Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Halldór Halldórsson er oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem stendur.
Vilja auka lóðaframboð, forgangsraða fyrir vegakerfið og auka einkarekstur skóla
Áherslur Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fara fram eftir ár liggja fyrir. Flokkurinn samþykkti þær á málefnaþingi um helgina. Hann vill hverfa frá „gæluverkefnum“ núverandi meirihluta. Kosningabarátta flokksins er hafin.
21. maí 2017
Sigmundi Davíð fannst ræða Sigurðar Inga „ekkert sérstök“
Átökin í Framsóknarflokknum virðast ekki vera nálægt því að linna þrátt fyrir að formaður flokksins hafi kallað eftir aukinni samstöðu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fagnar því að flokksþing fari fram í janúar.
20. maí 2017
Þórður Snær Júlíusson
Að hengja fjölmiðil fyrir Samkeppniseftirlit
20. maí 2017
Fjarskipti: Það verði ekki hópuppsagnir í tengslum við samrunann við 365
Fækka á stöðugildum hjá sameinuðu félagi Fjarskipta og 365 um 41, og sú fækkun á að eiga sér stað 365 megin. Fjarskipti segja að þetta verði gert í gegnum starfsmannaveltu á 12-18 mánuðum. Fækkunin sparar 275 milljónir á ári.
19. maí 2017
Stöðugildum hjá 365 fækkar um 41 við samrunann við Fjarskipti
Gert er ráð fyrir að 275 milljónir króna sparist á ári vegna launa og starfsmannakostnaðar þegar 365 miðlar renna saman við Fjarskipti, móðurfélag Vodafone. Langflestir sjónvarpsáskrifendur 365 eru með hinn svokallaða Skemmtipakka.
19. maí 2017
Þórður Snær Júlíusson
Hin innihaldslausa málsvörn Ólafs Ólafssonar
18. maí 2017
Ólafur telur skýrsluna ekki sanngjarna gagnvart þjóðinni né sér persónulega
Í ávarpi Ólafs Ólafssonar segir hann baksamninga sem tryggðu honum milljarða, og skaðleysisyfirlýsing til Hauck & Aufhäuser, vera aukaatriði. Ólafur vísar í póst frá Guðmundi Ólasyni því til stuðnings að erlend aðkoma að kaupunum hafi ekki skipt máli.
17. maí 2017
Hættir við fjárfestingu í Pressunni
Fjárfestarnir sem ætluðu að setja 300 milljónir í fjölmiðlasamstæðuna Pressuna eru flestir hættir við. Skuldir hennar eru sagðar rúmlega 700 milljónir. Þar af eru tæpur helmingur við lífeyrissjóði, stéttarfélög og vegna vangreiddra opinberra gjalda.
17. maí 2017
Það er einhver með aðgang að fjármunum Dekhill Advisors
Aflandsfélag sem fékk tæplega þrjá milljarða króna greidda vegna leynisamninga sem gerðir voru við sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum er enn í virkt. Félagið, Dekhill Advisors Limited, er með bankareikning í svissneskum banka.
16. maí 2017
Útgáfudögum DV fækkað í einn
Ráðist verður í sársaukafullar og óhjákvæmilegar hagræðingaraðgerðir innan DV og Vefpressunnar. Útgáfudögum DV verður fækkað í einn.
16. maí 2017
Sjónvarpsneysla hefur breyst gríðarlega hratt á síðustu misserum og gert samkeppnisstöðu hefðbundinna áskriftastöðva mun erfiðari.
Viðskiptavinum í sjónvarpsáskrift hjá 365 hefur fækkað töluvert
Innkoma erlendra efnisveitna á íslenskan sjónvarpsmarkað og hröð framþróun í tækni og neyslu afþreyingarefnis hefur gert það að verkum að mun færri heimili kaupa áskrift að Stöð 2 og öðrum sjónvarpsstöðvum 365 en gerðu það fyrir tveimur árum.
16. maí 2017
Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari var formaður rannsóknarnefndarinnar. Finnur Vilhjálmsson saksóknari var starfsmaður hennar. Þeir koma fyrir þingnefnd á morgun.
Rannsóknarnefndin kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á morgun
Ólafur Ólafsson kemur fyrir þingnefnd síðdegis á miðvikudag. Sá fundur verður opinn fjölmiðlum. Fundurinn þar sem rannsóknarnefnd Alþingis um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum svarar spurningum nefndarmanna verður það hins vegar ekki.
15. maí 2017
Efni Fréttablaðsins á að fara inn á Vísi í 44 mánuði eftir kaup
Gangi kaup Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, á flestum miðlum 365 utan Fréttablaðsins mun efni mest lesna dagblaðs landsins samt sem áður birtast á Vísi.is í 44 mánuði. Efni blaðsins má hins vegar ekki birtast á nýjum vef Fréttablaðsins.
