Færslur eftir höfund:

Birna Stefánsdóttir

Samþykktu að fresta Brexit til 31. október
Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, féllst í nótt á boð Evr­ópu­sam­bands­ins um sex mánaða viðbótar­frest fyr­ir Breta til að ganga úr Evrópusambandinu.
11. apríl 2019
Losun vegna flugferða ráðuneytanna hátt í þúsund tonn í fyrra
Í loftlagsstefnu Stjórnarráðsins má finna aðgerðir um hvernig ráðuneytin ætla að kolefnisjafna starfsemi sína. Þar á meðal hvernig draga megi úr losun vegna flugferða starfsmanna en þær eru 70 prósent af heildarlosun Stjórnarráðsins.
10. apríl 2019
Samstöðufundur 8. mars 2019 - Verkfall hótelstarfsmanna
Efling fordæmir ákvörðun Icelandair hotels og hótar að kæra
Stéttarfélagið Efling fordæmir þá ákvörðun Icelandair hotels að draga laun af starfsmönnum vegna verkfalla sem þeir tóku ekki þátt í. Efling krefst þes að hótelkeðjuna greiði starfsmönnunum laun og ef ekki þá verði farið með málið fyrir dóm.
9. apríl 2019
Færri nýbyggingar seldar á höfuðborgarsvæðinu
Mun færri nýbyggingar hafa selst á höfuðborgarsvæðinu í ár samanborið við sama tímabili í fyrra. Það sem af er ári hafa 120 nýbyggingar selst á höfuðborgarsvæðinu en á sama tímabili í fyrra var sá fjöldi um 276.
9. apríl 2019
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Leggja til að ríkið kaupi íbúðir með fólki
Starfshópur félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram tillögur til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Hópurinn leggur meðal annars til tvær nýjar tegundir húsnæðislána á vegum ríkisins, startlán og eiginfjárlán.
5. apríl 2019
Mun færri innflytjendur útskrifast úr framhaldsskóla
Tölur Hagstofunnar benda til þess að bakgrunnur hafi áhrif á laun og menntun hér á landi. Innflytjendur eru með lægri laun en innlendir fyrir sömu störf og mun færri innflytjendur útskrifast úr framhaldsskóla.
4. apríl 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín: Allir Íslendingar fá launahækkun í gegnum lífskjarasamninginn
Framkvæmdastjóri SA telur að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru í gærkvöldi séu það ábyrgir að þeir skapi skilyrði fyrir vaxtalækkun í samfélaginu, sem sé gríðarlegt hagsmunamál fyrir heimili og fyrirtæki í landinu.
4. apríl 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Öllum stofnunum og fyrirtækjum í ríkiseigu gert að kolefnisjafna starfsemi sína
Allar stofnanir ríkisins, fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins og Stjórnarráðinu er skylt að setja sér loftlagsstefnu og markvisst vinna að því að kolefnisjafna starfsemi sína í nýju frumvarpi umhverfisráðherra.
2. apríl 2019
Stúdentafulltrúar kjósa á landsþingi LÍS
LÍS: Mikil vonbrigði að framfærslan standi í stað hjá LÍN
Landssamtök íslenskra stúdenta lýsa yfir vonbrigðum með að framfærsla standi í stað í nýjum úthlutunarreglum LÍN. Auk þess segja samtökin það óásættanlegt að ekki sé enn búið að lækka skerðingarhlutfallið aftur niður í 35 prósent.
1. apríl 2019
Útflutningsverðmæti eldisfisks sjöfaldast
Magn slátraðs eldisfisks hefur næstum fjórfaldast hér á landi á síðustu 10 árum og nam rúmum 19 þúsund tonnum árið 2018. Þá hefur útflutningsverðmæti eldisfisks nær sjöfaldast á sama tímabili og nam 13,1 milljarði króna í fyrra.
31. mars 2019
Innflytjendur með 8 prósent lægri laun en innlendir
Á Íslandi eru innflytjendur að jafnaði með 8 prósent lægri laun en innlendir. Þá fá innlendir hærri laun en innflytjendur í þeim störfum sem innflytjendur vinna oftast við hér á landi. Jafnframt bera innflytjendur minna úr bítum fyrir menntun sína.
29. mars 2019
Undirbúa viðbrögð eftir fall WOW air
Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ og Reykjanesbæ harma að WOW air hafi hætt starfsemi. Bæjarráð Reykjanesbæjar segir ljóst að áfallið muni hafa mikil samfélagsleg áhrif til skamms tíma. Suðurnesjabær fylgist grannt með gangi mála og undirbýr viðbrögð.
29. mars 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra kynntu úthlutun úr Landsáætlun og Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í dag.
