Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
27. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
26. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
24. júní 2022
Ekki á hreinu hvernig setning um fjármagn til rannsóknar á Samherja rataði inn í tilkynningu ríkisstjórnar
Dómsmálaráðuneytið segist standa við að sakamál hafi ekki lotið pólitískum afskiptum þrátt fyrir að ríkisstjórn Íslands hafi gefið út tilkynningu um sértæka fjármögnun rannsóknar á Samherjamálinu í nóvember 2019.
23. júní 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
„Lífskjör fólks á Íslandi ráðast nú mjög á stöðu þess á fasteignamarkaði“
Seðlabankastjóri segir að bankinn sé að koma í veg fyrir fasteignabólu með stýrivaxtahækkunum sínum, en fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur samt hækkað um 24 prósent á einu ári. Eftirspurn eftir vinnuafli hefur ekki verið meira frá 2007.
22. júní 2022
Gríðarlegur uppgangur er í byggingariðnaði um þessar mundir. Hann endurspeglast í stórauknum útlánum til geirans.
Bankarnir hafa ekki lánað meira í einum mánuði frá því fyrir hrun
Byggingageirinn á Íslandi hefur ekki fengið meira lánað frá bönkum innan mánaðar en í maí síðastliðnum, samkvæmt hagtölum Seðlabankans. Útlán til fyrirtækja hafa aldrei verið meiri þrátt fyrir að lánsfé sé sífellt að verða dýrara.
22. júní 2022
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eitt prósentustig – Hafa ekki verið hærri í fimm ár
Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um fjögur prósentustig frá því í maí í fyrra. Hækkunin í dag mun auka greiðslubyrði þeirra sem eru með óverðtryggð húsnæðislán umtalsvert.
22. júní 2022
Framkvæmdarstjóri hjá Eimskip með stöðu sakbornings á Íslandi og húsleit í Danmörku
Eimskip sendi tvær tilkynningar til Kauphallar í gær. Aðra vegna húsleitar samkeppnisyfirvalda í Danmörku, hina vegna sakamálarannsóknar héraðssaksóknara hérlendis.
21. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Skýrslan er gerð að hans beiðni.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um bankasöluna frestast – Ætla að reyna að klára fyrir lok júlí
Þegar Ríkisendurskoðun tók að sér að gera stjórnsýsluúttekt á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir rúmum tveimur mánuðum ætlaði hún að skila skýrslu í júní. Nú er stefnt að því að skila henni fyrir verslunarmannahelgi.
21. júní 2022
Logi Einarsson.
Logi hættir sem formaður Samfylkingar í haust
Það verða formannsskipti hjá Samfylkingunni á landsfundi í október. Sitjandi formaður segist sannfærður um að aðrir geti gert betur en hann í að afla flokknum meira fylgi.
18. júní 2022
Eggert Þór Kristófersson hættir sem forstjóri Festi hf. í sumar.
Forstjórinn sem var rekinn og stjórnin sem sendi ranga tilkynningu til Kauphallar um það
Eggert Þór Kristófersson var rekinn sem forstjóri Festi í byrjun mánaðar. Stór hluti hluthafa er verulega óánægður með þá ákvörðun og tilkynningu sem send var til Kauphallar vegna hennar. Afdrifaríkur hluthafafundur gæti verið framundan í félaginu.
11. júní 2022
Meta að ekkert hafi farið úrskeiðis við mælingar á loðnu þrátt fyrir að kvótinn hafi ekki allur veiðst
Hafrannsóknarstofnun mælti með að risakvóta af loðnu yrði úthlutað í fyrrahaust. Ráðgjöfin var síðar lækkuð en samt tókst ekki að veiða nema 76 prósent. Virði skráðra útgerða hækkaði gríðarlega í aðdraganda þess að tilkynnt var um ráðgjöfina.
9. júní 2022
Þórður Snær Júlíusson
Dagur ógnar
8. júní 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Sáttarhönd þriggja stjórnarandstöðuflokka í útlendingamálinu felur í sér miklar breytingar
Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins hafa lagt fram sex ítarlegar breytingartillögur á útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar í því skyni að liðka fyrir samningum um þinglok. Píratar vildu ekki vera með vegna þess að þeir vilja ekki semja um málið.
7. júní 2022
Dagur verður borgarstjóri í Reykjavík í 18 mánuði í viðbót en Einar tekur svo við
Dagur B. Eggertsson, sem setið hefur í borgarstjórn Reykjavíkur í 20 ár og verið borgarstjóri síðustu átta ár mun sitja áfram í borgarstjórastólnum út næsta ár. Þá tekur Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, við.
6. júní 2022
Sver af sér pólitísk afskipti af sakamálum þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi haft pólitísk afskipti af sakamáli
Jón Gunnarsson segist standa við fullyrðingu sína um að meðferð tiltekinna sakamála lúti ekki pólitískum afskiptum þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi heitið sérstakri fjármögnun fyrir tveimur og hálfu ári vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
6. júní 2022
Gengi ríkisstjórnarflokkanna hefur verið æði misjafnt það sem af er kjörtímabili. Framsókn mælist í kjörfylgi á meðan að hinir tveir flokkarnir mælast nálægt því lægsta fylgi sem þeir hafa nokkru sinni mælst með.
Fylgi Vinstri grænna ekki mælst minna síðan skömmu eftir formannsskipti 2013
Fylgi Pírata og Samfylkingar hefur ekki mælst hærra á þessu kjörtímabili en það gerist nú. Sjálfstæðisflokkurinn mælist annan mánuðinn í röð með um 20 prósent fylgi og Vinstri græn mælast verr en þau hafa gert í níu ár.
3. júní 2022
Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks endurnýjaði hjúskaparheitin eftir síðustu kosningar.
Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur aldrei mælst minni
Þegar ríkisstjórnin settist að völdum 2017 naut hún mikils stuðnings. Hann dalaði þó hratt en reis aftur þegar kórónuveirufaraldurinn skall á og hélst umtalsverður fram yfir kosningar og inn á árið í ár. Á síðustu mánuðum hefur hann hrunið.
3. júní 2022