Færslur eftir höfund:

Birna Stefánsdóttir

Mannréttindadómstóll Evrópu
Áhrifa dóma Mannréttindadómstólsins gætir víða hér á landi
Í vikunni hefur Mannréttindadómstóll Evrópu og þýðing dóma hans fyrir íslenskt réttarkerfi verið til umræðu. Á síðustu árum hafa sífellt fleiri Íslendingar leitað réttar síns til dómstólsins en ýmsar réttarbætur hér á landi má rekja til dómstólsins.
16. mars 2019
Konum fjölgað í verkefnahóp um mótun kvikmyndastefnu
Breytingar hafa verið gerðar á verkefnahóp mennta- og menningarmálaráðuneytsins um mótun kvikmyndastefnu eftir að kynjahlutföll hópsins voru gagnrýnd. Hópurinn er nú skipaður sex konum og sex körlum.
15. mars 2019
Theresa May
Breska þingið samþykkir að óska eftir frestun
Breska þingið samþykkti í gær að óska eftir frestun útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Breska þingið hefur í tvígang fellt Brexit-samning Theresu May forsætisráðherra en May hyggst leggja þriðja samninginn fyrir þingið á næstu dögum.
15. mars 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Mótmæla kynjahalla í verkefnishóp ráðherra um kvikmyndamál
Í níu manna verkefnishóp mennta- og menningarmálaráðherra um stefnu í kvikmyndamálum sitja aðeins tvær konur. WIFT, félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, gagnrýnir kynjahlutföll hópsins og krefst þess að konur skipi helming hópsins.
14. mars 2019
Reynir Grétarsson, stjórnarformaður, stofnandi og meirihlutaeigandi Creditinfo Group
Actis tvöfaldar hlut sinn í Creditinfo Group
Breski fjárfestingasjóðurinn Actis hefur tvöfaldað hlut sinn í Creditinfo Group úr 10 prósentum í 20 prósentum. Við kaupin mun Ali Mazanderani, meðeigandi hjá Actis, taka sæti í stjórn fyrirtæksins.
13. mars 2019
Mesta framboð nýrra íbúða í sjö ár
Nýbyggingar stórfjölga íbúðum á sölu á höfuðborgarsvæðinu. Alls voru 362 nýjar íbúðir settar á sölu í janúar en ekki hafa fleiri nýbyggingar verið settar á sölu í einum mánuði síðustu sjö ár.
12. mars 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi segir neyslu vera hjarta loftlagsvandans
Umhverfis- og auðlindaráðherra segir að stanslaus neysla fólks eigi sér ekki stað í tómi heldur hafi bein áhrif á loftslagið. Hann segir að hægt sé að breyta þróuninni til betri vegar en til þess þurfi ríkisstjórnir, fyrirtæki og einstaklinga.
11. mars 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín: Virðist vera keppikefli Eflingar að láta reyna á mörk löglegra verkfalla
Samtök atvinnulífsins gera athugasemdir við tilhögun fyrirhugaðra verkfalla Eflingar og ætla samtökin að bera lögmæti þeirra undir Félagsdóm. Félags­menn Efl­ingar sam­þykktu í gær verkföll meðal starfs­fólks á hót­el­um og hópbifreiðafyrirtækjum.
11. mars 2019
Óhófleg fatakaup Íslendinga draga dilk á eftir sér
Fatasóun Íslendinga hefur aukist verulega á síðustu árum en árið 2016 henti hver íbúi hér á landi að meðaltali 15 kílóum af textíl og skóm yfir árið. Það er nærri því tvöfalt meira magn en fjórum árum áður.
10. mars 2019
Þriðjungur kvenna orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í starfi
Ein af hverjum þremur konum hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í starfi eða námi. Þar af um sjö prósent í núverandi starfsumhverfi. Þetta kemur fram í fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar Áfallasögur kvenna.
8. mars 2019
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins.
Vigdís: Óeðlilegt að borgarritari sitji fund
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði á fundi borgarráðs í gær að það væri óeðlilegt að Stefán Eiríksson borgarritari sæti fund með kjörnum fulltrúum sem hann hafi gagnrýnt opinberlega.
8. mars 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segja frumvarp sjávarútvegsráðherra grafa undan áhættumati
Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp um breytingar á fiskeldislögum. Sambandið segir að frumvarpið grafi undan áhættumati um erfðablöndun og að það sé í raun vantraustsyfirlýsing ráðherra á Hafrannsóknarstofnun.
7. mars 2019
Kári Stefánsson
Kári: Skynsamlegt að ríkisstjórnin skipti sér beint af kjaradeilum
Kári Stefánsson skrifar í opnu bréfi til Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar að nú sé ekki aðeins æskilegt heldur skynsamlegt að ríkisstjórnin skipti sér beint af kjaradeilum. Kári leggur til sjö liða kjarabót sem mögulegt framlag ríkisins.
