Auglýsing

Það hefur verið mark­mið Bjarna Bene­dikts­sonar og Sjálf­stæð­is­flokks­ins frá því að hann sett­ist aftur í rík­is­stjórn fyrir níu og hálfu ári að selja þá banka sem ríkið á. Í raun er ekk­ert óeðli­legt við það, enda póli­tískt hug­mynda­fræði flokks­ins að ríkið eigi ekki að eiga fyr­ir­tæki í sam­keppn­is­rekstri. Flokk­ur­inn vill líka selja RÚV, Isa­via, Íslands­póst, flug­velli og ÁTVR.

Til að und­ir­byggja sölu­ferli þurfti þó að takast á við veru­leik­ann. Síð­asta einka­væð­ing­ar­ferli, þegar menn með litla eða enga banka­reynslu en miklar póli­tískar teng­ingar fengu að kaupa ráð­andi hlut í Lands­banka Íslands og Bún­að­ar­bank­anum og breyttu þeim í fjár­mála­legar vít­is­vélar á örfáum árum með gríð­ar­legum sam­fé­lags­legum afleið­ing­um, hafði ein­fald­lega þurrkað út alla til­trú á stjórn­mála­mönnum til að selja banka. 

Þegar núver­andi rík­is­stjórn var mynduð 2017 var því ákveðið að ráð­ast í traustæf­ingu, til að plástra svöðusár­ið. Mið­punktur hennar var að skipa starfs­hóp til að vinna hvít­bók um fjár­mála­kerf­ið, sem átti að móta for­sendur og mark­mið varð­andi upp­bygg­ingu heil­brigðs fjár­mála­kerfis og vera leið­andi við næstu skref í sölu á hlutum í rík­is­bönk­um. 

Bjarni skip­aði starfs­hóp­inn og gerði Lárus Blön­dal, stjórn­ar­for­mann Banka­sýslu rík­is­ins, að for­manni hans. Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hafði áður skipað Lárus í þann stjórn­ar­for­manns­stól árið 2015 eftir að frum­varp hans um að leggja niður Banka­sýsl­una og færa öll völd yfir sölu á rík­is­bönkum til síns sjálfs strand­aði í þing­in­u. 

Lárus er trún­að­ar­maður Bjarna og ein­arður stuðn­ings­maður hans í gegnum árin. Árið 2013, í aðdrag­anda lands­fundar Sjálf­stæð­is­flokks­ins þar sem staða Bjarna þótti tæp, skrif­aði Lárus til að mynda grein í Morg­un­blaðið sem bar tit­ill­inn „For­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins“. Þar varði hann þátt­töku Bjarna í við­skipta­líf­inu fyrir hrun, ákvörðun hans um að styðja síð­ustu Ices­a­ve-­samn­ing­ana, réðst að gagn­rýnendum Bjarna fyrir að breiða út gróu­sögur um hann og sagð­ist ekki í nokkrum vafa um að þegar þjóðin feli Bjarna hlut­verk þá þjóni hann hags­munum hennar af heið­ar­leika og trú­mennsku. „Nú ríður á að sjálf­stæð­is­menn sýni sam­stöðu og fylki sér að baki Bjarna og for­ystu flokks­ins. Þjóðin þarf á því að halda að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæti sterkur til leiks í kosn­ing­unum í vor,“ skrif­aði Lár­us.

Það sem átti að gera

Starfs­hóp­ur­inn skil­aði Hvít­bók sinni í des­em­ber 2018. Fram kom í henni að langt væri í það að almenn­ingur hefði traust á fjár­­­mála­­kerf­inu, miðað við kann­anir sem gerðar voru fyrir starfs­hóp­inn. Hrun fjár­­­mála­­kerf­is­ins var enn ofar­­lega í huga fólks.

Auglýsing
Mikil áhersla var lögð á það í Hvít­­bók­inni að vandað yrði til verka við sölu á eign­­ar­hlutum í bönk­­un­um, og áhersla lögð á heið­­ar­­lega við­­skipta­hætti og gagn­­sæi. Mikið væri til að mynda unnið með því að fá nor­rænan banka til að kaupa Íslands­­­banka.

