Færslur eftir höfund:

Birna Stefánsdóttir

Drög að Brexit-samningi í höfn: Hvað gerist næst?
Samninganefndir Bretlands og Evrópusambandsins hafa samþykkt drög að samningi um útgöngu Breta úr sambandinu. Tillagan verður lögð fyrir ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar til samþykktar í dag en mikil óvissa ríkir um hver niðurstaðan verður.
14. nóvember 2018
Líknardrápum fjölgar stöðugt í Hollandi
Líknardrápum hefur fjölgað um tuttugu prósent á síðustu tveimur árum í Hollandi en líknardráp hefur verið löglegt þar í landi frá árinu 2002. Á Íslandi hefur þingsályktunartillaga um dánaraðstoð verið lögð fram þrívegis en skiptar skoðanir eru um málefnið
14. nóvember 2018
Leiguverð hækkar nú meira utan höfuðborgarsvæðisins
Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hækkaði leiguverð um 12,9 prósent og um 14,5 prósent annars staðar á landsbyggðinni. Leiguverð í 101 Reykjavík er þó enn hæst en þar er leiguverð um 3.000 krónur á fermetrann.
13. nóvember 2018
Skora á yfirvöld að stöðva núverandi sölufyrirkomulag á rafrettum
Læknafélag Íslands skorar á stjórnvöld að stöðva án tafar sölu á rafrettum eftir því fyrirkomulagi sem nú er til staðar vegna skaðlegra áhrifa. Alþingi samþykkti í sumar ný lög varðandi rafrettur en lögin taka gildi í mars á næsta ári.
12. nóvember 2018
Hafnarfjarðarhöfn
Saka Hafnarfjarðarbæ um ólögmæta ríkisaðstoð
Í Hafnarfjarðarhöfn eru að hefjast framkvæmdir við að byggja viðlegukant fyrir upptöku og sjósetningu stærri skipa. Skipasmíðastöð Njarðvíkur telur hins vegar framkvæmdirnar vera brot á EES- samning um ríkisaðstoð.
12. nóvember 2018
Transfánanum haldið á lofti
Þverpólitískur vilji til að bæta réttindi hinsegin fólks
Í nýrri þingsályktunartillögu um stöðu trans fólks og intersex fólks er lagt til að Ísland taki forystu meðal þjóða heims þegar við kemur réttindum transfólks og intersex fólks en Ísland er 16. sæti í Evrópu þegar að kemur að réttindum hinsegin fólks.
10. nóvember 2018
Litla hraun
Fleiri fangar í samfélagsþjónustu en í fangelsi
Nú afplána um 200 einstaklingar dóma með ólaunaðri vinnu í þágu samfélagsins en 170 sitja í fangelsi. Fangelsismálastjóri segir samfélagsþjónustu skila miklum árangri en í vikunni var lögð fram þingsályktunartillaga um betrun fanga.
9. nóvember 2018
Íslendingar með mesta losun koltvísýrings í Evrópu
Ísland var með mesta losun koltvísýrings frá hagkerfi á einstakling innan ESB og EFTA svæðisins árið 2016. Losun á hvern íslenskan einstakling var 16,9 tonn árið 2016 en losunin hefur aukist síðustu ár.
7. nóvember 2018
Borgin rekin með hagnaði á næsta ári
Samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar mun fjárhagur borgarinnar fara batnandi næstu fimm árin þrátt fyrir mörg og stór verkefni. En gert er ráð fyrir að borgarsjóður skili 3,6 milljarða afgangi árið 2019.
6. nóvember 2018
Kosið um sameiningu SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar
Kosið verður um sameiningu SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar í dag. Ef af sameiningunni verður þá verður félagið þriðja stærsta stéttarfélag landsins með 10.300 félagsmenn.
6. nóvember 2018
Íslandsbanki fjárfestir í Meniga
Íslandsbanki hefur fjárfest fyrir 410 milljónir króna í hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga. Íslandsbanki er þriðji bankinn til að fjárfesta í Meniga á árinu.
6. nóvember 2018
Gagnrýnir einhliða umfjöllun fjölmiðla um heilbrigðisgeirann
Magnús Haraldsson, geðlæknir við Landspítalann, kallar eftir í ritstjórapistli Læknablaðsins að fjölmiðlar axli meiri ábyrgð þegar það kemur að umfjöllunum um heilbrigðismál. Hann segir umfjöllun fjölmiðla oft vera of neikvæða og einhæfa.
3. nóvember 2018
Lögmaður Tekjur.is svarar bréfi Persónuverndar
Persónuvernd sendi Viskubrunni ehf. bréf í október þar sem athugað var hvort að birting skattskrár í heild sinni á vefsíðunni Tekjur.is samræmdust lögum um persónuvernd. Í svar Viskubrunnar er greint frá lagalegum grundvelli heimasíðunnar.
2. nóvember 2018
Plastátak á Íslandi
Ný aðgerðaráætlun gegn plastnoktun á Íslandi var færð umhverfis- og auðlindaráðherra í dag. Í áætluninni má finna 18 aðgerðir um hvernig megi draga úr notkun plasts, bæta endurvinnslu og takast á við plastmengun í hafi.
1. nóvember 2018
Facebook fjarlægir falsaðganga frá Íran
Facebook fjarlægði yfir 80 falsaðganga sem tengdust Íran í síðustu viku. Aðgangarnir deildu áróðursmyndum sem miðaðar voru að bandarískum og breskum notendum.
1. nóvember 2018
Rafbílavæðing hefur í heildina jákvæð áhrif
Í nýrri greiningu á þjóðhagslegri hagkvæmni rafbílavæðingar á Íslandi kemur fram að rafbílavæðing sé bæði hagkvæm og dragi verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.
1. nóvember 2018
Hægir á hagvexti og verðbólga eykst
Landsbankinn kynnti í morgun þjóðhags- og verðbólguspá bankans til á næstu fjögurra ára. Spáð er að stýrivextir hækki, verðbólga aukist og hægja muni á hagvexti en efnahagshorfur þykja þó engu síður jákvæðar vegna viðvarandi hagvaxtar.
31. október 2018
Óviðunandi húsnæðisástand á Íslandi
Samkvæmt nýrri skýrslu Velferðarráðuneytisins og Íbúðalánasjóðs er staða húsnæðismarkaðarins á Íslandi ólíðandi. Miklar verðsveiflur í húsnæðismarkaði hér á landi hafa haft skaðleg áhrif á húsnæðismarkaðinn og skapað óöryggi.
30. október 2018
Mesta losun koltvísýrings kemur frá ferðaþjónustu
Heildarlosun koltvísýrings frá hagkerfi Íslands hefur fimmfaldast frá árinu 1995. Losun koltvísýrings er mest frá greinum ferðaþjónustunnar en þar telur flug hæst.
30. október 2018
Staða leigjenda erfið
Aðeins 8 prósent leigjenda vilja vera á leigumarkaði, lang flestir vilja búa í eigin húsnæði en hafa ekki efni á því. Þriðjungur leigjenda greiða meira en helming ráðstöfunartekna sinna í leigu en leiguverð á Íslandi hefur hækkað um 90 prósent á 7 árum.
30. október 2018
Munu Íslendingar breyta matarvenjum sínum í von um að bjarga jörðinni?
Ein af þeim aðgerðum sem talið er að gætu haft úrslitaáhrif í baráttunni gegn hlýnun jarðar eru breyttar neysluvenjur fólks. Stefna íslenskra stjórnvalda varðandi kolefnisspor matvæla á Íslandi, allt frá framleiðslu til neyslu, er hins vegar óljós.
28. október 2018
Eystrasaltslöndin
Skuggsælt í skjóli stórra ríkja
Eystrasaltslöndin eru enn að finna fyrir afleiðingum alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Ríkin þrjú höfðu ekki val um gengisfellingu og þurfti í stað þess að beita hörðum niðurskurð á kostnað almennings.
27. október 2018
Heildarlosun koltvísýrings frá hagkerfi Íslands er mun meiri en gert hefur verið ráð fyrir
Nýtt losunarbókhald frá Hagstofunni sýnir að aukist hefur til muna losun koltvísýrings frá hagkerfi Íslands frá árinu 2012, í stað þess að standa í stað líkt og skýrsla Umhverfisstofnunar sýnir.
26. október 2018
Donald Trump, Bandaríkjaforseti.
Kínverjar og Rússar hlera persónuleg símtöl Trumps
Donald Trump Bandaríkjaforseti neitar að hætta að nota óörugga snjallsíma í persónuleg símtöl. Kínverskir njósnarar hlera símtöl hans til að kortleggja hvernig best sé að reyna að hafa áhrif á ákvörðunartöku forsetans.
25. október 2018
Kvennafrídagurinn 1975
Breytum ekki konum, breytum samfélaginu – Baráttan heldur áfram
Kvennafrídagurinn er haldinn í fimmta sinn í dag og eru konur hvattar að leggja niður vinnu kl. 14.55. Barátta kvenna fyrir launajafnrétti hefur nú staðið yfir í tugi ára.
24. október 2018