Færslur eftir höfund:

Birna Stefánsdóttir

Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
15. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
14. nóvember 2019
Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið
Þátt­ur norska ­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.
14. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
13. nóvember 2019
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís: Mynd af græðgi sem fór úr böndunum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að þær ávirðingar sem fram komu í umfjöllun Kveiks um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu séu stórmál. Hún segir að sú mynd sem dregin var upp í þættinum sé mynd af græðgi sem fór úr böndunum.
13. nóvember 2019
Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Stjórnarskrárfélagið segir umfjöllun Morgunblaðsins fjarstæðukennda
Stjórn­ar­skrár­fé­lagið seg­ir að um­fjöll­un Morgunblaðsins um meint af­skipti fé­lags­manna af rök­ræðukönn­un um stjórnarskrána, sem fór fram um helgina, sé fjar­stæðukennd.
12. nóvember 2019
Hraðhleðslustöðvum fjölgar um 40 prósent
Orkusjóður hefur úthlutað styrkjum til uppsetningar 43 nýrra hraðhleðslustöðva vítt og breitt um landið. Ísland er í öðru sæti í heiminum hvað varðar hlutfall rafbíla og tengiltvinnbíla af fjölda nýskráðra bifreiða.
11. nóvember 2019
Kemur í ljós hversu mikil áhrif almenningssamráðið mun hafa
Í kvöld lýkur margháttuðu almenningssamráði um stjórnarskrána. Markmiðið með samráðinu er að tryggja að rödd almennings fái að hjóma í nefndarvinnu formanna þingflokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar.
10. nóvember 2019
Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari.
Arnar Þór hafnar vanhæfiskröfu vegna ummæla hans um EES-samstarfið
Krafa stefnanda um að Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari, víki sem dómari máls vegna ummæla hans um þriðja orkupakkann og EES-rétt hefur verið hafnað af Arnari Þór.
8. nóvember 2019
Fýll
Tveir af hverjum þremur fýlum með plast í maga
Nærri tveir af hverjum þremur fýlum voru með plast í meltingarvegi í vöktun Umhverfisstofnunar. Þarf af voru 13 prósent fýla með magn af plasti yfir viðmiðunarmörk OSPAR.
8. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Kallar eftir svörum frá ráðherra um nýjar höfuðstöðvar Landsbankans
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spyr fjármála- og efnahagsráðherra um áform og kostnað við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurhöfn í Reykjavík.
7. nóvember 2019
Haraldur Johann­es­sen, rík­is­lög­reglu­stjóra.
Verktakakostnaður ríkislögreglustjóra rúmir þrír milljarðar
Á síðustu átta árum hefur embætti ríkislögreglustjóra keypt ráðgjöf og þjónustu af verktökum fyrir 3,3 milljarða króna.
6. nóvember 2019
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands
Ekki forgangsmál þjóðkirkjunnar að viðhalda tengslum við ríkisvaldið
Biskup Íslands segir að kirkjunni hugnist að vera áfram þjóðkirkja landsins en ef komi til fulls aðskilnaðar ríkis og kirkju þá þurfi að hafa í huga að þjóðkirkjan hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að sinna hlutverki sínu
6. nóvember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.
„Þetta lýsir gríðarlegum fordómum gagnvart innflytjendum á vinnumarkaði“
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir harðlega ummæli ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins í pallborðsumræðum um stöðu erlends starfsfólks hér á landi.
4. nóvember 2019
Tugir tonna af örplasti úr þvottavélum í hafið
Losun örplasts í hafið frá þvotti heimili hér á landi er áætluð á bilinu 8,2 til 32 tonn á ári. Talið er hins vegar að um vanmat sé að ræða og að magn örplasts sé mun meira þar sem gerviefni í fatnaði eykst með hverju ári.
3. nóvember 2019
Fjöldi ungra kvenna sem ekki borðar kjöt margfaldast
Neysluvenjur ungra kvenna hafa tekið stakkaskiptum á liðnum árum og borða nú sífellt fleiri konur á aldrinu 18 til 24 ára ekki kjöt.
2. nóvember 2019
Misbrestur í skattaskilum kvikmyndafyrirtækja
Ríkisendurskoðun segir að misbrestur hafi verið á skattskilum erlendra aðila vegna framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi og brýnir það fyrir stjórnvöldum að hafa öflugt eftirlit með lögmæti kostnaðaruppgjöra.
31. október 2019
Víkka skattaívilnanir vegna rafmagnsbíla og -hjóla
Í nýju frumvarpi er lagt til að fella niður virðisaukaskatt vegna innflutnings rafmagnshjóla og vistvænna rúta. Auk þess er lagt til að endurgreiða íbúðareigendum virðisaukaskatt vegna kaupa á hleðslustöðvum.
30. október 2019
Hlutfall fyrstu kaupenda á höfuðborgarsvæðinu aldrei mælst hærra
Fyrstu kaupendur hafa aldrei verið hlutfallslega fleiri á höfuðborgarsvæðinu síðan mælingar hófust fyrir 11 árum en á þriðja ársfjórðungi 2019.
30. október 2019
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta.
Norrænu knattspyrnusamböndin sækja um að halda HM kvenna 2027
Norrænu knattspyrnusamböndin, þar með talið KSÍ, hafa ákveðið að sækja sameiginlega um að halda heimsmeistaramót kvenna árið 2027. Framkvæmdastjóri KSÍ segir að sambandið sé fullt tilhlökkunar og að þau ætli sér að taka fullan þátt í ferlinu.
30. október 2019
Úrgangur frá mannvirkjagerð rúmlega tvöfaldast á þremur árum
Frá árinu 2014 til ársins 2017 rúmlega tvöfaldaðist úrgangur frá mannvirkjagerð hér á landi samhliða mikilli uppbygginu í byggingariðnaði.
29. október 2019
Gefa sér 20 ár til að kolefnisjafna að fullu íslenska nautgriparækt
Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og stjórnvalda hafa samþykkt stefnu þess efnis að allar afurðir frá íslenskum nautgripabændum verði vottaðar sem kolefnishlutlausar fyrir árið 2040.
29. október 2019
Alþingi gefi út dóma Yfirréttar
Forsætisnefnd hefur falið Alþingi að birta dóma og skjöl frá 1563 og til aldamótaársins 1800 í tilefni hundrað ára afmæli Hæstaréttar á næsta ári. Samkvæmt nefndinni eru málsskjölin ómetanlegar heimildir um margt í íslensku þjóðlífi þessa tíma.
27. október 2019
Umhverfisáhrif byggingariðnaðarins fallið í skuggann
Samhliða mikilli uppbyggingu íbúða hér á landi á síðustu árum hefur mengun frá byggingargeiranum aukist til muna. Stefna íslenskra stjórnvalda varðandi vistspor byggingariðnaðarins og sjálfbæra þróun í mannvirkjagerð er hins vegar óljós.
26. október 2019
Vilja fjölga farþegum í innanlandsflugi um fimmtung
Stjórnvöld ætla sér að bæta grundvöll innanlandsflug hér á landi og er markmiðið að fjöldi farþega með innanlandsflugi verði 440 þúsund árið 2024 en það er rúmlega 70.000 fleiri farþegar en árið 2018.
22. október 2019