Færslur eftir höfund:

Birna Stefánsdóttir

Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
18. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
15. júní 2019
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.
Innflutningur á fersku kjöti ekki sú ógn sem haldið hefur verið fram
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir að niðurstöður skimunar á vegum Matvælastofnunar á íslensku sauðfé og nautakjöti sýni að staðan sé ekki jafn góð hér á landi og áður hefur verið haldið fram.
14. júní 2019
Ráðuneyti framsóknarmanna
Framsóknarmenn hafa stýrt félagsmálaráðuneytinu í samtals 17 ár frá árinu 1995. Framsóknarmenn gegna í dag margskonar störfum fyrir ráðuneytið en tæpur þriðjungur nefnda, faghópa og ráða á vegum ráðuneytisins eru skipuð formönnum með tengsl við flokkinn.
14. júní 2019
Sjúkdómsvaldandi bakteríur fundust í íslensku kjöti
Sjúkdómsvaldandi bakteríur fundust í 30 prósent sýna Matvælastofnunar af lambakjöti og 11,5 prósent sýna af nautgripakjöti. Sóttvarnarlæknir segir niðurstöðurnar sláandi og sýna jafnframt að umræðan um íslenskt kjöt hafi verið á villigötum.
13. júní 2019
Nú má spila bingó á föstudaginn langa
Alþingi samþykkti í gær að fella niður ákvæði í lögum um helgidagafrið sem bannar tiltekna þjónustu, skemmtanir og afþreyingu á tilgreindum helgidögum þjóðkirkjunnar. Á meðal þess sem bannað var í lögunum var að standa fyrir bingó á helgidögum.
12. júní 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Aðgangur almennings að upplýsingum aukinn
Alþingi samþykkti í gær tvö lagafrumvörp sem auka tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna og upplýsingarétt almennings. Meðal annars verður komið á fót ráðgjafa til að leiðbeina einstaklingum og samtökum um framsetningu upplýsingabeiðna.
12. júní 2019
Áfram mikil eftirspurn eftir minni íbúðum
Minni íbúðir eru líklegri til þess að seljast yfir ásettu verði en stærri íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Minni íbúðir hafa ríflega tvöfaldast í verði á undanförnum áratug á meðan verð stærri eigna hefur hækkað um rúm 70 prósent.
12. júní 2019
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Leggja fram breytingartillögu við frumvarp forsætisráðherra
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur lagt fram breytingatillögu við frumvarp um breytingu á upplýsingalögum. Nefndin leggur til að úrskurðarnefnd um upplýsingamál sé skylt að birta úrskurð svo fljótt sem verða má en að jafnaði innan 150 daga.
11. júní 2019
Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis og formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna.
Halldór Blöndal segir bréfaskriftir Davíðs lýsa sálarástandinu hans
Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra, gagnrýnir Reykjavíkurbréf Davíðs Oddssonar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Halldór segir að verst þykir honum fullyrðingar Davíðs um þriðja orkupakkinn sem hann segir að ekki sé fótur fyrir
11. júní 2019
Gisting í gegnum Airbnb dregist saman um 18 prósent
Gisting í gegnum Airbnb og sambærilegar síður dróst saman um 18 prósent á milli ára í apríl síðastliðnum. Gistinóttum á hótelum á landsbyggðinni fjölgaði hins vegar um 9,5 prósent á milli ára en dróst saman um 14 prósent á hótelum á höfuðborgarsvæðinu.
31. maí 2019
The Guardian hefur uppfært loftslagshugtök sín
Breski miðilinn The Guardian hefur uppfært hugtökin sem miðilinn notar í umfjöllun sinni um loftslagsbreytingar. Miðilinn ætlar héðan í frá að nota frekar orð á borð við loftslagsneyð og hitun jarðar.
30. maí 2019
Atvinnuþátttaka innflytjenda mun hærri hér á landi
Ísland er eina ríki Norðurlandanna þar sem atvinnuþátttaka erlendra ríkisborgara er hlutfallslega meiri en innlendra. Aðgengi innflytjenda að íslenskum vinnu­mark­að­i þykir almennt gott en verra gengur að aðlaga innflytjendur að íslensku skólakerfi.
29. maí 2019
Enn rætt um þriðja orkupakkann á Alþingi
Síðustu daga hefur umræða Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann tekið yfir öll störf á Alþingi en ræður, andsvör og svör við andsvörum um málið hafa staðið yfir í rúmar 120 klukkustundir.
29. maí 2019
Íslandspóstur fær alþjónustuframlag vegna erlendra póstsendinga
Póst- og fjarskiptastofnun hefur samþykkt umsókn Íslandspósts um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu vegna erlendra póstsendinga. Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að ófjármögnuð byrði Íslandspósts vegna erlendra sendinga nemi 1.463 milljörðum króna.
28. maí 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Sáttaviðræðum ekki formlega lokið
Forsætisráðuneytið telur að sáttaviðræður við fyrrum sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og aðstandendur þeirra sé ekki formlega lokið.
27. maí 2019
Ýmsar jurtamjólk­urtegundir eru fá­an­leg­arhér á landi.
Sala á jurtamjólk aukist um tæplega 400 prósent
Bæði eftirspurn og úrval jurtamjólkur hafa aukist til muna hér á landi á síðustu árum. Sala á jurtamjólka hefur aukist um 386 prósent hjá matvöruverslunum Krónunnar á síðustu þremur árum.
24. maí 2019
Krefjast fundar með SA hjá ríkissáttasemjara vegna vanefnda
Efling hefur krafist fundar með framkvæmdastjóra SA vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns rétt eftir samþykkt kjarasamninganna. Framkvæmdastjóri Eflingar segir allan kjarasamninginn við SA vera í húfi.
21. maí 2019
Breyttar matarvenjur Íslendinga ókunnar – Hafa loftslagsbreytingar áhrif?
Hér á landi virðast sífellt fleiri sleppa dýra­af­urðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Gífurleg aukning hefur orðið á framboði á sérstökum vegan-vörum og sjá má margfalda aukningu í sölu á jurtamjólk og íslensku grænmeti.
21. maí 2019
Auglýsing 272 einstaklinga undir fertugu í dag.
Biðla til stjórnvalda að spila ekki með framtíð þeirra
Tæplega þrjú hundruð ungmenni lýsa því yfir að þau styðji áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum í opnuauglýsing í Fréttablaðinu og biðla til stjórnvalda að spila ekki framtíð þeirra. Seinni umræðu um orkupakkann verður haldið áfram á Alþingi í dag
20. maí 2019
Hlutdeild ferðaskrifstofa í heildarneyslu ferðamanna rúmlega tvöfaldast
Hver ferðamaður sem kom til landsins árið 2017 varði 19 prósent af heildarneyslu sinni í ferðaskrifstofur. Þá hefur hlutdeild ferðaskrifstofa í heildarneyslu erlendra ferðamanna rúmlega tvöfaldast á níu árum.
18. maí 2019
Uppfærslu á hugbúnaðinum í 737 Max flugvélunum lokið
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur lokið við uppfærslu á hugbúnaðinum í 737 Max flugvélunum sem talið er að hafi valdið tveimur flugslysum í vetur.
17. maí 2019
Taívan fyrst Asíuríkja til að leyfa hjónabönd samkynhneigðra
Taív­an varð í dag fyrst ríkja í Asíu til þess að heim­ila hjónabönd sam­kyn­hneigðra. Mörg hundruð stuðningsmenn fögnuðu niðurstöðunni fyrir utan þinghúsið í höfuðborginni Taípei í morgun.
17. maí 2019
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jón Þór gagnrýnir niðurstöðu forsætisnefndar
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í forsætisnefnd, samþykkti ekki niðurstöðu forsætisnefndar um að skoða mál Ágústs Ólafs Ólafssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, ekki frekar.
16. maí 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn bætir við sig fylgi – Píratar tapa fylgi
Í nýrri könnun MMR mælist fylgi Pírata 9,8 prósent og minnkar um rúmlega þrjú og hálft prósentustig á milli kannana. Aftur á móti hækkar fylgi Miðflokksins um rúmlega tvö og hálft prósentustig frá síðustu mælingu MMR og mælist nú 11,8 prósent.
16. maí 2019