Færslur eftir höfund:

Birna Stefánsdóttir

Sanna lækkar laun sín til styrktar Maístjörnunni
Sósíalistar stofna sérstakan styrktarsjóð sem kallast Maístjarnan. Framkvæmdastjórn flokksins hefur ákveðið að setja framlag Reykjavíkurborgar til flokksins í sjóðinn. Sanna Magdalena ætlar að styrkja sjóðinn um 100 þúsund krónur á mánuði.
11. desember 2018
Mikil aukning í óverðtryggðum íbúðalánum
Í október voru óverðtryggð lán um 94 prósent hreinna íbúðalána. Í heildina eru íbúðalán heimilanna um 79 prósent verðtryggð á móti 21 prósent óverðtryggðra. Vextir á óverðtryggðum lánum hafa hækkað um 0,5 prósentustig síðan í september.
11. desember 2018
Uber á leiðinni á hlutabréfamarkað
Bandaríska skutlfyrirtækið Uber stefnir á að skrá félagið á hlutabréfamarkað á næsta ári. Talið er að Uber gæti reynst allt að 120 milljarða dala virði í frumútboðinu. Lyft, helsti samkeppnisaðili Uber, stefnir einnig á skráningu á hlutabréfamarkað.
10. desember 2018
Bretar geta ákveðið einhliða að hætta við Brexit
Samkvæmt úrskurði Evrópudómstólsins geta aðildarríki hætt við ákvörðun sína um að yfirgefa Evrópusambandið án samþykkis annarra aðildarríkja. Það þýðir að breska þingið getur ákveðið að hætta við Brexit.
10. desember 2018
Heimilið hættulegasti staðurinn fyrir konur
Árið 2017 bárust lögreglunni á Íslandi 870 tilkynningar um heimilisofbeldi. Sama ár voru 50.000 konur myrtar í heiminum af maka sínum eða fjölskyldumeðlim. Á síðustu 15 árum var helmingur þeirra manndrápa sem framin voru á Íslandi tengd heimilisofbeldi.
9. desember 2018
Drífa Snædal
Drífa Snædal: Klaustursmálið hefur áhrif á trúverðugleika Íslendinga sem boðberar jafnréttis
Drífa Snædal segir að fréttir af hegðun þingmannanna sex á Klaustur bar hafi haft áhrif á trúverðugleika Íslendinga sem boðberar jafnréttis á alþjóðavettvangi. Hún segir að Íslendingar megi aldrei sætta sig við niðurlægjandi tal um minnihlutahópa.
7. desember 2018
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Inga Sæland.
Hvorki Miðflokkurinn né Flokkur fólksins næði manni inn á þing
Fylgi Miðflokksins ásamt fylgi Flokks fólksins mælist nú undir fimm prósent. Innan við helmingur þeirra sem kusu Miðflokkinn síðast myndi kjósa hann núna. Samfylkingin mælist með mesta fylgið og Sjálfstæðisflokkurinn þar rétt á eftir.
6. desember 2018
Bið eftir sálfræðitíma allt að sjö mánuðir
Langur biðtími er eftir sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum um land allt. Á landsbyggðinni er biðtími allt að sjö mánuðir en á höfuðborgarsvæðinu allt að átta vikur. Heilbrigðisráðherra segir ljóst að endurmeta þurfi framboð á sálfræðiþjónustu.
6. desember 2018
Þrettán nemendafélög gagnrýna niðurskurð til Rannsóknasjóðs
Þrettán nemendafélög lýsa yfir áhyggjum af fyrirhuguðum niðurskurði til Rannsóknasjóðs í fjárlögum 2019. Samkvæmt nemendafélögunum mun niðurskurðurinn hafa gríðarleg áhrif á doktorsnám í landinu, snarminnka möguleika til rannsókna og veikja háskólana.
5. desember 2018
Miðflokkurinn fellur í fylgi
Fylgi Miðflokksins mælist nú átta prósent en fyrir birtingu klaustursupptakanna mældist fylgi flokksins 13 prósent. Fylgi Flokks fólksins mælist hins vegar það sama og fyrir birtingu upptakanna samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup.
4. desember 2018
Alþingismenn fá hærri persónuuppbót
Persónuuppbót þingmanna er 181 þúsund krónur, sem er 44 þúsund krónum hærri en uppbót félagsmanna VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að alþingismenn ættu að sjá sóma sinn í að hætta sjálftöku og gera eitthvað fyrir þá sem standa höllum fæti.
3. desember 2018
Áhrif loftslagsbreytinga aldrei verið verri
Í dag var árleg ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um loftlagsmál sett í Póllandi. Patricia Espinosa, framkvæmdastjóri rammasamnings S.Þ um loftslagsbreytingar, fullyrðir að aðildarríkin þurfi að gera miklu meira í baráttunni við loftlagsbreytingar.
2. desember 2018
Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar.
Jón Trausti segir viðbrögð Sigmundar Davíðs kunnugleg
Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, ræðir fyrstu viðbrögð Sigmundar Davíðs við Klausturs-upptökunum í Silfrinu í morgun. Hann segir árásir stjórnmálamanna á fjölmiðla oft vera leið til að „gengisfella gagnrýni“.
2. desember 2018
Krefjast þess að „klausturs-þingmenn“ segi af sér
Í dag var fjölmennt á mótmælum á Austurvelli vegna „Klaustursmálsins“. Krafist er að þingmennirnir sex segi af sér tafarlaust, einnig er krafist þess að rannsókn verði hafin á brotum þingmannanna og að alþingismenn verði endurmenntaðir í jafnréttisfræðslu
1. desember 2018
Bréf til bjargar baráttu tíu kvenna
Árleg herferð Amnesty International, lýstu upp myrkrið, er hafin en hún vekur athygli á undirskriftaherferðinni, Bréf til bjargar lífi, sem í ár er helguð tíu baráttukonum. Meðal þeirra er baráttukonan Nawal Benassi frá Marokkó.
1. desember 2018
Krakkaveldi – Krakkar stofna stjórnmálaflokk
Klukkan sex í dag ætlar hópur krakka að mótmæla fyrir utan Alþingi og krefjast valda. Kröfugangan er skipulögð af átta krökkum undir handleiðslu Salvarar Gullbrár sviðshöfundar en í desember ætlar hópurinn að stíga á svið og stofna stjórnmálaflokk.
28. nóvember 2018
Ísland í 60. sæti í stafvæðingu hins opinbera
Viðskiptaráð Íslands segir frumvarp fjármálaráðherra um rafræna birtingu á álagningu skatta og gjalda vera skref átt til starfrænnar stjórnsýslu en ráðið telur að meginreglan ætti að vera sú að bjóða alla þjónustu hins opinbera stafrænt.
28. nóvember 2018
Víðtæk vandræði Íslandspósts
Íslandspóstur hefur farið fram á 1,5 milljarða króna neyðarlán frá ríkissjóð en fjárlaganefnd hefur áhyggjur af endurgreiðslu lánsins. Póstþjónusta Íslandspósts hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár en fyrirtækið tapaði háum fjárhæðum á árinu.
26. nóvember 2018
Vilja innleiða evrópskt fagskírteini
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur lagt fram frumvarp til laga um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi. Lagabreytingin á að tryggja rétt fagmenntaðra einstaklinga óháð því hvar viðkomandi lærði innan EES-svæðisins.
24. nóvember 2018
Atvinnuleysi kvenna ekki verið hærra í þrjú ár
Í október 2018 voru 4600 konur atvinnulausar en ekki hafa fleiri konur verið atvinnulausar í einum mánuði síðustu þrjú ár. Nokkur munur er á milli kynjanna en hann hefur ekki verið meiri í rúm þrjú ár.
22. nóvember 2018
Allar breytingartillögur stjórnarandstöðunnar felldar
Allar breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar voru samþykktar í 2. umræðu fjárlaga í gær en öllum tillögum stjórnarandstöðuflokkanna var hafnað. Samfylkingin og Píratar hafa gagnrýnt niðurstöðu umræðunnar.
22. nóvember 2018
Vopnuð útköll sérsveitarinnar nær þrefaldast á einu ári
Vopnuð útköll og verkefni sérsveitar lögreglunnar jukust um 190 útköll á milli ára. Skýring lögreglunnar er að tilkynningum um vopnaða einstaklinga hefur fjölgað undanfarin ár og þar af leiðandi útköllum lögreglu til að sinna þeim verkefnum.
20. nóvember 2018
Tekur fimmtíu fleiri mánuði að borga íbúð í dag en fyrir fjórum árum
Íbúðaverð hefur hækkað umfram ráðstöfunartekjur á síðustu árum og því tekur það íbúa á aldrinum 30 til 34 ára ríflega tvöfalt fleiri mánuði að greiða fyrir íbúð í fjölbýli í dag en það gerði árið 1997 eða um 192 mánuði samkvæmt greiningu Capacent.
16. nóvember 2018
Julian Paul Assange
Undirbúa ákæru á hendur stofnanda Wikileaks
Bandarískir saksóknarar hafa undirbúið ákæru gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Upplýsingar um ákæruna birtust óvart í ótengdum dómsskjölum en leynd er yfir ákærunni svo Bandaríkin geti reynt að fá hann framseldan frá London.
16. nóvember 2018
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands
Ríkisstjórn May samþykkir Brexit-samninginn
Ríkisstjórn Theresu May hefur samþykkt Brexit-samninginn en næst þarf breska þingið að samþykkja hann. Fjöldi ráðherra og þingmanna í Bretlandi hafa nú þegar mótmælt samningnum harðlega og þrír ráðherrar hafa sagt af sér í morgun.
15. nóvember 2018