Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Kristrún: Það er ekki meirihluti fyrir nýju stjórnarskránni á þingi
Kristrún Frostadóttir vill ekki senda þau skilaboð að það sé ekki hægt að komast áfram í kjarna-velferðarmálum nema að Ísland fái nýja stjórnarskrá. „Ég vil ekki stunda þannig pólitík að við séum að bíða eftir einni lausn sem muni laga allt annað.“
11. september 2022
„Við verðum að losna úr þessu hugarfari að þetta sé barátta hvers fyrir sig“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún vill sitja í mið-vinstristjórn og segir að neitunarvaldið gagnvart þeim aðgerðum sem hún telur nauðsynlegt að ráðast í liggi hjá Sjálfstæðisflokki.
10. september 2022
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Högnuðust samtals um 16,5 milljarða eftir að þau greiddu 4,4 milljarða í veiðigjöld og skatta
Útgerðarfélög að öllu leyti í eigu Samherja og Síldarvinnslan, sem Samherji á þriðjung í, greiddu um fimmtung þess sem var til skiptanna úr rekstrinum til ríkisins í formi veiðigjalda en afgangurinn rann til hluthafa.
9. september 2022
Fyrsta konan sem ráðin er forstjóri í þegar skráðu félagi frá bankahruni
Konur í forstjórastóli í Kauphöllinni orðnar þrjár, eftir að hafa verið núll árum saman. Sú fyrsta þeirra, Birna Einarsdóttir, kom inn í Kauphöllina við skráningu Íslandsbanka í fyrrasumar, önnur, Margrét Tryggvadóttir, bættist við þegar Nova var skráð.
8. september 2022
Landvinnsla Samherja á Dalvík.
Samherji Ísland hagnaðist um fjóra milljarða eftir að hafa greitt 470 milljónir í veiðigjöld
Útgerðarfélag í eigu Samherjasamstæðunnar, sem heldur á rúmlega átta prósentum af öllum úthlutuðum kvóta, hagnaðist um rúman milljarð króna á kvótaleigu í fyrra. Veiðigjöldin sem félagið greiddi náðu ekki að vera helmingur þeirrar upphæðar.
7. september 2022
Virði útgerðarfélaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað hefur aukist gríðarlega frá því í september í fyrra.
Lífeyrissjóðir bæta við sig í útgerðarfélögum – Kaupverðið á Vísi hækkað um 4,5 milljarða
Virði skráðra félaga í Kauphöll Íslands dróst saman að nýju í ágúst eftir að hafa hækkað í júlí. Stórir lífeyrissjóðir eru að bæta við sig hlutum í skráðum sjávarútvegsfélögum, en virði þeirra hefur aukist gríðarlega á tæpu ári.
7. september 2022
Krónunum í hirslum íslenskra lífeyrissjóða fjölgaði umtalsvert í júlímánuði.
Eignir lífeyrissjóða aldrei vaxið jafn mikið í einum mánuði og í júlí, eða um 237 milljarða
Eignir lífeyrissjóðakerfisins lækkuðu um 361 milljarð króna á fyrri hluta ársins 2022, vegna styrkingar krónunnar og fallandi hlutabréfaverðs. Í júlí varð mikill viðsnúningur.
6. september 2022
Höfuðstöðvar Íslandsbanka
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka „á lokametrunum“
Ríkisendurskoðun er að klára að skrifa skýrslu sína um sölu á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka til 207 fjárfesta í lokuðu útboði með afslætti. Þegar því er lokið á eftir að rýna hana og senda í umsagnarferli. Upphaflega átti að skila skýrslunni í júní.
6. september 2022
Þórrunn Sveinbjarnardóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Nefndin aflar frekari gagna áður formleg skref vegna skipana án auglýsingar verða stigin
Skipun menningar- og viðskiptaráðherra á nýjum þjóðminjaverði án þess að starfið væri auglýst hefur vakið hörð viðbrögð. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoðar hvort hún ráðist í frumkvæðisathugun á skipun embættismanna án auglýsingar.
5. september 2022
Virði íbúða Félagsbústaða hefur aukist um rúmlega 20 milljarða á sex mánuðum
Í fyrra hækkaði virði íbúða í eigu Félagsbústaða um rúmlega 20 milljarða. Eignasafnið hafði aldrei hækkað jafn mikið innan árs áður og hækkunin var meiri en fjögur árin á undan. Á fyrri hluta þessa árs hækkaði virði íbúðanna aftur um 20 milljarða.
5. september 2022
Þótt stjórnin mælist fallin er staða hennar betri nú en tæpu ári eftir kosningarnar 2017
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír voru samtals með meira fylgi ellefu mánuðum eftir kosningarnar 2017 en þeir mælast með núna. Stjórnarflokkarnir mældust þá með minna sameiginlegt fylgi en þeir mælast með nú.
4. september 2022
Helga Rakel Guðrúnardóttir var hökkuð og sá sem það gerði hefur játað það fyrir henni. Samt sem áður vill lögreglan á Íslandi ekki rannsaka málið.
Upplifun af því að kæra til lögreglu brot gegn friðhelgi einkalífs var hræðileg
Kona sem var hökkuð fékk áfallastreituröskun í kjölfarið. Persónulegum upplýsingum um hana var lekið á netið og hún hefur fengið hótanir frá þeim sem frömdu brotið. Konan kærði en segir að lögreglan hafi ekki haft áhuga á að rannsaka málið.
4. september 2022
Húsnæði Sósíalistaflokks Íslands grýtt og Gunnari Smára hótað
Formanni framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands var sagt að hugsa um fjölskyldu sína áður en hann héldi áfram starfi sínu í stjórnmálum. Hann hefur tilkynnt hótanirnar til lögreglu.
4. september 2022
Höfuðstöðvar Arion banka, Borgartúni 19
Lántakendur borga 280 milljónum minna vegna mistaka við tilkynningu frá Arion banka
Alls 23 þúsund viðskiptavinir Arion banka með lán sem bera óverðtryggða breytilega vexti munu greiða einu prósentustigi lægri vexti en þeir hefðu annars gert frá 29. júlí til 25. september vegna mistaka við tilkynningu um vaxtahækkun.
2. september 2022
Greiðslubyrði þeirra sem keyptu húsnæði með óverðtryggðu láni á breytilegum vöxtum á meðan vextir voru í sögulegu lágmarki hefur hækkað gríðarlega.
Tveir af þremur bönkum hafa þegar hækkað íbúðalánavexti og flestir stærstu sjóðirnir líka
Greiðslubyrði af óverðtryggðu íbúðaláni upp á 50 milljónir hefur aukist um meira en 1,2 milljónir króna á ársgrundvelli. Í byrjun síðasta árs voru vextirnir rúmlega þrjú prósent. Nú eru þeir í sumum tilfellum orðnir sjö prósent.
2. september 2022
Fylgi Samfylkingarinnar hefur ekki mælst meira síðan í janúar 2021. Kristrún Frostadóttir sækist eftir því að verða næsti formaður flokksins.
Framsókn, Samfylking og Píratar nánast jafnstór í nýrri könnun
Stjórnarflokkarnir þrír hafa samtals tapað 8,5 prósentustigum af fylgi á kjörtímabilinu og njóta stuðnings minnihluta þjóðarinnar. Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mælast með 11,7 prósentustigum meira en þeir fengu í síðustu kosningum.
1. september 2022
Kristján Þórður Snæbjörnsson er starfandi forseti ASÍ.
ASÍ gagnrýnir líka skipan Svanhildar Hólm í starfshóp þegar „launafólk sé látið sitja hjá“
Bæði Neytendasamtökin og ASÍ hafa nú gagnrýnt harðlega skipan fulltrúa atvinnulífsins í starfshóp um samkeppnis- og neytendamál en horft sé framhjá neytendum og launafólki. Menningar- og viðskiptaráðherra segir að gagnrýni komi sér á óvart.
1. september 2022
Nýr meirihluti tók við stjórnartaumunum í Reykjavík í byrjun júní.
Tap á A-hluta Reykjavíkur 8,9 milljarðar á fyrri hluta árs – Miklu meira tap en ætlað var
Borgarstjóri segir að stóra áskorunin í rekstri sveitarfélaga séu þær fjárhæðir sem þau eigi útistandandi hjá ríkinu vegna þjónustu við fatlaða. Borgarráð hefur samþykkti að setja í forgang að leiðrétta hallann sem sé á fjárhagslegum samskiptum við ríkið.
1. september 2022
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Starfsmenn Þjóðminjasafnsins gagnrýna líka Lilju og segja verklagið lýsa metnaðarleysi
Enn eitt félagið hefur bæst á vagn þeirra sem opinberlega hafa lýst yfir andstöðu við það verklag sem ráðherra viðhafði þegar hún skipaði nýjan þjóðminjavörð án auglýsingar. Það beri „vott um ógagnsæja stjórnsýslu og kastar rýrð á málaflokkinn.“
1. september 2022
Hakkarinn „getur gert allt sem ég“
Móðir í Kópavogi var hökkuð í fyrrahaust. Sá sem það gerði hefur deilt persónulegum upplýsingum um hana á netinu og hótað því að gera meira. Hún hefur líka fengið bréf heim til sín.
1. september 2022
Forstjóri Torgs segir að Fréttablaðið muni í framtíðinni hætta að koma út á prenti
Lestur Fréttablaðsins var um 60 prósent fyrir áratug. Hann mælist nú 27,7 prósent. Forstjóri útgáfufélags blaðsins segir eðlilegt að spyrja hvort það muni hætta að koma út á prenti og komi út rafrænt. Á einhverjum tímapunkti muni það gerast.
1. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Innviðir Hafnarfjarðar komnir að þolmörkum vegna þjónustu við flóttafólk
Hafnarfjörður hefur ítrekað komið því á framfæri við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið undanfarið að sveitarfélagið geti ekki tekið á móti fleira flóttafólki í bili. Samt hafi ríkisstofnanir komið upp úrræðum þar án samráðs við bæjaryfirvöld.
31. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín vill hækka skatta á fjármagnstekjur – Bjarni segir að það standi ekki til
Fjármagnseigendur, sem tilheyra ríkustu tíu prósent landsins, juku ráðstöfunarfé sitt langt um meira í fyrra en aðrir tekjuhópar en skattbyrði þeirra lækkaði. Ekki er sátt á meðal leiðtoga ríkisstjórnarinnar um hvort hækka eigi álögur á fjármagnseigendur.
31. ágúst 2022
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Gagnrýna harðlega skipun Svanhildar Hólm í starfshóp um samkeppni og neytendamál
Neytendasamtökin segja það óásættanlegt að fulltrúi atvinnulífsins fái sæti í starfshópi um samkeppnis- og neytendamál en horft sé framhjá neytendum. Menningar- og viðskiptaráðherra skipaði meðal annars framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs í hópinn.
30. ágúst 2022
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 19 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins
Hagnaður Landsvirkjunar á fyrri hluta yfirstandandi árs var næstum jafn mikill og hagnaður fyrirtækisins var allt árið í fyrra. Það hefur aldrei fengið hærra verð á fyrstu sex mánuðum árs fyrir orku til stórnotenda og nú.
30. ágúst 2022