Auglýsing

Fyrir rúmri viku birti Kjarn­inn frétt um að úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál hefði gert fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu að afhenda tölvu­pósta um ein­stak­ling sem sótt­ist eftir því að verða rit­stjóri nor­ræns fræða­tíma­rits, og sagð­ist hafa fengið tölvu­póst sem stað­festi það. Ráðn­ingin var svo dregin til baka að kröfu íslenskra stjórn­valda. 

Ein­stak­ling­ur­inn taldi tölvu­póstana frá ráðu­neyt­inu hafa spillt fyrir sér, en ráðu­neytið sagði að svo væri ekki. Það vildi samt ekki afhenda honum þá og bar fyrir sig að ríkir almanna­hags­munir krefð­ust þess að gögnin færu leynt. Því var úrskurð­ar­nefndin ósam­mála.

Í frétt­inni, og úrskurð­in­um, kom fram að kær­and­inn teldi ráðu­­neytið hafa átt í sam­­skiptum um per­­sónu sína með ótil­hlýð­i­­legum hætti og sett fram rang­­færsl­­ur, sem hafi orðið til þess að ráðn­­ing hans í rit­­stjóra­­starf var dregin til baka. Ráðu­neytið stað­festi síðar við Kjarn­ann að það hefði leið­rétt upp­­lýs­ingar sem settar hefðu verið fram um kær­and­ann, sem í ljós hefði komið að væru úrelt­­ar. 

Þor­valdur birt­ist

Frek­ari eft­ir­grennslan blaða­manns leiddi í ljós að kær­and­inn var Þor­valdur Gylfa­son, pró­fessor í hag­fræði. Hann er fyr­ir­lit­inn af ákveðnum kreðsum á Íslandi fyrir að hafa verið sem þátt­tak­andi í þjóð­fé­lags­um­ræðu mjög opinn með skoð­anir sínar á meðal ann­ars fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu og stjórn­ar­skrár­mál­um. Og fyrir að hafa gagn­rýnt Sjálf­stæð­is­flokk­inn ítrek­að.

Alþjóð­lega nýtur hann virð­ingar og vel­gengni. Þor­valdur var far­inn að starfa sem hag­fræð­ingur hjá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðnum 25 ára í kjöl­far þess að hafa lokið dokt­ors­prófi frá Princeton-há­skóla, hefur skrifað 20 bæk­ur, um 300 rit­gerðir og kafla sem birst hafa í erlend­um/inn­lendum tíma­ritum eða bók­um, meðal ann­ars virtum rit­rýndum ritum, og setið í rit­stjórn og/eða rit­stýrt European Economic Revi­ew, Japan and the World Economy, Scand­in­av­ian Journal of Economics og Macroeconomics Dyna­mics. Þor­valdur hefur líka starfað að rann­sókn­um, ráð­gjöf og kennslu víða um lönd, meðal ann­ars á vegum Alþjóða­bank­ans, Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins, Evr­ópu­sam­bands­ins, Frí­versl­un­ar­sam­taka Evr­ópu (EFTA) og Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Nor­ræna fræða­ritið sem Þor­valdur hélt að hann væri að fara að rit­stýra er Nor­dic Economic Policy Revi­ew, eða NEPR. Um er að ræða rit­rýnt rit með svo­kall­aðan „academic project mana­ger“. Í rit­inu má lesa að þótt það sé stofnað af Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inni þá séu efn­is­tök þess ekki endi­lega end­ur­speglun á „skoð­un­um, álit­um, við­horfum eða með­mæl­um“ nefnd­ar­inn­ar. 

Auglýsing
Þetta er sem­sagt rit, sem starfað hefur á akademískum grunni, ekki póli­tískum, með það mark­mið að styðja við stefnu­mótun aðild­ar­ríkja. Það er gert með því að birta rit­rýndar greinar eftir sér­fræð­inga um þau mál sem eru til umfjöll­unar hverju sinn­i. 