Í þeim kafla sagði: „Heil­brigt eign­­ar­hald er mik­il­væg for­­senda þess að banka­­kerfi hald­ist traust um langa fram­­tíð. Í því felst að eig­endur banka séu traust­ir, hafi umfangs­­mikla reynslu og þekk­ingu á starf­­semi banka og fjár­­hags­­lega burði til að standa á bak við bank­ann þegar á móti blæs. Mik­il­vægt er að eig­endur hafi lang­­tíma­­sjón­­ar­mið að leið­­ar­­ljósi.“

Það sem liggur fyrir

Þann 21. des­em­ber 2020 sendi Bjarni bréf til Banka­­sýsl­u rík­is­ins þar sem tilllaga hennar um að hefja sölu­­með­­­ferð á Íslands­­­banka var sam­­þykkt. Vitað er að mik­ill þrýst­ingur var frá fjár­mála­geir­anum að fá þessa eign á mark­að, og mikið skálað í jóla­boðum hans þessi jól þrátt fyrir sam­komu­tak­mark­anir vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs, vegna ákvörð­unar Bjarna. Það var enda eftir miklum þókn­ana­tekjum að slæð­ast þegar kæmi að sölu og skrán­ingu á jafn stórri og mik­il­vægri eign. 

Alls 35 pró­sent hlutur í Íslands­banka var svo seldur í fyrra­sumar í almennu útboði á verði sem margir töldu blasa við að væri langt undir mark­aðsvirði, enda kom í ljós að virði hans rauk upp í kjöl­far skrán­ingar á mark­að. Hægt var að leysa út allt að 60 pró­sent skyndi­hagnað á nokkrum mán­uð­um. Því mark­miði var þó náð að koma hlutnum í dreifða eign­ar­að­ild, enda þátt­taka almenn­ings í útboð­inu mik­il. Alls voru hlut­hafar Íslands­banka 24 þús­und þegar bréf í bank­anum voru tekin til við­skipta. Þeim hefur reyndar síðan fækkað um meira en tíu þús­und á rúmu ári.

Svartur blettur á ferl­inu var aðkoma erlendra fjár­fest­ing­ar­sjóða, sem seldu sig hratt niður eftir að hafa fengið að kaupa á hinu lága útboðs­gengi. Almennt er talað um að þeir hafi „tekið snún­ing“ í sam­vinnu við inn­lenda sam­starfs­að­ila í fjár­mála­geir­anum og grætt mikið á skömmum tíma. Þar var því ekki um eft­ir­sókn­ar­verðu erlendu lang­tíma­fjár­fest­anna að ræða sem stefnt hafði verið á að fá í eig­enda­hóp­inn.

Það sem gerð­ist síðan

Næsta skref var tekið í mars 2022. Og nú voru menn bratt­ir. Banka­sýslan, þriggja manna stofnun með þriggja manna stjórn, hafði ákveðið að besta leiðin væri að not­ast við þekkta alþjóð­lega leið, svo­kall­aða til­boðs­leið, til að losa um stóran hlut í Íslands­banka. Litlir menn í allt of stórum fötum vildu leika eins og stóru strák­arnir í útlönd­um. 

Úr varð að 207 fjár­festar fengu að kaupa 22,5 pró­sent hlut á verði sem var 2,25 millj­örðum krónum undir dagsloka­gengi bank­ans á sölu­degi. Upp­haf­lega átti ekki að greina frá hverjir kaup­end­urnir voru eða með gagn­sæjum hætti hvernig þeir voru vald­ir. Fljót­lega fór að bera á harðri gagn­rýni á ferlið þegar spurð­ist út að ráð­gjafar áttu að fá 700 millj­ónir króna fyrir aðkomu sína að söl­unni, að 85 pró­sent af hópnum sem keypti hafi verið inn­lendir fjár­festar af öllum stærðum og gerðum og að sumum erlendu aðil­unum sem „tóku snún­ing“ tæpu ári áður hafi verið boðið upp í dans á nýjan leik.  Kjarn­inn ræddi við fjár­­­festa sem voru til­­­búnir að greiða að minnsta kosti mark­aðs­verð fyrir hluti í bank­­anum í útboð­inu en fengu ekki það sem þeir sótt­­ust eftir heldur voru látnir sæta skerð­ingum eins og aðrir til­­­boðs­gjaf­­ar. Þá var líka rætt við fag­fjár­festa, inn­lenda sem erlenda, sem fengu ekki að bjóða þrátt fyrir að leita eftir því.

Bjarni sagði á þessum tíma að meg­in­til­­gang­­ur­inn hafi ekki verið að fá hæsta verðið heldur að tryggja dreifða eign­­ar­að­ild. 

Það sem var fyr­ir­sjá­an­legt

Í byrjun apríl var kom­inn gríð­ar­legur þrýst­ingur á að kaup­enda­list­inn yrði birt­ur. Banka­sýslan taldi það ekki lög­legt en Bjarni lét und­an, meðal ann­ars eftir þrýst­ing frá sam­starfs­flokkum Sjálf­stæð­is­flokks­ins í rík­is­stjórn, og birti hann 6. apr­íl. Allt varð vit­laust. 

Þar kom í ljós að á meðal kaup­enda voru starfs­­­­­­menn og eig­endur sölu­ráð­gjafa, litlir fjár­­­­­­­­­­­festar sem rök­studdur grunur var um að upp­­­­­­­­­­­fylltu ekki skil­yrði þess að telj­­­­­­ast fag­fjár­­­­­­­­­­­fest­­­­­­ar, erlendir skamm­­­­­­tíma­­­­­­sjóðir sem höfðu sýnt það áður í verki að þeir höfðu engan áhuga á að vera lang­­­­­­tíma­fjár­­­­­­­­­­­festar í Íslands­­­­­­­­­­­banka, fólk í virkri lög­­­­­­­­­­­reglu­rann­­­­­­sókn, umdeildir útgerð­­ar­­menn, aðilar sem áttu stóra hluti í bönkum fyrir hrun og faðir fjár­­­­­­­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra. 

Dag­inn eft­ir, 7. apr­íl, fól Bjarni Rík­is­end­ur­skoðun að gera stjórn­sýslu­út­tekt á sölu­ferl­inu í kjöl­far þess að háværar kröfur voru uppi um að skipa þyrfti rann­sókn­ar­nefnd Alþingis til að fara í saumanna á því. 

Auglýsing
Bjarni Bene­dikts­son er eng­inn vit­leys­ing­ur, er læs á póli­tískar aðstæður og veit alveg hvað hann er að gera. Hann vissi að póli­tísk staða hans á þessum tíma var alvar­leg og límið í rík­is­stjórn­inni, Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra, var að ganga veru­lega á þegar laskaða póli­tíska inn­eign sína vegna sölu­fer­ils sem var á ábyrgð Bjarna. Skipun rann­sókn­ar­nefndar hefði getað riðið rík­is­stjórn­inni að fullu vegna þess að hún hefur afar víð­tækar heim­ildir til að ná því lög­bundna meg­in­mark­miði sínu að afla upp­lýs­inga og gera grein fyrir máls­at­vikum í máli og kom­ast að því hvað ábyrgð liggi. Meðal þess sem rann­sókn­ar­nefnd getur gert er að gefa álit sitt á stjórn­sýslu ráð­herra án þess að meta ábyrgð hans á grund­velli laga um ráð­herra­á­byrgð.

Sá mis­skiln­ingur er fyrir hendi sam­kvæmt orð­ræðu sumra að slík nefnd þurfi að hafa grun um lög­brot til að vera sett sam­an. Það er ein­fald­lega ekki rétt. Hægt er að skipa rann­sókn­ar­nefnd til að varpa ljósi á sam­fé­lags­lega mik­il­væga atburði án slíkra kvaða.

Sama verður ekki sagt um Rík­is­end­ur­skoð­un. Það fellur til að mynda utan hlut­verks hennar að taka afstöðu til ágrein­ings­efna um laga­túlkun og emb­ætt­inu ber raunar að gæta var­úðar að álykta almennt um túlkun og skýr­ingu laga, enda er öðrum aðilum falið það hlut­verk að lög­um. Stjórn­sýslu­út­tekt felur ekki annað í sér en mat á frammi­stöðu þeirra aðila sem rík­is­end­ur­skoð­andi hefur eft­ir­lit með. Mark­mið hennar er ekki annað en er stuðla að úrbót­um. Þetta er ein­fald­lega til­greint í lögum um starf­semi stofn­un­ar­inn­ar. Þetta vissi Bjarni Bene­dikts­son 7. apríl 2022 þegar hann fól Rík­is­end­ur­skoðun að fara yfir sölu­ferlið á Íslands­banka. 

