Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Hækkun á húsnæðisverði étur upp vaxtabætur en eykur skattbyrði
Frá árinu 2010 hafa vaxtabætur lækkað um 7,7 milljarða króna og þeim fjölskyldum sem eiga rétt á þeim fækkað um 30 þúsund. Á sama tíma hafa fasteignagjöld skilað Reykjavíkurborg 50 prósent meiri skatttekjum.
11. ágúst 2017
Inga Sæland segist ekki etja saman hælisleitendum og öryrkjum
Formaður Flokks fólksins segir aðra reyna að ata auri á flokkinn og snúa út úr málflutningi sínum. Fyrir liggi að Íslendingar búi í fjölmenningarsamfélagi.
11. ágúst 2017
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna sat hjá við ráðningu borgarlögmanns
Meirihlutinn í Reykjavík var ekki samstíga við ráðningu borgarlögmanns í dag. Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Bjartar framtíðar greiddu atkvæði með ráðningu Ebbu Schram en Líf Magneudóttir, fulltrúi Vinstri grænna,sat hjá.
10. ágúst 2017
Koeman segir Everton nálægt því að kaupa Gylfa Sigurðsson
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Sigurðsson er stutt frá því að verða dýrasti leikmaður Everton frá upphafi og á meðal dýrustu leikmanna sögunnar. Knattspyrnustjóri Everton segir að kaupin séu nálægt því að klárast.
10. ágúst 2017
Tvö prósent fjölskyldna skiptu með sér tug milljarða söluhagnaði
3.682 fjölskyldur, tæplega tvö prósent fjölskyldna, fengu hagnað vegna hlutabréfasölu í fyrra upp á 28,7 milljarða króna. Tekjur vegna hlutabréfasölu jukust um 38,3 prósent milli ára en fjölskyldum sem nutu slíks hagnaðar fjölgaði einungis um 3,7 prósent.
10. ágúst 2017
Borgun sektað vegna ólöglegra bónusgreiðslna
Borgun hefur gert sátt við Fjármálaeftirlitið og greitt sekt vegna bónusgreiðslna sem allt starfsfólk fyrirtækisins fékk í fyrrahaust vegna þess mikla vaxtar og viðgangs sem Borgun hefur gengið í gegnum.
9. ágúst 2017
Bónus, stærsta verslunarkeðja landsins, er krúnudjásnið í Hagasamstæðunni. Alls reka Hagar 50 verslanir innan fimm smásölufyrirtækja og fjögurra vöruhúsa.
Stærstu lífeyrissjóðirnir ekki með tapstöðu í Högum
Stærstu lífeyrissjóðir landsins eiga rúmlega þriðjungshlut í Högum. Þeir keyptu stærstan hluta bréfa sinna þegar gengi Haga var mun lægra en það er í dag.
9. ágúst 2017
Vill Costco og IKEA-áhrif á íslenskan landbúnað
Ráðherra í ríkisstjórn segir það ekki náttúrulögmál að vera með hæsta matvöruverð í heimi. Tímabært sé að horfast í augu við þann kostnað sem vernd á landbúnaði bakar neytendum, láta hagsmuni almennings ráða för og breyta kerfinu.
9. ágúst 2017
Tekjur vegna fasteignagjalda í Reykjavík 50 prósent hærri en 2010
Reykjavíkurborg hefur notið góðs af gríðarlegri hækkun fasteignaverðs á undanförnum árum. Innheimt fasteignagjöld borgarinnar hafa aukist um 50 prósent frá 2010. Á milli 2016 og 2017 skiluðu þau 18,2 milljörðum í tekjum í borgarsjóð.
8. ágúst 2017
Hagar reka meðal annars verslanir Bónus um allt land.
Hrun á gengi bréfa Haga við opnun markaða
Markaðsvirði Haga hefur lækkað um fjóra milljarða króna frá opnun markað í morgun. Það hefur minnkað um 24,4 milljarða króna frá opnun Costco í maí.
8. ágúst 2017
Innkoma Costco á íslenskan dagvörumarkað hefur gjörbreytt stöðunni á honum. Fyrirtækið leggur m.a. mikið upp úr því að selja grænmeti og ávexti.
Segir Samkeppnisyfirvöld verða að taka tillit til áhrifa af komu Costco
Áhrif Costco á íslenskan dagvörumarkað virðast vera mikil. Hagar hafa tvívegis sent frá sér afkomuviðvörun og bréf í félaginu hafa hríðfallið í verði. Framkvæmdastjóri SVÞ segir Samkeppniseftirlitið verða að taka tillit til hinna breyttu aðstæðna.
8. ágúst 2017
Hagar reka meðal annars verslanir Bónus, sem hafa orðið fyrir áhrifum vegna innkomu Costco.
Önnur afkomuviðvörunin frá Högum eftir innkomu Costco
Hagar segja ljóst að breytt staða á markaði „hafi mikil áhrif á félagið“. Sú breytta staða er innkoma Costco, sem opnaði verslun hérlendis í maí. Markaðsvirði Haga hefur dregist saman um 18,5 milljarða frá því að Costco opnaði.
6. ágúst 2017
Kjartan Þór Eiríksson.
Stjórn Kadeco mun ekki taka afstöðu í máli fyrrverandi framkvæmdastjóra
Ekki mun reyna á afstöðu stjórnar Kadeco gagnvart svörum fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins vegna viðskipta hans á Ásbrú þar sem hann hefur þegar sagt upp starfi sínu.
5. ágúst 2017
Nokkur tilboð voru yfir 11 milljörðum í hlut HS Orku í Bláa lóninu
Meirihlutaeigandi HS Orku segir að nokkur tilboð hafi borist í 30 prósent hlut fyrirtækisins í Bláa lóninu sem hafi verið yfir ellefu milljörðum króna. Minnihlutaeigendur telja virði hlutarins meira og höfnuðu öllum fyrirliggjandi tilboðum.
4. ágúst 2017
Þórður Snær Júlíusson
Að hengja innflytjendur fyrir elítu
4. ágúst 2017
Fjarskipti skuldbinda sig til að reka miðla 365 í þrjú ár
Í drögum að skilyrðum sem Fjarskipti hafa sent Samkeppniseftirlitinu vegna kaupa á flestum miðlum 365 kemur fram að félagið skuldbindi sig til að reka þá í þrjú ár. Þar er einnig að finna skilyrði sem á að tryggja sjálfstæði ritstjórna miðlanna.
3. ágúst 2017
Þórður Snær Júlíusson
Þegar fúsk verður allt í einu í lagi
2. ágúst 2017
Inga Sæland: „Ég er sennilega svona Marine Le Pen týpa“
Flokkur fólksins mælist með 8,4 prósent fylgi og næði fimm mönnum á þing ef kosið yrði í dag. Formaður hans er sátt með að vera kölluð popúlisti.
2. ágúst 2017
Kjartan Þór Einarsson.
Framkvæmdstjóri Kadeco segir starfi sínu lausu
Kjartan Þór Eiríksson hefur þegar látið af störfum sem framkvæmdastjóri Kadeco. Starfsemi félagsins, sem er í eigu íslenska ríkisins, verður aflögð í núverandi mynd í nánustu framtíð.
1. ágúst 2017
Hluthafar Árvakurs lánuðu félaginu 179 milljónir
Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, skuldaði hluthöfum sínum 179 milljónir í lok síðasta árs. Hlutaféð var hækkað um 200 milljónir í sumar og Kaupfélag Skagfirðinga lagði til stærstan hluta þess. Viðskiptavild bókfærð vegna kaupa á útgáfu Andrésblaða.
1. ágúst 2017
ÁTVR greinir ekki á milli munntóbaks og neftóbaks
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins framleiðir grófkornað neftóbak. Kannanir sýna að langflestir nota það sem munntóbak. Samkvæmt lögum er neftóbak löglegt en munntóbak ólöglegt. Enn eitt sölumetið var sett í fyrra.
1. ágúst 2017
Seðlabankinn birtir skýrslu um neyðarlán Kaupþings á næstu mánuðum
Skýrsla sem boðuð var í febrúar 2015 af Seðlabanka Íslands, og fjallar um tildrög þess að Kaupþing fékk 500 milljóna evra neyðarlán í október 2008, verður birt á næstu mánuðum. Hún mun einnig fjalla um söluferli FIH.
31. júlí 2017
Aflandskrónueigendur sem neita að fara
Hluti þeirra sjóða sem eiga aflandskrónur hérlendis hafa staðið af sér afarkosti íslenskra stjórnvalda. Og þeir hafa mokgrætt á því. Nú bíða þeir eftir því að höftum á aflandskrónum verði lyft, og allt lítur út fyrir að það verði gert á þessu ári.
3. júlí 2017
Þórður Snær Júlíusson
Afsláttur á eignum og heilbrigðisvottorð á falið fé
1. júlí 2017
Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco.
Vildu að framkvæmdastjóri Kadeco gerði skriflega grein fyrir viðskiptum sínum
Framkvæmdastjóri Kadeco gerði munnlega grein fyrir viðskiptum sínum við kaupanda eigna á Ásbrú á stjórnarfundi í fyrradag. Stjórnin óskaði eftir skriflegum skýringum. Framkvæmdastjórinn á félag með manni sem keypti þrjár fasteignir af Kadeco.
30. júní 2017