Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
19. ágúst 2022
Drífa Snædal, fyrrverandi forseti ASÍ.
Tæpur helmingur treystir Drífu best til að leiða ASÍ – Sagði af sér fyrir níu dögum
Á meðal þeirra sem stóðu að könnun á því hverjum almenningur treystir best til að leiða ASÍ er fyrrverandi mótframbjóðandi Sólveigar Önnu Jónsdóttur um formennsku í Eflingu. Rúmur fimmtungur vill sjá Ragnar Þór Ingólfsson sem forseta.
19. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
18. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
17. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
16. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að sama skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
15. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
13. ágúst 2022
Flest þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu mánuði eru í ferðaþjónustu.
Færri atvinnulausir en fleiri fastir í langtímaatvinnuleysi
Í febrúar 2020, þegar atvinnulífið var enn að glíma við afleiðingar af gjaldþroti WOW air og loðnubrest, voru 21 prósent allra atvinnulausra flokkaðir langtímaatvinnulausir. Nú er það hlutfall 38 prósent.
13. ágúst 2022
Eggert Þór Kristófersson.
Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi
Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.
13. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
12. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
10. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
9. ágúst 2022