Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Þórður Snær Júlíusson
Takið fleiri ákvarðanir og búið til minna orðasalat
2. júní 2022
Skattfrjáls niðurgreiðsla á húsnæði sem „gagnast fyrst og fremst millitekjuhópum“
Frá 2014 hafa stjórnvöld fyrst og síðast miðlað beinum húsnæðisstuðningi með því að veita skattfrelsi á notkun séreignarsparnaðar til að greiða niður húsnæðislán. Frá miðju ári 2014 og til byrjun þessa árs nam stuðningurinn um 27 milljörðum króna.
2. júní 2022
Mesta lækkun innan mánaðar í Kauphöllinni í tólf ár – 243 milljarðar hurfu til peningahimna
Úrvalsvísitalan lækkaði um 10,9 prósent í síðasta mánuði. Það er mesta lækkun innan mánaðar síðan í maí 2010. Fall á virði bréfa í Marel, sem hafa lækkað um meira en 200 milljarða króna frá áramótum, eru ráðandi breyta í samdrættinum.
2. júní 2022
Ríkisstjórnin kynnti ýmsar aðgerðir til að mæta afleiðingum kórónuveirufaraldursins í apríl 2020.
Helmingur fólks sem sagt var upp með hjálp uppsagnarstyrkja stjórnvalda var endurráðið
Uppsagnarstyrkir sem stjórnvöld greiddu til að hjálpa fyrirtækjum að segja upp fólki kostuðu 12,2 milljarða króna. Ýmis skilyrði voru sett fyrir styrkjunum. Stjórnvöld hafa enn sem komið er lítið gert til að kanna hvort farið hafi verið eftir þeim.
1. júní 2022
„Allir vinna“ … en aðallega byggingarverktakar og tekjuhæstu Íslendingarnir
Byggingafyrirtæki fengu rúmlega þriðjung allra endurgreiðslna vegna „Allir vinna“. Alls fóru 4,1 milljarður króna af endurgreiðslum til einstaklinga og húsfélaga til þeirra tíu prósent landsmanna sem voru með mesta tekjur.
1. júní 2022
Fjármagnstekjur einstaklinga á Íslandi voru 181 milljarður í fyrra
Á meðan að ríkissjóður var rekinn í 130 milljarða króna tapi á síðasta ári jukust fjármagnstekjur einstaklinga um 65 milljarða króna. Mest hækkaði söluhagnaður vegna hlutabréfa, sem var alls 69,5 milljarðar króna í fyrra.
1. júní 2022
Methækkun á fasteignamati eftir bankahrun – Hækkar um 19,9 prósent milli ára
Heildarvirði fasteigna á Íslandi hækkar um 2.100 þúsund milljónir króna milli ára. Fasteignamat íbúða verður 23,6 prósent hærra á næsta ári en í ár. Fyrir flesta þýðir þessi hækkun aðallega eitt: hærri fasteignaskatta.
31. maí 2022
27 manna samráðsnefnd og fjórir starfshópar eiga að leggja til breytingar á sjávarútvegskerfinu
Matvælaráðherra segir að í sjávarútvegi ríki djúpstæð tilfinning meðal almennings um óréttlæti sem stafi af samþjöppun veiðiheimilda og að ágóðanum af sameiginlegri auðlind sé ekki skipt á réttlátan hátt.
31. maí 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
„Atlaga“ að kjörum lífeyrisþega stöðvuð en þensluaðgerðir á húsnæðismarkaði enn inni
Í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um lífeyrissgreiðslur er gert ráð fyrir að nýr hópur, sá sem hefur ekki átt fasteign í fimm ár, megi nota séreignarsparnað skattfrjálst til að kaupa sér húsnæði.
31. maí 2022
Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 fóru tólf þúsund ferðamenn um Keflavíkurflugvöll. Á sama tímabili í ár voru þeir 245 þúsund.
Hagvöxtur 8,6 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins
Stóraukin einkaneysla, aðallega vegna eyðslu landsmanna í ferðalög og neyslu erlendis, endurkoma ferðaþjónustunnar og aukin vöruútflutningur eftir að hömlum vegna kórónuveirufaraldursins var aflétt knýja áfram mikinn hagvöxt á fyrsta ársfjórðungi.
31. maí 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, lagði fram tillöguna um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda.
