Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Bogi Nils Bogason
Bogi Nils Bogason ráðinn forstjóri Icelandair Group
Group Stjórn Icelandair Group hefur gengið frá ráðningu Boga Nils Bogasonar í starf forstjóra fyrirtækisins.
4. desember 2018
Tilkynna ólögmæta notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis
Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripinu var breytt í gær.
4. desember 2018
Icelandair hríðféll annan viðskiptadaginn í röð
Hlutabréfaverð hækkaði nokkuð í dag. En blikur eru enn á loft í flugiðnaðinum. Fjárfestar virðast reikna með að WOW air verið bjargað.
3. desember 2018
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð: Er það á minni ábyrgð það sem þingmenn segja um aðra þingmenn?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins tjáði sig í beinni útsendingu um Klaustursmálið svonefnda við Stöð 2.
3. desember 2018
Segir sig úr stjórn Símans vegna ákæru
Stjórnarmaður í Símanum hefur verið ákærður fyrir skattsvik.
3. desember 2018
„Ógnvekjandi“ að fá fram staðfestingu á fordómum gagnvart fötluðum
Freyja Haraldsdóttir segir að fötluðu fólki og aðstandendum þess sé verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í samtali sex þingmanna á Klaustur bar, 20. nóvember síðastliðinn.
3. desember 2018
Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Langflestir Íslendingar vilja að þingmennirnir sex víki
Flestum finnst að Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins eigi að segja af sér en næstum jafn háu hlutfalli finnst að Bergþór Ólason eigi einnig að gera það.
3. desember 2018
Guðmundur Ingi Kristinsson
Guðmundur Ingi telur að allir sex þingmennirnir eigi að segja af sér
Nýr þingflokksformaður Flokks fólksins segir að allir sex þingmennirnir sem sátu að drykkju á Klaustri Bar eigi að segja af sér.
3. desember 2018
Karolina Fund: 111 myndlistarverk á vinyl í takmörkuðu upplagi
Ljósmyndarinn Spessi og nokkrir tónlistarmenn unnu saman að því að útsetja lög Clash fyrir brassband. Nú vilja þeir gefa afraksturinn út á 111 vínylplötum og safna fyrir verkefninu á Karolina Fund.
2. desember 2018
Ótti við sérhagsmuni lætur ríkið brjóta lög
Ólafur Stephensen segir að með því að viðhalda ólöglegu banni á innflutningi á fersku kjöti, eggjum og ógerilsneyddum mjólkurvörum sé verið að taka minni hagsmuni fram yfir meiri.
2. desember 2018
Guðni Th. Jóhannesson
Forseta Íslands ofbauð talsmáti þingmanna á Klaustur bar
Guðni Th. Jóhannesson segir að talsmáti þingmanna á Klaustur bar hafi ofboðið honum í Silfrinu í morgun. Hann segir það ekki sitt hlutverk að segja þingmönnunum til syndanna en hann voni að fólki finni hjá sjálfum sér hvernig beri að bregðast við.
2. desember 2018
Ólafur Ísleifsson
Ólafur Ísleifsson: Hjáseta í hnífaköstum þessa orðljóta samkvæmis
Ólafur Ísleifsson segir að ákvörðun stjórnar Flokks fólksins um að reka hann úr flokknum hafi komið honum á óvart. Hann segir að orð hans í upptökunni sé ekki hægt að túlka sem siðferðilega ámælisverð eða neikvæð í garð nokkurs manns.
1. desember 2018
Karl Gauti Hjaltason
Karl Gauti segist ekki hafa sagt neitt siðferðislega ámælisvert
Karl Gauti Hjaltason þingmaður segir að fjölmiðlar hafi farið mannavillt og að það hafi ekki verið hann sem kallaði Eygló Harðardóttur „galna kerlingarklessu“ í upptökunni.
1. desember 2018
Eins og „ÁTVR væri að selja grænar baunir og Cocoa Puffs“
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að opinber hlutafélög á borð við RÚV, Isavia og Íslandspóst hegði sér í raun eins og ríki í ríkinu.
1. desember 2018
WOW air rekið með rúmlega fjögurra milljarða króna tapi
Í uppgjöri WOW air kemur fram að 4,2 milljarða króna tap varð á rekstri flugfélagsins á fyrstu níu mánuðum ársins. Afkoma félagsins versnaði verulega frá sama tímabili í fyrra en þá nam tap félagsins tæplega 1,7 milljarða króna.
1. desember 2018
Gunnar Bragi: Sýndi mikið dómgreindarleysi
Tveir þingmenn Miðflokksins taka sér leyfi frá þingstörfum.
30. nóvember 2018
Sigmundur Davíð: Sé eftir að hafa ekki „gripið inn í“
Tveir þingmanna Miðflokksins eru farnir í leyfi frá þingstörfum, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur ekki íhugað það.
30. nóvember 2018
Bergþór og Gunnar Bragi í leyfi - Sigmundur Davíð segir iðrun þingmanna einlæga
„Nú ættum við að einsetja okkur að fara yfir hvernig við störfum sem flokkur, og sérstaklega þingflokkurinn, með það að markmiði að við verðum til fyrirmyndar í allri framkomu og hegðun.“
30. nóvember 2018
Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins
Þeir munu sitja áfram sem Alþingismenn. Harmað er að þeir hafi kastað rýrð á flokkinn með framgöngu sinni.
30. nóvember 2018
Varaði við því að Inga Sæland myndi láta „einhverja öryrkja“ leiða í öllum kjördæmum
Þingmaður Miðflokksins varaði við því að „Guggan getur tekið upp á því að setja saman uppstillingarnefnd. Setja bara inn einhverja öryrkja í fyrsta sæti í hverju kjördæmi fyrir sig,“ og átti þar við Ingu Sæland.
30. nóvember 2018
1. maí kröfuganga 2018.
ASÍ vill að sett verði þak á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar
Miðstjórn ASÍ skorar á ríkisstjórnina að standa með almenningi og setja þak á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar til að forða heimilum þess lands frá því að þurfa að taka höggið af þeirri efnahagslegu óvissu sem nú ríkir í flugrekstri hér á landi.
30. nóvember 2018
Stjórnvöld ekki lagt neitt handfast fram til að leysa húsnæðisvandann
Í ályktun ASÍ kemur fram að það hafi verið ljóst árum saman að gera þurfi þjóðarátak í húsnæðismálum. Fjöldi fólks sé fast í viðjum okurleigu, húsnæðisóöryggis, það geti ekki keypt og margir búi í við óviðunandi aðstæður.
30. nóvember 2018
„Við líðum ekki lengur að konur séu smánaðar í skjóli valdamismunar“
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að jafnrétti felist ekki síst í því að fólk beri virðingu hvert fyrir öðru, óháð kyni, kynhneigð, fötlun og öðrum þeim breytum sem hafa áhrif á fólk.
30. nóvember 2018
Gunnar Bragi Sveinsson
Segja Gunnar Braga hafa skaðað orðspor HeForShe
Landsnefnd UN Women fordæmir þá kvenfyrirlitningu og hatursorðræðu sem sex þingmenn viðhöfðu á Klaustur bar. Nefndin segir Gunnar Braga Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafa skaðað HeForShe verkefnið með ummælum sínum.
30. nóvember 2018
Bréf í Icelandair hrynja annan daginn í röð - Allt annað grænt
Hlutabréfaverð í Icelandair hefur lækkað mikið frá því að markaðir opnuðu í morgun. Að öðru leyti er kauphöllin græn og sum félög hafa hækkað skarpt. Mesta hækkunin er hjá eldsneytissala WOW air.
30. nóvember 2018