26 færslur fundust merktar „fjarskiptamál“

Í október síðastliðnum undirrituðu Ardian France SA og Síminn hf. kaupsamning kaup og sölu alls hlutafjár Mílu ehf.
Kaup Ardian á Mílu í uppnámi
Franski fjárfestingasjóðurinn Ardian, sem hugðist kaupa allt hlutafé í Mílu af Símanum, hefur upplýst Símann um að þær breytingar sem til þurfi til að fá samþykki Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupunum séu of íþyngjandi.
18. júlí 2022
Fjarskiptastofa leggur áherslu á að koma upp 10 megabæta farneti á þjóðvegum landsins.
„Langþráður draumur“ um gagnkvæmt reiki milli fjarskiptafyrirtækja í augsýn
Áhersla verður lögð á að stoppa upp í þau göt þar sem ekki er netsamband og setja upp 10 megabæta internet á öllum þjóðvegum landsins. 24 af 31 tíðniheimildum falla úr gildi á næsta ári og verða endurnýjaðar til 20 ára. Fyrir þær fást 750 milljónir.
13. maí 2022
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er nú með málaflokk fjarskiptamála í sínu fangi og því skrifuð fyrir hinum nýja lagabálki um fjarskiptamál, sem lagður var fram á þingi um helgina.
Sektarheimildin sem íslensku fjarskiptafyrirtækin vildu alls ekki sjá snýr aftur
Samkvæmt nýju stjórnarfrumvarpi til fjarskiptalaga verður hægt að sekta fjarskiptafyrirtæki um allt að 4 prósent af árlegri heildarveltu fyrir brot á lögunum. Í tilfelli Símans gæti sekt af slíkri stærðargráðu numið tæpum milljarði króna.
15. mars 2022
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins (t.h.) er formaður umhverfis- og samgöngunefndar.
Fjögurra prósenta sektarheimild Fjarskiptastofu verði felld á brott og frestað
Þingnefnd leggur til að ný sektarheimild Fjarskiptastofu, sem stærstu fjarskiptafyrirtæki landsins og hagsmunasamtök hafa gagnrýnt harðlega, verði felld á brott úr frumvarpi sem liggur fyrir þinginu og ákvörðun um hana frestað þar til síðar.
4. febrúar 2022
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.
Ísland bjóði upp á „skálkaskjól“ fyrir netglæpi
Vararíkissaksóknari segir „hreint galið“ að glæpamenn hafi vettvang „í túnfætinum hjá okkur, til að fremja glæpi sína undir nafnleynd“ og vísar þar til þjónustu nokkurra netþjónustufyrirtækja sem hýsa starfsemi sína hér á landi.
7. janúar 2022
Erling Freyr Guðmundsson er framkvæmdastjóri Ljósleiðararans.
Míla muni þurfa að auka markaðshlutdeild, hækka verð eða draga úr kostnaði
Í kynningu sem Ljósleiðarinn sendi Alþingi segir að Míla muni þurfa að auka markaðshlutdeild, hækka verð eða draga úr kostnaði til að standa undir arðsemiskröfu væntra nýrra eigenda. Ljósleiðarinn vill að Fjarskiptastofa fá heimild til að rýna kaupin.
21. desember 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mælti fyrir frumvarpinu á þingi 13. desember og virðist ætlan stjórnvalda að láta það verða að lögum sem allra fyrst.
Stærstu fjarskiptafyrirtækin afar óhress með nýtt frumvarp um fjarskiptainnviði
Stærstu einkareknu fjarskiptafyrirtæki landsins hafa sett fram nokkuð hvassa gagnrýni á stjórnarfrumvarp sem snertir m.a. á erlendri fjárfestingu í fjarskiptainnviðum. Síminn segir að ráðherra fái alltof víðtækar heimildir ef frumvarpið verði að lögum.
20. desember 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
14. maí 2021
Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Síminn er að skoða að fjármagna Mílu sérstaklega
Síminn er með það skoðunar að fjármagna dótturfélag sitt Mílu sérstaklega, í stað þess að fjármagna samstæðu fyrirtækisins sem eina einingu. Afkoma Símans á fyrri helmingi árs litast mjög af stjórnvaldssekt frá Samkeppniseftirlitinu vegna enska boltans.
26. ágúst 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
„Skaðleg undirverðlagning“ á enska boltanum, segir forstjóri Símans
Forstjóri Símans segir að ef endursöluaðilar enska boltans vilji selja vöruna með tapi sé það þeirra mál, eins langt og það nær. Hins vegar sé um „skaðlega undirverðlagningu“ að ræða af hálfu Vodafone. Nova ætlar líka að bjóða boltann á 1.000 krónur.
9. júní 2020
Magnús Karl Magnússon
Farsímar og smitrakning
25. mars 2020
Huawei
Óttast kínversku augun og eyrun
Fyrir örfáum árum var nafnið Huawei nánast óþekkt á Vesturlöndum en nú er fyrirtækið orðið risi í fjarskiptatækni. Því hefur þó verið meinað um að reisa fjarskiptanet í ýmsum löndum af ótta við njósnir.
27. janúar 2019
Gera ekki athugasemd við sameiningu Nova og Símafélagsins
Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast vegna kaupa Nova hf. á Símafélaginu ehf. þar sem áherslur í starfsemi félaganna á fjarskiptamarkaði séu ólíkar.
16. febrúar 2018
Telegram er smáforrit þar sem notendur nýta í samskipti sín á milli.
Samskiptaforrit lokar samskiptarás mótmælenda í Íran
Telegram hefur lokað samskiptarás mótmælenda sem fyrirtækið segir hvetja til ofbeldis. Írönsk stjórnvöld hóta fyrirtækinu að úthýsa forritinu í eitt skipti fyrir öll úr landinu ef það hlýði ekki kröfum þeirra.
4. janúar 2018
Pétur Einarsson
Óumbeðin fjarskipti af hálfu Flokks fólksins við Alþingiskosningar 2017
2. janúar 2018
50 prósent aukning á notkun gagnamagns milli ára
Fjórða iðnbyltingin stendur yfir og Íslendingar eru að umfaðma hana. Notkun þeirra á gagnamagni vex um tugi prósenta á milli ára. Internetið er alls staðar.
8. desember 2017
Nova hefur 4,5G þjónustu á Íslandi
Nova er á meðal fyrstu farsímafyrirtækja í Evrópu til að setja upp næstu kynslóð fjarskiptaþjónustu, svokallað 4,5G kerfi. Það mun að meðaltali þrefalda nethraða notenda frá 4G.
10. október 2017
Að hengja fjölmiðil fyrir Samkeppniseftirlit
20. maí 2017
Heiðar Guðjónsson.
Heiðar endurkjörinn stjórnarformaður Vodafone
Nýtt hlutafé verður gefið út til að borga hluta kaupverðs þeirra eigna sem verið er að kaupa af 365 miðlum. Virði hlutarins sem eigendur 365 fá hefur þegar hækkað um 200 milljónir.
17. mars 2017
Stærsti samruni fjölmiðlunar og fjarskipta í Íslandssögunni
Eignir 365 miðla hafa staðið öðrum fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækjum til boða á meðan að verið var að ganga frá samningum við Fjarskipti, móðurfélag Vodafone, um kaup á þeim.
15. mars 2017
Vonast til að kaupsamningur vegna 365 verði kláraður fyrir marslok
Rekstrarhagnaður móðurfélags Vodafone dróst saman á síðasta ári. Félagið ætlar að kaupa ljósvaka- og fjarskiptahluta 365 til að styrkja samkeppnisstöðu sína. Gangi kaupin eftir verður Ingibjörg S. Pálmadóttir stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópnum.
16. febrúar 2017
Novator verður áfram hluthafi í Nova
Björgólfur Thor Björgólfsson og viðskiptafélagar hans munu áfram eiga hlut í Nova, þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um sölu þeirra á Nova til bandarísks eignastýringarfyrirtækis í október.
1. febrúar 2017
Vodafone braut lög um vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs
Póst- og fjarskiptastofnun hefur lokið rannsókn sinni á innbroti inn á vefsvæði Vodafone í nóvember 2013. Eftir innbrotið var gögnum úr því lekið á internetið. Á meðal gagnanna voru 79 þúsund smáskilaboð, meðal annars frá þingmönnum.
18. janúar 2017
Farsímamarkaði bróðurlega skipt í þrennt
20. nóvember 2016
Íslendingar nota 30 sinnum meira gagnamagn en 2010
17. nóvember 2016
Björgólfur Thor Björgólfsson, stofnandi Nova, Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova og Hugh S. Short, stofnandi og stjórnarformaður Pt Capital.
Nova selt til bandarísks fyrirtækis
Novator hefur selt allt hlutafé sitt í Nova til bandarísks eignastýringafélags. Kaupverðið nemur yfir 15 milljörðum króna, samkvæmt heimildum Kjarnans.
7. október 2016