Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Misskipting auðs heldur áfram að aukast á Íslandi
Ríkustu 20 þúsund fjölskyldur þjóðarinnar tóku til sín um helming þess eigin fjár sem varð til á Íslandi í fyrra. Hin 90 prósent þjóðarinnar skiptu með sér hinum helmingnum. Tvær þjóðir búa saman í einu landi.
12. október 2017
Það er forystukrísa á Íslandi
Halla Tómasdóttir segir að svipt hafi verið hulunni af miklum óheiðarleika á Íslandi á undanförnum árum. Til að ná að gera nýjan samfélagssáttmála þurfum við að byggja upp traust sem glataðist.
12. október 2017
Benedikt Jóhannesson hefur vikið sem formaður Viðreisnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er tekin við.
Formannsskipti í Viðreisn – Þorgerður Katrín tekur við
Benedikt Jóhannesson er ekki lengur formaður Viðreisnar. Flokkurinn mælist nú með 3,3 prósent fylgi og er töluvert frá því að ná manni inn á þing.
11. október 2017
Íslendingar áttu, og eiga, mikið magn eigna í þekktum skattaskjólum. Grunur leikur á um að hluti þeirra eigna hafi ratað aftur inn í íslenskt hagkerfi í gegnum fjárfestingarleiðina.
Ekki upplýst um hverjir fengu að nýta sér fjárfestingarleiðina
Hvorki fjármála- og efnahagsráðuneytið né Seðlabanki Íslands telja sér heimilt að upplýsa um hvaða einstaklingar og lögaðilar nýtt sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Kjarninn hefur kært málið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.
10. október 2017
Það er staðfest...Ísland fer á HM!
Íslenska karlalandsliðið er komið á lokamót HM í Rússlandi eftir sigur á liði Kósovo í Laugardalnum í kvöld. Lið sem hefur þegar skráð sig á spjöld knattspyrnusögunnar bætti enn við þann kafla í kvöld. Með gylltu letri.
9. október 2017
Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Vodafone á 365 miðlum
Eigendur 365 munu þurfa að selja annað hvort Fréttablaðið eða hlut sinn í móðurfélagi Vodafone innan tiltekins tíma til að rjúfa eignatengsl milli fjölmiðlafyrirtækja í samkeppni.
9. október 2017
Sagan af Sjóði 9 og hinum peningamarkaðssjóðunum
Sjóður 9 hringir bjöllum hjá mörgum en þeir átta sig kannski ekki á af hverju það er. Hann sneri aftur í umræðuna þegar fréttir voru sagðar af viðskiptum forsætisráðherra með eignir í sjóðnum. En hvað var Sjóður 9? Og af hverju er hann svona alræmdur?
9. október 2017
Skapandi eyðilegging í hægra hólfi stjórnmála
Frjálslyndir miðjuflokkar eru við það að detta út af þingi og þjóðernissinnaðir popúlistaflokkar sem sækja fylgi til hægri virðast ætla að taka þeirra stað. Umrótið sem hefur verið til vinstri og á miðju undanfarið er nú að eiga sér stað í hægra hólfinu.
9. október 2017
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór mun fara með mál er varða skipun héraðsdómara
Sigríður Andersen ákvað að víkja sæti við skipan átta héraðsdómara þar sem Ástráður Haraldsson sótti um stöðurnar. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mun fara með málið í hennar stað.
6. október 2017
Íslensku bankarnir enn of stórir til að falla
Veruleg áhætta felst í því að einn eða fleiri bankar séu svo stórir innan hagkerfis að stöðvun þeirra geti lamað efnahagsstarfsemina, segir fyrrverandi aðstoðarforstjóri FME Áhyggjuefni sé hvernig eignarhaldi bankanna verði háttað í framtíðinni.
6. október 2017
Refresco er hollenskur drykkjavöruframleiðandi.
Nýtt yfirtökutilboð komið í Refresco – Íslenskir fjárfestar gætu grætt milljarða
Hópur sem keypti stóran hlut í Stoðum, áður FL Group, í vor mun hagnast mikið á fjárfestingu sinni ef tilboði í einu eign félagsins, Refresco, verður tekið. Hann er m.a. samansettur af hluthöfum í TM og mönnum sem áður gegndu lykilstöðum hjá FL Group.
3. október 2017
Skýrsla Hannesar um hrunið væntanleg
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir að Hannes Hólmsteinn Gissurarson hafi greint því frá að skýrslu hans um erlenda áhrifaþætti hrunsins verði skilað í október. Hún hefur hins vegar ekki borist enn.