Það sem fólst í afvega­leið­ingu og kaupum á tíma

Flestum sem fylgst hafa með störfum Rík­is­end­ur­skoð­unar átti líka að vera ljóst að hún myndi ekki skila skýrslu um nið­ur­stöður sínar fyrir lok júní, líkt og til­kynnt var um. Umfangið var ein­fald­lega þess eðlis og fyrri úttektir stofn­un­ar­innar gáfu skýrt til kynna að slíkur tímara­mmi var í engu sam­ræmi við vinnu­lag henn­ar. 

Það var því póli­tískt klókt hjá rík­is­stjórn­ar­flokk­unum að setja málið í þennan far­veg. Kann­anir sýndu að níu af hverjum tíu lands­mönnum töldu að illa hefði verið staðið að söl­unni og jafn hátt hlut­fall taldi að óeðli­legir við­skipta­hættir hefðu verið við­hafðir við söl­una. Lang­flestir lands­menn, að kjós­endum Sjálf­stæð­is­flokks­ins und­an­skild­um, vildu enda miklu frekar að rann­sókn­ar­nefnd yrði skip­uð. Könnun sem gerð var í apríl síð­ast­liðnum sýndi líka að 71 pró­sent lands­manna van­treystu Bjarna og for­sæt­is­ráð­herr­ann hafði tapað fjórð­ungi þess trausts sem hún naut í des­em­ber 2021. 

Til að pakka þessu inn í trú­verð­ugt ferli stigu þing­flokks­for­menn allra stjórn­ar­flokk­anna í pontu á þingi og sögðu að ef ein­hverjum spurn­ingum um söl­una á Íslands­banka yrðu ósvarað þegar Rík­is­end­ur­skoðun lyki sér af myndu þeir styðja skipun rann­sókn­ar­nefnd­ar. 

Með þessum póli­tísku klókindum keypti rík­is­stjórn­in, og sér­stak­lega Bjarni Bene­dikts­son, sér umtals­verðan tíma til að láta fenna yfir mestu óánægj­una.

Það sem Rík­is­end­ur­skoðun gerði

Skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar frestað­ist og frestað­ist og frestað­ist. Nið­ur­staða hennar kom loks fyrir sjónir almenn­ings á sunnu­dag þegar nokkrir fjöl­miðl­ar, þar á meðal Kjarn­inn, greindu frá inni­haldi henn­ar. Þá voru liðnir sjö mán­uðir frá því að Rík­is­end­ur­skoðun var falið verk­ið. 

Skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar er prýði­lega unnið verk. Frétt Vísis frá því í morgun bendir til að stofn­unin hafi í drögum að henni viljað notað miklu harð­ara orða­lag en varð raunin eftir umsagnir þeirra sem verið var að rann­saka. Og það þarf ein­beita póli­tíska rör­sýni til að kom­ast að annarri nið­ur­stöðu en að skýrslan sé áfelli yfir sölu­ferl­inu.

Hún bendir á fjöl­marga ann­marka á sölu­ferl­inu og sýnir svart á hvítu fram á að starfs­menn og stjórn Banka­sýslu rík­is­ins voru full­kom­lega van­hæf til að takast á við það verk­efni sem ráð­ist var í í mars. Rík­­is­end­­ur­­skoðun telur að fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neytið og stofn­unin hefðu þurft að und­ir­­búa betur skipu­lagða upp­­lýs­inga­­gjöf til þing­­nefnda og almenn­ings frá því að til­­laga Banka­­sýsl­unnar um sölu­­með­­­ferð­ina var lögð fyrir ráð­herra. „Skipu­lögð upp­­lýs­inga­­gjöf var sér­­stak­­lega nauð­­syn­­leg í ljósi þess að til­­­boðs­­fyr­ir­komu­lagi hafði aldrei áður verið beitt sem sölu­að­­ferð á eign­­ar­hlut rík­­is­ins í fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki. Fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyti mátti vera ljóst að hjá Banka­­sýslu rík­­is­ins störf­uðu ein­ungis þrír starfs­­menn með enga reynslu af sölu rík­­is­­eigna með til­­­boðs­­fyr­ir­komu­lagi og tak­­markað svig­­rúm til almennrar upp­­lýs­inga­gjaf­­ar.“

