Færslur eftir höfund:

Sunna Valgerðardóttir

Aukinn stuðningur Íslendinga við listamannalaun
Um 53 prósent landsmanna eru fylgjandi því að ríkið greiði út listamannalaun, samkvæmt nýrri könnun MMR. 77 prósent kjósenda Framsóknarflokksins eru andvígir listamannalaunum en 80 prósent kjósenda VG og Samfylkingar eru fylgjandi þeim.
27. janúar 2016
Trúleysi ungra Íslendinga vekur heimsathygli
25. janúar 2016
365 kannar réttarstöðu sína gagnvart Netflix
365 er nú að láta kanna réttarstöðu fyrirtækisins gagnvart Netflix. Dagskrárstjóri vísar í íslensk lög sem efnisveitan þarf ekki að fara eftir. House of Cards verður áfram sýnt á RÚV og verður ekki aðgengilegt á íslenska Netflix.
25. janúar 2016
Kári sáttur með árangurinn og skrifar gagnrýni Sjálfstæðismanna á hvatvísi
Yfir 36.000 manns hafa skrifað undir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Kári gefur lítið fyrir gagnrýni Sjálfstæðismanna á söfnunina og skrifar ummæli þeirra á hvatvísi.
24. janúar 2016
Helgi Hrafn Gunnarsson, formaður þingflokks Pírata.
Yfir helmingur ungs fólks kýs Pírata
Langflestir á aldrinum 18 til 29 ára ætla að kjósa Pírata í næstu Alþingiskosningum, samkvæmt könnun MMR. Tekjuhæsta fólkið kýs flest Pírata og Sjálfstæðisflokk og þeir tekjulægstu aðhyllast Pírata sömuleiðis.
24. janúar 2016
Opnari umræða tók karlana úr sambandi
Mikil breyting hefur orðið í þróun ófrjósemisaðgerða á landinu þegar litið er til kynjanna. Fyrir 20 árum fóru um 600 konur í aðgerðina ár hvert og um 30 karlar. Nú fara mun fleiri karlar en konur í aðgerðina. Opnari umræða og neyðarpillan talin ástæðan.
23. janúar 2016
Formaðurinn stóð í vegi fyrir frumvarpinu
Ekki er einhugur innan Samfylkingar um leiðir að afnámi verðtryggingar. Frumvarp þess efnis hefði löngu verið komið fram ef ekki hefði verið fyrir andstöðu formannsins, segir þingmaður flokksins. Varaformaður segir stefnu flokksins ekki óskýra.
22. janúar 2016
Setur milljarð í Plain Vanilla og fær kauprétt á fyrirtækinu öllu
Íslenski leikjaframleiðandinn Plain Vanilla sækir sér nýtt fjármagn í bandaríska fyrirtækið Glu, sem öðlast kauprétt á öllu hlutafé Plain Vanilla á fyrirfram umsömdu verði. Fyrirtækin ætla að leggja áherslu á þróun Quiz Up sjónvarpsþáttar.
21. janúar 2016
Eygló eini ráðherrann án aðstoðarmanns
Félags- og húsnæðismálaráðherra er nú eini ráðherra ríkisstjórnarinnar án aðstoðarmanns eftir að fyrrverandi aðstoðarmaður hennar var ráðinn til forsætisráðherra. Hún hefur ekki ákveðið hvort hún ráði nýjan. Meirihluti ráðherra er með tvo aðstoðarmenn.
20. janúar 2016
Íslensk lög koma í veg fyrir að einstaklingar geti höfðað skaðabótamál gegn ríkinu
Eftirlitsstofnun EFTA telur íslenska ríkið geta orðið skaðabótaskylt þegar dómar brjóta gegn EES-rétti. Lög koma hins vegar í veg fyrir að einstaklingar geti höfðað skaðabótamál.
20. janúar 2016
Barn að leik við landamæri Þýskalands og Austurríkis. Þýsk yfirvöld hafa sent um 200 flóttamenn til baka yfir landamærin til Austurríkis það sem af er ári.
Tíu staðreyndir um kvótaflóttamenn
20. janúar 2016
Öll HIV tilvik greind 2014 smituðust eftir kynlíf
Öll ný HIV smit í fyrra smituðust með kynlífi en ekkert þeirra var tengt fíkniefnaneyslu. 13 fíkniefnatengd smit komu upp 2011. Sóttvarnarlæknir segir ljóst að HIV faraldurinn hafi dáið út meðal fíkniefnaneytenda.
19. janúar 2016
Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson fyrir dómi í Al-Thani málinu.
Fyrrverandi fréttastjóri vinnur að samantekt um Al-Thani málið
Freyr Einarsson, fyrrverandi fréttastjóri hjá 365, vinnur nú að gerð samantektar fyrir Almenna bókafélagið um Al-Thani málið. Ekki er ljóst hvort úr verði bók eða skýrsla.
19. janúar 2016
Mynd: Aníta Eldjárn
Eini Íslendingurinn hjá herdeild NATO vinnur að betri heimi fyrir konur í stríði
Eini Íslendingurinn innan hermáladeildar NATO vinnur að kynjajafnrétti innan aðildarríkjanna. Hún var ráðin í starfsþjálfun fyrir ári en varð fljótt sérfræðingur á jafnréttisstofu NATO. Fimm ára dóttir hennar talar fjögur tungumál eftir flakk um heiminn.
17. janúar 2016
Atvinnulausum með háskólamenntun hefur fjölgað um tæp 300 prósent á 10 árum
Aðfluttir Íslendingar umfram brottflutta hafa sjaldan eða aldrei verið jafn fáir og nú þegar ekki er kreppuástand á Íslandi. VR segir í nýrri skýrslu að földu atvinnuleysi gæti verið um að kenna.
15. janúar 2016
Ólögleg fíkniefni mælast í skólpkerfum Reykjavíkur
Öll algengustu ólöglegu fíkniefnin á markaðnum er að finna í mælanlegu magni í skólpkerfum Reykjavíkur. Niðurstöður nýrrar doktorsrannsóknar sýna töluverðar sveiflur milli daga. Lyfjafræðingur segir að með aðferðinni verði hægt að áætla neyslu fíkniefna.
15. janúar 2016
Margir jókerar í forsetakaplinum
Þingmenn, rithöfundur, fyrrverandi verkefnastjóri í Stjórnarráðinu og yfirmaður hjá einum stærsta fjölmiðli landsins halda öllu opnu um forsetaframboð. Þingforseti og Stuðmaður blása á sögusagnir. Kosningabarátta almennings er hafin á samfélagsmiðlum.
14. janúar 2016
Níu af hverjum tíu framsóknarmönnum kristnir
Tæpur helmingur Íslendinga telur sig trúaðan og hefur hlutfallið aldrei verið lægra. Nær allir kjósendur Framsóknarflokksins eru kristnir og þrír af hverjum fjórum Íslendingum eru hlynntir líknandi dauða, er fram kemur í nýrri skoðanakönnun.
13. janúar 2016
Jón Gnarr tilkynnir á föstudag hvort hann ætli í forsetaframboð
Jón Gnarr, dagskrárstjóri 365, ætlar að tilkynna á föstudag í einum af miðlum 365 hvort hann ætli að gefa kost á sér í framboð til forseta Íslands. Hann segist ætla að liggja undir feldi þangað til.
12. janúar 2016
Það þarf þorp til að þagga niður
Kynferðisbrot innan kirkjunnar eru orðin þekkt alþjóðleg fyrirbæri. Ýmsar hliðstæður er að finna í kvikmyndinni Spotlight og íslenskum veruleika.
11. janúar 2016
Ráðherra segir regluverkið flókið og fráhrindandi
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur kynnt tvö frumvörp tengd ferðaþjónustunni. Annað snýr að skilum ársreikninga hjá fyrirtækjum og hitt varðar svarta íbúðaleigu. Hún segir reglur um heimagistingu hér flóknar og fráhrindandi.
11. janúar 2016
Meira en ein og hálf milljón G-mjólkurröra sem fæstir nota
Framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs MS segir 250 millilítra umbúðir G-mjólkurinnar afar óhentuga fyrir neytendur. Meira en ein og hálf milljón ferna voru seldar í fyrra, allar með rörum sem fæstir nota. Ný pökkunarvél kostar nokkur hundruð milljónir.
10. janúar 2016
Zúistar fá 3.200 meðlimi á meðan kirkjan tapar 2.400
Tæplega 3.200 manns gengu í nýtt trúfélag, Zuism, félag Zúista, á síðasta fjórðungi ársins 2015. Þaðan komu rúmlega þúsund einstaklingar úr þjóðkirkjunni, samkvæmt tölum Þjóðskrár sem birtar voru í dag.
8. janúar 2016
Bessastaðir hafa verið aðsetur forseta Íslands síðan hirðstjórar og amtmenn konungs voru æðstu ráðamenn á Íslandi.
Gætu Íslendingar fengið að kjósa forseta eftir bráðabana?
Nokkrar tillögur hafa komið fram um að breyta ákvæðum í stjórnarskrá um forsetakosningar þannig að forseti nái bara kjöri með meirihluta atkvæða, eða yfir 50 prósent. Frumvörp hafa verið lögð fram sem ekki náðu í gegn. En er þetta mögulegt á þessu ári?
7. janúar 2016
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, ganga til Dómkirkjunnar.
Biskup segir óeðlilegt ef næsti forseti verði utan þjóðkirkjunnar
Biskup Íslands telur óeðlilegt ef næsti forseti landsins tilheyrir ekki þjóðkirkjunni. Hún byggir það á ákvæðum í stjórnarskrá sem hún vill ekki breyta og vonast eftir því að næsti forseti verði kristinnar trúar.
7. janúar 2016