Færslur eftir höfund:

Birna Stefánsdóttir

Rúmlega 300 þúsund ökutæki í umferð
Ökutækjum Íslendinga hefur fjölgað úr 132 þúsund árið 1995 í 309 þúsund árið 2018. Hlutfall heimila af heildarbílaflotanum er enn langstærst en alls voru 229 þúsund ökutæki skráð á heimili í fyrra.
2. september 2019
Nú kostar minna að fara á túr
Tíðavörur og getnaðarvarnir féllu niður úr efra þrepi virðisaukaskatts í það neðra í gær þegar ný lög tóku gildi. Lengi hefur verið barist fyrir þessum breytingum enda eru þetta nauðsynjavörur frekar en munaðarvörur.
2. september 2019
Hundrað tonn af spilliefnum frá heimilum enduðu í urðun
Spilliefni eru skaðleg umhverfi, dýrum og fólki en alls enduðu um 120 tonn í urðun árið 2017 sem hluti af blönduðum úrgangi frá heimilum. Sorpa kallar eftir því að almenningur skili spilliefnum í móttökustöðvar Sorpu.
2. september 2019
Fasteignum fjármálafyrirtækja fækkað verulega
Eftir hrun eignuðust fjármálafyrirtæki, þar á meðal bankar, sparisjóðir og eignasöfn, mikinn fjölda fasteigna. Eftir árið 2012 hafa fasteignir í eigu fyrirtækjanna farið hratt fækkandi og eru nú samanlagt rúmlega 1400.
31. ágúst 2019
Þrefalt fleiri farbannsúrskurðir
Töluverð aukning hefur orðið á fjölda gæsluvarðhalds- og farbannsúrskurða hér á landi á síðustu árum. Fjöldi farbannsúrskurða sem héraðsdómar kváðu upp rúmlega þrefaldaðist á fjórum árum.
31. ágúst 2019
Stjórnvaldssektir vegna heimagistingar rúmar 94 milljónir
Álagðar og fyrirhugaðar stjórnvaldssektir í kjölfar sérstaks átaks sýslumanns um aukið eftirlit með heimagistingu nema 94,6 milljónum króna. Sýslumaður telur að enn sé um helmingur heimagistinga án tilskilinna leyfa eða skráningar.
28. ágúst 2019
Knýja mætti allan skipaflota Íslands með repjuolíu
Stjórnvöld hafa í hyggju að fara af stað með aðgerðaáætlun til að ná því markmiði að íslenski skipaflotinn noti 5 til 10 prósenta íblöndun af íslenskri repju­olíu á aðalvélarnar með það fyrir augum að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá skipum.
27. ágúst 2019
Helm­ingi fleiri karl­ar sóttu um grunn­skóla­kenn­ara­nám
Umsóknum um kenn­ara­nám fjölgaði veru­lega milli ára og segir mennta- og menningarmálaráðherra það vísbendingu um að aðgerðir stjórnvalda séu farnar að skila árangri. Þá fjölgaði karlkyns umsækjendum verulega á milli ára.
27. ágúst 2019
90 milljóna tap á frímerkjasölu til safnara
Uppsafnað tap á frímerkjasölu Íslandspósts til safnara frá árinu 2014 til 2018 er tæplega 90 milljónir króna. Pósturinn stefnir því á að hætta þjónustu við frímerkjasafnara sem hluti af hagræðingaraðgerðum fyrirtæksins.
26. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
23. ágúst 2019
Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
21. ágúst 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
19. ágúst 2019
Leiðangurshópur af vísindamönnum fann furðudýr sem það hafði ekki séð áður á Kötlugrunni. Dýrið er með tvær raðir af öngum, með ferkantaðan fót og ljósfjólublátt á litinn.
Fundu furðudýr á Kötlugrunni
Leiðangrar á vegum Hafrannsóknarstofnunar hafa kannað lífríki á hafsbotni til að kanna hvort að grípa þurfi til aðgerða til að vernda botnlífverur. Hópurinn fann lifandi kóralrif, akra af sæfjöðrum og botndýr sem hópurinn hefur ekki enn náð að greina.
2. ágúst 2019
Framboð hótelherbergja aukist um 126 prósent á tíu árum
Frá júní 2014 hefur framboð á hótelherbergjum farið úr 6.100 herbergjum upp í 10.400 hér á landi. Íslandsbanki áætlar að um 1300 hótelherbergi muni bætist við á höfuðborgarsvæðinu á næstu þremur árum.
31. júlí 2019
Erfið staða innanlandsflugs
Í nýjum drögum að heildstæðri flugstefnu stjórnvalda kemur fram að staða innanlandsflugs sé erfið. Fjöldi farþega hefur dregist saman um 20 prósent á síðustu tíu árum og afkoma flugfélaganna tveggja þykir óásættanleg.
31. júlí 2019
Þórólfur Mattíasson, prófessor í hagfræði.
Segir frumvarp stjórnvalda ekki til þess fallið að bæta stöðu launþega á húsnæðismarkaði
Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir að undanþáguákvæði í frumvarpi stjórnvalda um skref til afnáms verðtryggingar gera meðlimum annarra verkalýðsfélaga erfiðara fyrir að fá lánafyrirgreiðslu við húsnæðiskaup.
29. júlí 2019
Stjórnvöld beiti sér fyrir því að rafmagns- og tvinnvélar verði nýttar í innanlandsflugi
Verkefnisstjórn samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins leggur til að íslenskur flugiðnaður verði til fyrirmyndar í umhverfismálum og leggi áherslu á að vera í fararbroddi í orkuskiptum í flugi.
29. júlí 2019
Telja að taka mætti tillit til umhverfisáhrifa í mataræðisráðleggingum Landlæknis
Tveir sérfræðingar í lýðheilsuvísindum leggja til að Embætti landlæknis endurskoði ráðleggingar sínar um mataræði og taki tillit til sjálfbærni og umhverfisáhrif, meðal annars með því að draga úr neyslu á rauðu kjöti og mjólkurafurðum.
27. júlí 2019
Andri Snær Magnason
Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga
Andri Snær Magnason, ásamt hópi vísindamanna, mun afhjúpa minningarskjöld um Okjökul í ágúst. Skjöldurinn er hugsaður sem áminning og ákall um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en Okjökull var afskráður sem jökull árið 2014.
22. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
21. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
20. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
19. júlí 2019
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Stjórnarmenn íslenskra fyrirtækja þurfi ekki lengur að vera búsettir innan EES
Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytisins hefur birt áform um lagafrumvarp þar sem lagt er til að fellt verði úr lögum það skilyrði að framkvæmdastjórar og stjórnarmenn íslenskra fyrirtækja þurfi að vera búsettir innan Evrópska efnahagssvæðsins.
17. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
16. júlí 2019
Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Sigurður Einarsson Mäntylä flytja ávörp á ráðherrafundi um heimsmarkmiðin á morgun.
Trúa að rödd þeirra geti haft áhrif
Tveir fulltrúar frá ungmennaráði heimsmarksmiðanna munu ávarpa ráðherrafund um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í New York á morgun.
15. júlí 2019