Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Þórður Snær Júlíusson
Sýnið fyrir hvern þið vinnið
1. desember 2017
Trúverðugleiki Seðlabankans gæti skaðast vegna leka
Verið er að kanna með hvaða hætti leki á afriti af símtali milli Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde verði rannsakaður. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vitnað er í símtal sem tekið var upp í bankanum án þess að annar aðilinn vissi af því.
1. desember 2017
Umfangsmikil málamiðlun sem hver getur túlkað með sínu nefi
Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er 40 blaðsíður og yfir 6.200 orð. Í honum eru sett fram nokkur mál og stefnur með skýrum hætti sem munu einkenna stjórnina, önnur sem eru loðnari í framsetningu og sum sem eru beinlínis óskiljanleg.
30. nóvember 2017
Ásmundur Einar nýr félagsmálaráðherra – Jón Gunnarsson missir ráðherrastól
Tillaga um ráðherraskipan Framsóknarmanna var samþykkt á þingflokksfundi í hádeginu. Allir verðandi ráðherrar Sjálfstæðisflokks eru nú þegar ráðherrar. Sex karlar verða í ríkisstjórninni en fimm konur.
30. nóvember 2017
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson.
Verkaskipting liggur fyrir – Vinstri græn fá forseta Alþingis
Vinstri græn fá forsætis-, heilbrigðis- og umhverfisráðuneytið. Framsókn fær samgöngu-, mennta- og félagsmálaráðuneytið. Sjálfstæðisflokkurinn fær rest.
30. nóvember 2017
Flokksráð Vinstri grænna búið að samþykkja myndun nýrrar ríkisstjórnar
Flokksráð Vinstri grænna er búið að samþykkja stjórnarsáttmála komandi ríkisstjórnar. 81 prósent sagði já. Því er leiðin greið fyrir Katrínu Jakobsdóttur að mynda stjórnina formlega á morgun.
29. nóvember 2017
Bjarni Benediktsson mun snúa aftur í fjármála- og efnahagsráðuneytið eftir stutta dvöl í forsætisráðuneytinu. Hann mun leggja fram ný fjárlög og bera ábyrgð á framlagningu nýrrar fjármálaáætlunar til fimm ára.
Ný fjárlög munu verða með mun minni afgangi og fjármálaáætlun verður tekin upp
Fyrir liggur hvaða væntanlegi stjórnarflokkur fær hvaða ráðuneyti. Fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar verður tekin upp og útgjöld aukin umtalsvert með sjálfbærum tekjustofnum. Samkvæmt fyrirliggjandi áætlun áttu útgjöld að aukast yfir 200 milljarða.
29. nóvember 2017
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verður næsti forsætisráðherra þjóðarinnar ef stjórnarsáttmálinn verður samþykktur á morgun.
Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður og fæðingarorlof lengt
Í stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnar kemur fram að það eigi að stofna stöðugleikasjóð og gera hvítbók um endurskipulagningu fjármálakerfisins. Málefni Seðlabankans verða áfram í forsætisráðuneytinu og nefnd skipuð um endurskoðun stjórnarskrár.
28. nóvember 2017
Tíu staðreyndir um húsnæðismál á Íslandi
Ungt og/eða efnalítið fólk getur ekki komist inn á húsnæðismarkað, þrátt fyrir langvinnt góðæri. Flestir sem leigja vilja vera í öðrum aðstæðum. Og þeir sem eiga húsnæði græða á þessu öllu saman. Hér eru tíu staðreyndir um þennan snúna markað.
28. nóvember 2017
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Formaður VR: Salan á Bakkavör gæti verið eitt stærsta fjársvikamál Íslandssögunnar
Ragnar Þór Ingólfsson hefur kallað eftir því að lífeyrissjóðirnir sem áttu hlut í Bakkavör fari fram á opinbera rannsókn á því hvort þeir hafi verið blekktir af Lýði og Ágústi Guðmundssonum.
27. nóvember 2017
Ríkisstjórn verður formlega mynduð á fimmtudag eða laugardag
Ríkisstjórnarmyndun er á lokametrunum. Fundað verður með þingflokkum og stjórnarandstöðu í dag og flokksstofnunum um miðja viku. Stjórnin tekur líklega formlega við á fimmtudag eða laugardag og þing verður kallað saman undir lok næstu viku.
27. nóvember 2017
Stefnt að því að stjórnarsáttmáli liggi fyrir á morgun
Skálað var í freyðivíni í ráðherrabústaðnum fyrr í dag. Talið er að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur liggi fyrir á morgun.
26. nóvember 2017
Hinn pólitíski fasismi sem hræðir Íslendinga til að þegja
Bókadómur um Allt kann sá er bíða kann – Æsku og athafnasögu Sveins R. Eyjólfssonar.
26. nóvember 2017
Hlutfall erlendra ríkisborgara er líka mismunandi eftir hverfum. Þannig eru um 30 prósent íbúa Efra-Breiðholts innflytjendur og rúmlega 22 prósent íbúa í Bakkahverfinu.
Fjórir af hverjum tíu nýjum útlendingum setjast að í Reykjavík
Gríðarleg fjölgun hefur orðið á fjölda þeirra erlendra ríkisborgara sem flust hafa til Íslands það sem af er árinu 2017. Langflestir þeirra hafa sest að í Reykjavík og á Suðurnesjunum. Erlendir ríkisborgarar eru hins vegar sárafáir í Garðabæ.
25. nóvember 2017
Björt ÓIafsdóttir, starfandi umhverfis- og auðlindaráðherra.
Bjóst ekki við því að ríkisstjórnin lifði kjörtímabilið vegna hneykslismála
Björt Ólafsdóttir segist hafa gert ráð fyrir því að síðasta ríkisstjórn myndi ekki lifa af. Hún hafi því viljað ljúka sínum málum á tveimur árum. Hún var viss um að hneykslismál myndu koma upp og að Sjálfstæðisflokkur myndi ekki bregðast rétt við þeim.
24. nóvember 2017
Stórar hindranir í vegi fyrir ríkisstjórnarmyndun
Þeir þrír flokkar sem reyna nú myndun ríkisstjórnar eiga enn eftir að komast að málamiðlun í risastórum málum. Mikil ólga er í baklandi, og á meðal kjósenda, Vinstri grænna þótt um minnihluta sé að ræða. Ef næst saman verður stjórnin kynnt í næstu viku.
22. nóvember 2017
Þórður Snær Júlíusson
Vandamál kvenna eru karlar
22. nóvember 2017
Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur lokið við gerð skýrslu sinnar. Hún verður þó ekki birt fyrr en 16. janúar.
Skýrslur Seðlabankans og Hannesar verða báðar birtar í janúar
Tvær skýrslur sem fjalla um hrunið og eftirmála þess verða birtar í janúar. Önnur er eftir Hannes Hólmstein Gissurarson en hin er unnin af Seðlabanka Íslands. Báðar munu fjalla, að minnsta kosti að hluta, um sömu atburði en með mjög ólíkum hætti.
20. nóvember 2017
Þórður Snær Júlíusson
Þegar fjölmiðill velur að sitja á upplýsingum
18. nóvember 2017
Davíð Oddsson og Geir Haarde.
Símtal Davíðs og Geirs birt: Vissu að lánið fengist ekki endurgreitt
Símtal milli þáverandi seðlabankastjóra og þáverandi forsætisráðherra, sem fór fram neyðarlagadaginn 6. október 2008, hefur verið birt í heild sinni í Morgunblaðinu, sem er ritstýrt af Davíð Oddssyni.
18. nóvember 2017
Þórður Snær Júlíusson
Nokkrir dagar á Íslandi
16. nóvember 2017
Flestir þeirra sem voru til rannsóknar, en sleppa nú við ákæru, færðu fjármagn sem átti að skattleggjast á Íslandi til annarra landa og gáfu ekki réttar upplýsingar um skattstofn þess til að reyna að komast hjá greiðslu lögboðina skatta.
Undandreginn skattstofn mála sem hafa verið niðurfelld er 9,7 milljarðar
Alls hafa verið felld niður 62 skattsvikamál vegna þess að rof varð á rannsóknum þeirra. Fleiri mál verða líkast til felld niður, þrátt fyrir að rökstuddur grunur sé um stórfelld skattsvik. Umfangsmesta málið snýst um skattsstofn upp á 2,2 milljarða.
15. nóvember 2017
Tugir grunaðra skattsvikara sleppa við refsingu og sektir
Héraðssaksóknari hefur fellt niður um 60 mál gegn grunuðum skattsvikurum. Skattstofninn í skattsvikamálum sem eru til meðferðar hjá embættinu hleypur á milljörðum. Ástæðan er rof í málsmeðferð á meðan að beðið var niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu.
14. nóvember 2017
Þórður Snær Júlíusson
Risastórt veðmál Vinstri grænna
14. nóvember 2017
Þurfa að selja Fréttablaðið eða hlut í Vodafone innan 30 mánaða
Samkeppniseftirlitið setti skilyrði fyrir því að Fjarskipti, móðurfélag Vodafone, fengi að kaupa fjölmiðla út úr 365 miðlum. Eitt þeirra var sú að eigendur 365 selji annað hvort Fréttablaðið og tengda vefi eða þorra eignarhlutar síns í Fjarskiptum.
13. nóvember 2017