Færslur eftir höfund:

Birna Stefánsdóttir

Landsbankinn sektaður um 15 milljónir
Fjármálaeftirlitið og Landsbankinn hafa náð sátt í máli þar sem bankinn braut gegn ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti. Landsbankinn óskaði eftir að ljúka málinu í sátt og féllst á að greiða sekt að fjárhæð 15 milljónum króna.
25. febrúar 2019
Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki
Fjöldi alþjóðlegra samtaka og einstaklinga hefur barist fyrir því að auka fjölbreytni og sýnileika minnihlutahópa innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson en hún hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir frumkvöðlavinnu.
23. febrúar 2019
„Líkamar intersex fólks eru ekki mistök sem þarf að leiðrétta“
Samtökin Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, bæði í lögum og framkvæmd. Yfir 68 börn fæðast hér á landi með ódæmigerð kyneinkenni á hverju ári.
23. febrúar 2019
Vilja að bannað verði að nota pálmaolíu í lífdísil á Íslandi
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga á Alþingi um að bannað verði að nota pálmaolíu í framleiðslu lífdísils á Íslandi. Eftirspurn eftir pálmaolíu hefur aukist gríðarlega en framleiðslunni fylgir aukin eyðing regnskóga og losun gróðurhúsalofttegunda
22. febrúar 2019
Þingflokkarnir efna til metoo-fundar
Stjórnmálaflokkarnir átta sem eiga fulltrúa á Alþingi bjóða til morgunverðarfundar þann 18. mars næstkomandi. Markmið fundarins er að ræða metoo og stjórnmál. Pallborðsumræður verða með fulltrúum frá öllum stjórnmálaflokkum, þar á meðal Miðflokknum.
21. febrúar 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ráðherra leggur til að innflutningsbann á fersku kjöti verði afnumið
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk, frá og með 1. september næstkomandi. Frumvarpið er lagt fram í kjölfar niðurstöðu EFTA-­dóm­stólsins.
21. febrúar 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það hafa legið fyrir að ríkisstjórnin myndi ekki setja á hátekjuskatt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar hafi verið kynntar og að það hafi jafnframt legið fyrir, frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð, að hún væri ekki að „fara í hátekjuskatt“.
20. febrúar 2019
Telja ekki þörf á að lánastarfsemi verði gerð leyfisskyld
Starfshópur um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja hefur skilað 12 tillögum til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hópurinn telur það mikilvægt að umræðan um smálán hafi ekki skaðleg áhrif á framboð á löglegum neytendalánum.
19. febrúar 2019
Nær fimmtungur allra barna í heiminum búa á stríðshrjáðum svæðum
Í nýrri skýrslu Barnaheilla kemur fram að ef litið sé til síðustu tuttugu ára þá búa nú fleiri börn en nokkru sinni á svæðum þar sem vopnuð átök geisa, eða nærri eitt af hverjum fimm börnum.
17. febrúar 2019
Hreiðar Már og Magnús sekir í Marple-málinu
Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi stjórnendur Kaupþings banka, voru í gær sakfelldir fyrir fjárdrátt í Landsrétti í Marple-málinu svokallaða. Hins vegar var refsing yfir þeim í málinu felld niður.
15. febrúar 2019
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV.
Segir ekkert benda til þess að siðareglur RÚV hafi ekki verið virtar
Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að RÚV hafi verið að sinna hlutverki sínu og skyldum með því að fjalla um málefni Jóns Baldvins. Hann segir að fjölmiðlar eigi að vera fulltrúar almennings og í því felist að þurfa að taka á erfiðum málum.
14. febrúar 2019
Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að bregðast við niðurstöðu EFTA-dómstólsins
Ef íslensk stjórnvöld bregðast ekki við niðurstöðu EFTA-dómstólsins, um innflutningstakmarkanir á fersku kjöti til landsins, innan tveggja mánaða þá getur ESA, eftirlitsstofnun EFTA, vísað málinu til EFTA- dómstólsins.
13. febrúar 2019
Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV
Hjónin Jón Bald­vin Hanni­bals­son og Bryn­dís Schram skrifa opið bréf til út­varps­stjóra í Morg­un­blaðinu í dag þar sem þau gefa hon­um, starfs­mönn­um RÚV og viðmæl­end­um viku til að biðjast af­sök­un­ar ann­ars verði þeim stefnt.
