Færslur eftir höfund:

Birna Stefánsdóttir

Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
21. september 2019
Þjóðkirkjunni tryggðir rúmir þrír milljarðar á ári
Ríkið og þjóðkirkjan hafa undirritað nýjan samning um fjárhagsleg málefni kirkjunnar. Með samningunum er fjárhagslegt sjálfstæði kirkjunnar aukið umtalsvert en kirkjan nýtur þó enn stuðnings íslenska ríkisins.
20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
20. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Jafnframt vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða alls 18 prósent landsmanna.
19. september 2019
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og ein af flutningsmönnum tillögunnar.
Vilja gera jarðakaup leyfisskyld
Þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að jarðakaup verði gerð leyfisskyld hér á landi í nýrri þingsályktunartillögu. Markmið tillögunnar er að tryggja eignarhald landsmanna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli.
19. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
18. september 2019
Bandarískum ferðamönnum fækkar mest
Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.
18. september 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín: Kynjamisrétti er eitt stærsta og þrálátasta böl okkar tíma
Alþjóðleg #Metoo ráðstefna hefst í Hörpu í dag og hafa yfir 800 manns skráð sig á hana. Forsætisráðherra telur að löggjöf og forvarnarstarf sé ekki nóg heldur þurfi róttækar, menningarlegar breytingar.
17. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
14. september 2019
Fimmtungur ungs fólks án framhaldsskólamenntunar
Hlutfall fólks á aldrinum 25 til 34 ára sem ekki hefur lokið framhaldsskólaprófi er hærra á Íslandi en að meðaltali innan OECD-ríkjanna eða alls 19 prósent. Mun færri innflytjendur útskrifast úr framhaldsskóla hér á landi.
13. september 2019
Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.
Þroskahjálp skorar á Seltjarnarnesbæ að draga hækkanirnar til baka
Landssamtökin Þroskahjálp segja að fréttir af 45 prósent hækkun húsaleigu félagslegra íbúða á Seltjarnarnesi séu sláandi og skora á bæjarfélagið að draga hækkanirnar til baka
12. september 2019
Seltjarnarnesbær
Hækka leigu félagsíbúða á Seltjarnarnesi um 45 prósent
Seltjarnarnesbær hefur samþykkt að hækka húsaleigu félagslegra leiguíbúða í bænum um 45 prósent í áföngum á næstu mánuðum. Leiga á tveggja herbergja félagsíbúð hækkar í rúmlega 117 þúsund krónur.
12. september 2019
Samþykkja að lengja og hækka gjaldskyldu bílastæða
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að lengja gjaldskyldu á gjaldsvæði 1 til klukkan átta á virkum dögum og laugardögum sem og að hefja gjaldskyldu á sunnudögum. Ráðið samþykkti einnig að hækka gjaldskrár á gjaldsvæðunum fjórum.
12. september 2019
Betur borgandi ferðamenn
Þrátt fyrir 17 prósent fækkun ferðamanna frá falli WOW air hefur lengri dvalartími ferðamanna og aukin neysla þeirra mildað högg ferðaþjónustunnar. Icelandair hefur átt stóran þátt í því að ferðamönnum hafi ekki fækkað meira.
11. september 2019
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Fella út kröfu um að meirihluti stjórnarmanna búi innan EES
Iðnaðarráðherra hefur birt drög að lagafrumvarpi þar sem lagt er til að fellt verði úr lögum það skilyrði að framkvæmdastjórar og meirihluti stjórnarmanna íslenskra fyrirtækja þurfi að vera búsettir innan Evrópska efnahagssvæðisins.
11. september 2019
Óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum tæplega fjórfaldast
Það sem af er ári hafa óverðtryggð íbúðalána bankanna með breytilegum vöxtum tæplega fjórfaldast. Í júní og júlí voru öll hrein óverðtryggð lán hjá bönkunum á slíkum kjörum.
11. september 2019
Fyrsta lækkun í hlutdeild nýbygginga síðan 2010
Fjölgun nýbygginga á síðustu árum hefur ekki verið nóg til að sporna gegn hækkandi meðalaldri íbúða í kaupsamningum. Hlutfall nýbygginga af kaupsamningum það sem af er ári er 11 prósent sem er töluverð lækkun frá því í fyrra.
10. september 2019
Skora á stjórnvöld að hætta urðun sorps
Átakinu Hættum að urða – Finnum lausnir hefur verið hrundið af stað þar sem Íslendingar eru hvattir til að skrifa undir áskorun til stjórnvalda um að finna leiðir til að hætta urðun.
9. september 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Kolbeinn Óttarson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.
Sjálfsögð kurteisi að ræða við samstarfsfólk um að taka RÚV af auglýsingamarkaði
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að allt tal um að taka RÚV af auglýsingamarkaði án þess að tryggja tekjur í staðinn sé í raun tal um að skera starfsemina umfangsmikið niður.
9. september 2019
Fjögur gagnaver orðin stórnotendur raforku
Orkuþörf gagnavera vex hratt hér á land og eru fjögur þeirra nú orðin stórnotendur raforku. Samkvæmt nýrri raforkuspá Orkustofnunar verður raforkunotkun gagnavera komin upp í 1260 gígavattstundir árið 2022.
7. september 2019
Velta í ferðaþjónustu nánast óbreytt milli ára
Þrátt fyrir mikinn samdrátt í flugi var velta í öðrum einkennandi greinum ferðaþjónustu nánast óbreytt milli ára í maí og júní. Tölur Hagstofunnar benda til þess að í kjölfar falls WOW air stoppi erlendir ferðamenn lengur á landinu og eyði fleiri krónum.
6. september 2019
Hið vaxandi hagsmunagæslubákn í Borgartúninu
Stjórnvöld hyggjast setja hagsmunavörslu hér á landi frekari skorður. Samtök atvinnulífsins, umsvifamestu hagsmunasamtök landsins, telja hins vegar að ekki sé þörf á slíku.
6. september 2019
Raforkunotkun minni en spáð var
Raforkunotkun stórnotenda og almennra notenda var minni í fyrra en raforkuspá Orkustofnunar gerði ráð fyrir. Ný raforkuspá telur að orkunotkun á heimilum og í þjónustu aukist á árunum 2020 til 2030 vegna mun hraðari orkuskipta í samgöngum.
5. september 2019
Kaupsamningum fækkað um þriðjung milli ára
Umsvif á fast­­eigna­­mark­aði hafa dreg­ist nokkuð saman að und­an­­förnu. Kaupsamningar í ágúst voru mun færri í ár en á sama tíma í fyrra.
5. september 2019