Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa lækkaði um 86 milljarða á hálfu ári
Virði þeirra hlutabréfa sem veðsett eru fyrir lánum hefur lækkað um 29,4 prósent síðan í lok mars. Um er að ræða langskörpustu lækkun á sex mánaða tímabili frá því að hlutabréfamarkaðurinn var endurreistur eftir hrun.
10. október 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Segja niðurskurð á framlögum færa fagsjóði listgreina á sama stað og þeir voru 2014
Bandalag íslenskra listamanna vill að starfslaun listamanna verði hækkuð, að niðurskurður í framlögum til Kvikmyndasjóðs verði dreginn til baka, að „andlitslaust“ skúffufé ráðuneytis verði útskýrt og að fé verði eyrnarmerkt Þjóðaróperu.
9. október 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan þáði hádegis- og kvöldverði, vínflöskur, konfekt, kokteilasett og einn flugeld
Minnisblaði um þær gjafir sem forstjóri og starfsmenn Bankasýslu ríkisins hafa þegið af fjármálafyrirtækjum hefur verið skilað til nefndar Alþingis, næstum sex mánuðum eftir að það var boðað.
9. október 2022
Kunnugleg staða í íslenskum stjórnmálum einu ári eftir þingkosningar
Margt er sameiginlegt með þeirri þróun sem varð á fyrsta ári ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur eftir kosningarnar 2017 og þess sem hefur gerst á því ári sem liðið er frá síðustu kosningum.
8. október 2022
Þórður Snær Júlíusson
Fólkið sem er að bjarga okkur
8. október 2022
Ólöf Helga Adolfsdóttir
Ólöf Helga býður sig fram til forseta ASÍ gegn Ragnari Þór
Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta Alþýðusambands Íslands. Hún vill leggja sitt að mörkum til að hreyfingin þjóni öllu félagsfólki, óháð pólitískum skoðunum þess.
7. október 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og skrifar undir athugasemd samtakanna sem send hefur verið til nefndar Alþingis.
SFS leggst gegn hækkunum á fiskeldisgjaldi og eru ósátt með að hafa ekki verið spurð um álit
Hagsmunasamtök sjávarútvegs eru ósátt með að matvælaráðherra hafi ekki haft samráð við sig áður en hún kynnti hækkun gjalda á sjókvíaeldi. Búist er við því að hækkunin skili um 800 milljónum meira á ári í ríkissjóð þegar aðlögun að gjaldtökunni er lokið.
7. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
6. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
4. október 2022
Sjálfstæðismenn geta verið ánægðir með upptaktinn í fylgi flokksins en Vinstri græn hafa tapað flokka mest það sem af er kjörtímabili. Framsókn hefur ekki yfir miklu að brosa enda hefur fylgi flokksins fallið skarpt.
Sjálfstæðisflokkur mælist nánast í kjörfylgi og Samfylkingin mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst stærri á þessu kjörtímabili en Framsókn ekki mælst minni. Samfylkingin mælist nú næst stærsti flokkurinn og er sá flokkur sem hefur bætt mestu við sig. Píratar eru einnig með mun meira fylgi en fyrir ári.
3. október 2022
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði á milli mánaða en ársverðbólga dregst saman annan mánuðinn í röð. Miklar lækkanir á flugfargjöldum til útlanda skiptu miklu.
28. september 2022
Björn Leví Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Píratar vilja að Menntasjóður fái heimild til að fella niður námslánaskuldir
Menntasjóður námsmanna færði sex milljarða króna á afskriftarreikning í fyrra eftir lagabreytingu, en var undir milljarði króna árið áður. Meðalupphæð afborgana hækkaði um 46 þúsund krónur árið 2021 og var 266 þúsund krónur.
28. september 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir skipaði Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar 25. ágúst.
Félag fornleifafræðinga vill að Lilja færi þjóðminjavörð aftur í fyrra starf
Því var haldið fram á forsíðu Fréttablaðsins í morgun að Lilja D. Alfreðsdóttir harmaði skipan nýs þjóðminjavarðar í síðasta mánuði. Ráðherrann hefur nú hafnað því að harma skipanina og segir að það standi ekki til að draga hana til baka.
27. september 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Sveitarfélög með undir eitt þúsund íbúa þurfi að skoða það alvarlega að sameinast öðrum
Verkefnastjórn um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum segir að bæta þurfi vinnuaðstæður, stuðla að markvissari viðbrögðum, tryggja réttindi og sanngjarnari kjör ásamt því að sameina þurfi minni sveitarfélög öðrum.
27. september 2022
Tíu hlutir sem Íslandsbanki hefur spáð að gerist í íslenska hagkerfinu
Í gærmorgun var ný þjóðhagsspá Íslandsbanka birt. Frá því að spá bankans kom út í upphafi árs hefur öllum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldurs verið aflétt og stríð skollið á í Úkraínu.
27. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
26. september 2022
Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Vilja byrja á Sundabraut á næsta ári og klára hana fyrir árslok 2027
Þegar innviðaráðherra og borgarstjóri undirrituðu yfirlýsingu um að stefna að lagningu Sundabrautar var markmiðið að hefja framkvæmdir 2026 og ljúka þeim 2031. Þingflokkur Flokks fólksins vill flýta þessu ferli umtalsvert.
24. september 2022
Þeir fjármunir sem Íslendingar hafa flutt erlendis drógust saman á síðasta ári.
Innlendir aðilar áttu 676 milljarða í útlöndum um síðustu áramót
Alls er 56 prósent af fjármunaeign innlendra aðila erlendis í Hollandi, og megnið af þeim eignum er í eignarhaldsfélögum. Eigið fé Íslendinga erlendis jókst um 37,5 milljarða króna á árinu 2021.
24. september 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Mál Sigurðar Inga vegna rasískra ummæla fellt niður fimm mánuðum eftir að það barst
Hluti forsætisnefndar, þar á meðal einn stjórnarþingmaður, gagnrýnir harðlega afgreiðslu nefndarinnar á erindi sem henni barst vegna rasískra ummæla innviðaráðherra. Málsmeðferðin fari gegn tilgangi og markmiðum siðareglna þingmanna.
23. september 2022