15. maí 2017
Baráttan um tryggingafélögin og milljarðana þeirra
VÍS leikur á reiðiskjálfi vegna þess að ásakanir eru uppi um að hópur einkafjárfesta vilji stýra fjárfestingaákvörðunum félagsins í krafti um fimmtungs eignarhlutar. VÍS er þegar búið að kaupa stóran hlut í banka sem hluti hópsins á sjálfur í.
15. maí 2017
Samkeppnin um streymismarkað fyrir tónlist er ansi hörð, og íslenskar streymisveitur hafa ekki getað haldið í við alþjóðlegu risanna á markaðnum.
Spotify tók yfir markaðinn fyrir streymi „nánast á einni nóttu“
Alls óvíst er um framtíð vefsins tonlist.is á streymimarkaði. Innkoma Spotify breytti rekstraraðstæðum vefsins nánast á einni nóttu og „án þess að nokkrum vörnum yrði komið við“.
13. maí 2017
365 miðlar verða næststærsti eigandi Fjarskipta
Í samrunaskrá vegna fyrirhugaðra kaupa Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, á flestum miðlum 365 segir að enginn áhugi sé hjá stórum hluthöfum, eða stjórnendum„að hafa afskipti af ritstjórnarlegu sjálfstæði þeirra fjölmiðla sem heyra undir félagið.“
12. maí 2017
Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marel og einn eigenda Eyris Invest.
Eyrir Invest hefur selt í Marel fyrir 7,8 milljarða króna frá því í febrúar
Eyrir Invest, stærsti eigandi Marel, hefur selt bréf í félaginu fyrir 3,5 milljarða króna. Eyrir seldi líka bréf í febrúar fyrir 4,3 milljaða.
12. maí 2017
Einn þeirra miðla sem tilheyrir Pressusamstæðunni er hið rótgróna blað DV.
Vantar um 700 milljónir inn í Pressuna
Endurskipulagning Pressusamstæðunnar er í uppnámi eftir að fjárhagsstaða hennar reyndist mun verri en upphaflega var áætlað. Stefnt er að því að halda starfseminni áfram en hluti þeirra sem kynntir voru sem hluthafar vilja draga sig út.
11. maí 2017
Ólafur Ólafsson
Ólafur segist ekki hafa blekkt ríkið og vill lýsa pólitískum afskiptum
Í bréfi sem Ólafur Ólafsson sendi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrir tveimur vikum síðan útlistar hann af hverju hann vilji fá að koma fyrir nefndina til að ræða rannsóknarskýrslu um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupunum á Búnaðarbankanum.
10. maí 2017
Hvernig bankakerfi þarf Ísland?
Íslenska ríkið er með það í hendi sér að móta bankakerfið eftir þörfum samfélagsins. Eina fastmótaða stefnan um hvernig kerfið eigi að vera virðist sú að aðrir en ríkið eigi að eiga banka. Bankakerfið er viðfang nýjasta þáttar Kjarnans á Hringbraut.
10. maí 2017
FL Group var umsvifamikið fjárfestingarfélag á árunum fyrir hrun. Það hét Flugleiðir fram á vorið 2005 þegar félaginu var breytt í fjárfestingafélag.
Gamlir lykilmenn í FL Group í hópi sem hefur eignast meirihluta í félaginu
Fjögur félög, Tryggingamiðstöðin og hollenskt félag hafa eignast meirihluta í Stoðum, áður FL Group. Innan hópsins eru stórir eigendur í TM og fyrrverandi lykilmenn í FL Group. Eina eign Stoða er hlutur í Refresco, sem hefur hækkað mikið í verði.
10. maí 2017
Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson kynntu áætlun ríkisstjórnarinnar sem kölluð var Fyrsta fasteign.
Um milljarður af séreignarsparnaði hefur farið í húsnæðisútborgun
Mun færri hafa nýtt sér það úrræði að nýta séreignarsparnað sinn sem útborgun fyrir húsnæði en stjórnvöld reiknuðu með. Nokkur þúsund manns hafa nýtt sér úrræðið og notað samtals 1,1 milljarð króna til að afla sér húsnæðis.
9. maí 2017
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynntu Leiðréttinguna.
Ríkisstjórnin sagði 70 milljarðar – Raunveruleikinn er 31 milljarður
Þegar Leiðréttingin var kynnt átti hún að lækka húsnæðislán um 150 milljarða. Þar af áttu 70 milljarðar að koma til vegna nýtingu séreignarsparnaðar. Nú þegar tveir mánuðir eru eftir hafa landsmenn nýtt 31 milljarð. Samtals er lækkun lána 103 milljarðar.
8. maí 2017
Karl Wernerson
Karl Wernersson skýtur lyfjakeðju undan...aftur
Lyf og heilsa er nú skráð í eigu rétt rúmlega tvítugs sonar Karls Wernerssonar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem faðir hans færir lyfjakeðjuna milli eigenda með hætti sem orkað hefur tvímælis. Það gerði hann líka í kringum hrunið.
7. maí 2017
Þórður Snær Júlíusson
Má ráðherra brjóta lög?
6. maí 2017