Færslur eftir höfund:

Sunna Valgerðardóttir

Ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi getur meðal annars þakkað efnahagshruni og eldgosi í Eyjafjallajökli fyrir að hafa aukið flæði túrista hingað til lands.
Leifsstöð og Bláa lónið halda Suðurnesjum uppi
Hlutfall alþjóðlegra ferðamanna er almennt hærra á Íslandi, samanborðið við hin Norðurlöndin. Eldgosi og efnahagshruni að mörgu leyti að þakka. Leifsstöð og Bláa lónið ýta Suðurnesjum í næstefsta sæti yfir eftirsótt sveitarfélög á Íslandi.
17. febrúar 2016
Nesjavallavirkjun Orku náttúrunnar framleiðir rafmagn og heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið.
Ísland eina Norðurlandið sem eykur orkunotkun
Orkunotkun á öllum Norðurlöndunum hefur staðið í stað undanfarin ár, að Íslandi undanskyldu. Verg landsframleiðsla hefur aukist á öllum löndunum á sama tíma. Þrátt fyrir það er Ísland grænast allra Norðurlandanna og notar mest af endurnýjanlegri orku.
16. febrúar 2016
Hlutfall þeirra sem búa í sveit er lægst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum.
Íslenska sveitin heillar ekki
Hlutfall íbúa sem búa sveit og dreifbýli er lægst á Íslandi af öllum Norðurlöndum, um sex prósent. Hlutfallið er hæst í Noregi. Samnorræn skýrsla segir Ísland skera sig úr þegar kemur að breytingu á íbúafjölda.
16. febrúar 2016
Skólavörðustígur í miðborg Reykjavíkur
Reykjavík minnst eftirsótta höfuðborg Norðurlandanna
Reykjavík er minnst eftirsótta höfuðborgin á Norðurlöndum, samkvæmt nýrri samnorrænni skýrslu. Suðurnesin bæta stöðu sína á meðan að framtíðarsýn annarra svæða á Íslandi hrakar. Horft er á þróun og framtíðarhorfur einstakra svæða.
16. febrúar 2016
Gauti Geirsson tók við starfi aðstoðarmanns Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra fyrir viku síðan.
Varð hissa þegar honum bauðst starf aðstoðarmanns
Nýráðinn aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gefa ungu fólki meiri tækifæri innan stjórnsýslunnar. Hann hætti að versla í H&M eftir heimsókn í fataverksmiðju fyrirtækisins í Kambódíu. Umræðan um ráðninguna kom ekki á óvart.
15. febrúar 2016
Starfsmaður Chacao sýslu í Venesúela dreifir skordýraeitri í skólastofu til að koma í veg fyrir útrbreiðslu zika-veirunnar í landinu
Tíu staðreyndir um Zika-veiruna
12. febrúar 2016
Beikonát útlendinga skýrir aukna svínakjötsneyslu
Svínakjötsneysla jókst um tíu prósent milli ára þrátt fyrir neikvæða fjölmiðlaumfjöllun og verkfall. Neysla útlendinga á „enskum morgunverði“ hefur mikil áhrif, segir formaður Félags svínabænda. Hlutfall Breta og Bandaríkjamanna á landinu hækkar.
11. febrúar 2016
Landsfundi flýtt - Árni Páll óviss með formannsframboð
Landsfundi Samfylkingarinnar og formannskjöri hefur verið flýtt fram í júní. Framkvæmdastjórn flokksins ákvað þetta á fundi sínum í dag. Árni Páll Árnason er ekki viss um hvort hann ætli að gefa áfram kost á sér.
10. febrúar 2016
Zúistar fá ekki að stofna félag og fresta greiðslum
Trúfélagið Zúistar á Íslandi fá ekki að skrá rekstrarfélag hjá Ríkisskattstjóra. Ekki verður tekið á móti greiðslum til trúfélagsins á meðan málið er í biðstöðu. Félagið stefnir að því að endurgreiða skráðum félögum félagsgjöld á seinni hluta ársins.
10. febrúar 2016
Lögbrjótar skulda íslenska ríkinu milljarða
Útistandandi skuldir lögbrjóta við íslenska ríkið vegna sekta og sakarkostnaðar voru 7,5 milljarðar króna árið 2014. Aldrei næst að innheimta nema um 10 til 15 prósent af heildarskuldum. Fangelsismálastofnun segir brýnt að efla innheimtuúrræði.
10. febrúar 2016
Ákvörðun um landsfund tekin á miðvikudag
Framkvæmdastjórn Samfylkingar ákveður dagsetningu landsfundar flokksinsað öllum líkindum á miðvikudag. „Kominn tími að klára þetta mál," segir formaður framkvæmdastjórnar.