Auglýsing
Heilt yfir hefði verið hægt að standa mun betur að fram­kvæmd og und­ir­bún­ingi söl­unnar og hægt hefði verið að fá hærra verð fyrir hlut­inn en það sem fékkst á end­an­um. Ákveðið var að selja á und­ir­verði til að ná fram öðrum mark­miðum en lög­bundnum og yfir­lýst­um, en það virð­ist hafa verið gert til að halda erlendum skamm­tíma­fjár­festum góð­um. Hug­lægt mat réð því hvernig fjár­festar voru flokk­aðir og orð­spors­á­hætta við söl­una var van­met­in. 

Fjöl­mörg dæmi um fúsk eru til­tekin í skýrsl­unni. Til­­­boð­um í hluti rík­­is­ins í Ís­lands­­banka var til dæmis safn­að sam­an í Excel-skjöl­um sem síð­­an voru sam­ein­uð í eitt stórt skjal hjá Ís­lands­­banka. Rík­­is­end­­ur­­skoð­un upp­­­götv­­aði að sum­­ar töl­ur í skjal­inu hafi ver­ið rangt skrif­að­ar svo þær reikn­uð­ust ekki með þeg­ar unn­ið var með skjal­ið á sölu­degi. Rík­is­end­ur­skoðun segir það ljóst að Banka­sýslan hafi ekki haft réttar upp­lýs­ingar um eft­ir­spurn þegar ákvörðun um verð og umfang var tek­in. 

Þegar Banka­­sýslan sendi til­­lögu á fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra klukkan 21:40 að kvöldi sölu­dags, ein­ungis tíu mín­útum eftir að söl­unni lauk, kom fram að á bil­inu 150 til 200 fjár­­­festar hefðu skráð sig fyrir meira en 100 millj­­örðum króna. „Í ljósi þess að tekið var við til­­­boðum til klukkan 21:30 bjó stjórn Banka­­sýsl­unnar ekki yfir end­an­­legum upp­­lýs­ingum um eft­ir­­spurn fjár­­­festa þegar hún sam­­þykkti umrætt orða­lag. Heild­­ar­eft­ir­­spurn fjár­­­festa miðað við gengið 117 kr. á hlut var í reynd 148,4 ma. kr. við lok sölu­­ferl­is­ins.“ 

Það er því nið­­ur­­staða Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar að „upp­­lýs­ingar til ráð­herra í rök­studda mat­inu voru óná­­kvæmar bæði hvað varðar fjölda þeirra fjár­­­festa sem skráðu sig fyrir hlutum og heild­­ar­fjár­­hæð til­­­boða. Ákvörðun ráð­herra byggði því á óná­­kvæmum upp­­lýs­ing­­um.“

Þetta er gríð­ar­lega alvar­leg athuga­semd sem á að hafa mikla eft­ir­mála. 

Það sem Fjár­mála­eft­ir­litið er að gera

Í skýrsl­unni er einnig varpað ljósi á ýmis atriði sem eru undir í rann­sókn Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands á sölu­ferl­inu. Þar er sann­ar­lega verið að rann­saka brot á lögum eða reglum og nið­ur­staða þess mun ekki birt­ast í skýrslu, heldur í mögu­legum sektum eða með því að málum verði jafn­vel vísað til hér­aðs­sak­sókn­ara í ákæru­með­ferð. Rík­is­end­ur­skoðun segir meðal ann­ars að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið og Banka­sýslan hafi ekki upp­lýst nægi­lega vel hvað fólst í settum skil­yrðum um „hæfa fjár­festa“ við söl­una. Afar óvenju­legt sé  að einka­fjár­­­festum sem sam­­þykktir hafa verið sem fag­fjár­­­festar sé boðin þátt­­taka í sölu með til­­­boðs­­fyr­ir­komu­lagi. Upp­lýs­ingar um hvort fjár­festar væru hæfir byggðu í ein­hverjum til­fellum á upp­lýs­ingum frá þeim sjálf­um, en eng­inn mið­lægur gagna­grunnur er til um slíka fjár­festa á Ísland­i. 

