Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við þingsetningu Alþingis í nóvember í fyrra.
Hlutfall Íslendinga sem skráðir eru í þjóðkirkjuna í fyrsta sinn undir 60 prósent
Hátt í 150 þúsund íbúar landsins standa utan þjóðkirkjunnar. Meirihluti þjóðarinnar hefur verið fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju samkvæmt könnunum frá árinu 2007. Landsmenn treysta biskup og þjóðkirkjunni lítið.
11. júlí 2022
Ríkustu tíu prósent landsmanna tóku til sín 81 prósent fjármagnstekna
Fjármagnstekjur einstaklinga jukust gríðarlega milli áranna 2020 og 2021, eða um 65 milljarða króna. Ríkustu tíu prósent landsmanna taka meginþorra fjármagnstekna til sín, eða 81 prósent þeirra. Alls er um að ræða tekjur upp á tæplega 147 milljarða króna.
11. júlí 2022
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.
Síldarvinnslan kaupir Vísi á 31 milljarð – Fara sennilega yfir löglegt kvótaþak
Systkinin sem eiga Vísi munu hvert og eitt verða milljarðamæringar ef kaup Síldarvinnslunnar á útgerðinni verða samþykkt. Samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi eykst enn frekar og Samherji og mögulega tengdir aðilar verða með um fjórðung kvótans.
10. júlí 2022
Lífeyrissjóðirnir lánuðu heimilum 40 milljarða króna óverðtryggt á sjö mánuðum
Ný óverðtryggð útlán lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sína á sjö mánaða tímabili voru tvöfalt hærri en eina og hálfa árið þar á undan. Viðskiptabankarnir eru þó enn leiðandi á íbúðalánamarkaði og markaðshlutdeild þeirra yfir 70 prósent.
10. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Stjórnmálamenn sem smíðuðu félagslegan píramída á hvolfi vilja nú snúa honum við
10. júlí 2022
Virði veðsettra hlutabréfa lækkaði um 42 milljarða króna á þremur mánuðum
Samhliða því að hlutabréfaverð hefur fallið skarpt það sem af er ári hefur markaðsvirði þeirra hlutabréfa sem eru veðsett með beinum hætti lækkað. Hlutfall veðtöku af heildarmarkaðsvirði hefur hins vegar hækkað.
9. júlí 2022
Jákvæðni íslenskra kjósenda gagnavart aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur stóraukist.
Íslenskir kjósendur ekki verið hallari undir markaðshyggju síðan árið 2007
Íslenskir kjósendur eru hallari undir markaðs- og alþjóðahyggju en þeir hafa verið í meira en áratug. Raunar mælist jákvæðni gagnvart aukinni markaðshyggju sú mesta frá 2007. Á sama tíma eru vinsældir einangrunarhyggju á undanhaldi.
9. júlí 2022
Hvað ætlar Samfylkingin að verða þegar hún er orðin stór?
Nýr formaður mun taka við Samfylkingunni í haust. Langlíklegast er að sá verði Kristrún Frostadóttir, ákveði hún að bjóða sig fram. Dagur B. Eggertsson virðist ekki sýna formennskunni neinn áhuga og aðrir frambjóðendur eru ekki á fleti.
8. júlí 2022
Vill að dýravelferðarfulltrúi verði í áhöfn hvalskipa sem taki veiðar upp á myndband
Matvælaráðuneytið hefur lagt til breytingu á reglugerð um hvalveiðar sem fela í sér að skipstjórum hvalveiðiskipa verði gert að tilnefna dýravelferðarfulltrúa sem beri ábyrgð á því að rétt verði staðið að velferð hvaða við veiðar.
7. júlí 2022
Sundrungin í Festi sem leiddi til þess að kosið verður um hvort félagið eigi að heita Sundrung
Á þessu ári hefur Festi þurft að biðjast afsökunar á að hafa ofrukkað viðskiptavini og samþykkja að endurgreiða þeim. Stjórnarformaður félagsins þurfti að segja af sér vegna ásakana um alvarleg kynferðisbrot í heitum potti.
7. júlí 2022
Virði íslenskra hlutabréfa hefur lækkað umtalsvert það sem af er ári. Það bítur lífeyrissjóði landsins, sem eiga um helming þeirra beint eða óbeint, fast.
Eignir íslensku lífeyrissjóðanna skruppu saman um 141 milljarð á einum mánuði
Á meðan að kórónuveirufaraldurinn tröllreið heiminum jukust eignir íslenskra lífeyrissjóða um 36 prósent. Virði þeirra náði hámarki um síðustu áramót. Síðan þá hafa þær lækkað um tæp fimm prósent, eða 326 milljarða króna.
7. júlí 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Sigurður Ingi lætur fyrrverandi ráðherra endurskoða beinan húsnæðisstuðning ríkissjóðs
Innviðaráðherra hefur skipað tvo starfshópa, annan til að endurskoða þann húsnæðisstuðning sem ríkissjóður veitir og sem lendir nú að uppistöðu hjá efri tekjuhópum. Hinn á að endurskoða húsaleigulög til að bæta húsnæðisöryggi leigjenda.
6. júlí 2022
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Skipar starfshóp sem á að binda í lög að ástandsskýrslur fylgi söluyfirlitum íbúða
Menningar- og viðskiptaráðherra ætlar að skipa starfshóp sem á að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Hann á að hafa hliðsjón af þingsályktunartillögu sem stjórnarandstöðuflokkar lögðu fram á síðasta kjörtímabili, og var samþykkt þvert á flokka.
6. júlí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður fjármálastöðugleikanefndar.
Vísir að eignabólu á íbúðamarkaði – „Varasöm“ ásókn í verðtryggð lán
Þrátt fyrir að verðbólgan, sem er nú 8,8 prósent, leggist ofan á höfuðstól verðtryggðra lána þá hefur ásókn í þau stóraukist. Fjármálastöðugleikanefnd hefur áhyggjur af þessu og telur þróunina varasama. Líkur á leiðréttingu á íbúðamarkaði hafa aukist.
4. júlí 2022
Björgólfur Jóhannsson.
Kjálkanes á eigið fé upp á 25,5 milljarða króna og borgaði tvo milljarða króna í arð
Næst stærsti eigandi Síldarvinnslunnar seldi bréf í henni fyrir 17 milljarða króna í fyrra. Félagið skuldar nánast ekkert og á eigið fé upp á 25,5 milljarða króna. Eigendur þess eru tíu einstaklingar.
4. júlí 2022
Rekstrartap útgáfufélags Morgunblaðsins 113 milljónir og skuldir við prentsmiðju jukust
Útgáfufélag Morgunblaðsins tók vaxtalaus lán hjá ríkissjóði og fékk rekstrarstyrk á sama stað í fyrra. Hlutafé var aukið um 100 milljónir en tap var áfram af undirliggjandi rekstri. Því tapi var snúið í hagnað með hlutdeild í afkomu prentsmiðju.
4. júlí 2022
Ríkisstjórn Íslands.
Laun ráðherra hafa hækkað um næstum eina milljón á mánuði frá því fyrir sex árum
Laun þingmanna hafa hækkað um næstum 90 prósent frá fyrri hluta árs 2016. Laun ráðherra hafa hækkað um 340 þúsund krónum meira en laun þingmanna. Hækkanirnar eru í engu samræmi við almenna launaþróun.
4. júlí 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
2. júlí 2022
Það gefur vel í aðra hönd að vera ráðherra í ríkisstjórn Íslands.
Mánaðarlaun þingmanna og ráðherra hækkuðu um tugi þúsunda í dag
Forsætisráðherra fær nú 110 þúsund krónum meira í laun en hún fékk í síðasta mánuði, eða alls tæplega 2,5 milljónir króna á mánuði. Þingfarakaupið er komið í 1.346 þúsund á mánuði.
1. júlí 2022
Á meðal þeirra sem fengu ofgreidd laun eru ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.
Ráðherrar, þingmenn og forsetinn á meðal þeirra sem fengu 105 milljónir í ofgreidd laun
Þjóðkjörnir fulltrúar og ýmsir háttsettir embættismenn sem færðir voru undan Kjararáði fyrir nokkrum árum hafa fengið meira borgað úr ríkissjóði en þeir áttu að fá. Um er að ræða hóp sem er með miklu hærri laun en meðal Íslendingurinn.
1. júlí 2022
Í Reykjavík eru félagslegar íbúðir 5,3 prósent allra íbúða – Í Garðabæ eru þær 0,7 prósent
Áfram sem áður er Reykjavíkurborg, og skattgreiðendur sem í henni búa, í sérflokki þegar kemur að því að bjóða upp á félagslegt húsnæði. Þrjár af hverjum fjórum slíkum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu eru þar á meðan að eitt prósent þeirra er í Garðabæ.
1. júlí 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
30. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
28. júní 2022