Færslur eftir höfund:

Birna Stefánsdóttir

Innflytjendur vinna meira, eiga minna og búa þrengra
Innflytjendur hafa almennt gott aðgengi að íslenskum vinnumarkaði og eru upp til hópa aðilar að stéttarfélagi, samkvæmt Hagstofunni. Aftur á móti eiga þeir erfitt með að sækja sér menntun, fá síður störf við hæfi og búa við þrengri húsnæðiskost.
31. janúar 2019
Ísland spilltasta land Norðurlandanna áttunda árið í röð
Ísland er spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Ákveðið bakslag hefur átt sér stað í baráttunni gegn spillingu hér á landi en Ísland hefur hrapað niður úr 1. sæti árið 2006 í 14. sæti árið 2018.
30. janúar 2019
Alþingi tekur upp umhverfisvænni siði
Alþingi hefur á síðstu mánuðum tekið upp betri umhverfissiði sem hluta af verkefninu Græn skref. Dregið hefur verið verulega úr kaupum á plastflöskum, fjölpóstur hefur verið minnkaður og fleiri starfsmenn hjóla nú í vinnuna.
30. janúar 2019
Brot á þingskapalögum ef nefndin hefði kosið um formennsku Bergþórs
Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, segjast hafa stutt frávísun tillögunnar vegna þess að kosning um að setja af formann nefndar samræmist ekki þingskapalögum.
29. janúar 2019
Keflavíkurflugvöllur
Spá því að erlendum ferðamönnum fækki í ár
Í fyrsta sinn frá árinu 2009 mun farþegum um Keflavíkurflugvöll fækka en samkvæmt farþegaspá Isavia munu milljón færri farþegar fara um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra. Ennfremur er búist við 55 þúsundum færri ferðamönnum til landsins í ár.
29. janúar 2019
Veitingastaðurinn Múlakaffi
Ríkisstofnanir greiddu Múlakaffi sjö milljónir fyrir veitingar í desember
Fjöldi ríkisstofnana verslaði veitingar af Múlakaffi í desember í fyrra eða fyrir samanlagt rúmar sjö milljónir. Múlakaffi hefur nú verið starfrækt í yfir 50 ár en tekjur Múlakaffi námu 2,4 milljörðum árið 2017.
28. janúar 2019
Markmiðið að tryggja konum sjálfsforræði yfir eigin líkama og eigin framtíð
Í frumvarpi heilbrigðisráðherra um þungunarrof er lagt til að konur geti látið binda enda á þungun fram til loka 22. viku meðgöngu, án takmarkana. Fjöldi umsagna hefur borist um frumvarpið þar sem hækkun tímamarkanna er ýmist fagnað eða mótmælt.
27. janúar 2019
Umhverfisráðherra vill banna plastpoka eftir tvö ár
Umhverfisráðherra hefur lagt fram frumvarp til að draga úr notkun á plastpokum. Ef frumvarpið verður samþykkt verður öllum sölustöðum óheimilt að afhenda burðarpoka úr plasti þann 1. janúar árið 2021.
26. janúar 2019
Segja að 2019 verði árið sem íslensk heimili og fyrirtæki pakki í vörn
Eftir myndarlegan hagvöxt síðustu ár er útlit fyrir mun hægari vöxt á árinu 2019 samkvæmt þjóðhagsspá Íslandsbanka. Talið er að hægja muni talsvert á einkaneyslu á árinu ásamt samdrætti í fjárfestingu atvinnuvega og litlum vexti í þjónustuútflutning.
25. janúar 2019
Heimilislausum fjölgaði um 95 prósent í Reykjavík á fimm árum
Brýn þörf er á fleiri úrræðum fyrir utangarðsfólk hér á landi en fjöldi heimilislausra nærri tvöfaldaðist á árunum 2012 til 2017. Starfshópur á vegum Félagsmálaráðuneytisins á að skila tillögum um málefni utangarðsfólks í maí á þessu ári.
24. janúar 2019
Spá því að annað hvert nýtt heimili verði einstaklingsheimili
Íbúðalánasjóður spáir því að helmingur allra fjölgunar heimila til ársins 2040 verði vegna einstaklingsheimila. Sjóðurinn spáir því vegna meðal annars breytts fjölskyldumynsturs, minnkandi barneigna og mikillar fjölgunar eldri borgara á næstu árum.
24. janúar 2019
Kauphöllin vill að Íslandsbanki og Landsbankinn verði boðnir út
Kauphöllin telur að hagsmunum ríkissjóðs og fyrirtækja sé best borgið með því að stærstum hluta bankakerfisins sé komið í dreift eignarhald breiðs hóps fjárfesta. Kauphöllin telur að beina ætti útboðinu bæði að innlendum og erlendum fjárfestum.
22. janúar 2019
Tæplega helmingur kvenkyns lækna orðið fyrir kynferðislegu áreiti í starfi
Mikill meirihluti lækna telja sig vera undir of miklu álagi í starfi í nýrri könnun Læknafélags Íslands. Tæplega fimmtíu prósent kvenkyns lækna hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti einhvern tímann á starfsævinni og um 7 prósent á síðustu þremur mánuðum.
22. janúar 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Málaferli vegna synjunar á innflutningi fersks kjöts hafa kostað ríkið 47 milljónir
Kostnaður íslenska ríkisins vegna tveggja málaferla um synjun á heimildum til innflutnings á fersku kjöti er í heild 47 milljónir króna. Matvælastofnun hefur einu sinni hafnað umsókn um innflutning kjöts eftir að dómur Hæstaréttar féll í fyrra.
22. janúar 2019
Stúlka með greiðu 1937, eitt verka Gunnlaugs Blöndal.
Setja spurningarmerki við að Seðlabankinn safni þjóðargersemum í geymslur
Bandalag íslenskra listamanna gerir athugasemd við að Seðlabankinn hafi ákveðið að fjarlæga verk Gunnlaugs Blöndal af veggjum bankans og komið fyrir í geymslu. Jafnframt gagnrýnir bandalagið að bankinn safni myndlist í geymslur sem engum sé aðgengileg.
21. janúar 2019
Nýr gagnagrunnur um þróun lífskjara á Íslandi
Forsætisráðherra opnaði vefinn Tekjusagan.is í dag sem er nýr gagnagrunnur stjórnvalda. Gagnagrunnurinn gerir almenningi kleift að skoða með aðgengilegum hætti breytingar á lífskjörum einstakra hópa á 25 ára tímabili, frá árinu 1991 til 2017.
18. janúar 2019
Helmingur landsmanna hefur breytt daglegum innkaupum til að minnka umhverfisáhrif
Rúmlega helmingur landsmanna hefur breytt daglegum innkaupum sínum á síðustu tólf mánuðum til þess að lágmarka áhrif á umhverfi og loftlagsbreytingar. Auk þess hafa tæplega tveir af hverjum þremur breytt hegðun sinni til minnka umhverfisáhrif.
17. janúar 2019
Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri ríkisins.
Hótanir og tilraunir til múta hluti af veruleika skattrannsóknarstjóra
Skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins hef­ur oftar en einu sinni verið hótað og tilraunir gerðar til að múta henni í starfi. Stofn­un­inni sem slíkri hefur einnig verið hótað póli­tísk­um af­skipt­um í ein­stök­um mál­um.
17. janúar 2019
May telur allur líkur á að ríkisstjórn hennar standi af sér vantrauststillöguna
Í kvöld munu bresk­ir þing­menn greiða at­kvæði um van­traust á rík­is­stjórn Th­eresu May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, aðeins sól­ar­hring eft­ir að þingið hafnaði Brex­it-samn­ingi stjórn­ar­inn­ar og Evr­ópu­sam­bands­ins.
16. janúar 2019
Leikskólagjöld lægst í Reykjavík
Mikill munur er á leikskólagjöldum á milli sveitarfélaga, munurinn á almennu leikskólagjaldi er mest 53 prósent á milli sveitarfélaga eða rúm 150 þúsund á ári. Leikskólagjöld hækka hja 80 prósent sveitarfélaga á þessu ári.
16. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
15. janúar 2019
Leiguverð hækkað um 95 prósent á síðustu 8 árum
Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði hlutfallslega meira en íbúðaverð árið 2018. Á síðustu átta árum hefur íbúðaverð aftur á móti hækkað að meðaltali meira en leiguverð. Íbúðaverð hefur hækkað um 103 prósent frá árinu 2011 en leiguverð 95 prósent.
15. janúar 2019
Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins.
Segja að aldrei hafi verið gefið í skyn að fjármál Flokks fólksins séu vafasöm
Stjórn Flokks fólksins hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar fjölmiðla um fjármál flokksins. Í yfirlýsingunni segir að öll fjármál Flokks fólksins hafi verið lögð árlega og skilvíslega undir skoðun löggilts endurskoðanda og Ríkisendurskoðunar.
14. janúar 2019
Engin stofnun safnar upplýsingum um kennitöluflakk
Á Íslandi safnar engin stofnun tölulegum upplýsingum um eignarhald á félögum. Ráðherra segir að á meðan slíkar upplýsingar liggi ekki fyrir sé erfitt að meta umfang kennitöluflakks. Stefnt er að því að leggja fram frumvarp um kennitöluflakk í febrúar.
13. janúar 2019
Stjórnarráðið án jafnlaunavottunar
Fimm ráðuneyti hafa ekki enn hlotið jafnlaunavottun en ráðuneytin áttu að öðlast jafnlaunavottun fyrir lok síðasta árs. Ráðuneytin eru nú á lokastigum vottunar en miklar annir hjá vottunarstofum eru sagðar ástæður þess að ráðuneytunum seinkar.
11. janúar 2019