Færslur eftir höfund:

Birna Stefánsdóttir

Neysla stúlkna á framhaldsskólastigi á orkudrykkjum fjórfaldast
Neysla barna og ungmenna á orkudrykkjum hefur aukist gríðarlega á síðustu tveimur árum. Matvælastofnun hefur óskað eftir því að nýsett áhættunefnd um matvæli meti áhættu af koffínneyslu ungmenna.
5. desember 2019
Tímabært að endurskoða barnabótakerfið frá grunni
Íslenska barnabótakerfið veitir lítinn sem engan stuðning við millitekjufjölskyldur og bætur lágtekjufjölskyldna byrja jafnframt að skerðast rétt við lægstu laun og eftir sjö ára aldur barna. Að mati doktors í félagsfræði þarf að endurskoða kerfið.
4. desember 2019
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.
Lögregluráði verður komið á fót
Dómsmálaráðherra ætlar að koma á fót formlegum samstarfsvettvangi allra lögreglustjóra landsins og ríkislögreglustjóra. Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri Suðurlands, verður settur ríkislögreglustjóri frá og með næstu áramótum.
3. desember 2019
Þrír af hverjum fjórum ánægðir með evruna
Í nýrri könnun Eurobarometer kemur fram að 76 prósent Evrópubúa telji að sameiginlegur gjaldmiðill sé heilladrjúgur fyrir Evrópusambandið og lönd evrusvæðisins. Hlutfallið hefur aldrei mælst hærra en evran fagnar 20 ára afmæli sínu í ár.
3. desember 2019
Íslandsbanka gert að bæta upplýsingagjöf um neytendalán
Upplýsingagjöf Íslandsbanka þegar kemur að neytendalánum er ófullnægjandi að mati Neytendastofu. Bankanum eru gefnar fjórar vikur til að bregðast við athugasemdum stofnunarinnar, ef ekki megi hann búast við sektum.
2. desember 2019
Lítið vitað um orsakir aukinnar tíðni hvalreka
Á síðustu tíu árum hafa hér á landi rúmlega 230 hvalir rekið á land, þar af 152 hvalir á þessu ári. Mögulegar orsakir hvalreka eru aftur á móti lítið rannsakaðar hér á landi.
1. desember 2019
Kvika sá um erlenda greiðslumiðlun fyrir sparisjóðina en sagði nýlega upp samstarfinu
Sparisjóðurinn hættir að taka á móti og senda erlendar greiðslur fyrir hönd viðskiptavina sinna en ástæðan er sú að þjónustuaðili þeirra, Kvika banki, sagði upp samstarfinu og ekki hefur fundist önnur lausn. Kvika segir þetta ekki tengjast gráum lista.
30. nóvember 2019
Sýklalyfjanotkun minnkað hjá mönnum en aukist hjá dýrum
Sýklalyfjanotkun minnkaði hjá mönnum hér á landi um 5 prósent í fyrra en jókst hins vegar um tæp 7 prósent hjá dýrum. Sóttvarnarlæknir segir ánægjulegt að sjá sýklalyfjanotkun hafi minnkað meðal manna.
28. nóvember 2019
Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Verkefni sem Hanna Birna vinnur að hjá UN Women styrkt af íslenskum stjórnvöldum
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, var ráðin til UN Women sem tímabundinn ráðgjafi til að vinna meðal annars að verkefni sem lýtur að pólitískri valdeflingu kvenna. Ísland styrkir það tiltekna verkefni um 70 milljónir.
28. nóvember 2019
Hlutdeildarlán ríkisins gætu orðið allt að þúsund talsins á hverju ári
Stefnt er að því að leggja fram frumvarp á þessu þingi um svokölluð hlutdeildarlán. Gangi frumvarpið í gegn mun ríkið byrja að lána tekjulágum og fyrstu kaupendum fyrir allt að 40 prósent af kaupverði fasteigna.
27. nóvember 2019
Losun frá vegasamgöngum þarf að dragast saman um hundruð þúsunda tonna
Losun frá vegasamgöngum hefur aukist hratt á síðustu árum og var hún 975.000 tonn árið 2017. Eftir tíu ár vilja stjórnvöld að losunin verði ekki meiri en 500.000 tonn til að Ísland nái markmiðum sínum samkvæmt Parísarsamkomulaginu.
27. nóvember 2019
Kostnaður vegna losunar Íslands gæti hlaupið á hundruðum milljóna
Að öllum líkindum mun losun Íslands á árunum 2013 til 2020 verða meiri en skuldbindingar Kyoto-bókunarinnar kveða á um. Kostnaður íslenskra stjórnvalda vegna þessa gæti hlaupið á nokkur hundruð milljónum króna.
26. nóvember 2019
Varnarleysi Íslendinga gagnvart netsvindli vekur athygli
Netsvindl hefur færst í aukana hér á landi í kjölfar afnáms fjármagnshafta og betri íslenskra þýðinga á rafrænum þýðingarvélum á síðustu árum samkvæmt grein AP fréttastofunnar. Íslendingar eru hvattir til að vera varkárari á netinu.
24. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
21. nóvember 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Kallar eftir heildstæðri úttekt á starfsháttum og viðskiptaháttum Samherja
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segir að enn sé margt mjög óljóst og óskýrt eftir að hafa rætt við sjávarútvegsráðherra á fundi atvinnuveganefndar í gær. Þar á meðal hæfi ráðherra til að byggja upp traust í kjölfar Samherjamálsins.
21. nóvember 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið telur sig hafa uppfyllt eftirlitsskyldu sína með RÚV
Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt.
20. nóvember 2019
Lítið bólar á greiðslulausn Reiknistofu bankanna
Greiðslulausn sem Reiknistofu bankanna keypti af dönsku fyrirtæki í slitameðferð, með það fyrir augum að hægt væri að aðlaga hana hratt að íslenskum markaði, er ekki enn komin í almenna notkun rúmlega tveimur árum síðar.
20. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
19. nóvember 2019
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
„Lágmarkskrafa að Eyþór Arnalds og Samherji geri hreint fyrir sínum dyrum“
Borgarstjóri segir að birting Samherjaskjalanna sýni viðskipti Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, við Samherja um hlut í Morgunblaðinu í nýju ljósi. Hann segir að það gangi ekki að enn sé ótal spurningum ósvarað um þau viðskipti.
19. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Til skoðunar að stærri óskráð fyrirtæki skili inn rekstrarupplýsingum
Forsætisráðherra segir að til skoðunar sé að gera kröfu til fyrirtækja, sem fara yfir vissa stærð en eru ekki skráð á hlutabréfamarkað, að þau skili einnig inn upplýsingum ársfjórðungslega.
18. nóvember 2019
Fasteignavelta ekki verið hærri í fjögur ár
Fasteignavelta á höfuðborgarsvæðinu var 50,8 milljarðar í síðasta mánuði en heildarvelta í einum mánuði hefur ekki verið hærri síðan 2015. Tæplega þúsund kaupsamningum var þinglýst í október.
18. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
17. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
16. nóvember 2019