Mynd: Bára Huld Beck Kjarninn
Mynd: Bára Huld Beck

Kjarninn tilnefndur til blaðamannaverðlauna fyrir að greina umrót og breytingar í íslensku efnahagslífi

Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson voru í gær tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands fyrir umfjöllun um íslenskt efnahagslíf í fyrra. Á meðal þess sem fellur þar undir eru fordæmalausar greiningar á stöðu íslensks sjávarútvegs og hert tök hans á íslensku atvinnulífi.

Árið 2019 var mikið umrótsár í íslenskum efna­hags­mál­um. Gjald­þrot WOW air, loðnu­brestur og aðrar búsifjar í ferða­þjón­ustu gerðu það að verkum að for­dæma­laust góð­ær­is­tíma­bil, sem staðið hafði yfir á tíma­bil­inu 2012 til 2018, lauk sínu skeiði, þótt lend­ingin hafi á end­anum verið mild­ari en svart­sýn­ustu menn höfðu reiknað með­.  

Við tóku krefj­andi aðstæður sem gerðar voru enn erf­ið­ari með flók­inni kjara­deilu í upp­hafi árs. Á sama tíma voru að eiga sér stað svipt­ingar í fjár­mála­kerf­inu sem fólu meðal ann­ars í sér að eig­endur eins banka voru að minnka hann hratt á sama tíma og unnið var að und­ir­bún­ingi sölu rík­is­bank­anna þótt engir aug­ljósir kaup­endur væru af þeim. 

Þá voru að mynd­ast nýjar valda­blokkir og fyr­ir­tæki sem farið höfðu mik­inn, lentu á vegg.

Magnús Hall­dórs­son og Þórður Snær Júl­í­us­son skrif­uðu fjöl­margar frétta­skýr­ingar á Kjarn­ann um stöðu mála á árinu 2019 þar sem hún var greind og sett í sam­hengi. Við vinnslu þeirra nutu þeir þess að hafa byggt upp víð­feðmt tengsla­net á blaða­mennsku­ferli sem spann­ar, hjá hvorum þeirra, vel á annan tug ára og þeirrar sér­þekk­ingar sem þeir hafa byggt upp á þeim tíma þegar kemur að umfjöllun um efna­hags­mál og við­skipt­i. 

Þegar um er að ræða stór­tækar breyt­ingar sem verða í efna­hags­lífi þjóðar er nauð­syn­legt að blaða­menn búi yfir getu til að geta útskýrt hvað sé að eiga sér stað, af hverju, hverjir séu í helstu hlut­verkum þar og hvaða afleið­ingar geti orðið af yfir­stand­andi þró­un. 

Umfjöllun um gjör­breytta stöðu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á Íslandi, sem eru nú í annarri deild en áður hefur þekkst hér­lendis sökum umfangs og auðs, eru síðan eins­dæmi í íslenskri fjöl­miðlaum­fjöll­un. Sú kort­lagn­ing er almenn­ingi afar mik­il­væg í ljósi þess að þar er um að ræða fyr­ir­tæki sem byggja veldi sín á nýt­ingu nátt­úru­auð­linda sem eru, sam­kvæmt laga­bók­staf, nýttar í þágu þjóð­ar. 

Með skrifum sínum svör­uðu Magnús og Þórður Snær mörgum ósvöruðum spurn­ingum um stöðu mála í íslensku efna­hags­lífi og sjáv­ar­út­vegs­málum og fylltu upp í heild­ar­mynd af henn­i. 

Hér að neðan er sam­an­tekt greinum sem Magnús og Þórður Snær skrif­uðu um efna­hags­mál, við­skipta­líf og sjáv­ar­út­veg á síð­asta ári. 

Efna­hags­mál og við­skipti:

Snúin staða

Ísland er allt annarri stöðu en flest lönd í Evr­ópu, Asíu og Norð­ur- og Suð­ur­-Am­er­íku, þegar kemur að einum þætti: fjár­mála­kerf­inu. Einum ára­tug eftir fjár­mála­hrunið stendur það traustum fót­um, og búið að hreinsa út ónýt og slæm útlán. Þetta hefur ekki verið gert vítt og breitt um heim­inn. Tjöldin eru fall­in, því seðla­bankar munu ekki halda hjól­unum gang­andi á næst­unni í heim­in­um. Hvað þýðir það fyrir Ísland? Hvað er framund­an?

Gripið inn í

Seðla­banki Íslands hefur að und­an­förnu ítrekað gripið inn í við­skipti á gjald­eyr­is­mark­aði með það að mark­miði að vinna á móti veik­ingu krón­unn­ar. Miklar sveiflur hafa ein­kennt gengi krón­unnar und­an­farna mán­uði. Hvað veld­ur? Hvers er að vænta? Hinn end­an­legi loka­hnykkur á end­ur­skipu­lagn­ing­unni í kjöl­far hruns­ins er framund­an.

Nýr veru­leiki á mark­aði

Ýmsir ótt­ast að ládeyða á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði sé komin til að vera, ef fjár­fest­ingar glæð­ast ekki með meiri áhuga fjár­festa. Sé litið til baka þá kunna fjár­magns­höftin að hafa verið áhrifa­meiri fyrir efna­hags­lífið en margir átt­uðu sig á. Þrátt fyrir allt, gegnir skráður mark­aður veru­lega mik­il­vægu hlut­verki fyrir almenn­ing í land­inu. Stjórn­völd gætu stigið skrefið og eflt hann með sölu á rík­is­eignum í gegnum hann.

Nýtt Ísland og nýjar valda­blokkir

Á Íslandi er að finna ansi kröft­ugar fjár­fest­inga­blokkir einka­fjár­festa sem hafa verið að láta á sér kræla í fjár­fest­ingum í atvinnu­líf­inu. Og hafa getu til að gera enn meira.

Nýtt Ísland og nýjar leik­reglur

Nýjar valda­blokkir eru byrj­aðar að teikn­ast upp í atvinnu­líf­inu, og þar eru kunn­ug­legar per­sónur og leik­endur í aðal­hlut­verk­um. Afnám fjár­magns­hafta er nú að teikn­ast upp eins og strik í sand­inn, fyrir þróun mála í hag­kerf­inu. Vax­andi þrýst­ingur er á afnám reglu­verks. Kunn­ug­legt, segja sum­ir.

Arion banki á breyt­inga­skeið­inu

Einn kerf­is­lægt mik­il­vægur banki, sam­kvæmt form­legri skil­grein­ingu stjórn­valda, er í einka­eigu. Það er Arion banki. Á sama tíma og rætt er um mik­il­vægi þess að bankar styðji við vöxt í efna­hags­líf­inu, eftir áfall með falli WOW air, þá er Arion banki að end­ur­skipu­leggja rekstur og draga saman segl­in. Til­gang­ur­inn virð­ist meðal ann­ars vera sá að geta greitt eins mikið eigið fé út úr bank­anum og mögu­legt er til hlut­hafa hans.

Hlupu hratt, uxu mikið en hrös­uðu á end­anum

Fjár­mála­fyr­ir­tækið GAMMA hefur verið mikið til umfjöll­unar und­an­farið vegna þess að hluti sjóða þess reynd­ust ekki jafn burð­ugir og áður hafði verið greint frá. Vöxtur GAMMA á þeim rúma ára­tug sem það var sjálf­stætt fyr­ir­tæki var hraður og margir högn­uð­ust vel á við­skiptum sínum við það. Nú er hins vegar lítið eftir af því og lík­legra en ekki að GAMMA verði vart til í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð.

Eigið fé sjóðs GAMMA þurrk­að­ist nán­ast út

Eigið fé GAMMA: Novus, sjóðs í stýr­ingu hjá GAMMA sem á fast­eigna­fé­lagið Upp­haf, var metið á 4,4 millj­arða króna um síð­ustu ára­mót. Eftir að eignir sjóðs­ins voru end­ur­metnar er eigið féð 40 millj­ónir króna.

Hvað gerð­ist eig­in­lega hjá GAMMA?

Tveir sjóðir í stýr­ingu GAMMA færðu niður virði eigna sinna um millj­arða króna. Fleiri sjóðir á vegum félags­ins hafa verið í vand­ræð­um. Kaup­endur af skulda­bréfum sem gefin voru út í byrjun sum­ars eru fok­illir með upp­lýs­ing­arnar sem þeim voru gefn­ar. GAMMA, sem fór með him­in­skautum í nokkur ár, virð­ist vera í miklum vand­ræð­um. Hvað gerð­ist?

Sjáv­ar­út­vegs­mál:

Útgerðin í annarri deild

Und­an­far­inn ára­tugur hefur verið einn allra besti tím­inn í sögu íslensks sjáv­ar­út­vegs. Fjár­hags­staða margra stærstu útgerð­ar­fyr­ir­tækj­anna er orðin það sterk, að þau eru í annarri deild heldur en meg­in­þorri fyr­ir­tækja í íslensku atvinnu­lífi. Umsvif þeirra í öðrum geirum fara vax­andi, og má búast við að sú þróun haldi áfram. En hvað þýðir það?

