Færslur eftir höfund:

Sunna Valgerðardóttir

Össur Skarphéðinsson vildi ekkert tjá sig um mögulegt vanhæfi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á þingi í gær.
Össur einn þögull í stjórnarandstöðunni
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem steig ekki í pontu á þingi í gær.
5. apríl 2016
Bjarni Benediktsson ætlar að hitta Sigmund Davíð í fyrramálið.
Bjarni: Ekki augljóst að ríkisstjórnin haldi áfram
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki augljóst að ríkisstjórnin hafi umboð til þess að halda áfram. Hann ætlar að hitta forsætisráðherra í fyrramálið. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir stöðuna alvarlega.
4. apríl 2016
Fullt var út úr dyrum í andyri þinghússins rétt fyrir klukkan 15.
Sjálfstæðismenn vilja ekki tjá sig um Sigmund
Þingmenn eru nú að mæta hver af öðrum í þinghúsið. Sjálfstæðismenn vilja ekki tjá sig um málefni forsætisráðherra að svo stöddu.
4. apríl 2016
Alþingi kemur saman klukkan 15 í dag og fram að því funda þingflokkar og stjórnarandstaðan um stöðu mála. Búist er við fjölmennum mótmælum á Austurvelli klukkan 17 þar sem afsögn forsætisráðherra er krafist.
Þúsundir skrifa undir, mótmæla og styrkja Reykjavik Media
Yfir 20.000 manns hafa skrifað undir áskorun til forsætisráðherra um að segja af sér. Reykjavik Media hefur safnað um 70 prósent af takmarki sínu á Karolina Fund eftir gærkvöldið. Yfir 7.000 manns ætla að mótamæla á Austurvelli í dag.
4. apríl 2016
Lýsa yfir vantrausti á morgun og vilja kosningar strax
Stjórnarandstaðan ætlar að leggja fram tillögu um þingrof, vantraust og kosningar á þingi á morgun eða hinn. Alþingi verður undirlagt af aflandsmálum á morgun. Sigmundur og Bjarni ætla báðir að mæta í óundirbúnar fyrirspurnir.
3. apríl 2016
Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ólöf Nordal, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.
Borgarfulltrúar og ráðherrar afhjúpaðir í lekanum
3. apríl 2016
Sigmundur gekk út úr Wintris-viðtali 11. mars
3. apríl 2016
Starfsfólk fréttastofu RÚV hefur ekki aðgang að lekagögnunum sem verða gerð opinber í kvöld.
Fréttastofa RÚV hefur gögnin ekki undir höndum
Hvorki fréttamenn RÚV, vaktstjórar né fréttastjórar hafa aðgang að þeim gögnum sem þáttur Kastljóss er byggður á. Alþjóðlegt birtingarbann ríkir um gögnin til klukkan 18 í kvöld. Forsætisráðherra skrifar pistil um afstöðu hans til RÚV.
3. apríl 2016
Reynir Jóhannesson, aðstoðarsamgönguráðherra Noregs.
Ekki séns að afþakka starfið
Reynir Jóhannesson er aðstoðarsamgönguráðherra Noregs. Fyrir rúmum áratug var hann 18 ára bæjarfulltrúi fyrir Framfaraflokkinn. Hann reyndi að hætta í stjórnmálum 2013 en gafst upp eftir tvær vikur þegar hann fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað.
2. apríl 2016
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri
Bæjarstjóri íhugar forsetaframboð
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, íhugar nú að bjóða sig fram til forseta Íslands. Hann segir formlega undirskriftarsöfnun ekki hafna en verið sé að tala við fólk til að skoða mögulegt bakland.
1. apríl 2016
Bjarni eða Sigmundur munu sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnum á mánudag klukkan 15.
Óvissutímar framundan á Alþingi
Miklir óvissutímar eru framundan á Alþingi, sem kemur saman á ný á mánudag. Lítið er hægt að negla niður um framkvæmd þingrofstillögu stjórnarandstöðunnar. Fjöldi mála bíða afgreiðslu í skugga Wintris málsins.
31. mars 2016
Árni Páll Árnason og Vilhjálmur Þorsteinsson.
Eign í skattaskjóli ósamrýmanlegt trúnaðarstörfum Samfylkingarinnar
Formaður Samfylkingarinnar segir það ekki samrýmast trúnaðarstörfum flokksins að eiga eign í skattaskjóli. Gjaldkeri Samfylkingarinnar á félag í Lúxemborg og segir það að fullu skattlagt.
30. mars 2016
Fjöldi Íslendinga neitar sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu ár hvert vegna fjárskorts.
Hafa ekki efni á nauðsynlegum lækningum
Bein kostnaðarþáttaka sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu hefur nær tvöfaldast á síðustu þremur áratugum, samkvæmt skýrslu ASÍ. Kona með krabbamein þurfti að greiða hálfa milljón vegna lækniskostnaðar. Ráðherra boðar breytingar.
30. mars 2016
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, ásamt þingflokksformönnum, ætla að stilla saman strengi sína á morgun og ræða möguleikann á vantrauststillögu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Stjórnarandstæðan ræðir vantraust á morgun
Forysta stjórnaranstöðunnar fundar um stöðu forsætisráðherra og mögulega vantrauststillögu. Formaður BF segir stöðuna fordæmalausa. Píratar eru ekki tilbúnir í kosningar 2016 en formaðurinn segir að stundum þurfi að hugsa stærra en um sjálfan sig.
29. mars 2016
Andri Snær Magnason og Bryndís Hlöðversdóttir ætla að tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum. Fjölmargir aðrir þekktir Íslendingar liggja enn undir feldi.
Andri Snær og Bryndís á lokametrunum
Andri Snær Magnason rithöfundur og Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari eru bæði á lokametrunum varðandi ákvörðunartöku um forsetaframboð. Bakland Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, vinnur nú að mælingum á möguleikum hans til framboðs.
29. mars 2016
IKEA langvinsælasta búðin
Íslendingar eyða að meðaltali um 20 þúsund krónum á mánuði í heimilisvörur. 86 prósent þeirra sem heimsækja heimilisvöruverslanir fara í IKEA í hverjum mánuði, samkvæmt tölum Meniga.
28. mars 2016
Elísabet Sigfúsdóttir leiðir sérhæft teymi á Kleppi sem aðstoðar ófrískar konur með geðræn vandamál. Teymið hefur hjálpað um 200 konum á ári, en þarf líklega að draga úr starfseminni vegna niðurskurðar.
200 þungaðar konur með geðræn vandamál
Sérhæft teymi á Kleppi tekur á móti um 200 þunguðum konum ár hvert með geðræn vandamál. Elísabet Sigfúsdóttir leiðir teymið og segir hún hópinn afar veikan með mikla þörf fyrir hjálp. Við blasir enn frekari niðurskurður á starfseminni vegna fjárskorts.
27. mars 2016
Fólk á aldrinum 16 til 25 ára eyðir um 6000 krónum á mánuði í áskriftir að meðaltali.
Eldra fólk eyðir tugum þúsunda í áskrift á mánuði
Útgjöld einstaklinga vegna áskrifta, fjarskipta og miðla aukast eftir því sem þeir eldast. Ungt fólk eyðir að meðaltali um 7.000 krónum á mánuði í áskriftir.
26. mars 2016
Lindex er vinsælasta fataverslunin á Íslandi.
Eyða 20 þúsund krónum á mánuði í föt
Fólk á aldrinum 36 til 55 ára eyðir hæstu fjárhæðunum í föt af notendum Meniga. Lindex er vinsælasta fatabúðin á landinu og H&M er í öðru sæti.
25. mars 2016
Ungt fólk, á aldrinum 16 til 25 ára, eyðir að meðaltali um 5.000 krónum í Vinbúðinni á mánuði.
Drekka meira með aldrinum
Íslendingar eyða hærri upphæðum í Vínbúðinni eftir því sem þeir eldast. Samkvæmt tölum Meniga eyðir fólk yfir 66 ára aldri að meðaltali um 11 þúsund krónum í áfengi þar í mánuði.
24. mars 2016
Yfirvöld í Belgíu hafa birt myndir af hryðjuverkamönnunum á flugvellinum í Brussel í morgun.
ISIS lýsir árásinni á hendur sér - myndir birtar
22. mars 2016
Fyrrverandi framkvæmdarstjóri hjá Evrópusambandinu, Neelie Kroes, náðist á mynd þegar hún fékk fregnir af hryðjuverkunum í Brussel í morgun.
„Það sem fólk óttaðist hefur gerst“
22. mars 2016
Farþegar og flugvallarstarfsmenn voru fluttir burt í morgun eftir tvær sprengingar við innritunarborð American Airlines á Zaventem flugvellinum í Brussel, höfuðborg Belgíu, í morgun.
Sprengingarnar voru við innritunarborð American Airlines
22. mars 2016
Dominos, Subway og KFC eru vinsælustu veitingastaðir landsins.
Borða úti annan hvern dag
Ungir Íslendingar borða skyndibita eða annan tilbúinn mat annan hvern dag að meðaltali og eyða í það tæplega 30 þúsund krónum á mánuði. Dominos er vinsælasti veitingastaðurinn hjá notendum Meniga.
21. mars 2016
Kjósendur kjósa alltaf rétt
Eygló Harðardóttir segir alla hafa fordóma en hafi val hvernig brugðist er við þeim. Orð Ásmundar Friðrikssonar um flóttamenn endurspegli ótta við hið óþekkta. Ástæðan fyrir hægri afgreiðslu mála sé aukin vandvirkni í vinnunni.
12. mars 2016