Eitt það alvar­leg­asta sem fram kemur í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar eru upp­lýs­ingar um veltu með bréf í Íslands­banka dag­anna 17. til 22. mars. Þar er um að ræða dag­anna tvo áður en Bjarni Bene­dikts­son til­kynnti eftir lokun mark­aða föstu­dag­inn 18. mars að ríkið myndi selja hlut í Íslands­banka næst þegar mark­aðs­að­stæður yrðu hag­stæðar og dag­anna tvo eftir helg­ina, áður en til­kynnt var um að sölu­ferli með til­boðs­fyr­ir­komu­lagi, sem tók nokkra klukku­tíma. væri hafið eftir lokun mark­aða 22. mars. Fyrri tvo dag­anna átti eng­inn að vita að sala á hlutum í Íslands­banka væri yfir­vof­andi. Síð­ari tvo dag­anna áttu bara þeir 26 fjár­festar sem Banka­sýslan hafði veitt inn­herj­a­upp­lýs­ingar um fyr­ir­hug­aða sölu að vita hvað stæði til. Samt var nán­ast engin velta með bréf í Íslands­banka alla fjóra dag­anna, á sama tíma og velta með bréf í Arion banka, sem er að svip­aðri stærð og líka skráður á mark­að, var hefð­bund­in. Þetta vekur upp grun­semdir um að upp­lýs­ingar hafi lekið út um það sem stóð til og fjár­festar því haldið að sér höndum fram að útboði. Reyn­ist þetta rétt er um lög­brot að ræða. Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar kemur fram að stofn­unin hafi talið nauð­syn­legt að til­kynna Fjár­mála­eft­ir­lit­inu um þetta á fundi með því í ágúst. Heim­ildir Kjarn­ans herma að þar sé verið að rann­saka þetta hrun í veltu þessa fjóra daga. 

Þær spurn­ingar sem á eftir að svara

Í skýrsl­u Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar kemur fram að stjórn­­­­­sýslu­út­­­­­tektin sem stofn­unin fram­­kvæmdi sé ekki tæm­andi rann­­­sókn á söl­unni á Íslands­­­­­banka. Þar er til að mynda ekki tekin afstaða til þess hvort rétt­­­mætt hafi verið að selja hlut rík­­­is­ins í bank­­­anum á þeim tíma sem það var gert eða til þeirra 207 aðila sem fengu að kaupa. Það heyrir ein­fald­­lega ekki undir Rík­­is­end­­ur­­skoðun að rann­saka slíkt. 

Auglýsing
Þá er ekki tekin afstaða til þess hvort beita hafi átt annarri sölu­að­­­ferð né lagt mat á hvort vinn­u­brögð umsjón­­­ar­að­ila sölu­­­ferl­is­ins, sölu­ráð­gjafa og sölu­að­ila, hafi verið í sam­ræmi við lög og gild­andi regl­­­ur. Þar með talið er hvort söl­unni hafi verið beint að öðrum en hæfum fjár­­­­­fest­­um. Þá leggur Rík­is­end­ur­skoðun ekki mat á ábyrgð ráð­herra á sölu­ferl­inu, enda ekki hlut­verk hennar að gera það. Fyrir utan allt sem Fjár­mála­eft­ir­litið er að skoða, sem mun mögu­lega aldrei koma fyrir augu almenn­ings.

Því liggur fyr­ir, þrátt fyrir prýði­lega vinnu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, að fjöl­mörgum spurn­ingum um söl­una á 22,5 pró­sent hlut í Íslands­banka er ósvar­að. Spurn­ingum sem verður ekki svarað nema að skipuð verði rann­sókn­ar­nefnd Alþingis sem hefur víð­tækar heim­ildir til að leita svara við þeim.

Það sem er skil­greint sem list

Við­brögðin við skýrsl­unni hafa verið eftir bók­inni. Ekk­ert í þeim hefur komið á óvart. Fjöl­miðlar hlið­hollir Sjálf­stæð­is­flokknum hafa ein­blínt á að skýrsl­unni hafi verið lekið og búið til alvar­leikasirkus úr því að almenn­ingur hafi fengið helstu nið­ur­stöður hennar tæpum sól­ar­hring fyrir ætl­aðan birt­ing­ar­tíma. 

Banka­sýslan hefur svarað full­komnu nið­ur­læg­ing­unni sem hún hefur orðið fyrir með hroka og segir skýrsl­una „af­hjúpa tak­mark­aða þekk­ingu á við­fangs­efn­in­u.“ Í úttekt­ar­vinnu Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar kom ítrekað fram af hálfu full­­trúa Banka­­sýsl­unnar og fjár­­­mála­ráð­gjafa stofn­un­­ar­innar að úrvinnsla sölu­­ferlis eftir til­­­boðs­­fyr­ir­komu­lagi væri frekar í ætt við list en vís­indi, milli þess sem stofn­unin sló um sig með frösum eins og „ex post fact­o“. Á end­anum gat for­stjóri hennar ekki annað en falið sig fyrir frétta­mönnum bak­við luktar dyr

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra túlkar nið­ur­stöð­una með sínu nefi, og sér í hag, með því að ein­blína á að ekk­ert hafi komið fram um að hann hafi framið lög­brot, jafn­vel þótt að aldrei hafi staðið til að leita að slíkum eða sér­stakur grunur um þau. Þá klifar hann á að salan hafi verið rík­is­sjóði hag­felld, sem er ekki það sem gagn­rýnt var í sölu­ferl­in­u. 

Þing­flokks­for­menn­irnir sem lof­uðu rann­sókn­ar­nefnd ef tæm­andi svör myndu ekki fást eru horfnir undir stein. For­sæt­is­ráð­herra telur ekki ástæðu til að meta hvort skipa eigi rann­­sókn­­ar­­nefnd Alþingis til að fara yfir sölu­­ferlið fyrr en stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefnd hefur fjallað um skýrsl­una. Aug­ljóst er að þar ræður vilji til að halda sér­kenni­lega sam­an­settu rík­is­stjórn­inni, sem skipt hefur sér niður í tólf áhuga­mála­ráðu­neyti og hagar sér í engu sem fjöl­skipað stjórn­vald, saman fremur en vilji til að upp­lýsa íslenskan almenn­ing að fullu um hvernig eign þeirra var seld. 

Auglýsing
Framsóknarflokkurinn er áfram sem áður stikk­frí og lætur Katrínu Jak­obs­dóttur taka póli­tísku höggin fyrir Bjarna Bene­dikts­son.

Það sem eftir stendur

Eftir stendur þreytt þjóð með stað­fest­ingu á því að salan á hlut í Íslands­banka í mars hafi verið full­komið fúsk og fjöl­margar ósvar­aðar spurn­ingar liggja fyrir um ýmsa þætti henn­ar. Þjóð sem á enn 42,5 pró­sent hlut í bank­anum sem fjár­laga­frum­varpið gerir ráð fyrir að eigi að seljast, að minnsta kosti að hluta, strax á næsta ári af stjórn­mála­mönnum sem hún treystir ekki til verks­ins.  

Síð­ast þegar rann­sókn­ar­nefnd var skipuð til að varpa ljósi á banka­sölu var það gert um 14 árum eftir að salan gekk í gegn. Þá tók tíu mán­uði að svara flestum ósvör­uðu spurn­ing­unum og sýna fram á að þjóð­in, þingið og fjöl­miðlar hafi verið illi­lega blekkt. Þá hafði Rík­is­end­ur­skoðun þegar skoðað sömu banka­sölu. Tvisvar. 

Miðað við takt­inn í umræð­unni er ekki úti­lokað að við þurfum að bíða í slíkan tíma aftur til að ljósi verði varpað á allt það sem miður fór við söl­una á Íslands­banka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari