Færslur eftir höfund:

Birna Stefánsdóttir

Sakborningarnir fimm sem sýknaðir voru af öllum ákærum af Hæstarétti í september á síðasta ári, ásamt Erlu Bolladóttur.
Ekki enn farið að sjást til lands í sáttaviðræðum
Á síðustu dögum hefur verið kallað eftir því að stjórnvöld sýni ábyrgð í sáttaviðræðum við fyrrum sakborninga og aðstandendur þeirra í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, sérstaklega þegar kemur að fjárhæð skaða- og miskabóta.
15. maí 2019
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
Fyrsta frumvarp vegna lífskjarasamninga lagt fram
Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram fyrsta frumvarpið í tengslum við lífskjarasamningana sem kynntir voru í apríl. Lagðar eru til breytingar á lögum um almennar íbúðir með það fyrir augum að liðka fyrir byggingu nýrra íbúða í almenna íbúðakerfinu.
15. maí 2019
Fermetraverð nýbygginga 100 þúsund krónum hærra en annarra íbúða
Ásett fermetraverð nýbygginga á höfuðborgarsvæðinu mælist nú um 600.000 krónur og hefur hækkað um 8 prósent á einu ári. Fermetraverð annarra íbúða er að meðaltali um 100.000 krónum lægra.
14. maí 2019
17 milljarða ávinningur af starfi VIRK
Meðalsparnaður á hvern einstakling sem þiggir þjónustu hjá starfsendurhæfingarsjóðnum VIRK var 12,7 milljónir króna í fyrra. Alls hafa 15.000 manns leitað til sjóðsins frá stofnun hans árið 2008.
13. maí 2019
Segir hömlur vanta á ávanabindandi lyf
Andrés­ Magnús­son­ geðlækn­ir segir að þrátt fyrir alvarlegar afleiðingar við langtímatöku ávanabindandi lyfja séu litlar skorður settar við ávísanir á þau. Um 1.700 ein­stak­ling­ar fengu meira en þrjá dags­skammta af ávanabindandi lyfjum í fyrra.
10. maí 2019
Hefja endurgreiðslur vegna leiðréttinga á búsetuhlutfalli örorkulífeyrisþega
Tryggingastofnun hefur verið gert að hefja endurútreikning örorkubóta vegna leiðréttingar búsetuhlutfalls einstaklinga sem búsettir hafa verið erlendis og mun stofnunin inna af hendi vangreiddar bætur til þeirra sem eiga rétt á þeim.
10. maí 2019
Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur.
Formaður LR gagnrýnir heilbrigðisstefnu ríkisstjórnarinnar harðlega
Þórarinn Guðnason, hjartalæknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur, hvetur þingmenn til að hafna þingsályktunartillögu ráðherra um heilbrigðisstefnu ríkisins til 2030. Hann segir hana vera lið í að ríkissvæða heilbrigðisþjónustuna hljótt og hratt.
9. maí 2019
Carl Baudenbacher
Segir að synjun þriðja orkupakkans gæti stefnt aðild Íslands að EES í tvísýnu
Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, telur að það gæti telft aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu í tvísýnu verði þriðja orkupakkanum hafnað. Baudenbacher kynnir utanríkismálanefnd álitsgerð sína vegna þriðja orkupakkans í dag.
9. maí 2019
Hagsmunasamtök í atvinnulífinu styðja þriðja orkupakkann
Þingsályktunartillaga um þriðja orkupakkann er nú til meðferðar á Alþingi og hefur utanríkismálanefnd sent út umsagnarbeiðnir um tillöguna. Hagsmunasamtökin SVS, FA, VÍ, SA og SI segjast öll styðja samþykkt tillögunnar á Alþingi í umsögnum sínum.
7. maí 2019
Býflugnastofninn er í útrýmingarhættu
Ein milljón dýra- og plöntutegunda í útrýmingarhættu
Vegna ágangs manna á náttúruna á síðustu áratugum á sér nú stað fordæmalaus hnignun náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika á jörðinni, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Allt að fjórðungur plöntu- og dýrategunda eru nú í útrýmingarhættu.
6. maí 2019
Krefjast rannsóknar á meintum ólöglegum veiðum Hvals hf. frá árinu 2017
Lögmaður Jarðarvina hefur krafist þess að Lögreglustjóri Vesturlands rannsaki meintar ólöglegar veiðar Hvals hf. frá árinu 2017. Samkvæmt Jarðarvinum féll veiðileyfi Hvals hf. niður eftir að félagið stundaði engar langreyðiveiðar á árunum 2016 og 2017.
6. maí 2019
Tindur Snæfellsjökuls
Rýrnun íslenskra jökla helsta afleiðing hlýnandi loftlags
Jöklar á Íslandi hafa hopað hratt á síðustu tuttugu árum og er rýrnun þeirra skýr vitnisburður um hlýnun jarðar. Jöklafræðingur Veðurstofu Íslands telur að Snæfellsjökull, einn þekktasti jökull Íslands, verði að öllum líkindum að mestu horfinn árið 2050.
4. maí 2019
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
Stytting vinnuvikunnar hefur jákvæð áhrif
Styttri vinnuvika hefur jákvæð áhrif á vinnu og daglegt líf samkvæmt niðurstöðum tilraunaverkefnis ríkisins og BSRB. Þá hefur stytting vinnuvikunnar ekki neikvæð áhrif á skilvirkni og árangur á vinnustöðum.
3. maí 2019
Hótel Borg, Reykjavík, Kea Hótel
Hótelherbergjum fjölgar þrátt fyrir fækkun ferðamanna
Áætlað er að hótelherbergjum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 6 prósent á árinu þrátt fyrir fyrirhugaða fækkun ferðamanna. Íslandsbanki reiknar því með áframhaldandi lækkun á nýtingu hótela á svæðinu en nýtingin dróst saman um 6 prósent í fyrra.
2. maí 2019
Frá 1.maí 2018
1. maí hátíðarhöld í meira en þrjátíu sveitarfélögum
Verkalýðsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í yfir 30 sveitarfélögum víða um land í dag. Fyrsta kröfugangan var gengin hér á landi þann 1. maí 1923 og hefur dagurinn verið löggiltur frídagur síðan 1966.
1. maí 2019
Viðræður hafnar um fjármögnun samgöngumála
Forsætisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa sett af stað stýrihóp til að hefja viðræður og móta tillögur um næstu skref í 102 milljarða fjármögnun samgönguuppbyggingar á höfuðborgarsvæðinu.
30. apríl 2019
Hundrað börn missa foreldri sitt ár hvert
Hér á landi misstu að jafnaði um hundrað börn foreldri sitt árlega á tímabilinu 2009 til 2018 . Í heildina misstu 1001 börn foreldri sitt á síðustu tíu árum eða alls 649 foreldrar, þar af voru 448 feður og 201 móðir.
29. apríl 2019
Segir framgöngu Isavia ófyrirleitna og óskiljanlega
Air Lea­se Cor­por­ation á­skilur sér allan rétt til að krefja Isavia og ís­lenska ríkið um bætur vegna tjóns sem fé­lagið kveðst hafa orðið fyrir vegna kyrrsetningu far­þega­þotu fé­lagsins. Stofnandi ALC segir kröfu Isavia ófyrirleitna og óskiljanlega.
26. apríl 2019
Mjólkursala dregist saman um fjórðung frá árinu 2010
Sala á drykkjarmjólk hefur minnkað hratt á undanförnum árum og hefur frá árinu 2010 dregist saman um 25 prósent hjá Mjólkursamsölunni. Í fyrra dróst heildarsala á mjólkurvörum saman um 2 prósent.
25. apríl 2019
Aldrei fleiri Íslendingar til útlanda en í fyrra
Utanlandsferðum Íslendinga fer sífjölgandi en alls sögðust 83 prósent landsmanna hafa farið utan í fyrra. Jafnframt fer fjöldi ferða vaxandi en að meðaltali fóru Íslendingar 2,8 sinnum til útlanda á árinu 2018.
23. apríl 2019
Neftóbakssala heldur áfram að aukast
Neftóbakssala jókst í fyrra um 19 prósent og voru tæplega 45 tonn af neftóbaki seld árið 2018. Neftóbaksneysla er að aukast hjá fólki á þrítugsaldri sem og konum. Sala á vindlum og sígarettum dróst hins vegar saman um tíu prósent.
21. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
20. apríl 2019
Sífellt fleira ungt fólk með neysluskuldir á bakinu
Vaxandi hópur ungs fólk er að hefja fjármálasögu sína á vanskilaskrá hér á landi. Umboðsmaður skuldara segir að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða vegna vaxandi vanda skyndilána.
13. apríl 2019
Fall WOW air gæti gefið tilefni til aðhaldsaðgerða í Reykjavík
Gjaldþrot WOW air get­ur haft mik­il og al­var­leg áhrif á rekst­ur Reykja­vík­ur­borg­ar að mati áhættumats­deild­ar fjár­mála­skrif­stofu borg­ar­inn­ar. Hún segir borgarsjóð standa sterkan en að hann fari hratt lækkandi ef verstu spár ganga eftir.
12. apríl 2019
Segir ljóst að rekstrarmódel Hörpu geti aldrei orðið sjálfbært
Afkoma rekstrarreiknings Hörpu reyndist neikvæð um 461 milljón króna í fyrra og eigið fé félagsins neikvætt um 510 milljónir króna. Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu, segir ljóst að rekstarmódel Hörpu sé ekki sjálfbært og því þurfi að breyta.
11. apríl 2019