Sjáv­ar­út­vegur hefur hagn­ast um tæpa 400 millj­arða á ára­tug

Arð­greiðslur til eig­enda sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hafa numið 92,5 millj­örðum króna frá árinu 2010. Á sama tíma­bili hafa þau greitt 65,6 millj­arða króna í veiði­gjöld. Eigið fé geirans er nú 276 millj­arðar króna og hagur hans hefur vænkast um tæpa 450 millj­arða króna frá banka­hruni.

Eigið fé Sam­herja var 111 millj­arðar króna í lok síð­asta árs

Sam­herj­a­sam­stæð­unni var skipt upp á árinu 2018 í tvö félög. Sam­an­lagður hagn­aður þeirra í fyrra var um tólf millj­arðar króna og sam­stæðan hefur hagn­ast alls um 112 millj­arða króna á átta árum. Sam­herji er að uppi­stöðu í eigu þriggja ein­stak­linga.

Stóru sjáv­ar­út­vegs­risarnir verða stærri

Óhætt er að segja að það hafi gengið á ýmsu hjá Brimi, áður HB Granda, und­an­farin miss­eri. Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi seldi hluta­bréf sín, meðal ann­ars vegna óánægju með stjórn­ar­hætti í félag­inu. Þá kom FISK Seafood, útgerð­ar­armur Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, inn í hlut­hafa­hóp­inn en var svo far­inn úr honum þremur vikum síð­ar. Guð­mundur Krist­jáns­son for­stjóri hefur ekki hikað við stór við­skipti við eigið fyr­ir­tæki og notið stuðn­ings hlut­hafa til að gera það. Hinir stóru eru að verða stærri í íslenskum sjáv­ar­út­vegi.

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur kaupir allan hlut Kaup­fé­lags­ins í Brimi

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem er að stærstum hluta í eigu Guð­mundar Krist­jáns­son­ar, for­stjóra Brim, hefur keypt allan hlut Kaup­fé­lags Skag­firð­inga í sjáv­ar­út­vegs­ris­anum Brimi á tæp­lega átta millj­arða króna.

Sam­þykkt að kaupa eignir af stærsta eig­anda HB Granda á 4,4 millj­arða

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur fær fulla greiðslu fyrir eignir sem það selur HB Granda en lofar að end­ur­greiða hana að hluta ef rekstr­ar­á­ætl­anir stand­ast ekki. Sam­þykkt að breyta nafni HB Granda í Brim.

Umfangs­mikil og ítrekuð við­skipti við stærsta hlut­hafa HB Granda óheppi­leg

For­stöðu­maður eigna­stýr­ingar Gildis segir að ítrekuð við­skipti HB Granda við stærsta hlut­hafann sinn séu for­dæma­laus á inn­lendum hluta­bréfa­mark­aði og óheppi­leg. Til stendur að HB Grandi kaupi sölu­fé­lög af Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur á 4,4 millj­arða króna.

Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölu­fé­lögum

Einn stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins hefur selt Kaup­fé­lagi Skag­firð­inga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna við­skipta sem félagið hefur átt við stærsta hlut­hafa sinn.

Sam­herji kynnti Síld­ar­vinnsl­una sem hluta af sam­stæð­unni

Þegar Sam­herji kynnti sam­stæð­una sína erlendis þá var Síld­ar­vinnslan kynnt sem upp­sjáv­ar­hluti hennar og myndir birtar af starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Á Íslandi hefur Sam­herji aldrei geng­ist við því að Síld­ar­vinnslan sé tengdur aðili, enda fer sam­eig­in­legur kvóti sam­stæð­unnar þá langt yfir það þak á kvóta sem einn hópur má halda á. Sam­herji á, beint og óbeint, 49,9 pró­sent í Síld­ar­vinnsl­unn­i. 

Upp­skipt­ing Sam­herja veitti skjól gegn víð­tækri upp­lýs­inga­gjöf

Velta Sam­herja eins og hún var á árinu 2018 var það há að sam­stæðan var við það að þurfa að veita skatta­yf­ir­völdum víð­tækar upp­lýs­ingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa. Eftir að Sam­herja var skipt upp í tvö félög í fyrra var sú hætta úr sög­unni.

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki áttu 709 millj­arða um síð­ustu ára­mót

Frá hruni hefur hagur allra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lands­ins batnað um hátt í 500 millj­arða króna. Eigið fé þeirra hefur tífald­ast frá árinu 2010 og það jókst um 28,8 millj­arða króna í fyrra. Veiði­gjöld hafa his vegar lækkað vegna þess að fjár­fest­ing síð­ustu ára er dregin frá þegar stofn þeirra er reikn­að­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar