Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins.
Segja formann Varðar hafa brotið trúnað
Þrír félagar í stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, hafa efasemdir um leiðtogaprófkjör. Þeir segja að formaður Varðar hafi brotið trúnað og fari ekki með rétt mál.
22. ágúst 2017
Benedikt Jóhannesson er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Viðreisnar. Hann var á meðal þeirra sem gaf flokknum fé í fyrra.
Helgi Magnússon og aðrir bakhjarlar gáfu Viðreisn milljónir
Fjárfestirinn Helgi Magnússon og félög honum tengd gáfu Viðreisn 2,4 milljónir króna í framlög í fyrra. Sigurður Arngrímsson og Þórður Magnússon voru einnig fyrirferðamiklir styrktaraðilar.
22. ágúst 2017
Úr kísilveri United Silicon.
Lífeyrissjóðurinn Festa sett 875 milljónir króna í United Silicon
Alls hafa þrír lífeyrissjóðir sett 2,2 milljarða króna í kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík. Þegar hafa verið færðar varúðarniðurfærslur vegna taps á fjárfestingunni. Tveir sjóðanna eru í stýringu hjá Arion banka, stærsta lánadrottni United Silicon.
21. ágúst 2017
Klappir óska eftir skráningu á First North
Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem framleiðir lausnir á sviði umhverfismála, og er eitt af fyrstu fyrirtækjum sinna tegunda í heiminum, hefur óskað eftir skráningu á First North markað.
21. ágúst 2017
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.
Munum eftir Samstöðu
Flokkur fólksins hefur mælst með umtalsvert fylgi í sumar. Annað nýtt afl, Sósíalistaflokkurinn, mælist hins vegar vart með nokkurt fylgi. En skiptir þetta einhverju máli? Og er hægt að leita fordæma í sögunni sem máta mætti við stöðu flokkanna tveggja?
21. ágúst 2017
Katrín: Ríkisstjórnin rekur sveltistefnu
Formaður Vinstri grænna segir eina erindi ríkisstjórnarinnar vera að viðhalda hægrisinnaðri hagsstjórn, skattastefnu og viðhorfum í ríkisrekstri. Formaðurinn gagnrýnir stjórnmálamenn harðlega sem stilla upp fátæku fólki og hælisleitendum sem andstæðingum.
19. ágúst 2017
Eyðslumet verður sett í Englandi...og verðmiðarnir eiga bara eftir að hækka
Ensku úrvaldsdeildarfélögin hafa eytt um 1.100 milljónum punda í leikmenn og hafa enn tvær vikur til að bæta við. Fjögur lið hafa eytt yfir 130 milljónum punda og tíu lið hafa bætt eyðslumet sitt. Ekkert bendir til þess að bólan sé að springa.
19. ágúst 2017
Bónus, stærsta verslunarkeðja landsins, er krúnudjásnið í Hagasamstæðunni. Alls reka Hagar 50 verslanir innan fimm smásölufyrirtækja og fjögurra vöruhúsa.
Erlendur sjóður keypti fyrir hálfan milljarð í Högum
Bandarískur fjárfestingarsjóður sem hefur fjárfest fyrir á fjórða milljarð króna í nokkrum íslenskum félögum keypti stóran hlut í Högum í vikunni. Hlutabréfaverð Haga hefur lækkað um tugi prósenta undanfarna mánuði.
19. ágúst 2017
Björn Valur Gíslason
Björn Valur hættir sem varaformaður Vinstri grænna
Nýr varaformaður verður kjörinn hjá Vinstri grænum á landsfundi í október.
18. ágúst 2017
Skýrsla: Vaðlaheiðargöng geta ekki talist einkaframkvæmd
Gerð Vaðlaheiðarganga er ríkisframkvæmd sem kynnt var sem einkaframkvæmd til að komast fram hjá því að lúta forgangsröðun samgönguáætlunar. Dýrara þarf að vera í göngin en Hvalfjarðargöng ef ríkið á að fá endurgreitt. Þetta kemur fram í úttektarskýrslu.
18. ágúst 2017
Þórður Snær Júlíusson
Skipulögð eyðilegging íslenskra fjölmiðla
18. ágúst 2017
Myndi kosta 1,9 milljarða að bæta sauðfjárbændum tapið
Offramleiðsla er á lambakjöti á Íslandi. Engin eftirspurn er sem stendur eftir kjötinu á erlendum mörkuðum og því sitja bændur uppi með tap vegna hennar. Það tap vilja þeir að ríkið bæti þeim.
17. ágúst 2017
Kjartan Magnússon.
Kjartan og Áslaug hafa áhuga á að leiða Sjálfstæðisflokkinn
Tveir sitjandi borgarfulltrúar Sjálfstæðismanna eru að velta fyrir sér að sækjast eftir oddvitasæti flokksins í Reykjavík.
17. ágúst 2017
Kaldur pólitískur vetur framundan
Stór pólitísk átakamál, sem stjórnarflokkarnir eru í grundvallaratriðum ósammála um, eru á dagskrá í vetur. Óvinsældir ríkisstjórnarinnar og hverfandi fylgi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu reyna á samstöðu hennar á kosningavetri.
17. ágúst 2017
Lífeyrissjóðir hafa lagt 2,2 milljarða í United Silicon
Þrír lífeyrissjóðir hafa alls fjárfest í kísilmálmverksmiðju í Helguvík fyrir 2,2 milljarða króna. Hún er nú í greiðslustöðvun vegna þess að hún getur ekki staðið við skuldbindingar sínar. Ekki upplýst um eignarhaldið.
17. ágúst 2017
Íslenskir lífeyrissjóðir settu 433 milljónir í United Silicon í apríl
Lífeyrissjóðir og Arion banki tóku þátt í hlutafjárhækkun í apríl. Félagið komið í greiðslustöðvun rúmum fjórum mánuðum síðar. Leynd ríkir um eignarhaldið.
16. ágúst 2017
Húsnæðisverð lækkaði en útlán lífeyrissjóða jukust
Lífeyrissjóðir landsins hafa lánað þrefalt meira til sjóðfsélaga sinna á hálfu ári en þeir gerðu allt árið 2015. Vextir á verðtryggðum lánum þeirra eru komnir undir þrjú prósent. Og þeir taka sífellt stærri hluta af markaðnum.
16. ágúst 2017
Vogunarsjóðirnir hættir við að nýta kauprétt í Arion
Þrír vogunarsjóðir og Goldman Sachs, sem eiga þegar 29,18 prósent í Arion banka, ætla ekki að nýta sér kauprétt og verða saman meirihlutaeigendur. Fjöldi annarra vogunarsjóða hafa áhuga á því að fjárfesta í bankanum. Búist er við úboði í haust.
16. ágúst 2017
Helguvíkurmartröðin heldur áfram
Arion banki á 16 prósent í United Silicon og er helsti lánadrottinn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga einnig hlut, Landsvirkjun selur verksmiðjunni rafmagn, ÍAV á inni hjá henni milljarð og Reykjanesbær reiknaði með tekjum vegna hennar.
15. ágúst 2017
Ragnhildur Geirsdóttir ráðin aðstoðarforstjóri WOW air
Fyrrverandi forstjóri FL Group er orðin aðstoðarforstjóri WOW air. Með tilkomu hennar mun Skúli Mogensen einbeita sér að langtímastefnumótun og uppbyggingu erlendis.
15. ágúst 2017
Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Þjónusta við hælisleitendur boðin út á EES – Kostnaður metinn á 830 milljónir
Innanríkisráðuneytið hefur birt forauglýsingu þar sem leitað er eftir tilboðum í aðstoð og þjónustu við hælisleitendur. Samkvæmt auglýsingunni er virði samningsins metið á 830 milljónir króna án virðisaukaskatts.
15. ágúst 2017
Þórður Snær Júlíusson
Hvítir hatandi menn með kyndla
14. ágúst 2017
Tollar á innfluttar landbúnaðarvörur gætu fallið niður á næsta ári
Fjármála- og efnahagsráðherra telur samninga um niðurfellingu á tollum á landbúnaðarvörum ekki stangast á við búvörusamninga. Óvíða sé stuðningur við landbúnað jafn vitlaus og hérlendis.
14. ágúst 2017
Þórður Snær Júlíusson
Lífeyrissjóðirnir fastir
12. ágúst 2017
Velkomnir til Everton Íslendingar!
Stuðningsmenn Everton þurfa nú að búa sig undir það að öll íslenska þjóðin fari að fylgjast með liðinu þegar Gylfi Sigurðsson skrifar undir hjá félaginu. En við hverju geta óvanir búist? Og hvað er eiginlega svona sérstakt við endurkomu Wayne Rooney?
12. ágúst 2017