7. mars 2019
Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia
Laun forstjóra Isavia hækkuðu um rúm 43 prósent
Heild­ar­laun Björns Óla Hauks­son­ar, for­stjóra Isavia, hafa hækkað um 43,3 prósent frá því að ákvörðun launa var færð frá kjararáði árið 2017 til stjórnar fyrirtækisins. Mánaðarlaun forstjórans hækkuðu um rúm 750 þúsund á tæpu ári.
6. mars 2019
Segir seinkun klukkunnar geta haft áhrif á hreyfingu ungmenna
Tryggvi Helgason barnalæknir telur það líklegt að hreyfing ungmenna minnki ef klukkunni er breytt. Hann segir skýrslu starfshóps forsætisráðherra um klukkubreytinguna vera einhliða og gera mikið úr kostum þess að seinka klukkunni en lítið úr göllum.
5. mars 2019
Tekjur fjölmiðla minnkað til muna frá því fyrir hrun
Samanlagðar tekjur íslenskra fjölmiðla námu 27,9 milljörðum króna árið 2017, tekjurnar lækkuðu lítillega á milli ára eða um 2 prósent. Hlutdeild RÚV nam 22 prósent af heildartekjum fjölmiðla og um 16 prósent af auglýsingatekjum.
5. mars 2019
Tommy Robinson
Tommy Robin­son bannaður á Facebook og Instagram
Hinn umdeildi Tommy Robinson var á dögunum meinaður aðgangur á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðlanna um hatursorðræðu. Twitter-reikningi hans var auk þess lokað í mars í fyrra.
1. mars 2019
Boðað til aðalfundar Íslandspósts 15. mars
Aðalfundar Íslandspósts verður haldinn föstudaginn 15. mars næstkomandi í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Fundurinn átti að fara fram í síðustu viku en var frestað að beiðni fjármála- og efnhagsráðherra.
1. mars 2019
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna sitja í velferðarnefnd.
Óska eftir stjórnsýsluendurskoðun á starfsemi Tryggingastofnunar
Níu þingmenn sem sitja í velferðarnefnd hafa óskað eftir að ríkisendurskoðandi geri stjórnsýsluendurskoðun á starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins. Þau vilja að kannað sé hvort réttindi lífeyrisþega séu tryggð að fullu í samskiptum við stofnunina
1. mars 2019
Lífskjör barna versnuðu meira en lífskjör eftirlaunaþega og öryrkja í kjölfar hrunsins
Niðurstöður skýrslu um lífskjör barna benda til þess að viðbrögð stjórnvalda við kreppunni hafi ekki náð að hlífa börnum við afleiðingum hrunsins sem skyldi. Börn komu verr út en almenningur og börn í viðkvæmri stöðu enn verr.
28. febrúar 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín meðal áhrifamestu kvenfrelsissinna heims
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, var valin í hóp tuttugu áhrifamikilla kvenna sem stuðli að auknu kynjajafnrétti í heiminum, af tímaritinu CEO Magazine. Tímaritið fjallar um konurnar tuttugu í tilefni af alþjóðlegum degi kvenna í mars.
28. febrúar 2019
Mun hagstæðara að kaupa en að leigja síðustu átta ár
Kaupverð á lítilli íbúð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað mun meira en leiguverð á lítilli íbúð á sama svæði á síðustu átta árum. Þrátt fyrir það hefur verið mun óhagstæðara að leigja á tímabilinu en að kaupa, samkvæmt hagfræðideild Landsbankans.
26. febrúar 2019
Rúmlega helmingur landsmanna andvígur veggjöldum
Rúmur helmingur landsmanna eða 52 prósent, sagðist andvígur innheimtu veggjalda en um þriðjungur sagðist hlynntur. Stuðningsfólk Miðflokksins, Flokks fólksins og Pírata var líklegast til að vera andvígt innheimtu veggjalda.
26. febrúar 2019
Axel Hall, formaður sérfræðingahópsins kynnti skýrsluna á blaðamannfundi í gær
Sérfræðingahóp ekki falið að skoða hátekjuþrep
Sérfræðingahópur fjármálaráðherra kynnti í gær breytingartillögur á skattkerfinu. Hópurinn lagði meðal annars til að persónuafsláttur yrði lækkaður samhliða því að bæta við lægra skattþrepi. Hópnum var ekki falið að skoða hátekjuþrep.
26. febrúar 2019
Vöru- og þjónustuviðskipti skila halla á ársfjórðungi í fyrsta skipti í 10 ár
Vöru- og þjónustujöfnuður á fjórða ársfjórðungi 2018 var neikvæður um 3,5 milljarða króna en hann var jákvæður um 14,2 milljarða á sama tíma árið 2017. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2008 sem vöru- og þjónustuviðskipti skila halla á ársfjórðungi.
25. febrúar 2019