13. febrúar 2019
Fjöldi meðlima í Ásatrúarfélaginu nær fjórfaldast á tíu árum
Á síðustu árum hefur meðlimum Ásatrúarfélagsins fjölgað hratt en í byrjun árs voru alls 4.472 skráðir í félagið. Félagið er í dag fimmta stærsta trúfélagið á Íslandi og það stærsta sem byggir ekki á kristnum grunni.
12. febrúar 2019
Helmingi fleiri fasteignir auglýstar til sölu árið 2018
Fasteignum á söluskrá fjölgaði um 47 prósent í fyrra. Mest var aukningin í framboði á fasteignum í fjölbýli en einnig í sérbýli. Árið 2018 var meðalverð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu rúmar 44 milljónir og meðalverð sérbýlis 78 milljónir.
12. febrúar 2019
Kröfu um ó­gildingu starfs­leyfis Arnar­lax endanlega vísað frá
Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðs­dóms Reykja­víkur og vísar frá kröfum veiðiréttahafa í Haf­fjarðar­á. Veiði­réttar­hafarnir höfðu krafist þess að starfs- og rekstrar­leyfi Arnar­lax í Arnar­firði yrði ó­gilt.
11. febrúar 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Örlög flokka skapast af fólkinu sem er í þeim
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að mikilvægt sé á þessum umbrotatímum, þar sem flokkar komi og fari hratt, að fólk sé meðvitað um að stjórnmálaflokkar hangi á fólkinu sem eru í þeim.
8. febrúar 2019
Reykjavíkurborg braut persónuverndarlög með kosningaskilaboðum
Ungum kjósendum, konum 80 ára og eldri voru send bréf og smáskilaboð fyrir sveitastjórnarkosningar í fyrra til að auka kjörsókn þessara hópa. Persónuvernd segir hins vegar að skilaboðin hafi verið gildishlaðin og í einu tilviki röng.
8. febrúar 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.
Segir niðurstöður um verð vörukörfunnar á Íslandi sláandi
Matvörukarfa í Reykjavík er töluvert dýrari en annars staðar á Norðurlöndunum, samkvæmt nýrri verðkönnun ASí. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir niðurstöðurnar sláandi en að þær komi sér þó ekki á óvart.
7. febrúar 2019
Frans páfi á blaðamannafundi
Páfinn viðurkennir kynferðisofbeldi gagnvart nunnum innan kirkjunnar
Frans páfi segir að kynferðislegt ofbeldi presta í garð nunna sé viðvarandi vandamál innan kaþólsku kirkjunnar. Fjöldi nunna hefur stigið fram og greint frá misnotkun presta á undanförnum árum en þetta er í fyrsta skiptið sem páfi viðurkennir vandamálið.
6. febrúar 2019
Staða forstjóra Samgöngustofu verður auglýst til umsóknar
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur tilkynnt forstjóra Samgöngustofu að staða hans verði auglýst til umsóknar. Þórólfur Árnason hefur gegnt stöðu forstjóra Samgöngustofu síðan ágúst 2014 og fer fimm ára skipunartíma hans því senn að ljúka.
5. febrúar 2019
Alma Dagbjört Möller, landlæknir.
Landlæknir vill að kynferðisáreitið verði skoðað strax
Alma Möller landlæknir segir það sláandi tölur að sjö prósent kvenlækna telji sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað á haustmánuðum síðasta árs. Hún segir þetta eitthvað sem þurfi að skoða strax.
5. febrúar 2019
Sigmundur Davíð sammála Bjarna um endurskoðun stjórnarskrárinnar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tekur undir með Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, að ekki sé þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Forsætisráðherra telur hins vegar að endurskoða eigi stjórnarskránna í heild sinni.
5. febrúar 2019
Leggja til að heimilt verði að setja einstaklinga í atvinnurekstrarbann
Starfshópur sem skoðað hefur undirboð og brotastarfsemi á íslensku vinnumarkaði segir að brýnasta verkefnið sé að taka á kennitöluflakki. Hópurinn leggur því til að í ákveðnum til­vikum verði unnt að setja ein­stak­linga í atvinnu­rekstr­ar­bann.
3. febrúar 2019
Vilja stofna sérstaka Kjaratölfræðinefnd
Nefnd hefur skilað forsætisráðherra skýrslu um tillögur að umbótum í úrvinnslu og nýtingu tölfræðiupplýsinga hér á landi. Nefndin leggur meðal annars til að stofnuð verði Kjaratölfræðinefndar, sem væri samráðsvettvangur aðila í aðdraganda kjarasamninga.
1. febrúar 2019