Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Lárus Welding varð forstjóri Glitnis einungis 31 árs að aldri. Hann náði að gegna starfinu í rúmt ár.
Lárus Welding: Kaup Jóns Ásgeirs og félaga í Glitni voru valdapólitík
Fyrrverandi forstjóri er á meðal helstu heimildarmanna í nýrri bók um tímann í viðskiptalífinu og stjórnmálum frá aldarmótum og fram að hruni. Þar greinir hann m.a. frá samskiptum sem áttu sér stað í aðdraganda hrunsins.
20. desember 2017
Þórður Snær Júlíusson
Auðvitað má ráðherra brjóta lög, það er hluti af menningunni
20. desember 2017
Sigríður mun ekki segja af sér í kjölfar dóms Hæstaréttar
Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigríður Andersen hafi brotið stjórnsýslulög í Landsréttarmálinu. Hún ætlar ekki að segja af sér embætti vegna þessa.
19. desember 2017
Hæstiréttur segir dómsmálaráðherra hafa brotið gegn stjórnsýslulögum
Málsmeðferð Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, þegar vék frá niðurstöðu dómnefndar um skipan 15 dómara við Landsrétt, var andstæð stjórnsýslulögum. Vegna þess var einnig annmarki á meðferð Alþingis á málinu.
19. desember 2017
Langflestir þeirra sem fá hæli hérlendis koma frá Afganistan, Írak eða Sýrlandi.
Fjöldi þeirra sem sóttu um hæli á Íslandi í ár er nánast sá sami og í fyrra
Útlit er fyrir að fjöldi hælisleitenda hérlendis á þessu ári verði nánast sá sami og hann var í fyrra. Búist hafði verið við mun fleirum. Alls hafa fimm fleiri fengið hæli á árinu 2017 en fengu árið 2016.
19. desember 2017
Þórður Snær Júlíusson
Þjóðarskömmin
18. desember 2017
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Vill fá að vita hver aksturskostnaður dýrustu þingmannanna er
Óskað er eftir því að fá upplýsingar um hver mánaðarlegur og árlegur aksturskostnaður þeirra þriggja þingmanna sem fengu hæstu greiðslurnar samkvæmt akstursskýrslu á árunum 2013–2016 í hverju kjördæmi.
17. desember 2017
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Kallar eftir upplýsingum um hvað ríkustu Íslendingarnir eiga mikið
Logi Einarsson hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi og vill fá að vita hvað allra ríkustu fjölskyldur landsins eiga mikið eigið fé. Hann vill líka fá upplýsingar um hvernig sú eign hefur þróast á undanförnum árum.
16. desember 2017
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Mánaðarlegum launagreiðslum til stórmeistara verður hætt
Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp í voru sem mun gera það að verkum að stórmeistarar í skák fá ekki lengur mánaðarlegar launagreiðslur úr launasjóði. Þess í stað munu þeir fá greiðslur að fyrirmynd listamannalauna.
15. desember 2017
Þórður Snær Júlíusson
Markaðsbrestur fjölmiðla
15. desember 2017
Metútgjöld, skattalækkanir og niðurgreiðsla skulda
Barna- og vaxtabætur munu ekkert hækka á næsta ári frá því sem áður hafði verið ákveðið. Sama er að segja um fæðingarorlofsgreiðslur. Aukin framlög eru fyrst og fremst til heilbrigðis- og menntamála. Kjarninn rýnir í fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar.
14. desember 2017
Ríkissjóður verður rekinn með 35 milljarða afgangi – Útgjöld aukast um 15 milljarða
Ný ríkisstjórn kynnti fjárlagafrumvarp sitt í morgun. Tekjur verða meiri en áætlað var fyrr í haust en útgjöld munu sömuleiðis aukast umtalsvert.
14. desember 2017
Frumkvæðið að mörg hundruð milljóna bónusum kom frá vogunarsjóði
Klakki ætlar að borga nokkrum lykilstarfsmönnum og stjórn allt að 550 milljónir í bónusa fyrir að selja eignir félagsins. Í tilkynningu kemur fram að greiðslurnar gætu orðið lægri og jafnvel engar.