Vilja auðvelda aðflutning sérfræðinga utan EES til Íslands strax með lagabreytingu
Mörg þúsund sérfræðinga vantar erlendis frá til starfa í íslenskum vaxtafyrirtækjum. Samtök atvinnulífsins kalla eftir lagabreytingum til að mæta þessu. „Ísland hefur ekki mörg ár til stefnu til að bíða eftir grænbók, hvítbók og víðtæku samráði.“
31. maí 2022
Ríkisstjórnin ætlar að skipa vinnuhóp um greiningu á arðsemi bankanna
Hreinar þjónustu- og þóknanatekjur stóru bankanna þriggja voru 37,1 milljarður króna í fyrra. Á ríkisstjórnarfundi voru kynnt áform um að skipa vinnuhóp sem á að greina arðsemi þeirra og bera hana saman við sambærilegur tekjur hjá norrænum bönkum.
30. maí 2022
Verð á flugfargjöldum lækkaði um 6,9 prósent milli mánaða. Aðrar hækkanir gerðu það hins vegar að verkum að verðbólgan hélt áfram að rísa.
Verðbólgan mælist nú 7,6 prósent – Ekki verið meiri í meira en tólf ár
Húsnæðiskostnaður, matur og drykkur, nýir bílar og bensín hækkuðu í verði í síðasta mánuði. Verð á flugfargjöldum dróst hins vegar saman. Verðbólga hefur ekki mælst jafn mikil á Íslandi frá því í apríl 2010.
30. maí 2022
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
„Í sjávarútvegi ríkir djúpstæð tilfinning meðal almennings um óréttlæti“
Svandís Svavarsdóttir telur samþjöppun veiðiheimilda á fárra hendur – tíu fyrirtæki halda á 67 prósent af úthlutuðum kvóta – og að ágóðanum af sameiginlegri auðlind sé ekki skipt á réttlátan hátt sé ástæða þess að almenningur upplifi óréttlæti.
30. maí 2022
22,5 prósent hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur 22. mars síðastliðinn.
Ríkisendurskoðun afhendir ekki upplýsingar um afmörkun úttektar á bankasölunni
Búist er við því að úttekt Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verði gerð opinber seint í næsta mánuði, eftir fyrirhuguð þinglok. Kjarninn óskaði eftir upplýsingum um hvernig úttektin væri afmörkuð en fékk ekki.
29. maí 2022
Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021
Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.
28. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið
Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna.
28. maí 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
28. maí 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fer með leigubílamál í ríkisstjórninni.
Leigubílaleyfum fjölgar um 100 – Mesta fjölgun frá því að lög voru sett um starfsemina
Inniviðaráðherra hefur ákveðið að fjölga leigubílaleyfum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, þar sem alþjóðaflugvöllurinn er, um 17,2 prósent. Breytingarnar eru gerðar til að koma til móts við óskir í samfélaginu um meiri þjónustu á leigubílamarkaði.
27. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson segir að samstaða sé í ríkisstjórn um verklag við brottvísun
Dómsmálaráðherra segir að enginn ráðherra hafi komið fram með formlega tillögu um það að það verði unnið eftir öðrum ferlum við brottvísun flóttamanna en þeim sem hann styðst við. Það kalli hann „samstöðu í ríkisstjórninni“.
27. maí 2022
Píratar og Samfylking standa að frumvarpinu, ásamt Flokki fólksins og Viðreisn.
Fjórir flokkar leggja fram frumvarp til að koma í veg fyrir fjöldabrottvísun
Frumvarpi sem mun gera Þeim tæplega 300 flóttamönnum sem til stendur að brottvísa frá landinu kleift að dvelja hér áfram verður dreift á Alþingi á mánudag. Ekki er samstaða er um brottvísunina innan ríkisstjórnarinnar.
27. maí 2022
Helgi Magnússon er aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Leiðarahöfundur Fréttablaðsins leggur til að Viðreisn renni inn í Samfylkinguna
Kolbrún Bergþórsdóttir segir helstu stefnumál Viðreisnar vera stefnumál Samfylkingarinnar. Eigandi Fréttablaðsins er á meðal þeirra sem komu að stofnun Viðreisnar fyrir nokkrum árum og hefur lagt flokknum til umtalsverða fjármuni í gegnum tíðina.
27. maí 2022
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017
Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.
25. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Sumir útlendingar eru æskilegri en aðrir
25. maí 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna.
Varaformaður VG: Engin samstaða innan ríkisstjórnar um brottvísun um 300 manns
Nokkrir ráðherrar gerðu athugasemdir við þá vegferð sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er á varðandi brottvísun fjölda flóttamanna frá Íslandi á ríkisstjórnarfundi í morgun. Félagsmálaráðherra segist ekki ánægður með hvernig Jón hefur haldið á málinu.
24. maí 2022