8. febrúar 2016
Færri vilja koma heim
Ekki hafa færri Íslendingar snúið heim eftir búsetu í útlöndum síðan árið 2010. Bilið á milli aðfluttra og brottfluttra eykst stöðugt.
8. febrúar 2016
Reykjanesbær nær að semja við kröfuhafa
Reykjanesbær hefur náð samkomulagi við kröfuhafa Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. Frestur til þess rennur út í dag. Bæjarstjóri segir málum miða í rétta átt.
5. febrúar 2016
Velvilji gagnvart gölluðum frumvörpum
Nefndarmenn velferðarnefndar eru allir á einu máli um að frumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra fari aldrei óbreytt í gegn um þingið þó að þau séu þeim velviljuð. Annar fulltrúi Framsóknar gagnrýnir sjálfstæðismenn harðlega í málinu.
5. febrúar 2016
Össur neitar að svara
Össur Skarphéðinsson neitar að svara fyrirspurnum Kjarnans varðandi mögulegt forsetaframboð hans. Töluverður hiti er í kring um Össur þessa dagana, bæði í ljósi hins lága fylgis Samfylkingar og forsetakosninganna sem eru framundan.
4. febrúar 2016
Árni Páll vill vera formaður áfram
Framkvæmdastjórn Samfylkingar vinnur nú að heildarendurskoðun á lögum flokksins. Ástæðan er meðal annars tímasetning landsfunda og formannskjörs. Árni Páll Árnason vill vera formaður áfram. Formaður framkvæmdastjórnar vill henda lögunum og skrifa ný.
3. febrúar 2016
Ólína Þorvarðadóttir, þingmaður Samfylkingar
Ólína vill flýta formannskosningu: „Öllu haldið í lömunarástandi"
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, vill flýta landsfundi flokksins um hálft ár og þar með formannskosningu. Hún segir ríkja lömunarástand innan Samfylkingarinnar og staða flokksins í ítrekuðum skoðanakönnunum sé óboðleg.
2. febrúar 2016
Þétt dagskrá hjá Sigmundi í Líbanon
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er nú staddur í Líbanon að kynna sér aðstæður flóttamanna. Aðstoðarmaður hans segir dagskránna þétta. Sigmundur Davíð sendi snap í gær sem hefur vakið umtal á samfélagsmiðlum.
2. febrúar 2016
Tíu staðreyndir um listamannalaun
31. janúar 2016
Sýrlenska fjölskyldan komin til landsins
Ríkisstjórnin styrkir gerð heimildarmyndar um flóttamenn
Ríkisstjórnin veitir þriggja milljóna króna styrk til gerðar heimildarmyndar um móttöku flóttamanna á Íslandi. Áætlað er að verkefnið taki um ár, samkvæmt aðstoðarmanni forsætisráðherra. Fyrirtækið Skotta kvikmyndafjelag gerir myndina.
29. janúar 2016
Ráðgátur rifjaðar upp
Gillian Anderson barðist af hörku við feðraveldið og David Duchovny fannst erfitt að verða Mulder aftur. CIA ýtir fram raunverulegum X-skrám og handritshöfundur viðurkennir ást við fyrstu sýn. X Files eru byrjaðar aftur.
29. janúar 2016
Guðni ætlar ekki í forsetaframboð
Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, segist aldrei hafa látið sér detta það í hug að bjóða sig fram til forseta. Það sé alls ekki á dagskrá. Hópur Framsóknarmanna hefur þó tekið sig saman og kannar nú grundvöll fyrir framboði Guðna.
29. janúar 2016
Hverjir lækka fylgi flokkanna?
Gamalt fólk vill síður kjósa Pírata og yngstu kjósendurnir vilja hvorki VG né Samfylkingu. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn eru með lægsta fylgið hjá millitekjufólki og karlar kjósa ekki Bjarta framtíð. Forystumenn flokkanna skoða ástæðurnar og ræða úrbætur
28. janúar 2016
Plain Vanilla segir upp 14 starfsmönnum
Plain Vanilla segir upp 14 starfsmönnum í kjölfar endurskipulagningar fyrirtækisins vegna kaupa Glu Mobile á stórum hlut í fyrirtækinu. Fyrirtækin verða sameinuð og á Plain Vanilla að skila hagnaði innan 6 mánaða samkvæmt nýrri stefnu.
28. janúar 2016
Endurskoðun þjónustusamnings RÚV á lokametrunum
Endurskoðun þjónustusamnings menntamálaráðuneytisins við RÚV er á lokametrunum. Þetta staðfesta upplýsingafulltrúi ráðuneytisins og aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Ekki verða gerðar miklar breytingar, segir upplýsingafulltrúinn.
27. janúar 2016