Færslur eftir höfund:

Birna Stefánsdóttir

Embætti Landlæknis
Landlæknir telur aldursgreiningar á tönnum samræmast siðareglum lækna
Hér á landi er notast við aldursgreiningar á tönnum til að skera úr um aldur fylgdarlausra barna ef vafi leikur á um hvort viðkomandi sé yngri en átján ára. Landlæknir segir að aldursgreiningar á tönnum séu í samræmi við siðareglur lækna.
10. janúar 2019
Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.
Nordea verður hluthafi í Meniga
Nordea, stærsti banki Norðurlandanna, verður hluthafi í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga. Meniga hefur fest kaup á sænska fyrirtækinu Wrapp en með kaupunum hyggst Meniga keppa við Google og Facebook í stafrænum auglýsingum.
10. janúar 2019
Tæplega 800 innsendar umsagnir um samgönguáætlun
Alls hafa borist inn 786 umsagnir um samgönguáætlun 2019 til 2033 en það er metfjöldi umsagna. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, bjó til síðu sem auðveldaði fólki að senda inn umsögn um áætlunina.
9. janúar 2019
Sigurður Kjartan Hilmarsson, stofnandi The Icelandic Milk and Skyr Corporation.
Verðmiðinn á Siggi's skyr var að lágmarki 40 milljarðar
Fyrirtækið The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði Kjartani Hilmarssyni árið 2006, var selt til franska mjólkurrisans Lactalis í byrjun síðasta árs, fyrir að lágmarki 40 milljarða króna.
9. janúar 2019
FA telur vinnubrögð ráðherra tilefni til málsóknar
Félag atvinnurekenda telur að vinnubrögð velferðarráðuneytisins vegna kostnaðarútreikninga að baki rafrettueftirlitsgjalda sé tilefni til málsóknar á hendur ráðherra. Ráðuneytið hefur engar upplýsingar veitt um hvernig gjaldið endurspegli kostnað
7. janúar 2019
Segir afnám einkasölu ríkisins á áfengi fjölgi dauðsföllum
Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskráar, segir að það blasi við að slökun á auglýsingabanni og afnám einkasölu ríkisins á áfengi muni valda aukinni neyslu áfengis og þar með fjölgun dauðsfalla, meðal annars vegna krabbameina.
6. janúar 2019
Gunnar Smári Egilsson, stofnandi og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Lagt til að að kröfugerð SGS verði hluti af stefnu Sósíalistaflokksins
Þann 19. janúar næstkomandi verður haldinn félagsfundur Sósíalistaflokks Íslands. Á dagskrá fundarins er tillaga um að kröfugerð Starfsgreinasambandsins, gagnvart stjórnvöldum í tengslum við kjarasamninga, verði hluti af stefnu Sósíalistaflokksins.
5. janúar 2019
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið styrkir Veganúar
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið styrkti Samtök Grænkera á Íslandi um 400 þúsund krónur fyrir Veganúar 2019. Þetta er í fyrsta skipti sem ráðuneytið styrkir Samtök Grænkera en markmið framtaksins er að vekja fólk til umhugsunar um neyslu dýraafurða.
5. janúar 2019
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jón Þór ætlar að óska eftir stjórnsýsluúttekt á Íslandspósti
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ætlar að leggja fram skýrslubeiðni til Ríkisendurskoðanda um stjórnsýsluúttekt á Íslandspósti þegar þing kemur saman á ný í lok janúar. Jón Þór óskar eftir að aðrir þingmenn verði með á skýrslubeiðninni.
4. janúar 2019
Íslandspóstur afskráði dótturfélag án samþykkis
Íslandspóstur afskráði dótturfyrirtæki sitt ePóst þann 13. desember síðastliðinn án samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Eftirlitið á eftir að taka afstöðu til þess hvort um brot gegn sátt frá árinu 2017 sé að ræða.
4. janúar 2019
Hætt við skerðingu á innflutningskvóta fyrir kjötvörur
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur hætt við áform um að umreikna tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir kjötvörur frá Evrópusambandinu yfir í ígildi kjöts með beini, en slíkur umreikningur hefði skert tollfrjálsan innflutning um allt að þriðjung.
3. janúar 2019
Meirihluti Verkamannaflokksins vill aðra Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu
Nærri því þrír af hverjum fjórum félögum í breska Verkamannaflokknum vilja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um útgönguna úr Evrópusambandinu. Formaður flokksins vill hins vegar að samningur May verði lagður fyrir þingið.
2. janúar 2019
Sólveig Anna segir verkalýðsforystuna ekki leggja áherslu á skattalækkanir
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að verkalýðsforystan leggi ekki áherslu á skattalækkanir heldur leggi hún mikla áherslu á að leiðrétta það sem Stefán Ólafsson hefur kallað hina Stóru skattatilfærslu.
2. janúar 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna valin maður ársins af Stöð 2
Sólveig Anna Jónsdóttir var valin maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2. Sólveig tók við viðurkenningunni í Kryddsíldinni í dag og nýtti tækifærið til að spyrja formenn þingflokkanna hvort þau treystu sér til að lifa á lægstu launum landsins
31. desember 2018
Forsætisráðherra: Að vinna með þeim sem eru ósammála manni gerir mann sterkari
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sjaldan hafi verið mikilvægara að sýna fram á að hægt sé að taka tillit til ólíkra sjónarmiða, miðla málum og vinna samhent að sameiginlegum markmiðum þvert á flokka.
31. desember 2018
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra
Fjármálaráðherra telur ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar
Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir að ríkisstjórnin vilji halda áfram með heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Tíu mánuðum og sjö fundum um stjórnarskrármál síðar segir fjármálaráðherra að hann telji ekki þörf á heildarendurskoðun.
27. desember 2018
Erfitt fyrir flóttakonur að fóta sig á íslenskum vinnumarkaði
Í nýrri rannsókn Starfsgreinasambandsins á högum erlendra kvenna á íslenskum vinnumarkaði kemur í ljóst að ýmislegt megi gera betur til bæta stöðu þeirra. Þá sérstaklega þegar kemur að fyrirkomulagi flóttamannaverkefnisins hér á landi.
22. desember 2018
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra
Bjarni: Óskynsamlegt að lækka skatta ef kjarasamningar fara úr böndunum
Ríkisstjórnin hefur boðað skatta­lækk­an­ir í þágu þeirra sem eru í neðra skattþrep­inu, lægri og milli­tekju­hóp­un­um. Bjarni Benediktsson segir að óskynsamlegt sé að fylgja því eft­ir ef komandi kjara­samn­ing­ar fari úr bönd­un­um.
19. desember 2018
Kvennafrí 2018
Jafnrétti kynjanna mest á Íslandi tíunda árið í röð
Jöfnuður á milli kynjanna mælist mestur á Íslandi á heimsvísu tíunda árið í röð samkvæmt skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins. Forsætisráðherra segir árangurinn spegla það mikla starf sem unnið hefur verið á Íslandi í þágu jafnréttis en að enn sé verk að vinna.
18. desember 2018
Bára Halldórsdóttir
Vilja að myndefni af eftirlitsmyndavélum verði lagt fyrir dóm
Bára Halldórsdóttir mætti fyrir Héraðsdóm í gær vegna máls fjögurra Klaustursþingmanna gegn henni. Lögmaður þingmannanna krefst þess að fá myndefni úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu til að ganga úr skugga um að Bára hafi verið ein á ferð.
18. desember 2018
Vextir óverðtryggðra lána hækkað um allt að 1,25 prósentustig á árinu
Hjá bönkum landsins hafa fastir vextir óverðtryggðra lána hækkað mest allra vaxta. Frá janúar 2018 hafa fastir vextir óverðtryggðra lána hækkað um 1,25 prósentustig hjá Íslandsbanka og eru nú hæstir vaxta eða 7,40 prósent í desember.
17. desember 2018
Vladimir Pútín, forseti Rússlands
Útflutningur til Rússlands dregist saman um 90 prósent vegna viðskiptaþvingana
Rúm þrjú ár eru síðan Rússland svaraði viðskiptaþvingunum íslenska ríkisins með innflutningsbanni á nær öll matvæli frá Íslandi. Í kjölfar innflutningsbannsins hefur útflutningur til Rússlands dregist saman um 90 prósent og tugi milljarða króna.
14. desember 2018
Arion banki gaf ekki út lánsloforð vegna Primera Air
Arion banki hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gerðar eru athugasemdir við rangfærslur Andra Más Ingólfssonar. Arion banki segir að þrátt fyrir að bankinn hafi átt í viðræðum við Primera Air þá hafi bankinn ekki gefið fyrirheit um lánveitingu.
13. desember 2018
Stórt bil á milli kaupgetu og kaupverðs
Í nýrri hagsjá Landsbankans kemur fram að stórt bil sé á milli kaup­getu þeirra sem eigi við erfiðleika að etja í hús­næðismál­um og kaup­verðs nýrra íbúða. Leigjendur reikna með að kaupa íbúð undir 45 milljónum en ný meðalíbúð kostar 54 millj­ón­ir.
12. desember 2018
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands
Lýsa yfir van­trausti á May
Fjörutíu og átta þingmenn breska Íhaldsflokksins hafa lýst yfir vantrausti á Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. Í kvöld munu því þingmenn Íhaldsflokksins greiða atkvæði um hvort þeir beri traust til forsætisráðherrans.
12. desember 2018