13. desember 2017
Héraðssaksóknari fellir niður fleiri mál gegn grunuðum skattsvikurum
Héraðssaksóknari hefur nú fellt niður alls 66 mál gegn grunuðum skattsvikurum. Skattstofninn í skattsvikamálum sem eru til meðferðar hjá embættinu hleypur á milljörðum. Skattrannsóknarstjóri hefur kært niðurfellingu sex mála.
12. desember 2017
Kristján Þór Júliusson sést hér með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins.
Endurskoðun á veiðigjöldum getur leitt til hækkunar eða lækkunar
Kristján Þór Júlíusson vill endurskoða álagningu veiðigjalds og segir að sú breyting getið ýmist leitt til hækkunar eða lækkunar á því. Kristján telur sig ekki vanhæfan til að ákvarða um veiðigjöld vegna tengsla sinna við Samherja.
12. desember 2017
Þingmenn í fríi frá þingfundum í næstum 300 daga á árinu 2017
Á árinu 2017 hafa þingmenn lokið mánaðarlöngu jólafríi, farið í 17 daga langt páskafrí frá þingfundum og í sumarfrí sem stóð frá 1. júní til 12. september. Þingfundur hefur ekki verið haldin frá 26. september.
11. desember 2017
Þórður Snær Júlíusson
Hræddir litlir karlar sem níðast á konum
8. desember 2017
Opna vefsvæði þar sem hægt er að tilkynna um lögbrot á fjármálamarkaði
Fjármálaeftirlitið hefur opnað vefsvæði þar sem starfsmenn banka og annarra fjármálafyrirtækja geta tilkynnt um möguleg lögbrot sem þeir verða varir við í starfi sínu.
8. desember 2017
50 prósent aukning á notkun gagnamagns milli ára
Fjórða iðnbyltingin stendur yfir og Íslendingar eru að umfaðma hana. Notkun þeirra á gagnamagni vex um tugi prósenta á milli ára. Internetið er alls staðar.
8. desember 2017
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Telja að útgjöld ríkisins hækki um 87,9 milljarða króna á ári
tök atvinnulífsins telja að framkvæmd þess sem stendur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kosti tæplega 90 milljarða á ári. Auk þess muni tekjur dragast saman. Forsætisráðherra segir að fjárlagafrumvarpið muni gera ráð fyrir „myndarlegum afgangi“.
7. desember 2017
Ríkisstjórnin ætlar að setja fjármagn í Borgarlínu
Samstaða er innan ríkisstjórnarinnar um að setja fjármagn í uppbyggingu Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Hversu mikið ríkið ætlar að setja í verkefnið mun koma í ljós í fjármálaáætlun. Reykjavík ætlar að setja a.m.k. 4,7 milljarða í Borgarlínu á 5 árum.
7. desember 2017
Fjórfalt fleiri kaþólikkar og tólf sinnum fleiri múslimar
Á sama tíma og erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað mjög hratt á Íslandi hefur fjölda þeirra sem eru skráðir í Kaþólsku kirkjuna hérlendis margfaldast. Í byrjun árs voru þeir tæplega 13 þúsund. Múslimum hefur líka fjölgað mjög á síðustu áratugum.
6. desember 2017
Kristján Þór Júlíusson tók við sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir helgi.
Frumvarp verður lagt fram og fyrirkomulag vigtunar á fiski breytt
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið mun leggja fram frumvarp þar sem viðurlög verða endurskoðuð. Það telur ekkert haldbært liggja fyrir um að árangur Fiskistofu sé síðri eftir flutning til Akureyrar og sá flutningur verður ekki endurskoðaður.
5. desember 2017
United Silicon fær áframhaldandi greiðslustöðvun til 22. janúar
United Silicon fékk greiðslustöðvun sína framlengda í dag. Arion banki greiðir um 200 milljónir króna á mánuði vegna rekstursins og hefur þegar afskrifað 4,8 milljarða króna.
4. desember 2017
Þórður Snær Júlíusson
Mikilvægi heildarhyggju
2. desember 2017