Um þetta fyr­ir­komu­lag hefur ekki verið neinn ágrein­ingur frá því að blaðið hóf starf­semi 2009. Enda ógjörn­ingur að ætla að við­horf rits­ins mark­ist af póli­tískri stefnu allra nor­rænu ríkj­anna sem standa að útgáf­unni, þar sem hún er mjög aug­ljós­lega afar ólík milli t.d. Íslands ann­ars vegar og Sví­þjóðar eða Finn­lands hins veg­ar. 

Upp­lýs­ingar á Wikipediu

Í fréttum Kjarn­ans var upp­lýst að ástæðan sem ráðu­neytið gaf upp var sú að Þor­valdur hafi ver­ið, og væri enn, for­maður stjórn­mála­aflsins Lýð­ræð­is­vakt­ar­inn­ar. Þetta var ekki rétt. Hann starf­aði innan hennar um tíma á árinu 2013, en hætti í stjórn flokks­ins þá um haust­ið, fyrir tæp­lega sjö árum síð­an.

Þegar spurst var fyrir um ástæður fyrir þess­ari röngu upp­lýs­inga­gjöf og hvar ákvörðun um að beita sér gegn ráðn­ingu Þor­valds hafi verið tekin feng­ust ann­ars vegar svör um að hinar röngu upp­lýs­ingar hefðu verið að finna á Wikipedi­a-­síðu um Þor­vald, og hann í kjöl­farið beð­inn vel­virð­ingar á rang­færsl­un­um. Hins vegar hafi ákvörð­unin um að bera fram þessi sjón­­­ar­mið um Þor­vald ekki verið „borin undir ráð­herra né aðra á skrif­­stofu yfir­­­stjórnar ráðu­­neyt­is­ins.“ 

Á meðan að Kjarn­inn beið svara við ítrek­uðum fyr­ir­spurnum um ákvörð­un­ar­tök­una nafn­greindu aðrir fjöl­miðlar starfs­mann ráðu­neyt­is­ins sem sendi tölvu­póst­inn með höfn­un­inni. Við höfðum tekið ákvörðun um að gera það ekki þar sem að skýr svör um ákvörð­un­ar­tök­una höfðu ekki, og hafa enn ekki, borist.

Gæti ekki gerst

Á fimmtu­dags­morgun birti Kjarn­inn við­tal við sænska hag­fræð­ing­inn Lars Calm­fors, sem var rit­­stjóri NEPR frá 2017 og fram á síð­­asta haust. Þar kom fram að hann mælti sjálfur með því að Þor­­valdur yrði eft­ir­­maður sinn í starfi. Hann er pró­­fessor við Stokk­hólms­há­­skóla og hefur meðal ann­­ars setið í Nóbels­­nefnd­inni í hag­fræði, verið ráð­gjafi í sænska fjár­­­mála­ráðu­­neyt­inu og veitt rík­­is­fjár­­­mála­ráði Sví­­þjóðar for­­mennsku.

Í við­tal­inu sagði Calm­fors að póli­­tískar skoð­­anir eða stjórn­­­mála­þátt­­taka fræð­i­­manna ættu ekki að hafa áhrif á fram­­gang þeirra í akademísk störf og sagð­ist hafa mót­­mælt þeirri afstöðu íslenska fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins um að ætluð póli­tík Þor­valds kæmi í veg fyrir að hann rit­stýrði rit­inu. Hann sagði einnig að aðrir í nor­ræna stýri­hópnum sem tekur ákvörðun um ráðn­­ingu rit­­stjóra NEPR, full­­trúar nor­rænna fjár­­­mála­ráðu­­neyta, hefðu verið óánægðir með þá afstöðu íslenska ráðu­­neyt­is­ins að hafna Þor­­valdi á grund­velli stjórn­­­mála­þátt­­töku hans.