Úthluta 3,5 milljörðum til uppbyggingar á 130 ferðamannastöðum
Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastöðum á næstu þremur árum. Þá verður 1,3 milljörðum varið sérstaklega til landvörslu.
27. mars 2019
Mótmæli gegn hvalveiðum síðasta sunnudag.
Átta félagasamtök lýsa yfir miklum óhug vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra
Átta samtök sem mótmæltu hvalveiðum fyrir framan Alþingi síðasta sunnudag hafa sent opið bréf til stjórnvalda þar sem endurnýjun leyfis til hvalveiða er harðlega gagnrýnd. Samtökin óska eftir fundi með ríkisstjórninni vegna málsins.
27. mars 2019
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Breska þingið tók ráðin af ríkisstjórninni vegna Brexit
Þingmenn breska þingsins samþykktu í gærkvöldi að þingið myndi ráða ferðinni í atkvæðagreiðslum um næstu skref í Brexit-viðræðunum. Þrír ráðherrar sögðu af sér til að kjósa með tillögunni en alls hafa nú 27 ráðherrar sagt af sér vegna Brexit.
26. mars 2019
Umboðsmaður skuldara telur nauðsynlegt að grípa til aðgerða vegna skyndilána
Sífellt fleiri lenda í vanda vegna töku skyndilána hér á landi en umsækjendum sem óskuðu aðstoðar umboðsmanns skuldara vegna fjárhagsvanda fjölgaði um 6,5 prósent árið 2018. Mest fjölgaði umsækjendum á aldrinum 18 til 29 ára.
25. mars 2019
WOW air leitast eftir skuldaafskriftum og milljarðainnspýtingu
Skúli Mogensen reynir til þrautar að halda WOW á floti með viðræðum við kröfuhafa. Arctica Finance vinnur nú að því að safna 5 milljarða króna viðbótarfjárfestingu. WOW air tapaði 22 milljörðum króna á síðasta rekstrarári.
25. mars 2019
Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi
Utanríkisráðherra mun leggja fram þingsályktunartillögu fyrir Alþingi um innleiðingu þriðja orkupakkans hér á landi í lok mánaðarins. Ljóst er hins vegar að skiptar skoðanir eru um þriðja orkupakkann innan þingflokkanna.
22. mars 2019
Stundin forsíða 20.10.2017
Vonast til þess að dómur Hæstaréttar standi sem bautasteinn til framtíðar
Í yfirlýsingu um dóm Hæstaréttar segjast aðstandendur Stundarinnar og Reykjavík Media vonast til þess að þessi dómur, og þeir sem hann staðfestir, standi sem sem bautasteinn til framtíðar með varðstöðu um upplýsingarétt almennings og frelsi fjölmiðla.
22. mars 2019
Kristrún Tinna Gunnarsdóttir
Kristrún Tinna ráðin forstöðumaður hjá Íslandsbanka
Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður á skrifstofu bankastjóra Íslandsbanka. Kristrún Tinna sat nýverið í verkefnahóp fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.
22. mars 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir
Yfir 2.000 manns hófu verkföll í nótt
Sólarhringsverkfall Eflingar og VR hófst á miðnætti í nótt, en það nær til ríflega 2.000 starfsmanna á tilteknum hótelum og rútufyrirtækjum á starfssvæði félaganna.
22. mars 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Frumvarp ráðherra heimilar sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga
Verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðherra um síðari breytingar á póstlögum að lögum mun það leiða til aukins kostnaðar þeirra sem eiga viðskipti við erlendar netverslanir en draga úr kostnaði Íslandspósts.
21. mars 2019
Samninganefnd SGS
Segir að samninganefnd SGS muni aldrei taka þátt í að semja um að rýra kjör
Samninganefnd SGS segir það miður að Framsýn hafi þurft að bera félaga sína þungum sökum í tengslum við ákvörðun félagsins um að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu.
20. mars 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Meirihluta skólastjórnenda þykir leyfisheimildir foreldra of rúmar
Rúmur helmingur skólastjórnenda segir að leyfisbeiðnum vegna ferðalaga hafi fjölgað mikið á síðustu árum í nýrri könnun. Mennta- og menningarmálaráðherra segist líta það mjög alvarlegum augum að slíkar fjarvistir komi niður á námi nemenda.
20. mars 2019
Róbert R. Spanó, lögmaður og dómari við Mannréttindadómstól Evrópu
Telur tregðu íslenskra dómstóla að fylgja dómum MDE vera á undanhaldi
Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstóll Evrópu, telur að upphafleg tregða íslenskra dómstóla til þess að fylgja dómum dómstólsins sé á undanhaldi og að undanfarna áratugi hafi íslenskir dómstólar leitast við að eiga samstarf við dómstólinn.
19. mars 2019