Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ber ábyrgð á tillögunum.
Ríkið býðst til að setja 650 milljónir í að mæta vanda sauðfjárbænda
Í tillögum stjórnvalda vegna erfiðleika sauðfjárbænda er lagt til að ríkið greiði um 650 milljóna framlag til að mæta stöðu þeirra. Á móti vill ríkið að ráðist verði í aðgerðir til að draga úr framleiðslu og að búvörusamningar verði teknir upp.
4. september 2017
Þorsteinn Víglundsson, ráðherra félags- og húsnæðismála
Ekki kostnaðarlega forsvaranlegt að halda Háholti opnu
Félags- og jafnréttisráðherra útilokar að meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði verði opnað aftur. Rekstur þess kostaði hálfan milljarð á þremur árum en vistmenn voru að jafnaði 1-3. „Skelfileg meðferð á opinberu fé“ sagði forstjóri Barnaverndarstofu.
4. september 2017
FL Group var eitt alræmdasta fjárfestingafélag fyrirhrunsáranna. Það fór aldrei í þrot og er enn starfandi undir sömu kennitölu. Í dag heitir það Stoðir og heldur nú utan um eina eign.
Fjárfesting í gamla FL Group þegar búin að skila milljarðaávöxtun
Snemma á árinu keyptu Tryggingamiðstöðin (TM) og nokkrir fjárfestar meirihluta í Stoðum, áður FL Group. Hópurinn var að mestu samansettur af hluthöfum í TM og mönnum sem áður gegndu lykilstöðum hjá FL Group. Virði hlutarins hefur aukist um milljarða.
2. september 2017
Svandís: Búið að ákveða að ekkert komi út úr starfi veiðigjaldanefndar
Fulltrúi Vinstri grænna í nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi segir starfsemi nefndarinnar vera sjónarspil. Vinna hennar snúist um að tryggja að sökin á breytingarleysi liggi annars staðar en hjá ríkisstjórninni.
1. september 2017
Þórður Snær Júlíusson
Allt í lagi, tökum umræðuna
1. september 2017
Ráðhús Reykjavíkur.
Reykjavíkurborg skilar miklu meiri afgangi en lagt var upp með
Alls skilaði sá hluti reksturs Reykjavíkurborgar sem rekin er fyrir skattfé 3,6 milljarða króna afgangi á fyrri hluta ársins. Það er 2,5 milljörðum krónum meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ástæðan er m.a. hærri skatttekjur og framlög Jöfnunarsjóðs.
31. ágúst 2017
Björt ÓIafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Staða forstjóra Umhverfisstofnunar verður auglýst til umsóknar
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur tilkynnt forstjóra Umhverfisstofnunar að staða hennar verði auglýst til umsóknar. Tilkynningin var send innan þess sex mánaða frestar sem þarf að gefa ef til stendur að auglýsa stöðu hans þegar skipanatími rennur út.
30. ágúst 2017
Björt ÓIafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Björt: Fólk er svipt frelsi sínu í Reykjanesbæ
Umhverfis- og auðlindaráðherra segir að ástandið í Reykjanesbæ vegna mengandi stóriðju í Helguvík sé grafalvarlegt.
30. ágúst 2017
Skeljungur var skráður á markað í desember í fyrra.
Skeljungur hækkaði mikið en er samt langt frá útboðsgengi
Bréf í Skeljungi hækkuðu um þrettán prósent í dag. Þau eru samt sem áður langt frá því gengi sem var á bréfunum þegar félagið var skráð á markað í desember 2016. Markaðsvirði Skeljungs hækkaði um 1,5 milljarð í dag.
29. ágúst 2017
Ætla að mæta bráðavanda sauðfjárbænda með umtalsverðum útgjöldum
Tillögur um hvernig bráðavanda sauðfjárbænda verði mætt verða lagðar fram í vikunni. Í þeim felast umtalsverð útgjöld fyrir ríkissjóð en líka krafa um breytingar á kerfi sem leiðir sífellt af sér offramleiðslu. Krafist verður upptöku á búvörusamningi.
29. ágúst 2017
Skattbyrði tekjulægstu hefur aukist langmest á Íslandi
Allir tekjuhópar borga stærra hlutfall af tekjum sínum í skatta en þeir gerðu fyrir tæpum 20 árum síðan. Byrði tekjulægstu hefur aukist mest, munurinn á skattbyrði þeirra og hinna ríkustu hefur minnkað og tekjujöfnunarhlutverk skattkerfis dregist saman.
28. ágúst 2017
Björgólfur Guðmundsson var stjórnarformaður og einn aðaleiganda Landsbanka Íslands fyrir bankahrunið.
Björgólfur sýknaður í fjársvikamáli
Fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, Björgólfur Guðmundsson, var á meðal níu manns sem voru ákærðir í fjársvikamáli sem rekið var fyrir frönskum dómstólum. Allir ákærðu voru í dag sýknaðir.
28. ágúst 2017
Ægir Már Þórsson, forstjóri Advania
Advania hagnaðist um 173 milljónir á fyrri hluta 2017
Hagnaður Advania hefur þrefaldast á milli ára. Mikil tekjuaukning hefur átt sér stað þrátt fyrir að hluti tekna sé í erlendri mynt og gengisþróun hafi verið óhagstæð.
28. ágúst 2017
Helgi Magnússon fjárfestir sendi tölvupóst á hóp áhrifamanna í mars 2014.
Þegar bakbein Viðreisnar velti fyrir sér hvort Davíð væri dýrasti maður lýðveldisins
2014 var umrótarár fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þá ákvað hópur fjársterkra áhrifamanna að yfirgefa flokkinn og hefja undirbúning að stofnun Viðreisnar. Þeir áttu m.a. samskipti í tölvupósti. Og gagnrýndu þar Davíð Oddsson, helmingaskipti og Morgunblaðið.
27. ágúst 2017
Kostar milljarða að gera við rakaskemmdir í Orkuveituhúsinu
Vesturhús Orkuveituhússins er mjög illa farið af rakaskemmdum. Þegar áfallinn kostnaður er um hálfur milljarður króna og viðgerðir kosta á bilinu 1,5-3 milljarða króna.
25. ágúst 2017
Pressan fékk seljendalán þegar hún keypti DV árið 2014. Það lán hefur ekki verið greitt.
Á 91 milljóna króna kröfu á Pressuna og hefur stefnt henni fyrir dóm
Félag sem á tugmilljóna króna kröfu á fjölmiðlafyrirtækið Pressuna hefur stefnt því fyrir dómstóla. Krafan á rætur sínar að rekja til seljendaláns sem veitt var til að kaupa DV árið 2014. Málið verður tekið fyrir í september.
25. ágúst 2017
Þórður Snær Júlíusson
Hvenær á ríkisstjórn að skila lyklunum?
25. ágúst 2017
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð: Kallar eftir þori til að ræða flóttamannamál
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að þeir sem móti stefnu verði að þora að ræða stærstu úrlausnarefni samtímans, eins og aukin flóttamannastraum. Annars muni þeir eftirláta öfgamönnum umræðuna og lausnirnar á málinu.
24. ágúst 2017
Segir veiðigjöld aldrei verða „meiriháttar tekjustofn fyrir ríkissjóð“
Ráðgjafi nefndar um sanngjarnari gjaldtöku ríkisins vegna nýtingar á fiskveiðiauðlindinni segir að menn hafi séð ofsjónum yfir hagnaði í sjávarútvegi. Hann verði hissa þegar þeir agnúast út í arðgreiðslur í geiranum.
24. ágúst 2017
Sveinbjörg Birna hætt í Framsókn
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir er hætt í Framsóknarflokknum. Hún segir Framsóknarmenn skorta sannfæringu í afstöðu sinni til hælisleitenda.
24. ágúst 2017
Áformað að stöðva rekstur United Silicon 10. september
Verksmiðjan verður ekki ræst aftur fyrr en að úrbætur hafa verið gerðar. Arion banki afskrifaði hlutafé upp á einn milljarð í United Silicon í nýbirtum árshlutareikningi. Fyrirtækið skuldar Arion banka enn átta milljarða.
24. ágúst 2017
Höskuldur H. Ólafsson er bankastjóri Arion banka.
Arion banki færir niður allan eignarhlut sinn í United Silicon
Arion banki hefur lánað átta milljarða króna til United Silicon í Helguvík. Óvissa er um hversu mikið af þeirri upphæð þarf að afskrifa.
23. ágúst 2017
Um 1.200 börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimili
Um 200 starfsmenn vantar í hlutastörf á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar.Rúmur þriðjungur þeirra barna sem sótt hafa um vistun hafa ekki fengið hana. Heildartala barna á höfuðborgarsvæðinu öllu er líklega mun hærri.
23. ágúst 2017
Ætla að taka við miðlum 365 í október eða nóvember
Fjarskipti munu taka við þeim miðlum 365 sem félagið hefur samið um kaup á annað hvort 1. október eða 1. nóvember, samþykki Samkeppniseftirlitið samrunann.
23. ágúst 2017
Panamafélag, Mike Ashley og baráttan um Sports Direct á Íslandi
Mike Ashley er umdeildur maður. Hann er hataður af stuðningsmönnum Newcastle, ældi einu sinni í arinn vegna drykkju á stjórnendafundi og á það til að leggja sig undir borðum ef honum finnst fundir leiðinlegir.
22. ágúst 2017