Færslur eftir höfund:

Birna Stefánsdóttir

Ferðamenn eyða að meðaltali 209 þúsund krónum vegna Íslandsferðar
Tæp­ur helm­ing­ur ferðamanna sem komu til Íslands á síðasta ári og tóku þátt í könn­un Ferðamála­stofu tel­ur að verðlag sé á meðal þess sem helst megi bæta í ís­lenskri ferðaþjón­ustu.
15. júlí 2019
Stöðvalaus rafhlaupahjól í Reykjavík
Að minnsta kosti þrír aðilar, þar af einn erlendur, hefur óskað ef eftir því að starfrækja stöðvalausa hjólaleigu í Reykjavík. Verklagsreglur um þjónustuna voru samþykktar í byrjun júlí í borgarráði.
13. júlí 2019
Allar flugrekstrareignir þrotabús WOW air seldar
Gengið hefur verið frá sölu á öllum eignum þrotabús WOW air tengdum flugrekstri. Fyrrverandi stjórnendur WOW air höfðu ekki aðkomu að viðskiptunum og kaupin eru einnig ótengd WAB air.
12. júlí 2019
Framleiðni í byggingarstarfsemi vaxið hratt
Framleiðnivöxtur í byggingarstarfsemi hér á landi hefur verið töluvert hraðari en að meðaltali á hinum Norðurlöndunum síðustu árin. Íslensk fyrirtæki í byggingarstarfsemi hafa aukið framleiðni um tæp 40 prósent frá árinu 2008.
11. júlí 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
SÍN í stað LÍN
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt drög að nýjum lögum um LÍN í samráðsgátt stjórnvalda. Með frumvarpinu er lagt til að innleitt verði nýtt námsstyrkjakerfi samhliða námslánakerfi.
10. júlí 2019
Nær helmingur fyrirtækja telur mögulegt að fjölga hlutastörfum
Ein leið til að auka þátttöku þeirra sem eru skerta vinnugetu er að fjölga hlutastörfum en aðeins 23 prósent af öllum störfum á landinu eru hlutastörf. Alls sögðust 49 prósent fyrirtækja í nýrri könnun telja það mögulegt að fjölga hlutastörfum.
10. júlí 2019
Félögum í Siðmennt fjölgað um fjórðung
Skráningum í Siðmennt hefur fjölgað um tæplega 25 prósent frá því í desember 2017 og eru nú yfir 3000 manns skráð í félagið. Um 13 prósent þeirra sem fermdust í ár fermdumst borgarlega á vegum Siðmenntar.
9. júlí 2019
Airbnb-íbúðir virðast ekki rata í auknum mæli á fasteignamarkað
Þrátt fyrir 29 prósent samdrátt í gistingu erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb þá eru ekki sérstakar vísbendingar um að Airbnb-íbúðir séu að rata í auknum mæli inn á fasteigna- eða langtímaleigumarkaðinn.
9. júlí 2019
Þriðjungi fleiri sótt um greiðsluaðlögun
Það sem af er ári hafa borist 258 umsóknir um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara. Mikil fjölgun hefur orðið í umsóknum um greiðsluaðlögun hjá yngsta aldurshópnum, 18 til 29 ára, en umsækjendur úr þeim hópi voru 27 prósent allra umsækjenda í fyrra.
8. júlí 2019
Dögg Pálsdóttir, lögmaður Læknafélags Íslands.
Minnir á rétt lækna til að skorast undan störfum í ljósi nýrra laga um þungunarrof
Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur Læknafélags Íslands og fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikilvægt að læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn þekki rétt sinn, gagnvart framkvæmd þungunarrofs, til fylgja samvisku sinni og sannfæringu.
6. júlí 2019
Tæplega fjörutíu þúsund færri ferðamenn
Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 195 þúsund í júnímánuði eða um 39 þúsund færri en í júní í fyrra. Fækkun milli ára nemur 16,7 prósentum.
4. júlí 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Segir það stjórnvalda að ákveða hvort og hvernig dyflinnarreglugerðinni sé beitt
Efnt hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun gegn brottvísun barna á flótta en alls hefur 75 börnum verið synjað um vernd á þessu ári. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segir þessar ákvarðanir stjórnvalda vera ómannúðlegar.
3. júlí 2019
Róðurinn ekki jafn þungur í ferðaþjónustu og óttast var
Ferðamenn dvelja nú fleiri nætur hér á landi en í fyrra og eyða meira. Að mati Arion banka gæti aukið vægi erlendra flugfélaga í flugframboði landsins í kjölfar falls WOW air skýrt breytinguna.
3. júlí 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Segir Sjálfstæðisflokkinn klofinn og formanninn í vandræðum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir Sjálfstæðisflokkinn ekki geta borið ábyrgð á framkvæmd EES-samningsins lengur vegna einna „grimmustu“ innanflokksátaka sem sögur fara af.
3. júlí 2019
Íslandspóstur selur Samskipti
Íslandspóstur er að undirbúa söluferli á Samskiptum en salan hluti af endurskipulagningu félagsins. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kom fram að rekstur dóttur- og hlutdeildarfélaga hafi ekki skilað Íslandspósti þeirri samlegð og arðsemi sem stefnt var að.
1. júlí 2019
Vilja setja á fót vefsíðu um umhverfisáhrif framleiðslu og neyslu textíls
Kyn og neysla, nýtt jafnréttisverkefni á vegum ríkisstjórnarinnar, á að vekja athygli á umhverfis- og félagslegum áhrifum tísku- og textíliðnaðarins og valdi neytenda til að stuðla að mannsæmandi og umhverfisvænni framleiðslu.
28. júní 2019
Hvergi minnst á lén í íslenskri löggjöf
Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið hefur áform um að leggja fram frumvarp um landshöfuðlénið .is. Með tilliti til öryggissjónarmiða, neytendaverndar og vegna ímyndar Íslands þykir nauðsynlegt að setja loks reglur um landshöfuðlénið.
27. júní 2019
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Stjórnendum ríkisins verða greidd frammistöðulaun
Í nýrri stjórnendastefnu fjármála- og efnahagsráðuneytisins kemur fram að innleiða eigi frammistöðumat fyrir alla stjórnendur ríkisins sem mun hafa áhrif á launasetningu þeirra.
27. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
26. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
25. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
24. júní 2019
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var einn þeirra þingmanna sem óskuðu eftir skýrslunni.
Misvísandi tölur um nauðungarsölur
Níu þingmenn hafa beðið dómsmálaráðherra um skýrslu sem varpar ljósi á framkvæmd sýslumannsembættanna á lögum um aðför og nauðungarsölu frá efnahagshruninu 2008 í kjölfar fjölda ábendinga um mögulega misbresti í þeirri framkvæmd
22. júní 2019
Einhverjar umfangsmestu húsnæðisframkvæmdir Íslandssögunnar
Aldrei áður hafa jafnmargir sótt um að fá að byggja eða kaupa íbúðir með stofnframlagi ríkisins en í ár. Áætlað er að heildarfjárfesting í öruggu leiguhúsnæði fyrir almenning muni nema á bilinu 60 til 75 milljörðum á tímabilinu 2016 til 2024.
21. júní 2019