„Ég gerði öllum ljóst að það var mjög rangt að gera þetta. Við getum ekki látið póli­­tískar rök­­semdir hafa áhrif, þetta er akademískt starf,“ sagði Calm­fors við Kjarn­ann. Hann sagði einnig að hann von­aði að það væri ómögu­legt að sænsk stjórn­völd myndu leggj­ast gegn ráðn­­ingu þar­­lends fræð­i­­manns í þessa stöðu, eða svip­aða, vegna póli­­tískra skoð­ana eða stjórn­­­mála­þátt­­töku.

Auglýsing
Í morgun greindi Kjarn­inn svo frá því að Markku Sten­borg, starfs­­maður finnska fjár­­­mála­ráðu­­neyt­is­ins sem á sæti í stýri­hópnum sem gefur út NEPR, segði að hann myndi ekki leyfa þar­­lendum stjórn­­­mála­­mönnum að skipta sér af stjórnun þess. Danir hafa sag­t að þeir hafi ekki tekið neina ákvörð­un, með eða á móti, Þor­valdi. Þeir sner­ust svo á sveif með íslenskum ráða­­mönnum þegar ljóst var að íslenska fjár­­­mála­ráðu­­neytið studdi hann ekki.

„Við ráðum því“

Síðar á fimmtu­dag brást Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, loks við mál­inu. Fyrst í stöðu­upp­færslu á Face­book og svo í við­tali við frétta­stofu RÚV. Bjarni sagði að þótt öll sam­skipti væru ekki borin undir hann þá bæri hann á þeim ábyrgð. „Í þessu til­­viki end­­ur­­spegl­­ast vilji minn um að til­­­nefna hvorki né sam­­þykkja Þor­­vald Gylfa­­son til þess­­ara starfa. Reyndar hafði mér aldrei dottið í hug sá mög­u­­leiki og eng­inn nefnt hann við mig.“ Bjarni kom því líka á fram­færi að hann hafi verið afar skýr um að Þor­valdur kæmi ekki til greina, enda teldi hann að „sýn og áherslur Þor­­valdar Gylfa­­sonar í efna­hags­­málum geti engan veg­inn stutt við stefn­u­­mótun ráðu­­neytis sem ég stýri.“

Við RÚV sagði Bjarni að hann teldi að Þor­valdur væri „ekki heppi­legur sam­starfs­að­ili fyrir okk­ur. Með hans digru yfir­lýs­ingum á und­an­förnum árum hafi hann mjög vel sýnt það í verk­efni að hann hefur hvorki stutt rík­is­stjórnir sem hér hafa set­ið, harka­lega mót­mælt þeim.“ Þegar frétta­maður benti Bjarna, sem hafði ásakað fjöl­miðla rang­lega um rang­færslur í frétta­flutn­ingi um mál­ið, að munur væri á rang­færslum og tali hans um að heild­ar­sam­hengi yrði að fylgja slíkum frétta­flutn­ingi, svar­aði ráð­herrann: „Það er mín per­sónu­lega skoð­un, sem þú verður að sætta þig við, að þegar menn segja að ég hafi verið afskipti af þessu máli þá verða menn að láta því fylgja að við ráðum því. Við höfum neit­un­ar­vald.“

Og þar með var merg­ur­inn máls­ins loks­ins kom­inn fram. 

Frétt­næmi

Það er auð­vitað frétt­næmt þegar það ger­ist, í fyrsta sinn í sögu NEPR, að manni sem gerð er til­laga um að rit­stýri rit­rýndu riti, sem á að gefa út á fræði­legum grunni en ekki póli­tískum, er hafnað vegna póli­tískra skoð­ana hans. Það er frétt­næmt þegar ráðu­neyti neitar að afhenda tölvu­pósta til manns sem þeir fjalla um og ber fyrir sig mik­il­væga almanna­hags­muni. Það er frétt­næmt þegar úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál hafnar þeim mála­til­bún­aði og lætur ráðu­neytið afhenda tölvu­póstana. 

Það er líka frétt­næmt þegar opin­ber­ast að ráðu­neyt­is­starfs­maður styðst við rangar upp­lýs­ingar af Wikipedi­a-­síðu til að rök­styðja að það eigi ekki að ráða mann sem mælt hafði verið með í starf­ið. Það er frétt­næmt þegar ráðu­neyti biðst afsök­unar á því að hafa stuðst við rangar upp­lýs­ingar og það er eðli­legt að fjöl­miðlar kalli eftir upp­lýs­ingum um það hvernig ákvörðun um þessa ákvörðun var tek­in. Að end­ingu er auð­vitað frétt­næmt að tveir valda­mestu ráða­menn þjóð­ar­innar telji að það eigi að taka póli­tíska ákvörðun um skip­anir í rit­stjóra­stól rit­rýnds fræði­rits. Ekki bara að það megi, sem liggur fyr­ir, heldur að það eig­i. ­Sem er í and­stöðu við afstöðu ann­arra ríkja sem eiga aðkomu að útgáfu rits­ins.

Það er eig­in­lega frétt­næmt í lýð­ræð­is­ríki að það þurfi að til­taka það að þetta er allt frétt­næmt og eigi fullt erindi við almenn­ing, sem getur svo myndað sér sínar eigin skoð­anir á ferl­inu. Nokkuð ljóst er á við­brögð­unum að þær eru ansi skiptar og aðal­lega eftir flokkslín­um. ­Fylgj­endur hluta stjórn­ar­and­stöðu­flokka eru yfir sig hneyksl­að­ir. Fylgj­endur stjórn­ar­flokk­anna eru yfir sig hneyksl­aðir á hneyksl­un­inni.

Rang­færsl­urnar sem ekki eru til stað­ar 

Ekki einu sinni í fréttum Kjarn­ans um málið hefur því verið haldið fram að afskipti af ráðn­ingu Þor­valds hafi verið utan þess sem ráðu­neytið hefur heim­ild til. Í fyrstu frétt um málið sagði að innan nor­ræna stýri­hóps­ins sé hefð fyrir því að „öll nor­rænu ríkin þurfi að kom­­ast að sam­eig­in­­legri nið­­ur­­stöðu um ráðn­­ingu rit­­stjóra NEPR.“ Í frétt sem birt­ist á þriðju­dag sagði að ljóst væri af sam­­skiptum stýri­hóps­ins að eng­inn í þeim hópi leit svo á að búið væri að taka end­an­­lega ákvörð­un um veit­ingu starfs­ins, enda þyrfti „sam­hljóða sam­­þykki allra aðild­­ar­­ríkj­anna til þess að ein­stak­l­ingur sé ráð­inn í þetta starf.“ 

Sem­sagt: fram­sett gagn­rýni á rang­færslur fjöl­miðla er röng. Hún er ekki bara röng, heldur klass­ísk gas­lýs­ing. Það er teiknuð upp atburða­rás sem átti sér ekki stað, settar fram mót­sagn­ir, skálduð afstaða og hengt sig í auka­at­rið­i. 

Auglýsing
Tilgangurinn er að láta við­föng sem hafa haft aðra skoðun efast um eigin dóm­greind. Í kjöl­farið birt­ust svo her­menn til að segja að svart sé hvítt og öskra „fake news“, að Trumpískum sið. Hjá þeim gilda mjög ein­faldar regl­ur: aldrei færa hand­bær rök fyrir neinu en ásaka aðra um rök­leysu, fara alltaf í mann­inn og gera ger­endur að fórn­ar­lömbum, en fjöl­miðla að óbil­gjörnum ger­end­um. Það þarf eng­inn að efast um að stór­hættu­lega mantran um að fjöl­miðlar sem veita aðhald séu „óvinir fólks­ins“ er fyrir löngu orðin hluti af orð­ræðu kjör­inna full­trúa á Íslandi.

Hvattir til að tala ...

Í skýrslu Rann­­sókn­­ar­­nefndar Alþingis um aðdrag­anda og orsök banka­hruns­ins var háskóla­­fólki legið á hálsi að hafa ekki haft uppi næga gagn­rýni á ástand mála fyrir hrun. Einn af fimm lær­dómum sem Háskóla­sam­fé­lagið átti að draga af banka­hrun­inu og sam­fé­lags­gerð­inni sem hafði verið í aðdrag­anda þess, sam­kvæmt skýrsl­unni, var að „hvetja þarf háskóla­menn til að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð, svo sem með þátt­töku í opin­berri umræðu um mál­efni á fræða­sviði þeirra.“ 

Á kjör­tíma­bil­inu 2009-2013 var skipuð sér­stök þing­­manna­­nefnd, sem skipuð var full­­trúum allra flokka á Alþingi, sem vann sjálf skýrslu um rann­­sókn­­ar­­skýrsl­una. Í meg­in­n­ið­­ur­­stöðum og álykt­unum þing­­nefnd­­ar­innar var sér­­stak­­lega vikið að sam­­fé­lags­­um­ræðu á Íslandi og bent á að góð stjórn­­­mála­um­ræða náist fram „með því að láta and­­stæð sjón­­­ar­mið mæt­­ast þar sem byggt er á stað­­reyndum og málin eru krufin til mergj­­ar. Íslensk stjórn­­­mál hafa ekki náð að þroskast næg­i­­lega í sam­ræmi við það“. 

Í skýrsl­unni var jafn­­framt að finna hvatn­ingu til háskóla­­fólks „af ólíkum fræða­sviðum til að taka þátt í opin­berri umræðu og styrkja með því tengsl fræða­­sam­­fé­lags­ins, atvinn­u­lífs­ins og hins almenna borg­­ara“.

Hvatn­ingin til háskóla­­fólks bygg­ð­ist á þeirri hug­­mynd að þessi hópur hefði fram að færa ein­hverja þekk­ingu eða reynslu, umfram aðra borg­­ara, sem nýst geti í hinni lýð­ræð­is­­­legu umræðu. Sú þekk­ing eða reynsla gæti jafn­­vel varpað nýju ljósi á ýmis mál­efni í sam­­fé­lag­inu og stuðlað að því að rök­studdar og yfir­­­veg­aðar ákvarð­­anir séu teknar í mik­il­vægum sam­­fé­lags­­mál­­um. Hvatn­ingin hvíldi líka á þeirri hug­­mynd að innan háskól­anna starfi fólk sem hafi það að mark­miði að afla nýrrar þekk­ingar eða leita „sann­­leik­ans“, eins og það er stundum nefnt, með aðferðum vís­ind­anna sem byggj­­ast á gagn­rýn­inni hugs­un.

… en samt eiga þeir að þegja

Þrátt fyrir þessa hvatn­ingu sýndi könnun Björns Gísla­sonar, sem gerð var árið 2014 og fjall­aði um við­horf háskóla­­fólks til þátt­­töku í opin­berri umræðu á vett­vangi fjöl­miðla, að sjötti hver íslenskur háskóla­­maður sagð­ist á þeim tíma hafa komið sér hjá því að tjá sig við fjöl­miðla vegna ótta við við­brögð valda­­fólks úr stjórn­­­mála- og efna­hags­­lífi. Þá taldi meiri­hluti aðspurðra háskóla­­manna að akademísku frelsi fræði- og vís­inda­­manna á Íslandi staf­aði ógn af gagn­rýni eða hót­­unum frá valda­­fólki í stjórn­­­málum og efna­hags- og atvinn­u­­lífi. Á meðal dæma sem vísað var í var þetta hér, og þetta hér, og þetta hér.

Þessi ótti er ekki horf­inn. Ólafur Mar­geirs­son, doktor í hag­fræði, skrif­aði til að mynda á Face­book í vik­unni, í tengslum við mál Þor­valds: „Sjaldan hef ég verið eins feg­inn að vera óháður íslenskum stjórn­mála­mönnum um atvinnu mér til lifi­brauðs eins og ég er í dag.“ 

Gauti B. Egg­erts­son, hag­fræði­pró­fessor við Brown-há­skól­ann í Banda­ríkj­un­um, skrif­aði á sama stað um sama mál: „Þessi litla saga rifjar upp fyrir mér þá köfn­un­ar­til­finn­ingu sem ég stundum hafði þegar ég bjó á Íslandi fyrir meira en tveimur ára­tugum og horfði uppá hvernig ráðið var í hinar ýmsu stöður í þjóð­fé­lag­inu. Hreint út sagt ömur­legt að lesa þetta. Mega þeir sem stóðu að þessum atvinnurógi hafa ævar­andi skömm fyr­ir.“

Val og stað­reynd

Allt ofan­greint er afleið­ing af því að við búum við afar óþroskaða stjórn­mála­menn­ingu á Ísland­i. ­Þrátt fyrir alls­konar fyr­ir­heit um að vilji sé til þess að breyta því, og taka skref í að fag­legri og heil­brigð­ari stjórn­sýslu og stjórn­málum sem voru tekin fyrir ára­tugum síðan á hinum Norð­ur­lönd­un­um, þar sem frjáls skoð­ana­skipti ógna ekki atvinnu­ör­yggi og meira skiptir hvað þú getur en hver þú ert, þá breyt­ist auð­vitað ekk­ert. Við skulum muna að það eru ein­ungis nokkrir dagar síðan að það tók­st, á síð­ustu stundu, að stöðva frum­varp sem átti að þrengja stór­kost­lega aðgengi almenn­ings og fjöl­miðla að upp­lýs­ing­um, vegna þess að Sam­tök atvinnu­lífs­ins höfðu beðið for­sæt­is­ráðu­neytið um að gera það. Það er engin klisja að við búum í and­verð­leika­sam­fé­lagi. Það er stað­reynd og ástæðan fyrir því er val stjórn­mála­manna sem fara með völd að hafa sam­fé­lagið þannig.

­Ljóst er á við­brögðum fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­sæt­is­ráð­herr­ans að það er lít­ill vilji til að stíga skref í átt að breyt­ing­um. „Við ráðum“ er við­bragð­ið. Og þau ráða. Um það er eng­inn vafi. Á meðan er háskóla­fólk, og fullt af öðrum sér­fræð­ing­um, hrætt við að taka þátt í þjóð­fé­lags­um­ræðu vegna þess að það er sann­fært um að það skaði mögu­leika þeirra á því að afla lífs­við­ur­vær­is.

Þeir sem reyna að stuðla að heil­brigðri lýð­ræð­is­legri umræðu og veita eðli­legt aðhald, t.d. flestir fjöl­miðlar lands­ins, eru smætt­aðir af ráða­mönnum og við­hlæj­endum þeirra fyrir það. Sér­stök lenska er að ráð­ast gegn nafn­greindu fólki sem starfar í fjöl­miðlum og ásaka það um óheil­indi. Kerf­is­bundið er þrengt að rekstr­ar­um­hverfi þeirra með and­vara­leysi og þegar það nægir ekki eru þeir ásak­aðir um rang­færslur án raka. Sagðir ekki alvöru. „Fake news“. 

Harka­leg við­brögð fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra á fimmtu­dag slógu enda kór­réttan tón inn í kjarna­fylg­is­hóp hans. Þar er að finna ansi marga pils­fald­ar­kap­ít­alista sem gengur illa að skapa sér tæki­færi með eigin verð­leik­um, og treysta því á flokks­holl­ustu sem mat­ar­holu. Í stað­inn, klæddir í hug­mynda­fræði­lega grímu­bún­inga frels­is, taka þeir að sér hlut­verk tudd­ans á skóla­lóð­inni. Taka við gaslamp­anum og lýsa með honum á sam­fé­lags­miðl­anna, sam­hliða því að hlæja dátt að fárán­leika þeirra sem skilja ekki hvernig hlut­irnir virka á Íslandi. Hér skiptir miklu meira máli hver þú ert en hvað þú get­ur.

Þess vegna þegir háskóla­fólk­ið. Það er hrætt um að hafa ranga skoð­un. Og að stjórn­mála­menn láti þau gjalda fyrir það.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari