Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
8. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
6. ágúst 2022
Ríkið lengir í lánum Vaðlaheiðarganga um 36 ár og eignast félagið að nánast öllu leyti
Þegar ákveðið varð að gera Vaðlaheiðargang átti að vera um einkaframkvæmd að ræða. Ríkið átti að lána fyrir framkvæmdinni en fá allt sitt til baka í eingreiðslu þremur árum eftir að þau yrðu opnuð.
5. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Verkalýðurinn sem á að verja stöðugleika hinna ríku án þess að fá neitt í staðinn
5. ágúst 2022
Vinsældir Framsóknarflokksins dala milli mánaða.
Framsókn tapar mestu milli mánaða og fylgistap ríkisstjórnarflokkanna eykst
Stjórnarflokkarnir hafa tapað næstum níu prósentustigum af fylgi frá síðustu kosningum. Á sama tíma hafa þrír stjórnarandstöðuflokkar bætt samanlagt við sig 10,5 prósentustigum.
4. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni ætlar að halda áfram sem formaður Sjálfstæðisflokksins
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur setið í því embætti frá því snemma árs 2009. Í nóvember verður fyrsti landsfundur flokksins í fjögur og hálft ár haldinn. Bjarna finnst „ekkert annað eðlilegt en að ég haldi mínu striki“.
4. ágúst 2022
Hlutafjárútboð og skráning Íslandsbanka á markað voru valin viðskipti ársins 2021 á verðlaunahátíð Innherja sem fram fór miðvikudaginn 15. desember síðastliðinn.
Hluthöfum Íslandsbanka fækkað um næstum tíu þúsund frá skráningu á markað
Sá hlutur sem íslenska ríkið seldi í Íslandsbanka í fyrrasumar hefur hækkað um 33,6 milljarða króna frá því að hann var seldur. Sá hlutur sem ríkið seldi til 207 fjárfesta í lokuðu útboði í mars hefur hækkað um 4,3 milljarða króna.
4. ágúst 2022
Evrópumeistarar kvenna 2022.
Ljónynjurnar hvetja næsta forsætisráðherra til að tryggja stúlkum aðgengi að knattspyrnu
Áhugi á kvennaknattspyrnu hefur aldrei verið meiri í heiminum. Nýkrýndir Evrópumeistarar Englands skora á Rishi Sunak og Liz Truss að tryggja öllum stúlkum í Bretlandi aðgengi að knattspyrnuæfingum í gegnum skólastarf.
3. ágúst 2022
Arion banki kominn með yfir tíu prósent hlut í Sýn – Átök um völd yfir félaginu framundan
Skömmu fyrir verslunarmannahelgi hófust umfangsmikil uppkaup á hlutabréfum í fjölmiðla- og fjarskiptafélaginu Sýn. Þau hafa haldið áfram í þessari viku og alls hafa vel á þriðja tug prósenta af hlutum í Sýn skipt um hendur á örfáum dögum.
3. ágúst 2022
Vísir er með stóra hlutdeild í úthlutuðum þorskkvóta.
Kvóti Vísis var bókfærður á 13,4 milljarða í lok síðasta árs – Þungur gjalddagi lána á næsta ári
Í síðasta mánuði var tilkynnt um kaup Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi á 31 milljarð króna. Kaupverðið virðist hátt miðað við að hagnað Vísis í fyrra og virði skipa og vinnslu. Það sem verið var að kaupa eru þó fyrst og fremst kvóti.
3. ágúst 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöll Íslands jókst um 115 milljarða króna í júlí
Alls hefur virði hlutabréfa í 15 skráðum félögum hækkað það sem af er ári en lækkað hjá 14 félögum. Eftir mikla dýfu á fyrstu fimm mánuðum ársins hefur markaðurinn tekið við sér og úrvalsvísitalan hækkaði um 7,9 prósent í júlí.
3. ágúst 2022
Fjármagnstekjur þeirra sem búa á Seltjarnarnesi og í Garðabæ eru miklu hærri en annarra á höfuðborgarsvæðinu
Þeir sem tilheyra við­skipta- og atvinnulífselítunni eru mun líklegri til að búa á Seltjarnarnesi eða í Garðabæ en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
2. ágúst 2022
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Léleg arðsemi Landsbankans tilkomin vegna þess að bankinn á stóran hlut í Marel
Stóru bankarnir þrír birtu nýverið uppgjör sín vegna fyrri hluta ársins 2022. Hagnaður Íslandsbanka og Arion banka jókst milli ára og arðsemi þeirra var yfir markmiðum. Hagnaður og arðsemi Landsbankans dróst hins vegar verulega saman.
1. ágúst 2022
Guðbjörg Matthíasdóttir er stærsti eigandi Ísfélags Vestmannaeyja.
Hagnaður Ísfélagsins næstum þrefaldaðist og eigendurnir fengu 1,9 milljarða króna í arð
Eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, sem er að uppistöðu í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og barna hennar, átti eigið fé upp á 40,8 milljarða króna um síðustu áramót. Fjölskyldan er umsvifamikil í fjárfestingum í rekstri ótengdum sjávarútvegi.
30. júlí 2022
Bensínverð stendur í stað milli mánaða, innkaupaverð lækkar en hlutur olíufélaga eykst
Sá sem greiddi 15 þúsund krónur á mánuði í bensínkostnað í maí 2020 þarf nú að punga út rúmlega 137 þúsund krónum til viðbótar á ári til að kaupa sama magn af eldsneyti. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði skarpt milli mánaða en bensínlítrinn hækkaði samt.
23. júlí 2022
Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústssynir hafa verið í forsvari fyrir trúfélagið Zuism
Enn 579 manns skráðir sem Zúistar þrátt fyrir að yfirvöld telji félagið svikamyllu
Félagið Zuism á Íslandi er í ellefta sæti yfir þau trú- og lífsskoðunarfélög sem eru með flesta skráða meðlimi þrátt fyrir að stjórnendur félagsins, bræður með vafasama fortíð, hafi verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti.
17. júlí 2022
Helgi Magnússon er aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Fréttablaðið hefur misst tvo af hverjum þremur lesendum undir fimmtugu á tólf árum
Lestur Fréttablaðsins hefur rúmlega helmingast á einum áratug. Mestur er samdrátturinn hjá yngri lesendum en lesturinn fór undir 20 prósent hjá þeim í fyrsta sinn í vor. Morgunblaðið er nú lesið af 8,4 prósent landsmanna undir fimmtugu.
16. júlí 2022
Ríkustu tíu prósent landsmanna juku virði sitt í verðbréfum um 93 milljarða í fyrra
Efsta tekjutíundin á næstum 90 prósent af öllum verðbréfum í eigu einstaklinga á Íslandi. Verðbréf hennar voru bókfærð á 628 milljarða króna í lok síðasta árs en sú tala er vanmetin þar sem bréfin eru bókfærð á nafnvirði, ekki markaðsvirði.
16. júlí 2022
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar. Samherji er langstærsti einstaki eigandi hennar.
Enn engin ákvörðun tekin um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Samkeppnisyfirvöld þurfa að samþykkja kaup Síldarvinnslunnar á Vísi. Eftirlitið hefur þegar birt frummat um að Samherji og tengdir aðilar séu mögulega með yfirráð yfir útgerðarrisanum. Samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi er að aukast hratt.
16. júlí 2022
Ríkisstjórn Íslands kynnti nokkra efnahagspakka til að örva efnahagslífið á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð.
Rúmlega helmingur alls nýs auðs sem varð til í fyrra fór til ríkustu Íslendinganna
Þau tíu prósent landsmanna sem höfðu mestar tekjur í fyrra tóku til sín 54,4 prósent allrar aukningar sem varð á eigin fé landsmanna á árinu 2021, eða 331 milljarð króna. Efsti fimmtungurinn tók til sín þrjár af hverjum fjórum nýjum krónum.
14. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Útgerðin er að vinna, þjóðin er að tapa
13. júlí 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Skýrslan er gerð að hans beiðni.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu Íslandsbanka frestast aftur – Kemur í ágúst
Þegar Ríkisendurskoðun tók að sér að gera stjórnsýsluúttekt á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir rúmum tveimur mánuðum ætlaði hún að skila skýrslu í júní. Síðan átti að skila henni fyrir verslunarmannahelgi. Nú er hún væntanleg í ágúst.
12. júlí 2022
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, hringir bjöllunni þegar Síldarvinnslan var skráð á markað í maí í fyrra.
Markaðsvirði Síldarvinnslunnar jókst um tólf milljarða króna á einum degi
Virði hlutar Samherja, stærsta eiganda Síldarvinnslunnar, í félaginu hækkaði um næstum fjóra milljarða króna í dag. Þau hlutabréf í Síldarvinnslunni sem systkinin í Vísi fá hækkuðu um einn milljarð króna.
11. júlí 2022