3. október 2017
Þórður Snær Júlíusson
Munurinn á staðreyndum og spuna
2. október 2017
Jón Gunnarsson, starfandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Segja að Jón hafi mátt færa Hringveginn
Jón Gunnarsson mátti lengja Hringveginn um landið, líkt og hann gerði fyrir helgi, þrátt fyrir að hann sé ráðherra í starfsstjórn. Kostnaður við breytinguna er ekki mikill.
2. október 2017
Wintris greiddi ekki skatta í samræmi við lög og reglur
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og eiginkona hans sóttust eftir því að fá breyta skattframtölum sínum eftir að Wintris-málið kom upp. Í bréfi til skattyfirvalda sögðu þau að ekki væri „útilokað að réttara hefði verið að haga skattskilum“ með öðrum hætti.
2. október 2017
Engin sýnileg ríkisstjórn í kortunum
Klofningsframboð úr Framsóknarflokknum virðist helst taka fylgi frá honum og Sjálfstæðisflokki. Samanlagt fylgi Framsóknarblokkarinnar yrði þriðja versta kosningarniðurstaða flokksins frá upphafi.
29. september 2017
Björn Ingi staðfestir samstarf við Sigmund Davíð
Björn Ingi Hrafnsson hefur staðfest að boðað framboð sem hann vann að muni ganga til liðs við nýja hreyfingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
28. september 2017
Þorsteinn Pálsson.
Segir Sjálfstæðisflokkinn hafa verið veika hlekkinn í ríkisstjórninni
Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn ábyrgan fyrir því að ríkisstjórnin féll, ekki samstarfsflokkanna. Þingmenn hafi ekki getað staðið við stjórnarsáttmálann og ráðherrar hans hafi klúðrað lykilmálum.
27. september 2017
Mun taka allt að tvö ár að fá niðurstöðu Hæstaréttar
Hæstiréttur hefur upplýst Lögmannafélag Íslands um að það megi gera ráð fyrir því að það geti tekið 18 til 24 mánuði að fá niðurstöðu dómstólsins í einkamálum.
27. september 2017
Haniye Maleki ásamt föður sínum. Til stóð að vísa þeim úr landi fyrr í þessum mánuði en því var síðar frestað. Mál hennar og annarrar stúlku í hópi innflytjenda er meginástæða þess að frumvarpið var lagt fram.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði á móti breytingum á útlendingalögum
Formenn sex flokka á þingi lögðu fram frumvarp sem koma á í veg fyrir að börnum hælisleitenda verði vísað úr landi. Þingmenn þeirra flokka samþykktu frumvarpið og varð það að lögum í nótt. Þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu einir atkvæði gegn því.
27. september 2017
Segir jafn mikilvægt að aðstoða sauðfjárbændur og að koma börnum í skjól
Þingmaður Framsóknarflokksins segir það ekki mikilvægasta þingmálið að koma börnum hælisleitenda í skjól. Jafn mikilvægt sé að koma til móts og bjarga fjölskyldum sauðfjárbænda og það sé að koma börnum hælisleitenda í skjól.
26. september 2017
Mikil óvissa um hvort greiddur sé skattur af Airbnb-leigu
Heimagisting í gegnum Airbnb velti um 6,6 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2017. Talið er að slík gisting sé með 50 prósent markaðshlutdeild. Og vafi er á hvort skattur sé greiddur af tekjum af henni.
26. september 2017
Maður klýfur flokk
Djúpstæður ágreiningur um Sigmund Davíð Gunnlaugsson hefur klofið hinn 100 ára gamla Framsóknarflokk. Átökin virðast ekki snúast að neinu leyti um málefni heldur um persónu Sigmundar Davíðs. Hann ætlar að stofna flokk utan um þá persónu.
26. september 2017
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Framsókn leggur áherslu á stöðugleika og vill hátekjuskatt
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur sent flokksmönnum bréf í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði sig úr flokknum. Þar kynnti hann stefnumál flokksins í komandi kosningum og brást við brotthvarfi Sigmundar Davíðs.
25. september 2017
Tíu milljarðar farnir í Hörpu frá 2011
Þegar tap Hörpu frá árinu 2011 er lagt saman við framlög ríkis og borgar vegna skulda hennar og rekstrarframlags eigenda þá er samtalan um tíu milljarðar króna. Þegar hefur tæpur hálfur milljarður í viðbót verið settur inn á þessu ári.
25. september 2017