
Það er sannarlega ekki ókeypis að fylla bílinn af bensíni um þessar mundir.
Bensínlítrinn farinn að hækka aftur og hlutur olíufélaganna heldur áfram að aukast
Þrátt fyrir að líklegt innkaupaverð olíufélaga á bensíni hafi lækkað um tæpan þriðjung síðan í júní hefur viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi einungis lækkað um sex prósent. Það hefur hækkað um fimm krónur síðastliðinn mánuð.
15. október 2022
Helgi Magnússon er aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Tap af reglulegri starfsemi útgáfufélags Fréttablaðsins var 326 milljónir í fyrra
Alls hefur regluleg starfsemi Torgs, sem gefur út Fréttablaðið og heldur úti ýmsum öðrum miðlum, skilað um 1,3 milljarða króna tapi á þremur árum. Viðskiptavild samsteypunnar skrapp saman um rúmlega hálfan milljarð króna á árinu 2021.
15. október 2022
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Allir stóru bankarnir búnir að hækka óverðtryggðu vextina
Alls eru 28 prósent húsnæðislána óverðtryggð á breytilegum vöxtum. Sam­an­lögð upp­hæð þeirra eru á sjö­unda hund­rað millj­arða króna. Greiðslubyrði slíkra lána hefur þegar hækkað veru­lega undanfarið, jafnvel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði.
14. október 2022
Friðrik Jónsson er formaður BHM.
Raunvirði ráðstöfunartekna efstu tíundarinnar jókst þrefalt á við aðra í fyrra
BHM segir að kjaragliðnun hafi átt sér stað milli launafólks og fjármagnseigenda síðastliðinn áratug. Sú gliðnun jókst til muna í fyrra. Kaupmáttur fjármagnstekna jókst um 85 prósent á tíu árum á meðan að kaupmáttur atvinnutekna jókst um 31 prósent.
14. október 2022
Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður ÖBÍ og er skrifuð, ásamt öðrum starfsmanni, fyrir umsögninni.
Hluti öryrkja greiðir yfir 75 prósent ráðstöfunartekna sinna í húsnæðiskostnað
ÖBÍ segir að þær forsendur sem lántakar sem tóku óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum á undanförnum árum, á meðan að stjórnvöld töluðu um að lávaxtarskeið væri hafið, séu „algjörlega brostnar og eru mörg heimili með alltof háa greiðslubyrði.“
14. október 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Ræddi um að útsvar verði hækkað um 0,26 prósentustig en tekjuskattur verði lækkaður
Sveitarfélögin telja að það vanti tólf til þrettán milljarða króna á ári til að tekjur vegna málefna fatlaðs fólks standi undir kostnaði. Innviðaráðherra segir vandann það stóran að tilefni gæti verið til að mæta honum með ráðstöfunum til bráðabirgða.
13. október 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið og Bankasýslan búin að fá drög að Íslandsbankaskýrslunni
Þeir aðilar sem báru ábyrgð á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, fjármála- og efnahagsráðuneytið og Bankasýsla ríkisins, munu hafa tækifæri til að skila inn umsögn um skýrslu Ríkisendurskoðunar um bankasöluna fram í miðja næstu viku.
13. október 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er í lagi að „væna og dæna“ stofnun sem selur eignir ríkisins?
13. október 2022
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
SA telja eina meginforsendu fjárlaga í uppnámi verði Íslandsbanki ekki seldur
Í umsögn Samtaka atvinnulífsins um fjárlagafrumvarpið er varað við þeirri skuldaaukningu sem sé fyrirliggjandi á næsta ári ef ríkið selur ekki 42,5 prósent hlut sinn í Íslandsbanka. Ef ekki verði að sölu bankans sé „ein meginforsenda fjárlaga í uppnámi.“
12. október 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.
Vilja breyta lögum til að bæta stöðu kvára og stálpa – Afi verður foreldri foreldris
Þingmenn Pírata og einn þingmaður Viðreisnar vilja breyta lögum þannig að kynskráning hafi ekki áhrif á hvers konar foreldrisnöfn fólk má velja sér. Þau vilja líka að kynhlutlaust fólk geti fengið gjaldfrjálst aukavegabréf.
12. október 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Segist hafa fengið alvarlegar hótanir og að hatrið hafi sigrað hann í dag
Ragnar Þór Ingólfsson segist hafa ákveðið að draga forsetaframboð sitt til baka yfir kaffibolla með konunni sinni í morgun. Hann finni fyrir létti og óskar þeim sem beittu sér gegn honum velfarnaðar.
11. október 2022
„Komufarþegar munu átta sig á því hvar Davíð getur keypt ódýrara öl og versla áfengið á brottfararflugvelli“
Ferðaþjónustan og hagsmunaverðir hennar gagnrýna fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp á ýmsan hátt og telja hækkun gjalda á áfengi, tóbak og eldsneyti muni draga úr getu Íslands til að keppa um ferðamenn.
11. október 2022
Franskar kartöflur njóta tollverndar á Íslandi þrátt fyrir að enginn innlendur aðili framleiði þær. Fyrir vikið kosta þær miklu meira úti í búð en þær þyrftu að kosta.
Leggur fram frumvarp um að afnema tolla á innflutningi á frönskum kartöflum
Þrátt fyrir að enginn innlendur framleiðandi framleiði franskar kartöflur lengur er 76 prósent tollur á innflutning þeirra. Ráðherrar hafa kastað málinu á milli sín en nú er komið fram frumvarp um að afnema þennan toll.
10. október 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir og Gunnar Smári Egilsson.
Töluðu um að drepa Sólveigu Önnu og Gunnar Smára
Mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa verið að undirbúa hryðjuverk töluðu um að myrða formann Eflingar og formann framkvæmdastjóra Sósíalistaflokks Íslands.
10. október 2022
Sú mikla hækkun sem varð á bréfum í Síldarvinnslunni og Brimi í september í fyrra má rekja til stóraukins loðnukvóta. Fyrirséð er að sá kvóti mun dragast umtalsvert saman í ár, miðað við fyrirliggjandi veiðiráðgjöf.
Stórir lífeyrissjóðir keypt fyrir milljarða í skráðum útgerðum á tveimur mánuðum
Lífeyrissjóðir eru hægt og rólega að styrkja stöður sínar í eigendahópi þeirra tveggja útgerðarfélaga sem skráð eru á markað. Gildi hefur keypt hluti í Síldarvinnslunni fyrir yfir tvo milljarða á tveimur mánuðum.
10. október 2022